Morgunblaðið - 03.03.1964, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. marz 1964
A. Villads Olsen
UM MARGRA áratugi leituðu ís-
lendingar að fyrirmyndum við
uppbyggingu i landi sínu til Dan
merkur, var þangað oftast gott
að leita, enda ekki í kot vísað,
reyndust þá margir Danir fslend
ingum þeir drengir að ekki má
gleymast. Gætir enn víða
danskra áhrifa í þjóðlífi voru,
þó nú sé leitað víðar til fanga
í dag verður gerð frá Holm-
ens kirkju í Kaupmannahöfn út-
för A. Villads Olsen hóteleig-
anda, en hann lézt í Nissa á
fimmtudaginn í fyrri viku 78
ára að aldri. Villads Olsen var
oddviti í samtökum danskra veit
inga og gistihúsaeigenda í 29 ár.
Ég kynntist Villads Olsen 1947
þegar ég leitaði eftir upptöku
fyrir samband veitinga og gisti-
húsaeigenda í Nordisk Hotel og
Restaurantforbund, en hann var
>á forseti þeirra samtaka, síðan
höfum við íslenzkir veitinga-
menn átt hauk í horni þar sem
Villads Olsen var. Við sem eign-
uðustum vináttu þessa mæta
manns og konu hans frú Edith
nutum i ríkum mæli rómaðrar
gestrisni þeirra hjóna og góðra
ráða og mikillar reynslu hús-
bóndans.
Villads Olsen og kona hans
komu þrisvar sinnum til íslands,
eignuðust þau hér marga kunn-
ingja sem nú minnast þeirra með
þakklæti. í öll skiptin sem
Villads Olsen kom út hingað,
urðu ferðir hans íslenzkri veit-
inga og gistihúsastarfsemi til
nokkurs þroska. Hann sá hvar
skóinn kreppti í starfsgrein vorri,
og var þess albúinn að gefa góð
ráð. Nokkuð af því sem hann
Námskeiðið verð-
ur í júní og
júlí n. k.
UNDIRBUNINGI fyrir Norræna
lýðháskólann, sem haldinn verð-
nr á fslandi í sumar er Iangt
komið. Mun námskeiðið standa
yfir frá 28. júní til 23. júlí. For-
seti tslands I • rur fallizt á að
vera verndari þess.
Menntamálaráðuneytið hefur
átkveðið, að Sjómannaskólinn
verði til afnota fyrir námskeiðið.
Munu ýmsir íslenzkir rnennta-
menn flj'tja erindi á námskeið-
inu, m.a. Kristján Eldjárn, dr.
Einar Ólafur Sveinsson og Sig-
urður Þórarinsson.
Þátttakendur í námskeiðinu
munu kynnast og skoða ýmis
fyrirtæki, stofnanir og mennta-
setur og ferðast víða um landið.
benti á að hér mætti betur fara
og okkur sást yfir, er nú orðið
að veruleika, annað einkum í
löggjöf, er nú fyrir atbeina
framsýnna ráðamanna að kom-
ast á framkvæmdastig.
Nafn A. Villads Olsen var
þekkt meðal hótelmanna um
allan hinn frjálsa heim, enda var
hann um skeið forseti Inter-
national Hotel Association, fyrsti
og eini Norðurlandamaður sem
þá vegtyllu hefir hlotið. í heima
landi sínu naut Villads Olsen
mikiilar virðingar, enda kom
hann víða við sögu, hann var
mikill áhugamaður um ferðamál
Danmerkur og átti um áratuga-
skeið sæti í stjórn Turistforen-
ingen, hann var einnig til dánar-
dægurs formaður í hinum
gilda hótellánasjóði Danmerkur.
Menntun ungra manna í starfs-
greinum veitinga og gistihús-
anna var honum mikði áhuga-
mál. Átti hann ríkan þátt í að
skipuleggja þau mál og koma á
samstarfi landa milli, lagði hann
mikið uppúr kynnum milli þjóða
og málakunnáttu, enda sjálfur
góður málamaður. Villads Olsen
var sýndur mikill sómi um dag-
ana, hann bar fjölda heiðurs-
merkja, sum hárrar gráðu, átti
hann eflaust alla þá virðingu
skilið og naut hennar.
