Morgunblaðið - 03.03.1964, Side 15

Morgunblaðið - 03.03.1964, Side 15
PríSjudagur 3. marz 1964 MOHCUNBLAÐIÐ 15 M DAVÍÐ Stefánsson frá Fagra- skógi horfinn af sjónarsviðinu — ástsselasta skáld íslenzku þjóðarinnar um því nær hálfa öld. Persónuleg kynni af honum hafði ég lítil langt frameftir aldri, átti þó stutt tal við hann í Stokkhólmi fyrir liðugum þrjátíu árum, sá honum ung- um og stæltum — enda sigur- inn þegar fenginn — bregða fyrir á götu eða í opinni hif- reið við hliðina á einni af ís- lands fegurstu og elskuverð- ustu konum á Strikinu í Kaup mannahöfn. Síðan varla sög- una meir fyrr en síðasta ára- tuginn eða ríflega það, að fundum okkar stundum bar saman í einu af þessum ó- kynnishófum, sem nú eru efst á baugi, og tvívegis leit hann sem snöggvast inn til okkar hjónanna, hálfbeygður vegna veðurlagsins, var aldrei fylli- lega í eðli sínu í loftrakanum hér syðra, naut sín ekki, að minnsta kosti áttu hin síð- bornu kynni okkar örðugt með að verða afdráttarlaus. Þá var og ofurlítill aldurs- munur, sex ár honum í vil, en sú örstund nægði til að við vorum gerólíkrar kynslóðar, ég þar á ofan tvöfaldur útlagi um langan aldur, maður sem einmitt hann hlaut að eiga örðugt með að botna nokkuð í. Þetta átti eftir að breytast. Af stakri tilviljun, að því er bezt verður séð, átti ég fyrir tæpu ári síðan skyndierindi, á engan hátt merkilegt, til Akureyrar, flaug norður í sól- bríma yfir hálendi hvít- og svartgáruðu af norðanstormi kaldrar nætur byggða í milli, leiddi sjónum hið furðulega fjallasvið er deilir dölum og byggðarlögum þar nyrðra, fáránlega smágert úr lofti séð og þá líklega fyrir augum Skaparans, en tignarlegt svo Um munar þegar komið er nið ur á jafnsléttu, þar sem mennskir menn eiga öðru fremur heima og una sér að jafnaði bezt. Þegar á vettvang kom brá svo við að Davíð Stefánsson, sem ég vart hafði búist við að sjá, tók mér algerlega að óvöru af innileik, sem ekki verður um villst, og þetta staka kvöld í höfuðstað Norð- urlands átti ég — að loknu erindi og óhjákvæmilegum kurteisistöfum — með honum einum. Það varð ein þeirra stunda, sem virðast bíða manns framundan, jafnvísar og dauðinn, bíða manns sem fágæt sæmd agasamra en stór- brotinna hulduvalda: allt til- viljunarkennt er sem fokið út í buskann: töfrabirta óskynj- anlegs Ijósgjafa gæðir örbrot af eilífðinni: líðandi stund, ægiljóma. Þetta virtist því einkenni- legra sem ég fyrir hálfri öld hafði mætt álíka andans gest- risni í næsta nágrenni, hjá skáldjöfrinum á Sigurhæðum, síra Matthíasi. Á milli hans og min hafði verið staðfest nær tífalt það aidursbil, er skildi okkur Davíð, en kynslóðar- mörkin ekki að sama skapi á- þreifanleg, eða svo leizt mér þá, enda ungur að árum og með því marki brennaur, að mér fannst forn og nýr skáld- skapur sem máli skiptir sem næst jafnaldra, og gamall fannst mér enginn maður á meðan hann var reifur í við- móti og opinskár. Þarna mun komið að kjarn- anum: Davíð Stefánsson átti í brjósti þann aðal íslenzkra bænda, Kaldbaka og Tinda- stóla, að fara ekki í felur, að minnsta kosti var hann einlægur og opinskár þeg- ar honum bauð svo við að horfa — hve þunn eða þykk skelin má vera er og verður matsmál. Síðan kvöld- ið góða hef ég ekki borið hlýrri hug til neins manns mér óvandabundins, mér kom hann allt í einu við miklu meira en mig hafði grunað. Um það kann að hafa ráðið nokkru, að við vorum heilsu- farslega líkt á vegi staddir, ég bar önn fyrir líðan hans, lagði honum þau ráð er ég kunni bezt, en var ekki viss um full- an skilning hans í því efni og jafnvel möguleika, eins og heimilisástæðum hans var háttað. Tók ég mig því til eft- ir heimkomuna og ítrekaði að- varanir mínar, og varð svar- bréf hans elskulegt því miður það siðasta sem okkur fór á milli, og er það mér að kenna, en mig grunaði sízt, að hann mundi fara á undan mér, og var því öruggur um að nógur væri tími til stefnu. Að sannreyna samferðamann að góðum dreng tel ég mikils- verðara en flest annað, á með- an þau undur gerast er mann- kindin ekki með öllu komin á vonarvöl ráðþrots og reiði- leysis, á meðan er hægt að draga andann í lofti, sem er ekki með öllu banvænt, og gefa upp andann, því