Morgunblaðið - 03.03.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.03.1964, Qupperneq 17
Þriðjudagur 3.'marz 1964 MORGUNBLADIÐ 17 Sameiniimst um veröuga lausn HaIIgrímskirkjumálsins borgarafundur um málið Fjölmennur SÍÐASTLIÐINN sunnudag- var boðað til fundar í Sigtúni (Sjálf- stæðishúsinu) og var tilefnið bygging Hallgrímskirkju á Skóla vörðuholti. Fundurinn gerði á- lyktun, er fól í sér áskorun til þeirra er áhrif geta haft á bygg ingu kirkjunnar að stofna til sam keppni meðal arkitekta um til- lögur . til áframhaldandi fram- kvæmda kirkjubyggingarinnar. Funduririn hóÆst kl. 3 síðdegis Og setti hann fundarstjóri Hókon Guðmundsson hæstaréttarritari. Bað hann fundarmenn í upphafi að risa úr sætum til minningar þjóðskáldsins Davíðs Stefánsson ar, er látizt hafði þá um morg- uninn, Fyrri frumimælandi var Dúðvig Guðmundsson Skólastjóri. Hann Iharmaði að þeir, sem fundar- Iboðendur hefðu boðið á fund jþennan, mættu þangað e'kki. Þeir litu á hús þetta sem eitt híð merk asta hús þjóðarinnar, en þó liti svo út að þeir mætu það ekki til andsvara. Lúðvíg kvað hávær ar raddir hafa verið um það, að fundur sem þessi hefði ekki ver- ið fyrr til kvaddur og gagnrýni fram lögð. Hann kvaðst sjálfur Ihafa staðið fyrir fundi fyrir meira en tuttugu árum, þar sem fram hefði komið gagnrýni á Hallgrímskirkju. Hann kvað fundarboðendur ekki vera að and mæla byggingu veglegrar kirtkju í höfuðstaðnum, heldur væru iþeir að leita san„stöðu meðal almennings til þess að betrum- Ibæta þá kirkjubyggingu, sem um væri rætt. Lúðvíg kvaðst vera einn hinna fyrstu sem hófu gagn rýni á byggingu þessa. Nú væri Ihann nefndur af kirkjuyfirvöld um meðal skemmdarverkamanna sem vildu sprengja listaverk í loft upp. Hann kvað ekki hægt að færa ummæli hans heilag- leika biskupsins undir orðið drengskapur, svo fjarri væru þau öllum sannleika. Þá vitnaði frummælandi til bréfs Kurt Zier, skólastjóra Hand íðaskólans til sr. Jakobs Jónsson ar, sóknarprests Hallgrímssafn- aðar, þar sem bent væri á að guðslhús ætti að vera einfalt Og óbrotið. Þá vitnaði frummælandi til eigin bréfs til sr. Jakoihs, er birt hafði verið á sínurn tíma Og ræddi um kirkjubyggingu þessa. Vitnaði hann þar til ummæla dr. Björns Þórðarsonar ráðherra, er vildi reisa höfuðlkirkju til minn ingar Hallgrími Péturssyni í Skál Iholti, en jafnframt kapellu að Saurbæ að Hvalfjarðarströnd. Nú væri ljóst, hvernig þvi máli hefði lyktað. Lúðvíg kvað okkur íslendinga mega fyrirverða okkur fyrir hverjum þeim, er til Íslands Ikæmi og liti þennan óskapnað, er reistur yrði á Skólavörðulhæð. Þá vitnaði hann í marga lista- menn og skáld er fjallað hafa um þessa byggingu og deilt á hana fyrir roörgum árum. Því væri ástæðulaust að tala um að nn fyrst vasru andmæli að koma fram. Frummælandi varpaði fram þeirri spurningu, hver væri að byggja þessa kirkju. Væri svo að landsmenn allir stæðu að bygg- ingu hennar ætti kirkjumálaráð- herra að hafa eitthvað um bygg- inguna að segja, hins vegar væri þetta aðeins safnaðarkinkija og lögum samkvæmt ætti söfnuður- inn að standa straum af bygg- ingunni. Þessari Hallgrimskirkju hefði verið lilkt við Klængskirkj u, en Klængur hefði gert meira af stór- mennsku, (sem í dag væri nefnt stórmennskubrjálæði) en fyrir- hyggju. Þá kvað frummælandi að lok- um æskilegast að fá fram hver væri raunveruleg kirkjusókn í