Morgunblaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 28
MORCUNBLAÐIÐ
28
Sunnudagur 2. febröar 1964 n
GAVIN HQLT:
47
ÍZKUSÝNING
— Ég skal játa, að ég var dá-
lítið lausmáll, sagði ég, — en
afleiðingin af því varð sú, að
Sally Dutton var gerð saklaus
að tálbeitu. Og afleiðingin af
þessari tálbeitu er sú, að þið haf-
ið morðingjann í höndunum. Ég
sagði Joel frá þessu um skrif-
borðið, eins og þú veizt. Auk
Joels minnist ég á það við einn
ma-nn, og hann hófst handa í til-
efni af því — með mistökum og
öllu saman! Ef þér nægir ekki
þessi upplýsing, hef ég annað
smáatriði að segja þér. Sally er
ekki dauð. Hún er lífseig. Eftir
nokkra klukkutíma verður hún
orðin hress og reiðubúin að gefa
ykkur þær upplýsingar, sem
ykkur kann að vanta.
í>að var nú hátt undir loft
þarna og hvorugur þeirra lyftist
í sætinu, auk heldur sprakk í
loft upp. Jarðsprengjan var
ónýt. Þeir spurðu mig ekki einu
sinni um nafn á morðingjan-
um.. Þeir þekktu hann — það
gat ég séð á öllu.
— Auðvitað, sagði Joel ró-
lega, — verður fjarvera hans við
seimni tilraunina áðan skiljan-
legri, úr því að þú sendir eftir
honum fyrir einurn klukkutíma.
— Burchell kinkaði kolli. Nú
kom allt heim og saman. Hann
sneri sér að mér.. — Þú hefur
fært okkur mikilsverðar upplýs-
ingar Ritzy, — en þú hefðir átt
að segja okkur það allt saman
strax. Þú hefur legið á mikil-
vægu atriði, og það get ég ekki
þolað þegar morð er annarsveg-
ar. Þó að við Joel séum kunn-
ingjar, þá hafa einkaspæjarar
engan rétt til að. taka fram fyrir
hendurnar á lögreglunni. Þú
vanst hér að rannsaka innan-
húsmál, það er að segja kjóla-
stuldinn. Þú varst mikilvægt
vitni, svo að óg gaf þér tíltölu-
lega frjálsar hendur.
— Sjáðu nú til, sagði ég. —
Ef ég hef verk að vinna, þá vinn
ég það eins og ég ákveð sjálfur.
Ef ég hefði sagt þér í gærkvöldi,
að allt lægi ljóst fyrir — hvaða
gagn hefðirðu af því? Þú hefðir
farið að spyrja Sally Dutton
spjörunum úr. Ef til vill líka Jos
ette. Hún hefði logið þig fullan,
til að forða sér, af því að þú
hafðir ekkert haft fast undir fót
um. Ég fór til hennar með vissu
í huga, og henni tókst ekki að
ljúga að mér. Einu mistökin,
sem mér urðu á, voru þau- að
tala við morðingjann.
Joel sagði: — Ég held, að þú
getir staðið þig við að gleyma
því, Ted. Ef ekki hann- Ritzy
hefði farið að herma eftir tals-
mátanum hans Schlussbergs,
hefði ég aldrei farið að leita í
gömlu blöðunum.
Nú kom að mér að spyrja: —
Hvað um það?
Ted Burchell glotti. — Jæja,
Ritzy, við gefum þér heiðurs-
pening þrátt fyrir allt.
— Mér er fjandans sama um
alla þína heðiurspeninga, sagði
ég.
Ég var enn vonur og enn verri
vegna þess, að ég vissi ekki,
hvað Joel átti við.
Burchell sagði: — Vissirðu,
hver var tilgangur þessarar La-
coste kvensu með því að leita
í skrifborðinu?
— Já, svaraði ég. — Hún sagð
ist hafa verið að reyna að hjálpa
Clibaud.
— Það er nú dálítið óákveðið,
sagði hann.
— Hún er nú líka dálítið
óákveðinn kvenmaður, sagði ég
og snarlokaði svo munninum.
Hva'ð sem hann kynni að halda
um að liggja á staðreyndum,
hafði ég mínar aðferðir og mín-
ar kenningar um þetta og ég
hafði lofað að gera mitt bezta
að hjálpa henni. — Kannskx hún
sé ástfangin af Clibaud? sagði
ég. — Hún hélt, að Selina væri
að liggja á einhverju, sem hon-
um gæti orðið gagnlegt.
— Og kannski hefur hennf
líka dottið í hug, að hún gæti
haft einhvern aur út úr Thelby?
Burchell var nú aftur orðinn vin
gjarnlegur, sýndist jafnvel vera
ánægður. — Ég verð að ná í
þennan kvenmann og tala dá-
iítið yfir hausamótunum á
henni. Hún gæti haft gott af þvi.
