Morgunblaðið - 08.03.1964, Síða 21

Morgunblaðið - 08.03.1964, Síða 21
MORGUNBLADIÐ 21 { Sunnudagur 8. marz 1964 Rækjustofninn ætti að geta gefið meira af sér En skynsamlegar aðgerðir og tíma þarf til að ná honum upp aftur Fiskifræðingarnir Ingvar Hallg rímsson og Aðalsteinn Sigurðs- son skoða sýnishorn. EFTIR að rsskjuveiðimenn á ísa- firði og Arnarfirði hafa fiskað iþann háimarksafla, sem leyfður er árlega, sæ-kja margir það fast að fá að afla meira en fiskiÆræð- ingar telja óhætt vegna rækju- stofnsins. Annars staðar er ræikja ekki veidd nema lítilsháttar af einum báti í Ingólfsfirði. Fréttamaður Morguníblaðsins hefur átt tal við fislkifræðingana Aðalstein Sigurðsson og Ingvar Hallgrímsson, sem hafa haft rækj'urannsóknirnar á hendi und anfarin ár, og leitað hjá þeim frétta af gangi þessara mála, en afskipti fisíkifræðinga af rækj- unni hófust haustið 1959. Þeir aögðu svo frá: Sumarið 1959 komu tilmæli frá rækjusikipstjórum í ísafjarðar- djúpi uim einlhverjar aðgerðir, því þeim þótti ásóknin í rækjuna orðin ískyggileg. Þetta varð til þess, að Aðalsteinn Sigurðsson fór vestur um haustið og þar með hófust rækjurannsóknir okkar og afskipti af veiðunum vestra. Þá var allt í lagi með rækjustofn- inn, segir Aðalsteinn. En ástæð- an til þess, að rækjumenn voru uggandi var sú, að þeir áu hylla undir tvær verksmiðjur búnar Bkelfléttingarvélum, og vissu að þeim mundi fylgja aukið álag á Bbofninn. Fram að þeim tima var rækjan eingöngu skelflett með höndum. í þessu reyndust þeir sannspáir. Önnur verksmiðjan búin skel- Ifléttingarvél tók til starfa þá um haustið, en hin í ársbyrjun 1960. Bátunum fjölgaði þá mjög mikið ©g tala þeirra þrefaldaðist á skömmum tíma, þó að Aðalsteinn legði þá til, að farið yrði varlega í að 'fjölga rækjuíbátum. En það skal tekið fram, að við veitum ekki veiðileyfin. A árunum 1952-58 voru 6 bátar til jafnaðar við þessar veiðar í Djúpinu, 1959 13 bátar, 1960 17 bátar og 1961 voru þeir orðnir 22. Eftir þetta var gerð gangskör að því, að aflaskýrslur yrðu mothæfar og frá og með 1960 fórum við að fá sýhislhorn úr aflanum reglu- lega og voru þau rannsötkuð hér syðra. •. Við fórum mokkrum sinnum KC. •oo »0 vestur á meðan við vorum að kynna okkur aðstæður og vinmu- brögð við veiðamar. — Og hvernig leit þetta út, samkvæmt athugunum ykkar? Það bom brátt í Ijós, að atfla- brögðum rækjubáta í ísafjarðar- djúpi hrakaði. Árin 1959 og 1960 fór heildaraflinn að vísu vaxandi með auknum bátafjölda, en þrátt fyrir vaxandi sókn hríðféll afla- magnið þegar á vertíðinni 1961-62. Sem dæmi má nefna, að fyrri hluta árs 1961 var heildar- afli rækjubáta í ísafjarðardjúpi um 600 lestir en aðeins um 200 lesitir á sama tíma ári síðar með svipuðu álagi. Þetta var augljóst merki um ofveiði, og sýndi glöggt að stofninn þoldi ekki þessa miklu sókn. Þegar svona var komið fyrir tofninum og rækjuveiðunum, kváðust útgerðarmenn ■'•arla geta gert út öllu lengur fyrir atfla- leysi. Þá virtist okkur aðeins um þrennt að ræða: 1) að setja skarpa taikmörkun á heildarafl- ann, 2) að láta slag standa og rækjuveiði leggjast niður sjálf- krafa innan skamms, 3) að banna alveg rækjuveiðar í Djúp- inu þar til stofninn hefði náð sér aftur etftir ofveiðina. Fyrsta leiðin var valin, sú að halda við veiðinni að nokkru, en tafemarka magnið, þanmig að verksmiðjurnar gætu þó starfað, svo að atvinnuvegurinn legðist ekki