Ég er þess þó fullviss að öll
veraldargæðin sem Villads Olsen
öðlaðist um dagana voru honum
aldrei tilgangur í sjálfu sér.
Hann var hins vegar þeirrar
manntegundar sem keppir að
miklu marki, því að verða sann-
ur maður og tókst svo vel ferð-
in, að í dag er hann kvadd-
ur með söknuði og þakklæti af
miklum fjölda manna í mörgum
þjóðlöndum.
Ludvig Hjálmtýsson.
'JffifiWX-'..—• jfia
Kelill Axelsson, Margrét Gunnl augsdóttir og Fanney Helgadóttir í hinni nýju deild.
Dömadeild London eykoi við
húsnœði sitt
DÖMUDEILD London hefur nú
aukið húsrými sitt og tekið í
notkun 50 fermetra af húsnæði
því, sem áður var Raftækjaverzl
unin Hekla, Austurstræti 14. Ma
því segja að Dömudeildin sé nu
þrískipt, með inngangi bæði frá
Pósthússtræti og Austurstræti.
Blaðamönnum var boðið að
skoða hina nýju deild fyrir helg
ina. Halldór Hjálmarsson, arki-
tekt, teiknaði innréttinguna og
Birki h.f. sá um smíði hennar. Er
deildin tengd á smekklegan hátt
með stiga við eldri búðina, og
öll innréttingin hin nýtízkuleg-
asta. Það eina sem minnir á Raf-
tækjaverzlunina Heklu er hring
ekjan í sýningarglugganum, sem
nú snýr gínum í tízkuklæðnaði
í stað ísskápa og annarra heim-
ilistækja áður.
I Dömudeild London er fáan
legur allur tilbúinn kvenfatnað-
ur, yzt sem innst, nema skór. Eig
andi verzlunarinnar er Ketill
Axelsson, verzlunarstjóri er
Fanney Helgadóttir og frú Mar-
grét Gunnlaugsdóttir sér um inn
kaupin. Fyrirtækið er tæpra
fimm ára gamalt, upphaflega
angi frá Tóbaksverzluninni Lond
on, en hefur sprottið ört og er
Dömudeildin nú í 130 fermetra
húsrými samtals.
Margrét Gunnlaugsdóttír sýnir
blaðamönnum regnhlífagrind á
hjólum, sem er þéttsetin tvö-
földum, ítölskum regnhlífum.
f skóla einum hér í bæ var
nýlega haldinn fagnaður fyrir
13, 14 og 15 ára unglinga. Við
innganginn var reynt að ná
öllu áfengi, sem unga fólkið
hafði meðferðis til þess að
hressa sig á — og tóku dyra-
verðir samtals hálfan annan
kassa af vínflöskum herfangi á
þennan hátt.
Nú heldur kannske einhver,
að þar með hafi öll skemmtunin
verið farin út um þúfur hjá
blessuðum börnunum. Svo var
þó ekki, því þegar farið var að
hreinsa húsakynnin eftir hátíða
höldin íundust 30 tómar vín-
flöskur í skúmaskotum og auk
þess 90 flöskur undan gos-
drykkjum — flöskur, sem ekki
höfðu verið seldar í húsinu
sjálfu — heldur verið laumað
inn.
Það er greinilegt, að unga
fólkið veit hvað það vill — og
ekki deyr það ráðalaust.
Sennilega fordæma flestir
foreldrar slíkt og þvílíkt — og
gera má ráð fyrir að fæstir við-
komandi foreldrar viti, að
þarna hafi þeirra börn átt hlut
að máli. En fyrir hvaða pen-
fyrir smáaukavinnu í síðustu
viku?
