Morgunblaðið - 22.03.1964, Page 23

Morgunblaðið - 22.03.1964, Page 23
<t Sunnudagur 22. marz 1964 1 MORGU N BLAÐIÐ 23 — í fáum orðum Framhald af 10. síðu ég 2V4 pund á viku, en 1 pund var þá greitt í skrifstofum Fl. Rawson eftir 10 ára starf. Rawson var meðeigandi Ein- ars að fyrirtækjum hans, og voru þeir mjög samrýndir og miklir vinir. Sumum Englend- ingunum, sem störfuðu hjá Rawson, var illa við mig vegna þess, hve há laun ég fékk. „íslendingurinn, hann skal nokk komast áfram“, sögðu þeir ólundarlega, „hann er frændi skáldsins!“ Þegar Einar nefndi upphæðina sem ég átti að fá í kaup, ætlaði ég varla að trúa mínum eigin augum. Ég þakkaði honum eins og hann hefði gefið mér hálfan heiminn. Og þó hækk- aði hann launin síðar. Vinur Einars og samstarfs- maður Fl. Rawson var af mjög góðum ættum og hafði faðir hans verið einkaritari sjálfs Gladstones. Rawson rak stóríyrirtæki og átti viðskipti við mörg lönd. í skrifstofu hans störfuðu 300 manns. Þeir Einar starfræktu saman fyrirtækin North Western Warehouse og The British Noríh Western Syndicate, sem gerði samninga hér á landi um námuréttindi. Einar var for- stjóri þessara fyrirtækja í London og hafði sína eigin skrifstofu í Moorgate Street 7 eða 10 og stóð húsið skammt frá The Bank of England. Þar kunni Einar vel við sig. Við unnum fjórir í skrifstof- unni, þar á meðal einkaritari hans sem hét Mr. Stephenson og var stórvel menntaður mað ur, hafði m.a. búið sig undir að verða einkaritari hæstaréttar í London, sem var mikil virð- ingarstaða. En þegar Einar sagði honum fyrir bréfin, sem hann átti að rita fyrir hann, voru þau oft á Shakespeare- ensku, svo gott vald hafði Einar á þessu erlenda máli. Mr. Stephenson sagði við mig: „Heyrðu Sigfús, hann talar Shakespeare-ensku, það hef ég aldrei heyrt nokkurn út- lending gera. Ég verð oft að fletta upp í orðabókum til að hafa við honum.“ Og auðvitað endaði þetta með því, að Mr. Stephenson sá sjálfan guðdóminn í Einari, drottinn minn sæll og góður. Ekki veit ég hvaða laun Einar hafði eða hvernig búið var um hnútana í viðskiptum hans við Rawson, en stundum var hann svo blankur að hann sló mig um eitt eða tvö pund, en borgaði ávallt tvöfalt. En svo kom hann stundum með úttroðna vasa af peningum, 100 punda-, 50 punda- og 20 punda seðlum. Þó hann væri fyrst og síðast bisness-maður meðan hann bjó í London, var hann ávallt titilaður The Great Poet Benediktsson. Það gerðum við líka okkar í milli." # „Og 'hvaða starf hafðir þú í skrifstofunni?“ „Ég sneri löngum samning- um um námuréttindi ýmist á íslenzku eða ensku, og var þrælavinna þótti mér.“ „Heldurðu að hann hafi selt Norðurljósin eins og sagt var?