Morgunblaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. febrúar1964 Sextugur I dag: Hallsteinn Hinriksson íþróttaírömuðui í Hafnarfirði HALL.STEINN Hinriksson fim- leikakennari og íþrottafrömuður í Hafnarfirði er sextugur í dag. Hann fæddist 2. febrúar 1904 á Úlfsstöðum á Völlum í Suður- Múlasýslu. Hallsteinn er fyrfr löngu lands þekktur fyrir brautryðjandastarf sitt á sviði íþrótta í Hafnarfirði, enda hefur hann í hálfan fjórða áratug verið einn helzti fim- leikakennari bæjarina, bæði við Barnaskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla, auk þess sem hann hefur verið aðalkennari og leiðtogi Fimleikafélags Hafnar- fjarðar. Hallsteinn hefur aflað sér hald góðrar menntunar í sérgrein sinni. Stundaði hann nám við Statens Gymnastig-Intstitut í Kaupmannahöfn og lauk þaðan íþróttakennaraprófi 1929. Auk þess var hann við framhaldsnám í Danmörku 1937. Hallsteinn hefur mikið starfað að félagsmálum, einkum á sviði íþróttanna. Hefur hann árum saman verið í stjórn Fimleika- félags Hafnarfjarðar og í stjórn íþróttakennarafélags íslands á árunium 1936—1946. Einnig var hann um skeið í stjórn karla- kórsins Þrasta. Þekktastur mun Hallsteinn vera fyrir forystuhæfileika sína á sviði handknattleiks. Með þrot- lausu starfi og þjá’fun .árum saman hefur honum tekizt að mynda eitt sigursælasta hand- knattleikslið, sem til er hér á landi, meðal íþrottaiðkcnda í Hafnarfirði. Og orðstír Hallsteins á þessu sviði mun ekki vera bundinn við ísland eitt, því að hin röska sveit hafnfirzra hand- knattleiksmanna hefur hvað eft- ir annað náð mjög góðum ár- angri á erlendum vettvangi undir leiðsögn hins ötula foringja síns, Hallsteins Hinrikssonar. Hér skal ekki farið ýtarlega út í afskipti Hallsteins af íþrótta- málum, enda munu ýmsir aðrir, sem betur þekkja til þeirra mála en sá, er þetta ritar, verða til þess á þessu merkisafmæli hans. Hallsteinn hefur um fjöl- margra ára skeið verið í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Hafnarfirði, er áður hét Kennara félag Hafnarfjarðar. Hefur hann í stjórn félagsins jafnan gegnt gj aldlkerastörf um. Fyrir meira en þrem áratugum var myndaður við Barnaskóla Hafnarfjarðar Ferðasjóður skóla- barna, og er markmið hans að veita börnum þeim, er þreyta barnapróf við skólann hverju sinni, kost á sameiginlegri skemmtiför út um byggðir okkar kæra lands, án þess að börnin þurfi að verða fyrir tilfinnanleg- um fjárútlátum vegna ferðalags- ins. Aðaltekjur sjóðsins hafa komið inn á árlegum skemmtun- um, sem börnin hafa annazt að Hárgreiðslustofur — Rakarar Sdtthreinsunarkassar 3 gerðir — Hagstætt verð — Góðir greiðsluskilmálar. IViagnús Thorberg Símar 24626 og 22574. öllu leyti sjálf. Skemmtanir þess ar eru nú búnar að öðlast algera hefð sem árlegur þattur í starfi skólans. Þær hafa i.ú um margra ára skeið jafnan verið haldnar í Bæjarbíói rétt fyrir páskana, og hafa þær sett allmikinn svip á skemmtanalíf Hafnfirðinga um það leyti. Eru skemmtanir þess- ar afar vinsælar og munu þeir Hafnfirðingar ekki margir, sem aldrei hafa komið á þessar ár- legu skemmtanir b^rnanna. Þar sem Hallsteinn Hinriksson hefur svo lengi sem minnzt var á annazt fjárreiður Stéttarfélags barnakennara í Hafnarfirði, hef- ur það jafnframt fallið í hans hlut að sjá um fjárreiður Ferða- sjóðs skólabarna. Hefur hann annazt það starf — sem og gjald- kerastarfið fyrir félagið — af stakri alúð og samvizkuseimi, enda hefur ferðasjcðurinn blómg azt vel í meðferð hans. Undanfarin sumur hefur Hall- steinn verið verkstjóri við unglingavinnu á vegum Hafnar- fjarðarbæjar, einkum við fegr- un og snyrtingu biejarins. Hefur hann rækt starf þetta með mik- illi prýði, og hafa skipulagshæfi- leikar hans notið sín einkar vel í því. Kvæntur er Hallsteinn Ingi- björgu Árnadóttur kennara, hinni ágætustu konu, og eiga þau fjögur mannvænle; börn, sem nú eru flest uppkomin. Samstarfsmenn og félagar Hall steins í Stéttarfélagi barna- kennara í Hafnarfirði senda hon- um og fjölskyldu hans beztu kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af 'sextugsafmælinu. Ólafur S. Magnússon. Frá Vöruhappdrætti S.l.B.S. Sögur til næsta bæjar Flokkur starfsmanna í stofn- un einni í Reykjavík keypti 45 miða í Vöruhappdrætti SÍBS. Ekki voru númer þessi í röð, heldur dreifð um tvo ; tugi þúsunda. Á einu einasta ! ári gáfu þessir 45 miðar vinn- | inga að fjárhæð samtals ; 1.010.000,00 krónur. Þetta voru tveir vinningar á hálfa ; milljón hvor og einn á 10 þús. j Ekki