— En vissirðu annars, að hún
var dóttir Schlussbergs? Ég
gerði honum vonbrigði með því
að láta mér ekkert bregða.
Svaraði honum engu nema
augnatilliti, __ fullu með-
aumkunar. Ég hafði of mikið að
gera að hugsa um Schlussberg,
málhreim hans og talsmáta. Ég
hugsaði til hans í París, þegar
Selina ofurseldi hann innrás naz
istanna. Ég hugsaði um hatur
hans á Selinu og Clibaud.
Schlussberg.
Mér fannst ég skilja þetta, en
vissi ekki um þýðingu þess. —
Það er fullt af óákveðnu fólki
hér, sagði ég.
Burchell tók upp minnisblað
af borðinu og leit á það.
— Gott og vel. Ég skal út-
skýra þetta allt. Það er ekki
eftir neinu að bíða.
XXV.
Hann gekk á undan inn í sýn-
ingarsalinn. Schlussberg sat enn
í hnipri úti í horni, Thelby á
röndinni' á leigúbekknum, en
Clibaud var á gangi um gólfið.
Verðinum var skipað að koma
með Gussie Ochs. Hún var nú
hætt að gráta, en hafði samt
ekkert lagað á sér andlitið. Hún
var alveg úrvinda. Hún laut
höfðinu og horfði á gólfábreið-
una, eins og hún væri hrædd
við að líta á nokkum mann.
Vörðurinn leiddi hana að stól
og tók að sér stöðu við hlið
hennar. Hinn aðstoðarmaðurinn
skellti minnisbókinni sinni á
lítið borð og settist við það. Við
Joel stóðum kyrrir í bogadyr-
unum, en vorum ekki að halda
neina tízkusýningu fyrir Clibaud
h.f., að minnsta kosti.
Burchell leit kring um sig, og
ég gat ekki betur séð en hann
væri enn eitthvað hikandi. Hann
leit út eins og ieynilögreglu-
maður í einhverjum jólaleik,
sem gæti ekki ráðið við sig svar-
ið við fyrstu spurningunni. Hann
leit á Schlussberg, Clibaud,
Thelby og loks á Gussie Ochs.
Það var eins og honum dauð-
leiddist þetta og það kom einnig
fram í rödd hans, sem þó var
aiíltvarpiö
Sunnudagur 2. febrúar
8:30 Létt morgunlog.
8:55 Fréttir og úrdruráttur úr forustu
greinum dagblaðanna.
9:10 Veðurfregnir.
9:20 Morgunhugleiðing um músik:
Leifur Þórarinsson kynnir
strengjakvartetta Ludwig van
Beethovens.
9:40 Morguntónleikar:
a) Strengjakvartett í cis-moll op
131 eftir Beethoven (Ama-
deus-kvartettinn leikur; —
endurtekið frá síðasta sunnu-
degi).
b) Hermann Prey syngur lög
eftir Schumann og Schubert
Við píanóið: Karl Engel.
c) Sinfónía nr. 1 í D_dúr (Klass-
íska hljómkviðan) op. 25 eftir
Prokofjeff (Hljómsveit Tón-
listarháskólans i París leikur;
Ernest Ansermet stj.).
11:00 Messa 1 Dómkirkjunni (Prestur:
Séra Óskar J. Þorláksson. Organ
leikari: Dr. Páll ísólfsson).
12:15 Hádegisútvarp.
13:15 Hverasvæði og eldfjöll; IV. er-
indi: Hveravellir á Kjalvegi
(Hallgrímur Jónsson kennari).
14:00 Miðdegistónleikar — Óperukynn-
ing:
„Rósariddarinn’* eftir Richard
Strauss (Elisabeth Schwarzkopf,
Otto Edelmarm, Christa Ludwig,
Stich Randall, Eberha-rd Wáchter
o.fl. syngja. Hljómsveitin Fhil-
harmonia í Lundúnum leikur,
Stjórnandi: Herbert von Karajan
— Sveinn Einarsson kand. lic.
kynnir).
15:30 Kaffitíminn: —► (16:00 Veður-
fregnir).
a) Aage Lorange leikur á píanó.
b) The Outlaws leika lög eftir
Robert Duke
16:30 Endurtekið leikrit:
Þættir úr ^Paradísarheimt" eftir
Halldór Kiljan Laxness, saman
teknir af Lárusi Pálssyni og
stjórnað af honum (Áður útv. i
sept. s.l.).