Ekki hugmynd Gísla
Ekki alls fyrir löngu minnt
ist ég á hugmynd, sem Gísli
Halldórsson hefði einu sinni
komið með; að sett yrði plast-
hvolf yfir Tjörnina. Nú skrifar
Gisli og segir, að hér sé ekki
rétt með farið: „Mér er kennt
um svo marga loftkastala, sem
þó hafa ekki reynzt vera það,
þegar tímar liðu fram“.
Mér hefur farizt sem fleirum
— að bendla Gisla við frum-
legar hugmyndir, sem hann á
þó ekki. Þetta er þá misminni
og bið ég afsökunar.
Odýrari en hafnar-
garður
Annars segir Gísli í bréfi
sínu:
„Ég hef sett fram þá hug-
mynd, að veita heitu vatni í
Nauthólsvíkina og koma þar
fyrir fljótandi girðingu úr
plasti, gúmmíi eða segldúk, sem
haldið væri uppi með flotholt-
um og lægi við stjóra.
og t.d. hringlaga, eða öskjulaga
frá ströndinni. Yrði heita vatn-
inu veitt inn í hana, en hún
kæmi í veg fyrir að það dreyfð-
ist eftir yfirborðinu, út um all-
an Skerjafjörð. Myndaði hún
því hlýtt stöðuvatn, 1 til 2 m
djúpt, en þar fyrir neðan og
utan girðingu yrði sjórinn sval-
ari.
Girðing þessi yrði auðvitað
miklu ódýrari en hafnargarðar.
Og mætti taka hana í land þeg-
ar með þætti, vegna veðurfars,
sjávargangs eða ísa.
Þegar ég gat um þessa mögu-
leika fyrir mörgum árum, benti
ég á, að miklu hagkvæmara er
að byggja sjávarbaðstaði uppi á
landinu, ofanvert við sjóinn,
því að þá eru menn lausir við
þara, olíubrák og ýmis konar
óhreinindi, og einnig við flóð og
fjöru og önnur tilþrif sjávarins.
Af þessum ástæðum er það
algengt, allt frá Skotlands-
ströndum til Miamistranda að
byggja baðstaði uppi á sandin-
um, fremur en úti í sjónum“.
Hitalampar
„Sjónum er þá dælt upp í
baðið, sem búa má hvítum sand
ströndum og glóðar- eða geisla-
hitalömpum, sem ég hef áður
lýst ýtarlega, og sem munu hafa
verið alger nýung, er ég fyrst
sett hugmynd mína fram, en
þekkjast nú, að vísu í einfaldari
mynd, víða erlendis.
Með þessum lömpum má
skapa ágætis útivistarskilyrði
við hið upphjtaða sjóbað, sem
komið er fyrir á fullkominn og
endanlegan hátt, uppi á strönd-
inni eða á öðru hentugu svæði,
því að auðvelt er að dsela sjón-
um langar leiðir.
Vil ég enda þessa athuga-
semd með því að geta þess, að
það er skoðun mín, að þeim
peningum sem ráðstafað yrði til
að girða Nauthólsvík með hafn-
argörðum, væri viturlegar og
betur ráðstafað til byggingar á
framtíðar sjóbaðstað fyrir Reyk
víkinga, hvar svo sem honum
yrði valinn staður.
Væri og tilvalið að fela raf-
tækjasmiðjunni Rafha að
byggja — að minni fyrirsögn —
einn Geislahitunarlampa, sem
koma mætti fyrir t.d. ofan við
miðbik Lækjartorgs, þar sem
fólk hýmir oft í kulda og
myrkri eftir strætisvagni. —
Mynd þá almenningi verða ljóst
hvernig skapa má skilyrði til
útliofts- og sólbaða við baðstað
þann, sem ég hef stungið upp á,
enda þótt veðúr væru válynd.
Gísli Halldórsson“,
ÞURRHIÖDUR
ERL ENUINGARBEZIAK
BRÆÐURNIR OKMSSON hf.
Vesturgotu 3.
Simi 11467.