miður ekki með öllu áhyggjulaust, vegna þeirra sem eftir lifa, en þó áhyggjuminna en ella. Á þá skrifblokk á náttborði mínu, sem þessi saknaðarorð voru hripuð á upphaflega, stóð af óskildu tilefni og hafði staðið nokkuð lengi einstakt orð, sem allt í einu alsaklaust breyttist í nornarún. Þegar til kom strikaði ég ekki yfir það. — Valdskák er flókið spil, svo sem kunnáttumenn í mann- tafli geta um borið. f þeim leik verður ekki hjá því kom- ist að vanda sig. Að vinna slíkt tafl er í sjálfu sér ofur- mannlegt, eigi það að gerast með reisn. Að hinn horfni vinur vor hafi unnið skákina einu víta- laust er ekki álitamál. Raunar mætti segja mér, að valdskák hefði hann teflt á fleiri borð- um en einu. Um endanlega út- komu mun Heilagur andi einn til frásagnar, svo sem verða vill. Fyrir augum okkar hinna urðu vinningarnir álitlegir: vel teflt í allan máta, og teflt til sigurs. Nema hvað sláttu- maðurinn að sjálfsögðu slær allt hvað fyrir er, og þá er honum þóknazt. Að harma fráfall Davíðs Stefánssonar er eðlilegt skammsýnum mönnum, sem mörgum þótti sérstaklega vænt um hann. Það er mann- legt að sakna þess og sýta það, að honum varð ekki lengra lífs auðið, og annað væri ó- mannlegt. En hvað hefur gerzt? Einn mætasti ástmög- ur Fjallkonunnar um sína daga er hniginn í skaut henn- ar. Þarf ekki að efa, að hann njóti þar svefnværðar á með- an storð stendur. Gunnar Gunnarsson. [» Tvö Ijöö eftir Dönsk blöð segja frá andláti Davíðs Skógarhtndín Langt inn í skóginn leitar hindin særð og leynist þar, sem enginn hjörtur býr, en yfir hana færist fró og værð. Svo fjarar lífið út. . Ó, kviku dýr, reikið þið hægt, er rökkva tekur að og rjúfið ekki heiiög skógarvé, því lítil hind, sem fann sér felustað viil fá að deyja ein á bak við tré. Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt, mun bleikur mosinn engum segja neitt. En þú, sem veizt og þekkir allra mein, og þú, sem geíur öllum lausan taum, lát fölnað laufið falla af hverri grein og fela þennan hvíta skógardraum. Er fuglar hefja flug og morgunsöng og fagna því, að ljómar dagur nýr, þá koma öli hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtæru lind — öll. nema þessi eina, hvita hind. tí döguu). Allor vildu meyjornor eigu hunn AUar vildu meyjarnar eiga hann, en ástina sína hann aldrei fann. Hann kyssti fleiri en eina, hann kyssti fleiri en tvær; hann kyssti þær allar, — svo kvaddi hann þær. Þá, sem hann gat elskað, hann aldrei fann, en allar vildu meyjarnar eiga hann. (Svartar fjaðrir). „Poliiikerí' og „Berlingske Tidende'* fara lofsamlegum orðum um þjóðskáldið Einkaskeyti til Morgun- blaðsins. Kaupmannarhafnarblaðið „Poli tiken“ segir frá andláti Davíðs Stefánssonar, skálds, og rekur nokkur æviatrið: hans. M.a. segir blaðið: „1918 hlaut ísland sjálf- stæði, og ári siðar leysti Davíð íslenzka ljóðlist úr viðjum hefð- bundinna braghátta og tjáningar forms. Það andaði ferskum biæ ung- dóms, er hann orti í einfaldleik um sígild viðfangsefni, konuna, ástina og náUuruna. Þótt yrkis- mátinn minnti á stöku stað á þjóðvísur, var það nútíma Ijóð- skáld, sem lét til sín heyra . . . hvert ljóðasafn Davíðs hefur haft boðskap að flytja, en grunntón- inn er alltaf brottför og heim- koma. Þegar hann var á ítaliu, vildi hann halda heim, og þegar heim kom, túlkaði hann löngun- ina eftir ókunnum stöðum. . „Politiken" segir, að allt of fá ljóð Davíðs hafi verið þýdd á dönsku. „Berlingske Tidende" skrifar um þjóðskáidrð, og segir m.a.: „Bæði í Danmörku og í Noregi er Davíð Stefánsson, þekktur fyriir norrænan tón, bæði í ljóðum og leikritum. Danir þekkja leikrit hans, „Gullna hliðið“, sem sýnt var á sviði fyrir mörgum árum, á norrænni gestaleiksviku. Siðast var það flutt í útvarp 1963. Davíð kunni að sameina ljóðlist- ina ádeilunni, á þann hátt, að hann virtist sjálfur yngri, en hann raunverulega var. Hann bjó yfir nokkurs konar frum- krafti, sem er IsiendLngum eigio legur. . . .“ Akranesbátar f en«u upp í 31 lest AKRANESI, 2. marz. — Laugaf- dagsafli 14 báta hér var alls 120 lestir. Aflahæst eins og fyrri dag inn var Anna með 31 lest og Höfrungur I með 18 tonn. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.