Morgunblaðið - 03.03.1964, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.03.1964, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. marz 1964 Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti: Reykingavandamálið Teikning Balhasars af Val Gíslasyni í hlutverki Pat í „Gísl“. „Leikhúsmál" nýkomið út HEITA má að mál þetta sé nú dagskrármál í blöðum og umræð- um. Þykir það meira en lítið al- varlegt ástand að áf börnum, 10 ára sé 10. hver drengur farinn að reykja og nokkrar stúlknanna einnig. En af 12 ára Skólabörnum reyki 7. hver drengur og 16. hver stúlka. Þessi könnun var nánast framlhald af rannsókn í ungmennaskólum 1059. En þar reyktu þá piltar meira eða minna frá 13-17 ára: 34%-.54% eða þriðji hver til annars hvors, og stúlkur frá 13-19% eða allt að . fimmta hver stúlknanna. — Sam- anburður á þessum tveim könn- unum sýnir ljóslega að reykingar aukast verulega eftir að börnin flytjast í framhaldsskólana. Hjá piltum rúrnl. um helming, en hjá stúlkum er aukningin nær þre- föld frá því sem orðið var í barna skóla. Þótt könnun þessi gildi nær eingöngu fyrir Reykjavík og ná- grenni, má ætla að líkt standi á í kaupstöðum og verzlunarstöð- um, eða stefni rakleiðis að því. Svo er reyndar um margt, ein- kum það er til aukinna nautna tekur. Menn segja, og það með réttu: Þetta er vandamál, hvað á að gjöra? En þá á líka að spyrja, hvernig stendur á þessu? Bezta ráðið til úrbóta er venju- lega það að koma auga á orsök- ina. Afleiðing hverfur ef orsök er afmáð. — En svo virðist sem menn bl'íni eingöngu á fyrri spurninguna, afleiðinguna út af fyrir sig. Verið er að benda á ýmislegt til úrbóta: 1. Það verður að auka stórlega í skólum og heimilum, fræðsluna um skaðsemi reykinga. 2. Það verður að gjöra fleiri og áhrifaríkari kvilkmyndir og auka sýningu þeirra. 3. Það verður að skerpa veru- lega eftirlit með því að fylgt sé lagaákvæðum t.d. um bann á sölu vindlingá til barna innan 16 ára. 4. Banna skal reykingar á ýms um opinberum stöðum s.s. skóla- stofnunum, félagSheimilum, skrif stofum, biðstofum lækna, setu- sfcofum sjúkrahúsa, í langferða- bílum o-s.frv. 5. Brýna skal alvarlega fyrir foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og unglingum, og leggja rikt á við þau að forðast hættuna. Margt af þessu mun fólgið í tillögiun landlæknis, sem fram eru komnar síðan málið kom til alvarlegra umræðna. En sú hrær ing öll mun eiga orsök sina bæði í niðurstöðu bandarískrar rann- sóknarnefndar um sannanlegt samband milli reykinga og krabbameins í lungurn, sem einn- ig löngum hefir verið sterklega haldið fram í riti Krabbameins- félagsins hér. Og einnig mun hræring þessi statfa frá ofannefnd um niðurstöðum um vaxandi vindlareykingar skólaungdóms- ins. Öll hin fimm ofannefndu at- riði í tillögum til hindrunar hættuni af þessu atferli eru skynsamleg og alvarleg, en ekk- ert þeirra né heldur þau öll til samans eru fullnægjandi. Skulu nokkur rök færð fram í því efni: 1. Fræðsla í skólum og heim- fkun er sjálfsögð og ætti að vera miklu meiri og rækilegri en nú mun almennt vera. Helzt mætti þó vænta verulegs árangurs hjá stálpuðum ungmennum, sem annað hvort ekki eru byrjuð reykingar, eða fýsnin er ekki verulega vakin hjá. — En fólk, sem gengið hefir undir ok fýsnar innar, er ekki líklegt til áhrifa með fræðslu sinni um málið, þótt þekkingu hafi. Eða bvað segja menn um reykjandi lækna t.d? Og svo í öðru lagi má segja um fjöldan allan af reykjandi for- eldrum og skólakennurum, að slíkir standa mjög höllum fæti um fræðsluáhrif í þessu efni. 2. Allt of Mtið hefir kvik- myndatæknin verið notuð til áhrifa gegn eiturnautnum og öðr- um spillingaröflum. Hún er oft miklu fremur notuð