“ „Það getur verið að hann hafi einhvern tíma gert það að gamni sínu og þó veit ég ekki. Einhvern tíma sagði ég við hann, að ég hefði heyrt þá sögu að hann hefði selt Norðurljósin. Hann hló og sagði: „Blessaður vertu, það er hauga helvítis lygi. Ætli það verði ekki jarðskjálftarnir sem ég sel næst,“ bætti hann svo við og veltist um af hlátri. Hann var mjög ákveð- inn bissness-maður og hafði auðvitað áhuga á að græða sem mesta peninga, en fram- farirnar á Islandi voru líka ofarlega í huga hans og aldrei lá hann á því meðan hann dvaldist erlendis að hann væri íslendingur. Um þetta leyti var hann með allan hug- ann við togaraútgerð og höfn í Skerjafirði, en sú hugmynd rann út í sandinn. Hann tal- aði oft um togaraútgerðina við mig og spurði, hvernig mér litist á. Það var barón- inn á Hvítárvöllum sem hafði kveikt í honum. Hann hafði víst fyrstur manna komið með þessa hugmynd. Hann var franskur aðalsmaður og góður vinur Einars og vildi hefja togaraútgerð á íslandi í stórum stíl til þess auðvitað að raka saman fé. En ævin- týrinu lyktaði með því að hann skaut sig í járnbrautar- lest í Englandi með eitt penny í vasanum, að því er mér var sagt. Baróninn hafði rekið stórbú á Hvítárvöllum, sem hann hafði keypt af Andrési Fjeldsted fyrir 30 þús. krón- ur. Einar kom oft í heimsókn til hans, sagði hann mér, og var einkum hrifinn af falleg- um málverkum, sem hann hafði séð á heimili hans. Ein- ar hafði yndi af málaralist. Hann fór tvisvar sinnum með mig á málverkasöfn í Lund- únum, benti á stórbrotnustu myndirnar og sagði: „Hérna geturðu séð hvernig á að mála.“ „En talaði hann um skáld- skap í London?“ „Hann minntist lítið eitt á skáldskap. Hann sagðist hafa erfitt ljóð í smíðum, en nefndi ekki hvað það var. „Það kost- ar mig margar andvökunæt- ur,“ sagði hann. Að öðru leyti talaði hann lítið við mig um skáldskap, enda hef ég aldrei haft mikinn áhuga á Ijóðum nema Passíusálmunum og Skúlaskeiði eftir Grim Thom- sen. Þó minntist hann ein- staka sinnum á íslenzk skáld, en yfirleitt ekki af neinni sér- stakri hrifningu, var þó stór- hrifinn af Bjarna Thoraren- sen og Jónasi, sem hann kall- aði skáld af guðs náð, og var einnig nokkuð ’hrifinn af sr. Matthíasi. Honum þótti heim- þráin í ljóði Jónasar „Ég bið að heilsa“ mjög falleg. Hann talaði um hana af næmum skilningi. Einar bjó á Hótel Metropól, sem þótti einna glæsilegasta gistihúsið í London í þá daga. Þangað heimsótti ég hann ann an daginn sem ég var í borg- inni. Hann sagði við mig um morguninn: „Það er bezt þú komir og borðir með mér fín- an og góðan kvöldverð á Hó- tel Metropól, komdu um 6- leytið." Ég sagði feimnislega: „Ég er ekki nógu vel klæddur til að borða á svo fínum stað.“ „Hva, þú ert alveg nógu vel til fara,“ sagði hann. Þegar ég kom í forstofuna á þessu fína hóteli, leit ég í kringum mig. Fínt og velbú- ið fólk sat á stólum í setustof unni og beið eftir vini eða kunningja. Ég gekk rakleiðis til aðalafgreiðslumannsins og spurði hvort Mr. Benedikts- son skáld væri við. Honum var felmt við og glápti á mig. Svo segir hann: „Þekkið þér skáldið?" „Já, ég þóttist þekkja hann. „Það er guðdóm legur maður,“ segir hann and varpandi. „Hér er hann alltaf titlaður The Great Poet Bene diktsson." „Jæja,“ segi ég forviða. En maðurinn vísar mér til sætis og biður mig að bíða svo sem 3-4 mínútur. Þá kemur hann aftur og segir: „Skáldið ætlar að taka á móti yður og kemur rétt strax nið- ur, viljið þér bíða augnablik.