17:30 Barnatíml (Skeggi Ásbjarnar-
son>:
a) ^Ósarmindi hefna sínM, smá-
saga eftir Hannes J. Magnús-
son (Tryggvi Tryggvason les)
b) Úr póstkassanum.
c) -,Illu traðir“, leikrit eftir
Louise Sublette Perry. —
Ævar Kvaran þýðir og stjóm
ar flutningi leiksins.
18:20 Veðurfregnir.
18:30 ,.Ég veit um systkin*': Gömlu
lögin sungin og leikin.
19:00 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 ,,Riddaraliðið‘\ forleikur eftir
Suppé — og „Skautavalsinn**
eftir Waldteufel (Hljómsveitiu
Philharmonia 1 Limdúnum leik-
ur; Herbert Von Karajan stj.).
20:15 í erlendri stórborg: Feneyjum
(Guðni Þórðarson).
20:40 Einsöngur: Rita Steich syngur
létt lög með Promenaden-hljóm-
sveitinni 1 Berlín; Hans Carsta
stjórnar.
21.00 Sunnudagskvöld með Svavari
Gests. — spurninga- og skemmti-
þáttur.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Syngjum og dönsum: EgiU
Bjarnason rifjar upp íslenzk
dægurlög og önnur vinsæl lög.
22:30 Danslög (valin af Heiðari Ást-
valdssyni danskennara).
23:30 Dagskrárlok.
Mánudagur 3. febrúar
7:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:15 Búnaðarþáttur: Kristinn Jónsson
ráðunautur á Selfossi talar um
viðhorf í búnaðarmálum.
13:35 „Við vinnuna“: Tónleikar.
14:40 ,,Við, sem heima sitjum": Ása
Jónsdóttir les söguna „Leyndar-
málið“ eftir Stefan Zweig, í
þýðingu Jóns Sigurðssonar frá
Kaldaðarnesi (8).
15:00 Síðdegisútvarp.
17:05 Stund fyrir stofutónlist (Guð-
mundur W. Vilhjálmsson).,
18:00 Úr myndabók náttúrunnar: Sæ-
skjaldbökur (Ingimar Óskarsson
nátturuf ræðingur).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18:50 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Um daginn og veginn (Lárus
Sigurbjörnsdóttir).
20:20 Tónleikar: Sónata 1 C-dúr fyrir
selló og píanó op. ©5 eftir
Benjamin Britten (Mstislav
Rostropov itsj og höfundurinn
leika
20:40 Á blaðamannafundi: Dr. Sturla
Friðriksson jurtaerfðafræðingur
svarar spurningum. Spyrjendurj
Gylfi Gröndal og Jón Helgason.
Stjórnandi: Dr. Gunnar G.
Schram.
21:15 íslenzk tónlist: Lög ©ftir Pál
ísólfsson.
Tónlistarfélagskórinn syngur
,.Lofsöng“ og „Fánasöng* úr
Alþingishátíðarkantötunni 1930.
Einsöngvari: Sigurður Skagfíeld.
Söngstjóri: Dr. Victor Urbancic.
21:30 Útvarpssagan: „Brekkukots.
análl“ eftir Halldór Kiljan Lax-
ness; XXVII. (Höfundur les).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Lestur Passíusálma (7).
22:20 Daglegt mál (Arni Ðöðvarsson).
22:25 HljómplötusafniO (Gunnjir Guð-
mundsson). •**
23:15 Dagskrárlok.
JÚMBÓ og SPORI
Teiknari: J. MORA
Vinimir þrír héldu lengra inn í
skóginn og námu staðar hjá fallegu
bananatré. — „Bananar; Stórir, gulir
og stórkostlegir bananar!“ hrópaði
Spori. — „Já, í þetta skipti verðum
við ekki af matnum!" sagði
Jumbo ánægður.
En bananamir voru.of hátt uppi
til þess að Spori næði til þeirra.
Hann tók þá það til bragðs að lyfta
Jumbo upp á öxl sér svo hann gæti
náð til þeirra.
kápan úr því klæðinu. Bak við
bananana hafði nefnilega stór slanga
fahð sig í þeirri frómu von að ein-
hver sem hún gæti fengið sér til
miðdegisverðar glæptist á freist-
andi ávöxtunum. Spori datt aftur
En — því miður varð þeim ekki yfir sig og sleppti Jumbo.
KALLI KUREKI
— Xr~ ~Xr~
Teiknari; FRED HARMAN
f Gamli klöngrast upp úr gildraginu
»em Skrattakolla hefur sparkað hon-
/ um niður í ....
^ .— Hvað er nú þetta? ftunni!
Þar sem runni er, þar er vatn
undir, jafnvel þó það geti verið langt
niðri í jörðinni. Ég fer strax að
grafa.
— Kannske ég sé búinn að fá sól-
%ting og farinn að sjá hér eitthvað
sem ekki er — en mér finnst sand-
urinn orðinn rakur ....