dag, og hver væri þörf kirkna. Síðari frummælandi var Pétur Benediktsson. Kvað hann fund þennan ekki boðaðan ti!l þess að skattyrðast við þá, sem veitzt haíi að gagnrýnendum kirkju- byggingarinnar með ókvæðisorð- um, sem sum hafi verið send frá þeim stað, þar sem mestrar sálar- göfgi mætti vænta á þessu landi. Vildi Pétur einungis benda á orð Páls postula í bréfinu til „herradómnum í allri auðmýkt" Efesusmanna: „Reiðizt, en synd- gið ekki, sólin gangi ekki undir yfir yðar reiði, og gefið ekki d'jöflinum rúm.“ Ekki hvað Pétur það vaka fyrir fundarboðendum að koma í veg fyrir það, að Hallgríms Pétursson ar sé minnzt með veglegri kirkju, stórri kirkju, hér í Reykjavík. En ef talað sé um stóra kirkju, þá hHjóti það að vera kirkja, sem rúmi stóran söfnuð, ekki kirkja, sem er stór að utan, en lítil að innan. Dómkirfkjan í Reykjavík, sem sé eins og smákríli við hlið- ina á ráðagerðunum á Skóla- vörðuholti, rúmi 800 manns í sæti, en Hallgrímskirkja eigi að rúma 1000 til 1200 manns, eftir því, hver segi frá. Bkki myndi hann betur en að nálægt 1000 sæti’séu r Fríkirkjunni í Reykja- vík. Pétur Benediiktsson sagðist halda, að til skamms tírna hafi fæstir áttað sig á hinni óskaplegu hæð turnsins. Benti hann á það, að nú hafi verið prentaðar mynd- ir í réttum hlutföllum til saman- burðar við önnur hús teiknuð af sama arkitekt við Austurvöll. Kvaðst Pétur geta nefnt annað dæmi mönnum til glöggvunar. Við Austurbrún stæðu tvö há- hýsi, hivort 13 hæðir. Hæð hvors þeirra um sig sé 37,5 metrar. Ef þau væru sett hvort ofan á annað væru þau 75 m. á hæð. Turn- báknið foefði enn vinninginn, þriggja metra hátt toppskrautið, sem ætlað sé rúm efst á því, myndi gnæfa yfir 26 hæðir húss- ins. Sagði Pétur að ráða mætti af grein séra Jakobs Jónssonar í Kirkjuritinu, að turninn gegndi næsta litlu hlutverki, en það væri einmitt hann, sem mestri hneykslun hefði valdið vegna út- lits síns, og það væri hann, sem framar öllu gerði kostnaðinn við að koma kirkjunni upp í senn gífurlegan og óáætlanlegan af nokkru viti. Eina aðalásökunin gegn gagn- rýnendunum kvað Pétur vera þá, sem komið hafi frá séra Jakob: „að með því að spilla fyrir kirkjubyggingu, sem nokk uð er á veg komin“, sé Pétur „að spilla fyrir safnaðarstarfi og menningarstarfi" o. s. frv. Las Pétur kafla úr grein í síðasta Stúdentablaði, þar sem hann legur til, að stofnað verði til verðlaunasamkeppni um fram- hald kirkjubyggingarinnar. Sagði hann, að því sé fjarri, að gagn- rýnendurnir vinni að stöðvun kirkjubyggingarinnar í miðjum klíðum. í bygginguna hafi þegar verið eytt 6 milljónum króna. í áróðri hafi verið haldið fram, að heildarkostnaður yrði um 40 milljónir, en það sé sama tala og uppi var fyrir 10 árum. Kvað Pétur hvern mann, sem nokkur kynni hefði haft af húsasmíð- um eða peningum, vita að þessi tala sé alger fjarstæða. Væri tvö- föld, þreföld eða jafnvel fer- föld þessi fjárhæð nær sanni. Bar Pétur nú upp tillögtu, sem samþykkt var í fundarlok: Almennur fundur, haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík hinn 1. marz 1964, skorar á alla, sem áhrif geta haft á byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðu- holti í Reykjavík, að fá teknar til gaumgæfilegrar endurskoðun ar ráðagerðir þær, sem nú eru uppi um byggingu kirkjunnar. Leitað verði að niðurstöðu, sem notið geti sem fyllstrar sam stöðu þjóðarinnar og bendir fundurinn á þá leið, að efnt verði til samkeppni meðal arkitekta um tilH jur til áframhaldandi framkvæmda. „Sóknarnefndin hefur nú orð- ið,“ sagði Pétur Benediktsson að lokum. „Er hún að reisa musteri fyrir þann, sem sólina hefur skapað, — eða er það guð reiðinnar, sem á að búa í hin- um mikla turni,?