alveg niður. Eftir að hafa talað við menn vestra ákváðum við magnið, sem leyft yrði að veiða, 400 lestir á ári. Þegar há- marksafli hafði verið ákveðinn, skipti fjöldi ræfcjubáta að sjálf- sögðu engu máli fyrir stofninn. Stundi hins vegar margir bátar veiðarnar verður hlutur .hvers báts vitanlega minni og vertiðin styttri. Þetta kom til framkvæmda 1962 og hefur verið í gildi tvær vertíðir. Hefur verið sótt mjög fast á að fiá þessa hámarksveiði auikna, en við ekki talið tök á að auka hana að svo komnu máli. — Og hvaða áhrif hefur þetta haft á rækjuna? í vetur hefur rækjan á ísa- fjarðardjúpi verið heldur stærri en undamfarið, og við vonum að nú kornist meira upp af ungviði en verið hefur til að auka veið- ina eftir 2—4 ár. Rækja sú, sem nýtt er, er 2—4 ára gömul. Meðal afli á togtíma hefur stöðugt farið minnkandi í Djúpinu síðan 1960, þar til sl. haust, en á nýlokinni vertíð var afli á togtíma sízt minni en næstu vertíð á undan. í byrjun síðustu vertíðar var t.d. aflinn í október sæmilegur og hafði ekki verið jafruhár síðan 1961. Meðalaflinn var heldur hærri yfir alla vertiðina en næstu vertíð á undan. En með tilliti til þess, hve stofninn var illa farinn og hve háir heildar- aflinn verður að vera til þess að atginmuvegurinn leggist ekki nið ur um sinn, má búast við að tölu verðan tíma taki að rétta stotfn- inn við. Aflinn í Arnarfirffi rúmlega 80% hærri — Gildir sama um rækjuna í Arnarfirði? Nei, ekiki alveg. Við fengum sams kionar tilmæli um að at- huga rækjuna í Arnarfirði 1961. En við höfðum fengið aflaskýrsl- ur þaðan síðan 1953 og ýmis önn- ur gögn síðan 1960. Þegar við hófum atíhuganir í Arnarfirði, var þar minni afli á togtíma en í ísafjarðardjúpi. Sókn í rækju- stofninn í Arnarfirði jókst mikið um 1953, en þar sem aflamagn fór jafnframt minnkandi af þeim sökum * fækkaði bátunum fljót- lega aftur og rétti þá stofninn við. Á árunum 1956-61 virtist stofninn vera í góðu jafnvægi, og notuðum við þvi einfaldlega meðaltal þessara ára, þegar ákveðinn var hámarksafli í firð- inum, þ. e. 180 lestir. Síðar virt- ist okkur óhætt að hækka hann um 30 lestir, sem m. a. stafaði af því, að í meðaltalsárunum, sem við studdumst við, var eitt verkfallsár, sem lækkaði meðal- talið óeðlilega miikið. Síðan haustið 1960 hefur afli á togtíma verið mun hærri í Arnarfirði en í ísafjarðardjúpi. Eins og sjá miá af meðfylgjandi línuriti var afli á togtíma í Arn- arfirði mjög hár sl. ár en hefur verið lélegri í ár. Samt sem áð- ur reyndist hann rúmlega 80% hærri en í ísafjarðardjúpi í jan- úar sl. — Af þessu leiðir að sjiálf- sögðu, að tekjur manna af rækju veiðum í Arnarfirði munu vera að sarna skapi hærri en í Djúp- inu, enda er efeki um ofveiði að ræða í Arnarfirði. — Þetta voru niðurstöður rann sóknanna fram að þessu. Og hvað nú? Meðan óskað er eftir að við fylgjumst með rækjunni vestra verður leyft hæsta aflamagn, sem við teljum skynsamlegt og reynt að sjá lengra en nef manns n: .r og ekki leyfðjar hömlulausar veiðar. Bækjustofninn f Djúpinu er feominn í svo mikla lægð, að ósk- andi er, að hægt verði að ná honum upp aftur, því að ísa- fjarðardjúp á áreiðanlega að geta gefið af sér meiri rækju en nú, ef sfkynsamlega er á málum haldið. En engin leið er að ná stofninum upp nema með all- ströngum friðunaraðgerðum. — Hins vegar mun óframkvæman- legt a@ hafa hámarksaflann öllu minni en nú er, því að