“ Einar kom svo niður, gekk til mín og heilsaði mér glaðlega, en afgreiðslumaðurinn sem horfði á hann með lotningar- sviþ undraðist æ meir þá vin- áttu sem skáldið sýndi mér. Einar spurði hvort ég vildi ekki fá mér drykk fyrir mat- inn. Jú, ég sagðist vilja dry martini. Við gengum inn á barinn og þegar skáldið kom þangað, bukkuðu sig allir og beygðu, eins og þar væri á ferð prinsinn af Wales. Og þegar við nokkru síðar geng- um inn í salinn, endurtók sig sama sagan, þjónarnir beygðu sig og heilsuðu af svo piikilli frukt, að ég varð feiminn og kafroðnaði. Ég hvíslaði að Einari þegar við vorum seztir: „Þú hefur einhvern tíma stungið einhverju að þeim þessum.“ „Já, vitanlega gefur maður þeim almennilegt þjór fé,“ sagði hann og brosti. En ég held samt að hann hafi ekki þurft að gefa fólki þjór- fé til að njóta óvenjulegrar virðingar, ég vil segja lotning ar. Mér er nær að halda að Einar Benediktsson hann hafi í bókstaflegum skilningi dáleitt þá, sem þann talaði við. Þegar ég stundaði verzlunarstörf í Hamborg, kom einhverju sinni til mín Þjóðverji sem rak sæmilega verzlun við Ameríku og hafði lagt fram fé til rannsókna á væntanlegu gullnámi í Mið- dal, sem Einar hafði miikinn áhuga á, eins og þú veizt. Þjóðverji þessi var að vísu ekki ríkur maður, en sæmi- lega efnum búinn. Hann tap- aði hverjum eyri á fyrirtæk- inu. En hann var svo gagn- tekinn af skáldinu Einari Benediktssyni, að hann sagði við mig: „Þó ég hafi tapað peningunum, skiptir það engu máli. Ég lít á það eins og hverja aðra guðlega forsjón að hafa fengið að kynnast þessum glæsilega manni og nú veit ég fyrst hvað lífið er. Mér er fjandans sama um þessa aura,“ Það var flott sagt af þýzkum bisness-manni,- „Heldurðu að Rawson hafi haft mikil áhrif á Einar?" „Það held ég, mjög rni'kil. Þeir voru óaðskiljanlegir vin- ir og félagar. Rawson var mik ill trúmaður og starfaði í Cristian Science-hreyfing- unni, sem þá var talsvert í tízku í London meðal fyrir- fólks. Eins og þú veizt sækir þetta fólk ekki lækni, en leit- ast við að lækna sjúkdóma með handaálagningu og fyrir- bænum. Einar var mjög hrif- inn af þessum félagsskap, eða þóttist a.m.k. vera það. Og meðan ég starfaði í skrifstof- unni hans í London var hann þar í fremstu röð, reyndi jafn- vel sjálfur lækningar með handaálagningu pg var í mikl um metum sem slíkur. Ég fór tvisvar sinnum með hon- um á fund og í fyrra skiptið hélt hann ræðu um tvær lækningar, sem hann sagðist hafa gert og mér heyrðist á honum að hann teldi sjálfur einhvers konar kraftaverk. I salnum voru um 800 áheyrend ur og hefði mátt heyra saum- nál detta meðan hann talaði. Mér fannst hljóðið óhugnan- legt. Rawson talaði á eftir Einari og sagði frá sínum lækningum. Áheyrendur voru yfir sig hrifnir af Einari, og þá ekki sízt konurnar sem þyrptust að honum og þökk- uðu honum fyrir, og ein- hverjar ladies gengu jafnvel til mín og sögðu við mig eftir fundinn, að þser hefðu aldrei fyrr hlustað á slíkt glæsi- menni. Ég sagði við Einar: „Góði bezti, vertu ekki að draga mig inn í þetta, mig skortir áhugann. Og ég er hræddur um að þú hafir ekki trúað nema broti af því sem þú sagðif.