til hins gagn stæða. Góð, vel gerð og vel leik- in kvikmynd (ef um afcburði er að ræða), er sýnir sannleikann frá ýmsum hliðum er áhrifarík. Á hið vakandi og frjóa ímynd- unarafl bernsku og æsku orkar myndin miklu meira á tilfinn- ingu og vilja heldur en orðið. Að ekki sé talað um þau innan- tómu „aðvörunarorð, sem aðeins hafa á bak við sig öfugt, tælandi fordæmi. En er nú kvikmynda- búsum fulltreystandi til þess að fullnægja hér hinni brýnu þörf? Draga ekki annarskonar myndir miklu meira að sér? Vissulega, því að krónan er máttug enn, þótt lítil sé hún orðin. Stjórnar- völd og uppeldisfræðingar eiga að gangast fyrir gerð og aukn- ingu slíkra mynda, er sýna skulu skaðvænleg áhrif eiturnautna á Mkama og sál. En skólar og aðrar uppeldis- stofnanir annist rækilega fram- kvæmd slíkra sýninga. Æskileg- ast er að íslenzkt tal fylgi hverri mynd. 3. Skerping á eftirliti vernd- unarlagaákvæða, er hér að lúta væri vissulega nauðsyn. En það er erfitt verk og kraftafrekt. — Verður aldrei unnið svo rækilega sem skyldi. Hversu margar sölu- búðir stærri og smærri í Reykja- vík og um land allt hafa t. d. komizt þráfaldlega upp með það að selja börnum og unglingum vindlingapákka, er þau hafa ver- ið send eftir af vinum sínum. jaifnvel foreldrum. Og hver byrj ar hér í sljóleika sínum að þver- brjóta nauðsynleg verndarlög? Sá er sízt skyldi. — Lítill en vel vakandi lögregluþjónn þarf að búa í brjósti hvers manns, konu sem karls, hvers heimilis-stjórn- anda, skóla- og sölubúðir o. s. frv. — Þá yrði mikið verndar- og uppeldisstarf unnjð. En eftir- liti um slíka dyggð verður yfir- leitt eigi við komið nema með yfirsýn. — Þess vegna hefir í fjórða lagi verið bent á að 4. banna skuli reykingar á ýmsum opinberum stöðum. s.s. í skólum (kennarastofum), félags heimilum, biðstofum (lækna- og sjúkrahúsa) almenningsbílum, langferða (nú þegar bannað í strætisvögnum), þar sem bílveikt fólk jafnvel börn og margt óreykjandi fólk ferðast. Ástand- ið í því efni nú er áberandi iU- andi, og reyndar óþolandi. Sá, er þetta ritar gæti sagt frá um það ýmsum siðlitlum atvikum og lítt þolandi. Og þótt sú hefð eigi að ríkja að ein umkvörtun skuli næg til þess að eigi sé reykt í langferðabíl, þá mun oft reyndin sú að mann með „bein í nefi“ þurfi í margan bílinn til þess að halda uppi rétti farþega, og því fremur, þar sem hinn sjálfkjörni lögregluþjónn þar, bílstjórinn sjálfur, sem oftast er annars ágætur, hefir ei ætíð svo „hreint mjöl í poka“, að hann geti gert sig digran i þessu efni. — Um þetta mætti skrifa langt mál og rökstutt og verður án efa gjört. Þetta ástand hlýtur að hverfa og við að komast á svipað stig og nágrannaþjóðirnar, sem hafa t. d. sérstaka vagnklefa í járn- brautarlestum fyrir reykjendur. — í biðstofum lækna þar sem oft sitja margir og lengi, og jafn vel böm, ýmsir krankir, og eins í setustofum sjúkrahúsa, ætti skýlaust bann við siíkum óþvera og óhollustu að ríkja. Öll slík ákveðin tök gefa lika æskunni góða bendingu og ýtir við vit- und almennings um ábyrgð •hans. 5. Um hið fimmta framan- nefnda er reyndar margt alvar- legt að segja. En í stuttu máli það að fjöldi foreldra hefir eigi það áhrifavald yfir börnum sín- um að á þeim megi bygigja. — Mjög margir þeirra svo háðir tóbaksnotkun í þessari mynd, að þeir eru beinlínis afvega- leiðendur fyrir börnin. Og þarna erum vér komnir að hinni spurn ingunni: Hver er orsökin? Hún liggur hjá oss sjálfum, hinni fullorðnu og hinni öldnu kyn- slóð, voru framferði og fordæmi. Könnumst hreinlega við það. Þarna er undirrót ófarnað- arins. Það þýðir ekkert að aka sér yfir hinu uggvænlega óslandi og setja umvöndunarsvip á and- litið. Vér ætlum heldur að Mta