Morgunblaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1964, Blaðsíða 19
' Sunnudagur iebrúar 1964. MORGUNBLADIÐ 19 — Erlend fíðindi Framh. af bls. 16 leiðsilu kjarnakleyfra efna, til hernaðarþarfa. Nokkrum dögum síðar kom forsetinn fram með tilboð um framleiðslaistöðvun á eldflaugum, þótt það tilboð væri að visu háð ströngum skilyrð- um. Allar yfirlýsingar um mál þessi voru opinberar. Hverju þessi stefna stórveld- anna tveggja kann að fá áorkað, liggur ekki fyrir. Stjórnmála- fréttaritarar telja þó, að raun- verulegur árangur, fram til þessa, sé viðurkenningin á því, að óþarfii sé að eyða meiru fé til framleiðslu stærstu kjam- orbuvopna, svo mikið sé þegar fyrir hendi af þeim. Þessi affaða Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, hvors til ann- ars, hefur valdið grunsemdum, einkum þó hjá Kína og Frakk- landi, sem bæði eiga það sam- eiginlegt að vinna að því að fremsta megni að koma sér upp kjarnorkuher. Stórveldin tvö gera sér grein fyrir því, að þau ein hafa það í hendi sér að eyða hvort öðru, og því verði þau að komast að samkomulagi. Margt bendir til þess, að verið sé að undirbiia jarðveginn í þeim tilgangi. Þrátt fyrir neikvæða afstöðu Frakba tii Bandaríkjanna og Kína til Sovétríkjanna í þessu máli, þá vilja þó stórveldin í austri og vestri ekki rjúfa tengsl in við bandalagsriki sin. Væri hvorugt þeirra bundið bandalög- um, þá yirði auðveldara fyrir hvort um sig að vinna einstök ríki á sitt band- Bylting gegn frönskum áhrifum Á fimmtudag var gerð ný bylting í S-Vietnam. Hrundið var frá völdum herráði því, sem iráðið hefur landinu, frá því, að herinn, undir Duong Van Minh, Ihershöfðingja, tók völdin af Diem, forseta, með byltingu, ifyriir um þremur mánuðum. Á föstudag lýsti de Ganne, Frakklandsiforseti, því yfir, að hann teldi, að SA-Asía ætti að vera hlutlaust svæði. Því hefur víða verið haldið fram, að und- anförnu, að þessi skoðun forset- ans sé nátengd þeinri ákvörð'un hans að viðurkenna Alþýðulýð- veldið Kína. Enn veit enginn, hver afleið- ing stefnu forsetans í málefn- um SA-Asíu kann að verða. ___ Megi marka orð þeirra marina, sem nú hafa tekið völdin í S- Vietnam, þ.e. Khinh,. hershöfð- ingja, og félaga hans, þá virðist frekar horfa til vandræða í þess um hluta heims. Byltingarmenn hafa lýst því yfi-r að hlutleysis- sinnar hafi ætlað að taba völdin í S-Vietnam í sínar hendur, og fréttir herma, að þeir haifi 1-agt efni sem húðin þarfnast, og kemur i veg fyrir að húðin ofþorni undir púðri eða „make up“ að deginum. fram um það sönnunargögn. Engin reynsla er enn fengin fyrir því, hver er raunveruleg stefna valdhafana nýju. Þeir kunna að aðhyllast stefnu Banda ríkjanna, og fleiri Vesturlanda, í- málefnum SA-Asíu. Bylting- una segjast þeir hafa gert til að tryggja framgang þeirrar stefnu. Hins vegar kann að vera, þótt líkurnar fyrir því séu e.t.v. ekki miklar nú, að byltingarmenn hafi notað sér viðurkenningu Frakka á Alþýðulýðveldinu, og gripið tækifærið til að hrifsa völdin. Vitað er, að allt frá því byltingin var gerð í nóvember- byrjun, hefur ósaimkomulag ríkt meða! þeirra manna, sem þá tóku völdin. Hver er stefnan? Mikið hefur verið um það rætt, að undanförnu, hvað búi að baki stefnu de Gaulle, við- urkenningu hans á Pekingstjórn inni og afstöðu hans til Vestur- veldanna. Vísað hefur verið til andúðar forsetans á Engilsöx- um, sem skotið hafi rótum á styrjaldarárunum síðari. í ljósi hennair hafa margir þótzt hafa greint stórveldisdrauma, hatur og nauðsyn á auknum markað fyrir franskar afurðir, svo að nokkuð sé nefnt. Vissulega hef- ur de Gaulle viljað auka veg sinn og Frakklands. Allt frá því 1958 hefur hann óskað eftir auk- inni hlutdeild í vörnum