“ Prófessor Þórir Kr. Þórðarson var næstur á mælendaskrá og taldi umræður hafa verið heitar um Hallgrímskirkju. Hann kvað deila mega um byggingar Guð- jóns Samúelssonar, en hann hefði margt vel gert, þótt ekki hefði honum tekist fullkomlega við kirkjufoyggingar. Prófessor Þór- ir kvaðst vilja fallast á fram- komna tillögu um að reynt yrði a'ð gera breytingar á kirkju Guð- jóns þannig að hægt væri að fella sig við Kirkjuna. Hann kvað megingildi kirkna vera hið innra, þar sem hið trúarlega og uppeldislega starf færi fram. Hitt hefði einmg að sönnu gildi og bæri því að leitast við að hafa kirkjur fagrar utan. Frú Rósa B. Blöndals tók næst til máls og kvað ummæli prófess- ors Þciis sýna íslendinga vel eins og þeir væru. Hann talaði um kirkjuna litla hið innra, en umfangsmikla hið ytra (þ.e. Hall grímskirkju) Þannig væru íslend ingar í dag. Hannes Davíðsson arkitekt kvaðst vonast til að sjá biskup- inn hér, þann baráttumann, er hann hefði jafnan skoðað heið- arlegan og heilan. Nú hefði brugðizt að hann mætti til leiks. Kirkjunnar menn hefðu predik- að hógværð og einfaldleik, en allt annað lýsti sér í hinni fyrir- huguðu Hallgríroskirkju. Ætlað væri að í kirkjuna færu 30 þús- und kúbimetrar af stekisteypu o.g sagt hefði verið að allt það ætti að fylla með trú, slíkt væri engin smáræðis trú. Gísli Halldórsson verkfræðing- ingur spurði hve marga kúbi- metra þyrfti fyrir trú, eða hvort bænin væri minm í tveggja hæða kjallara en 75 metra háum turni. Hann taldi að þjóðfélag sem væri með fjárhagslega slagsíðu yrði að hugsa um framkvæmdir en ekki láta sem ótakmarkað fé væri til alls. Hörður Ágústsson listmálari vitnaði í Pál postula þar sem hann segir „allt er mér leyfilegt en ekki allt gagnlegt.“ Taldi hann mönnum heimiit að gagnrýna gerðir þeirra er byggja vildu Hallgrímskirkju án þess að spellvirki væru. Hann taldi lítið samræmi í lífi fólks í dag og byggingu hinnar fyrirhuguðu kirkju. Hjörtur Kristmundsson skóla- stjóri kvaðst hafa neitað sóknar- presti sóknar sinnar, Hallgríms- sóknar, að ganga hús úr húsi til stuðnings byggingar þessa óberm is er rísa ætti á Skólavörðuhæð, en hann hefði glaður gengið er- inda sóknarprestsins ef um hefði verið að ræða hóflega kirkju- byggirigu við hæfi safnaðarins. Hann spurði hvort menn ættu að sætta sig við að einhverntíma hefði verið gerð vitleysa í teikn- ingu og framkvæmd og nú skyldu skattborgarar þjóðfélags- ins borga þessa höfuðheimsku. Skúli Nordal arkitekt kvaðst hafa treyst því að kirkjunnar menn kæmu til umræðna um þessa byggingu en það hefði brugðizt. Hann kvað mestan greiða gerðan minningu Guðjóns heitins Samúelseonar að brjóta það niður sem komið væri af þessari byggingu. Á sínum tíma hefði ekki staðið á gagnrýni arkitekta á verkinu. Gunnar Gunnarsson skáld kvað hina eldri ekki hafa staðið sig nógu vel að berjast gegn þessu verki á Skólavörðuhæð. Hann kvaðst ekki vilja standa gegn byggi.ngu stórrar kirkju í Reyikjavík, kirkju í minningu HAFNARFIRÐI — Síðastliðinn laugardag vígði Iðnaðarmannafé- lag