svo mikið virðist þurifa til að standa undir útgerð og vinnsla hérlendis. Sem dæini má nefna, að hér þykir fremur léleg rækjuveiði þótt 60 kíló aflist á togtíma, en meðal- dagsafli í norsku fjörðunum er oft um 10 kíló. Af þeim sökum er nauðsyn að halda stofninum hér eins hátt uppi og tök eru á, ef atvinnuvegurinn á að vera arðbær. Sáralítið af seiffum í vörpunni — Hver eru þá áhritf rækju- veiða á fisk í þessum fjörðum? Hafa þær áihrif á fiskveiðarnar almennt? — Dr. Bjarni Sæmundsson get- ur þess í sínum ritum, að afli í Inndjúpinu hafi alltaf verið stop- ull. Tilgreinir hann nokkur afla- leysistímabil, sem staðið hafi í allmörg ár í hvert sinn, t.d. árin 1830-40 og frá 1880 til aldamóta. Einnig hafa komið aflaleysis- tímabil í öllu Djúpinu, og um það skrifar dr. Bjarni t. d.: „Um 1830 urðu menn að hætta við út- ræði í Bolungarvík vegna fisk- leysis og flytja út í Skálavík og Súgandafjörð, því enginn afli var innar. Stóð þannig um nokkur ár“. Þá er í Jarðabók Árna Magnússonar getið um aflaleysi í Inndjúpinu í 18—20 ár um alda mótin 1700. Oft hefur þvi verið stopul veiði í Djúpinu áður en raekjuveiðar hófust þar. Nú er kvartað yfir lítilli fiskgengd I Djúpinu og rækjuvörpunni kennt um. Við teljum að það sé ekki rétt. Rækjuvarpan, sem notuð er, er öðruvísi en sú, sem notuð er annars staðar á Norðurlöndum. Í9firðingar breyttu henni einmitt til að losna við fiskinn, því að rækjuveiðimönnum er ami að því að fá smáfisk í vörpuna. Varpan, sem hér er veitt í, er pökalaus og belgurinn svo stutt- ur, að fisfcar geta synt út úr henni. Við höfum farið nokkrar ferð- ir með rækjubátum um tsafjarð- ardjúp og mælt þann fisk, sem feomið hefur í vörpuna. Hann er sáralítill og helzt tegundir, sem ekki eru nytjafiskar. Þó gert væri ráð fyrir, að öll þau ýsu- og þorskseiði, sem fást að me$al- tali á togtíma með rækjunni, yrðu seinna veidd á þeim aldri, þegar árangurinn gefur mest af sér, myndu þau gefa 5 kg af þorski og 5—6 kg af ýsu. En þetta er of hátt, því í að fiskurinn er aldrei veiddur allur á sama aldri. Þegar við gerðum þessar athuganir, var meðalrækjuafli í ísafjarðardjúpi 140—270 kg á tog tíma. Þótt þessi fisfcseiði yxu upp og veiddust öll á hagstfæðasta aldri, væri verðmæti fiskisins aðeins lítið brot af verðmæti ræfcjuaflans. Til gamftns má nefna, að svart- fuglinn við ísafjarðardjúp étur áreiðanlega margfalt fleiri fisk- seiði á ári en allar rækjuvörpur, sem notaðar eru þar, granda á sama tíma. — Þessir þrír firðir eru þá forðabúr íslands af rækju, eða hvað? — Að svo komnu hefur rækja ekki fundizt í nýtanlegu magni utan áðurnefndra svæða. Hins vegar verður rækju vart allt um- hverfis landið, og vonandi tefcst að finna fleiri nothæf ræfcjumið. — Segið okkur nú að lofcum hvað við fáum margar dósir eða kíló af þessu sælgæti árlega? — Um dósafjölda vitum við ekki, en árið 1961 voru fluttar út 235 lestir af rækju um 16 millj. kr. að verðmæti, en árið eftir voru aðeins fluttar út 66 lestir um 5 Vt millj. kr. að verð- mæti. Hefur útflutningurinn þannig minnfcað samhliða því sem rækjustofninum hefur hrak- að. En allar okkar aðgerðir hafa það eibt að marki, að rétta stofn- inn við. E. Pá. Til sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð að Bjarkargötu 10 ásamt tvöfölc/ m bílskúr. Tilboð óskast. Nánari upplýs- ingaryí síma 18745.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.