Vastur- landa, og m.a. komið fram með tillögur um bandarísk- brezk- franska hermálaforystu. Er sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn, tóbu Frakkar að leggja áherzlu á eiginn kjarnorkuher. Ér Ijóst varð, að de Gaulle ætlaði að gera alvöru úr því að viðurkanna Alþýðulýðveldið, hófust miklar umræður um heild arafstöðu Frakka til alþjóða- mála. í fyrstu bar mikið á upp- hrópunum, tilvísunum til af- stöðu forsetans til Efnahags- bandalags Evrópu og bandalags ríkjanna beggja vegna Alants- hafsins. Stjórnmálafréttaritarar hafa, eftir að mestu æsinguna lægði, reynt að draga upp sam- flellda mynd af afstöðu de Gaulle til alþjóðamála, í einkum af- stöðu hans til stórveldanna, og hernaðarbandalaga þeirra, sem svip hafa sett á þróun undan- farinna ára. Þótt víða sé komið við í þess- um kröfum, þá virðist þó einnig um það ríkja, að forsetinn hafi fastmótaðar skoðanir, þ. e. eigin skoðanir, og ætli sér að fara eftir þeim, í einu og öllu. Bent er á, í þessu sambandi: • E>e Gaulle telur, að tími ríkj abandalaga, þ. e. Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins, sé liðinn. Afstaða einstabra þjóða, hverrar til annarrar, ráði nú aftur mestu. • Hann álítur, að viðurkenn- ingin á Alþýðulýðveldinu muni alls ekki ieiða til þess, að um „tvö Kína“ verði að ræða, en P ekingst j ómin hefur látið að Því liggja, að sú sé afstaða Frakka. Forsetinn telur stjórn Mao-tse-tung ráða Kína, stjóm Chiang-kai-chek ráða Formósu. Telur hann síðar nefndu stjórnina því munu rjúfa núverandi stjórmmálasamband við Frakka. Þá er því haldið fram, að um langt árabil hafi de Gaulle verið þeirrar skoðunar, að kjarnorku- styrjöld milli Sovétríkjanna og Bandaríkj anna sé óhugsandi. — Hafi hann m.a. verið þeirrar skoðunar, er Kúbudeilan kom upp, í október 1962. Á grundvelli þessarar skoðun- ar er forsetinn sagður þess flull- viss, að hernaðarbandalögin tvö gegni nú engu hlutverki og muni þau því og megi leysast upp. Aðeins stórveldi hafi nokk- urt olnbogarúm í heiminum. Vísað hefur verið til fyrri um- mæla Frakklandsforseta. Hann hefur aldrei talið Sameinuðu þjóðirnar hafa neinu alvarlegu hlutverki að gegna, og hann aldrei lýst því yfir, að ekki ætti að viðurkenna kommúnista- stjórnina í Kína. Þessi skoðun kom m.a. fram í ummælum for- setans í febrúar 1961. Tæpu ári síðar hafði hann eft- irfarandi að segja um deiluna milli Kína og Sovétríkjanna: — „Deila Kína og Sovétrikjanna er ekki hugsjónadeila. Hér er aðeins um að ræða keppni milli nágra.nnarík j a“. Hann tók þá hvorki afstöðu með eða móti. 20. desember sl., þegar ákvörð unin um viðurkenninguna hafði verið tekin, sagði de Gaulle: — „Við höfum haft máiið til athug- unar um langt skeið“. Skoðun frönsku stjómarinnar er sú, að tilvera Alþýðulýðveld- isins sé staðreynd, og hana verði að viðurkenna. Sömuleiðis er það álit hennar, að aðeins sé um tvær leiðir að velja í málefnum SA-Asíu. Annað hvort verði Laos, Kambódía og S-Vietnam að taka upp hlutleysisstefnu, eða hefja verði sókn gegn kommúnistum í þessum löndum, ókn, sem leiða myndi til þess, að átökin bærust inn á núver- andi yfirráðasvæði kommúnista. Þá leið telur bann Vesturveldin aldrei munu fara. Því sé aðeins um fyrri kostinn að ræða. Krúsjeff hefur lýst því yfir I viðtölum við Vesturlandabúa, að hann telji ekki, að Kína muni hafla yfir kjarnorkuvopnum að ráða, fyrr en í fyrsta lagi eftir áratug. Virðist hann ekki óttast yfirgang kínverskra kornmún- ista, fyrst um sinn. Þótt það sé almenn skoðun á Vesturiöndum, ekki sízt Banda- ríkjunum, að Alþýðulýðveldið Kína rrruni ekki líðá undir lok, þótt Bandaríkin neiti að viður- kenna það, þá þykir mörgum, að de Gaulle hafi sýnt litla til- litssemi, með því að