niður og blikna. Það sæmdi miklu betur. „Maður líttu þér nær, liggur í götunni steinn“, götunni, sem hinn eldri á að leið beina hinum yngri eftir. Sá steinn, vort eigið fordæmi, er orðið hinum ungu sú hneykslun- arhella, sem þeir falla nú um í hópum. Vér hneykslum þá, þeir falla. Hneykslun er það að gefa tilefni til falls. Og „vei þeim sem hneykslun veldur .... “I Hér ber allt að sama brunni. Af fraunanrituðu verður séð að öll góð ráð, er ýmsir gefa til úr- bóta á hættulegu ástandi ungl- inga vegna reykinga tóbaks eru ýmsum annmörkum bundin til framkvæmda, af því að orsökin er ekki tekin- með til úrlausnar dæminu. Börn og ungmenni hljóta að taka hinö eldri til fyrir myndar,, og þau vilja gjöra það. Þau þrá að verða fullorðin eins og þeir og þær. Sé um heilbrigt hjartasamband við foreldra að ræða, vilja þau gjarnast líkjast þeim. En einnig öðrum, einkum þeim, sem eru glæsilegt fólk, virðulegt, fínt og vel metið. Bernskufólk og æska á heimt- ingu á að mega treysta fordæmi og. leiðbeiningum vorum hinna eldri kynslóða. Af hverjum ætti annars að læra að lifa? — Af árekstrunum síðar! Já að vísu. En þeir reynast oft dýrir og stundum óbætanlegir. Takmark uppeldisstarfseminnar er m. a. það að fyrirbyggja árekstra. Og annars að fækka þeim og smækka þá, er til kemur, að því leyti sem þeir eigi verða fyr- irbyggðir. Dýrin hafa sínar eftir tektarverðu uppeldisaðferðir. Eigum vér ekki sem siðrænar vitverur að vera dýrunum fremri? En þá megum vér eigi sem slíkir falla niður fyrir dýrin í ósiðrænum tiltektum vorum. Tilraunadýr þarf að þvinga til þess að anda að sér tóbaksreyk! Unga kynslóðin hefir brýna þörf þess eigi sízt einmitt nú í velsæld inni, að vér eldri séum skyldum vorum vaxnir við hana, og gjör- um því allt, sem unnt er um full nægingu skyldnanna. Og þá eigi sízt til að bæta úr, sem unnt er, um það, er vér höfum brugðizt. Afstaða hinna ungu er alvarleg einnig í mörgu öðru en þessu vindlingamáli. Og það mál hefir einnig fleiri hliðar en krabba- meinshættuna, þótt hún sé ærin út af fyrir sig, og umræður hafa snúizt um hana eina. Ekkert verið minnzt á önnur veigamikil atriði t. d.: lífeðlisleg s. s. krans æðastíflu, sigferðileg, hagfræði- leg, fagurfræðileg, félagsleg, né heldur það hversu einn ósiður getur leitt til annars ósiðs og lösts, s. s. reykingar ungmenna til öldrykkju og áfram til áfeng- isneyzlu. En það geta þeir, sem lengi hafa fylgzt með vel borið um að ósjaldan skeður. Er þá skammt eftir til auðnuleysis og jafnvel glæpaverka. Sbr. tíðar fréttir um innbrot og þjófnað LEHCHÚSMÁL, 4.-5. tölublað er fyrir sikömmu komið út. Þetta hefti tímaritsins er tvöfalt að stærð. í því er meðal annars birt í heild leikritið „Gísl“ eftir Brendan Behan, sem Þjóðleikhús ið frumsýndi síðastliðið haust og gengur enn þá við mikla aðsókn. Efni ritsins er mjög fjölbreyti- legt. í því eru t.d. minningar- greinar um Indriða Waage, eftir Klemenz Jónsson og Loft Guð- mundsson; viðtal við Lárus Ing- ólfsson, grein um konunglega danska ballettinn, eftir John Martin; viðtal við Benedikt Árnason; leikdómur um „Gísl“ eigi sízt einmifct á nikotínvörum og öðrum nautnavörum. Reykingamálið hér nú virðist hafa vakið allverulega athygli hugsandi manna — einnig útá- við. T. d. segir norskur Stórþings maður, Bandevig foringi eins stjórnmálaflokks þar nýlega í ræðu: „Árið 1914 reyktu íslend- inga 14 sígarettur á mann. Reynslan hefir því t. d. áttug- faldast á 45 árum. Árið 1359 reyktu íslendingar 1*16 sígarett" ur á mann“. Og ef 5 síðustu árin væru tekin með má ætla að ís- lendingar hafi hundraðfaldað vindlingareykingar sínar á 50 ár- um. — Amerískur vísindamaður segir nýlega í ísl. blaði (Mbl. 6/2 ’64): Árið 1963 voru seldar á ís- landi 245 milljónir sígarettur! Er nú nokkurt vit í þessu! — Svona er þá komið fyrir oss, hinni stoltu og gáfuðu íslenaku þjóð. Hún hefir auðvirt sig með því að láta heimskulegan ósið grípa svo um sig mest í forrni vindlingareykinga að pest má kallast og plága í íslenzku þjóð- lífi. — Skal um það farið nokkr- um orðum á breiðum grundvelli að lokum. Þúsundir og sennilega tugir þúsunda karla og kvenna liggja nú undir áþjánarátökum þessa ósiðs. Mannleg tign og mannsæmandi framferði hefu með oss beðið hnekki. íslenzka konan hefir löngum á liðnum öldum haldið uppi sóma vorum með óþrjótandi fórnar- störfum og margvíslegri sjálfs- afneitun, hæversku sinni, kven- legum þokka og kurteisi. Nú hefir svo sorglaga tiltekizt að mörgum hefir brugðizt bogalist- in. Veldur því að miklu nikotín og alkohol.. Vér höfum — eins og efnaður bóndi kemur sér upp reiðhesti — komið oss upp sjálf- skapaðri fýsn. Ráðum þó margir og margar illa við þær ásköpuðu. — Virðúlega þjóðin heíir látið vesæla nautn og hættulega á margan hátt teyma sig við ein- teyming í átt norður og niður. Og svo er undrast að unglingarn- ir vilja vera með. Jafnvel má segja að vor kæri og fagri höfuð staður hafi hér áhrifaríka for- göngu. Svo magnaða að jafnvel nafn hans hljómar kaldhæðnis- lega. Svo sem unnt er stendur reykjastrokan út úr ýmsum og „Flónið"; „Um leikritavat**, eftir ritstjóra Leikhúsmála, Ólaf Mixa; Kvikmyndir, eftir Pétur Ólafsson; 4. grein Sigurðar Gríms sonar um leiklist á liðnum ár- um; Innlendar leikhúsfréttir; brot frásagnar Brendan Behans af uppruna sinum og söngvarnir úr leikriti hans „Gísl“. Athygli vekur, hve vönduð og smekkleg uppsetning blaðsins er, e um hana sér Garðar Gíslason. Teikningar prýða „Gisl“ og hefur Baltasar gert þær. í ritstjórnar- grein er tilkynnt að Paul Smith muni annast alla ljósmyndun fyrir leikhúsmál. opum líkamans hjá fjölda manns, karla og kvenna! Nei. Þetta mál er meira en vandamál ungdómsins. Það þarf að takast almennt til athugunar og verulega að spyrna við fót- um. Það þarf að rísa sterk alda um land allt gegn reykingaplág- unni allt að einu og gegn áfeng- isbölinu. Almenningsálitið, sem á hverjum tíma sýnir stig og styrk hinnar almennu siðgæðis- vitundar, virðist hér nánast sýna sljóleika. Lítt gætir þess að mönnum finnst hér um neitt athugavert að ræða eða ámælis. Hefðarfrúr og hispursmeyjar, embættis- og valdamenn kenn- arar og prestar geta algerlega feimnislaust látið sjá sig reykj- andi vindling, engu síður en verkamaðurinn í óhreinum vinnu fötum sínum ú.ti við vinnuna. Fólk reykir svo að segja hvar sem er, einnig í takmörkuðu and rúmslofti, sameiginlegri eign allra, svo að stundum stappar nærri fullri ósvífni. Jafnvel móð irin yfir hvítvoðungi sínum. Og algengit virðist að láta mynda sig með vindling eða pípu. Jafn- vel má á myndum sjá vindling eða pípu milli konunglegra fingra og vara. Fer þá lítið fyrir hátigninni. Og bráðlega má bú- ast við, og þó með hryllingi, að sjá pípu standa fram úr miðju andlitinu á ísl. reykingafrúm. Sterk átök þarf vissulega til þess áð hefja baráttú gegn þessu ástandi. Og vonandi sýna margir þann drengskap, manndóms og viljastyrk, og sjá umbun fórnar sinnar. En ósiðurinn er búinn að gagntaka og grómtaka svo ís- lenzkt þjóðlíf að lengi verður sennilega enn lifað hér í reykj- andi landi. Baráttan er þó óhjá- kvæmileg. — En að lokum þetta: Hneykslumst ekki á þeim ungu, sem vér höfum hneykslað. Refsi- dóminn fyrir eftiröpunina bera þeir í sjálfum sér. En minnumst hinna fornu alvöruorða: Þannig skulu þeir vera yðar dómendur. Jón Þ. Bjömsson, £rá Veðramóti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.