bar á öðru en blessunin ein fylgdi þessum skyndilega fengnu fjármunuim. Nú er það svo að margir kjósa að kaupa miða í röð til þess að flýta fyrir yfirliti í langri vinningaskrá og þvi má geta þess ð enn fást miðar í röð í nokkrum umiboð- um happdrættis SÍBS. ★ Ungum manni, búsettum i þorpi úti á landi, tók að leið- ast bið eftir „þeim stóra“ í happdrættinu eða að minnsta kosti sæmilegum glaðning! Að morgni útdráttardags hitti hann umboðsmann Vörulhapp- drættisins að máli og sagðist ekki mundi hirða um að endurnýja framar. Þessi miði var, um hádegið, lagður í póst og sendur skrifstofu happ- drættisins í Reykjavík. Um kvöldið heyrði þessi ungi maður, um Útvarpið, að núm- er hans hefði hlotið næst hæsta vinninginn. Ekki er kunnugt hversu lengi hann nagaði sig í handar bakið en miðann sinn keypti hann aftur í næsta flokki. — Furðusögur um happdrætti eru margar og sem betur fer flestar ánægjulegar. ★ Dregið verður í 2. fl. vöru- happdrættis S.Í.B.S. á mið- vikudaginn. Enn fást miðar keyptir í nokkrum uimboðum. Anna Margrét Björnsdóttir F. 17. des. 1881 d. 17. jan. 1964. MARGRÉT var fædd á Akranesi, en naut ekki lengi umsjá for- eldra sinna, því nokkra daga gömul var hún flutt í fóstur til sæmdarhjóna Halldóru og Bryn- jólfs nokkurs sem bjuggu í Gerði. Dvaldist Margrét þar til 14 ára aldurs, og naut þar nær- gætni og hlýju, og minntist hún fósturforeldra sinna ætíð með innileik. Enda sýndi hún hug sinn til þeirra, því hún lét ann- an drenginn sinn bera nafn þeirra beggja. Eftir fermingu dvaldist hún á Akranesi um skeið, en fluttist svo til Rvíkur, og vann þá í vistum, og ýms önnur störf sem til féllu. Kynnti hún sig svo vel að húsbændur hennar frá þessum tíma urðu vinir hennar ævilangt og greiddu fyrir henni ef með þurfti. Árið -1908 giftist hún Guð- mundi Guðmundssyni ættuðum úr Miðfirði og fluttust þau það ár norður og bjuggu þar í 15 ár, ekki við mikil efni, en sæmilega afkomu, því bæði voru þau hjón dugleg og ráðdeildarsöm. Þar fyrir norðan fæddust synir þeirra Björn (nú kaupm. í Brynju) og Brynjólfur Halldór. Svo flytja þau hjónin árið 1923 til Rvíkur og eignast lítið en vinalegt heimili á Urðarstíg 16. Eftir fá ár flytja þau á Grett- isgötu 51. Drengirnir stálpuðust og leituðu sér menntunar, sem efni leyfðu, enda báðir góðum gáfum gæddir. En svo urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að Bryn- jólfur dó snögglega 17 ára gam- all harmaður af öllum sem hann þekktu. Enda var framkoma hans og þeirra bræðra beggja fáguð og aðlaðandi. Síðan fluttu þau á Skeggj agötu 16 og hafa átt þar heima síðan. Margrét sáluga var kona hrein lynd og ákveðin í skoðunum, en svo umtalsfróm og væg í dóm- um sínum um aðra að af bar en fljót að rétta öðrum hjálparhönd ef með þurfti. Heimili þeirra hjóna bar vott um snyrtimer.nsku og iðni hús- freyjunnar, því hún vann mikið í höndunum þótt hún í æsku hefði ekki möguleika að afla sér tilsögn í hannyrðum. Og vin- kona hennar hefur sagt mér að þegar Margrét var ung og stall- systur hennar fengu tilsögn í handavinnu, hafi hún grátið heit um tárum af því að geta ekki notið þess sama. En svona var þetta svo oft áður, að menn urðu að sætta sig við sinn litla hlut. Fyrir 8 árum varð Margrét fyrir heilsuleysi, og átti jafnan síðan mjög erfitt með gang og hreyfingu, var sem sagt bundrn við rúm sitt eða stól upp frá því. Svo stundirnar verða langar fyrir athafna manneskjur. Þeg- ar svo er komið. Og andlegar áhyggjur og erfiðleikar eru oft þungbærari en líkamlegar þján- ingar. Þeir sem umgengust eða heimsóttu Margréti sál síðustu árin gátu ekki annað en dáðst að stillingu hennar og rósemi. Þvl verður hún í minningu þeirra hin sanna umburðarlynda hetja. Þannig munum við þig Margrét. Hvíl í eilífum friði. P. B. ATHUGIÐ ab borið saman við útbreiðslu er iangtum ódýrara að auglýsa Morgunbiaðinu en öðrum blöðum. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Sími 24250. Leikandi létt með FILUIUA bíiskúrðshurð • Seljast með eða án upp- setningar. 9 Veita birtu í gegnum sig. 9 % léttari en viðarhurð. • Ekkert viðhald. 9 Fáanlegar með radíóúitbún aoi til að opna og loka. 4 litir Nú er rétti tíminn að panta fyrir vorið. Leitið upplýsinga. Viðtalstími minn í Neskirkju verður framvegis kl. 4,30 til 5,30 mánu- daga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Sími fyrst um sinn hinn sami og hjá séra Jóni Thor- arensen nr. 10 535. FRANK M. HALLDÓRSSON, sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.