Hafnarfjarðar nýtt félags- heimili, sem er á þriðju hæð hússins Linnetsstígs 3. Við opn- un þess var ýmsum aðiljum, er á maijJji hátt hafa veitt aðstoð og fyn.w^eiðslu við bygginguna, boðið til fagnaðar í hinum nýju húsakynnum. Mun þar hafa ver- ið um 80 manns síðdegis á laug- ardag en um kvöldið var vígslu- hátíð. í tilefni þessa barst félaginu margar góðar gjafir, svo sem forkunnarfagur pappírshnífur frá stjórn Landssambands iðnað- armanna. Vélsmiðja Hafnarfjarð- >ar og bæjarstjórn kaupstaðarins gáfu fagurlega skreyttar blóma- körfur. Haukur Magnússon húsa- smíðam. og frú gáfu skreytta gestabók ásamt þrjú þúsund krónum í peningum. Prentsmiðj- an Litmyndir gaf málverk og margar aðrar gjafir bárust. Við þetta tækifæri fluttu ræð- ur Sigurður Kristinsson, formað- ur félagsins, Guðmundur Hall- dórsson, forseti Landssambands- Hallgríms Péturssonar, dýrrar kirkju og veglegrar. Hins vegar kvaðst hann á móti þeirri hryggðarmynd er rísa átti á Skólavörðuholti. Hann kvað kirkjunni hafa verið líkt við margt, sér fyndist ekki fjarri lagi að líkja henni við horrollu, sem væri að ganga úr reifinu og væri flækt í tjásunum. Þá voru ei'nnig á mælendaskrá Jón Bjarnason, er vildi samkomu lag um breytingu á kirkjunni svo allir mættu við una; Sigurbjörn Guðmundsson, sem var meðmælt ur byggingunni og taldi að hér ætti að stöðva hana með áróðri; Jón Þórðarson prentari, sem taldi sig lítið hrifinn af byggingunni en þó meðmæltan að haldið væri áfram við hafið verk;Sig- urður Líndal er ræddi um laga- legan rétt til breytinga; Sigurjón Bjarnason, er taldi þetta spill- ingu þar sem fjármuni þarfnaðist til allra annarra verka í þjóðfé- laginu, Lúðvíg Guðmundsson er bar fram nofckur andsvör og Ragnar Jónsson er kvaðst vona að Reykviíkingum tækist, að sam einast um byggingu þessarar kirkju svo eitthvert hóf væri á og ennfremur leikhúsi í höfuð- staðnum. Mætti höfuðstaðarbú- um veitast auðna til að reisa hús sem bæði gætu hýst Thaliu og Guð almáttugan. Svo margir sóttu fund þennan sem húsrúm leyfði og máttu margir standa. Tillagan, sem Pét ur Benediktsson bar fram var í fundarlok samiþyfckt með yfir gnæfandi meiriihluta. ins, og Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar. Félagsheimilið er um 200 fer- metrar og fundarsalurinn 130 ferm, þá er eldhús og skrifstofa iðnaðarmanna. Heimilið er hið fegursta, parkertgólf og teppi í kring. Það er búið húsgögnum eftir hafnfirzka iðnaðarmenn, en þeir unnu að sjálfsögðu að bygg- ingunni. Er félagsheimilið hið glæsilegasta að öllum frágangi. í Iðnaðarmannafélagi Hafnar- fjarðar er á þriðja hundrað manns úr öllum iðngreinum í bænum, og er hver iðngrein deild innan félagsins. I þeim eru for- stjórar, meistarar og sveinar. Auk þess er starfandi innan félagsins kvenfélag, sem í eru eiginkonur iðnaðarmanna, en slíkt er alger nýlunda hér á landi. Stjórn Iðnaðarmannafélagsins skipa: Sigurður Kristinsson for- maður, Guðmundur Guðgeirsson ritari, Einar Sigurðsson gjald- keri og meðstjórnendur Jón Kr. Jóhannesson og Vilhjálxnur Sveinsson. — G.E. Stjórn Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar. Talið frá vinstri: Jón Jóliannesson, Einar Sigurðsson, Sigurður Kristinsson formaður, Vilhjálmur Sveinsson og Guðmundur Guðgeirsson. — Ljósm. Sv. Þoim. Nýtt félagsheémili iðnoðarmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.