taka ákvörð un sína nú. Sumir munu segja, að hann, aldurs vegna, geti vart beðið með það í mörg ár að skapa sér, og Frakklandi, það „olnboga- rými“. sem stórveldi ein geta ætlazt til að hafa. Taflfélají stofnað í Ólafsvík Ólafsvík, 29. jan.: — Hinn 26. jan. sl. var Taflfélag Ólafsvíkur stofnað. Stofnendur voru 25. Mikill áhugi er á skák í Ólafsvík og hefir tilfinnanlega vantað félag og samóistað fyrir skákáhugamenn. Kirkjusandur h.f. hefir ljáð félaginu matstofu sína ,til skákæfinga á hverju sunnudagskvöldi frá kl. 20 00— 24.00. Stjórn félagsins skipa: Skúli Benediktsson, formaður, Ottó Árnason varaformaður, Jafet Sigurðsson, ritari, Þorkell Jóns son gjaldkeri og Þorketill Sig- urðsson áhaldavörður. Að loknum stofnfundi var haldið hraðskákmót og voru þátt takendur 13. Úrslit urðu: Jafet Sigurðsson 11 v., Háldán Ingi Jensen og Ingimer Albertsson 10 v. hvor, Gunnar Gunnarsson 9 v. og Ottó Árnason með 8 vinn inga. r,BR E A K F A S T COCOA St*iength and ^,c° — Reykjavikurbréf Framh. aí bls. 17 hugmynd Framsóknar, sem vakn- aði fyrst upp í huga hennar, er hún sá, að vinstri stjórnin varð ekki endurreist. Á meðan Fram- sóknarmenn höfðu von um upp- vakning hennar fylgdu þeir hinu gamla kjörorði Hermanns Jónas- sonar, sem hann lýsti á Hólma- vík, að Sjálfstæðismenn ætti að setja til hliðar. Eftir að það tókst ekki, þá er keppikeflið fyrst og fremst að komast í stjórn með Sjálfstæðismönnum! Til þess telja þeir leyfilegt að beita hvaða ráðum, sem vera skal. Ótvíræð úrslit Alþingiskosninga skulu að engu höfð. Öllu afli er beitt til að skapa þvílíkan glundroða, að stjórnin neyðist til að segja af sér. Þessi hugsun lýsir sér í öll- um þeirra athöfnum og orðum. Kösningar í verka- lýðsfélögunum Um þessar mundir eiga sér stað kosningar í verkalýðsfélögunum. Heildarsvipur úrslita virðist lík- ur og áður. Eftirtektarvert er þó, að þar sem litlu munar eins og í Vörubílstjórafélaginu Þrótti, þá hafa lýðræðissinnar unnið fé- lagið. Þeir hafa og sótt á í Iðju en tapað í Dagsbrún. Athyglis- verðast er, að báðir aðilar kvarta undan ófullkomnum kjörskrám, röngum félagatölum og misbeit- ingu félagsstjórna á valdi sínu við kosningarnar. Ef hér fylgir hugur máli, ætti að vera grund- völlur fyrir báða til að koma sér saman um að tryggja fullkomna lýðræðishætti innan félaganna. Það er ekki einungis krafa með- lima þessara félaga heldur alls almennings, svo valdamikil sem verkalýðsfélögin eru orðin í þjóJ félaginu. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu ei langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Iðnfyrittæki Til sölu er mjög arðvænlegt lítið iðnfyrirtæki í full um gangi. Útheimtir lítið vinnuafl. — Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir 4. þ.m., merkt: „M.K. „X“ — 9876“. iJalousieny Balastore gluggatjöldin gefa heimilinu vistlegar blæ. Balastore gluggatjöldin vernda húsgögnin og veita þægilega birtu. Mjög auðvelt er að hreinsa Balasture gluggatjöldin, að- eii,s þurrkuð með klút eða bursta. Vegna lögunar gluggatjald- anna sezt mjög litið ryk á þau. Balastore eru tilbúnar til notkunar fyrir hvaða glugga sem er. Þau eru fyrirliggjandi í 23 stærðum frá 45—265 cm. og allt að 200 cm. á hæð. Vinsældir Balastore fara vaxandi. Verð Balastore gluggatjald- anna er ótrúlega lágt. Útsölustaðir: Keflavsk: Akranes: Hafnarf jörður; Isafjörður: Vestmannaeyjar: Siglufjörður: Borgarnes: Akureyri: Reykjavík: Stapafell h.f. Gler og Málning s/f. Sófinn h.f., Álfafelli. Húsgagnaverzlun ísafjarðar Húsgagnaverzl. Marinós Guðm. Haukur Jónasson. Kaupfélag Borgfirðinga. Arnór Karlsson. KRISTJAm SICGEIRSSON U.F Laugavegi 13 — Símar 13879—17172. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.