“ „Jú,“ fullyrti hann, en hló við. En mig grunar nú samt, að áhuginn á Christian Science hafi að nokkru leyti verið af pratísk- um toga. Þetta fólk var yfir- leitt efnað og margir fyrir- menn meðal áheyrenda og mér er nær að halda, að eitt- hvað af þeim hafi lagt pen- inga í fyrirtæki Einars. Hann spilaði á þetta fólk eins og hljóðfæri. Hann hafði það allt á valdi sínu með mælsku og glæsileik. Einu sinni sagði hann við mig: Heyrðu frændi sæll, ég dey ekki eins og aðrir menn, ég verð uppnuminn. Og hvað sem því liður, þá var hann spámaður. Líttu bara á kvæði hans um Belgíu." „Þú hefur ekki starfað að öðru fyrir hann en þýðing- um?“ „Jú. Éfj skrapp fyrir hann heim til Islands um vorið. Þá kemur hann að máli við mig og segir: „Ég þarf að_ biðja þig um að fara til íslands seinni partinn í maí og taka á móti vini mínum, sem mér ríður mikið á að verði ánægð ur eftir túrinn. Þú notar þína reiðhesta, en Helgi Zoega sér um þá hesta sem á vantar til ferðalaga." „Hvert á ég að fara með hann?“ spurði ég. „í Norðurá," svaraði Einar. „Vinir mínir Sturlungar hafa lánað mér hana.“ Ég fór svo upp til íslands og beið þess rólegur að vinur Einars kæmi. Hann hét Dauncey og var ofursti að nafnbót. Hann kom til íslands seinni partinn í júlí með Lauru, og ég fór strax niður í skip að taka á móti honum eins og ég hafði lofað Einari. En hann var ekki fyrr kom- inn upp í hótelherbergið en hann vindur sér að mér og segir: „Mig langar til að fara strax í dag upp að Elliðaán- um og sjá þær, þær eru heims frægar og ég þekki þær af af- spurn. En svo þarf ég einkum og sér í lagi að sjá Grafarvog- inn.“ „Nú, Grafarvog," segi ég, „hvað ætlið þér að gera I Grafarvog?“ „Ég ætla að sjá þennan fræga stað, þar sem hægt er að ganga á löxunum yfir vog- inn.“ Ég hló og spurði hver hefði nú eiginlega sagt að það væri hægt. „Mr. Benediktsson," sagði ofurstinn grafalvarlega. „Já, einmitt það, en þér verð- ið að gæta þess að hann er skáld og hefur tekið of djúpt í árinni. Það er að vísu mikill lax í Grafarvognum, en ekki vildi ég ganga á þeim yfir voginn.“ Hann hristi höfuðið og trúði mér ekki. Hann var viss í sinni sök. Ég fór upp eftir með hann skömmu eftir mat og við sá- um nokkra laxa stökkva. Hann horfði og skimaði en sagði fátt. Um þetta leyti veiddi Gísli silfursmiður lax- ana í voginum í gildru, þannig að hann lagði net þvert yfir voginn landfast beggja megin með stórum korkflám, og þeg ar fór að falla að lyftist netið, og þá voru í því svo og syo margir laxar sem höfðu farið inn með flóði og voru teknir á þurru um fjöruna. Nú var fjara, svo ég segi við Daun- cey: „Á ég ekki að skreppa með yður upp að Reykjum og sýna yður hverina og fjöll- in. Umhverfið er mjög fall- egt.“ Hann var ánægður með það og við riðum upp að Trölla- fossi, en í bakaleiðinni kom- um' við að Reykjum og Hafra vatni. En hann gat ekki fest hugann við náttúrufegurðina og var sítalandi um Grafar- vog og laxana þar. Ég reyndi að halda honum við efnið og fór að tala við hann um fjöll- in og útsýnið og hvað sundin væru falleg. „Ég hef engan áhuga á neinu hér nema sjá hvað verður af laxi innan við netin, þegar við komum til baka í kvöld,“ sagði hann. „En það er vo skammt liðið sumars," sagði ég, „Það er vafalaust lítill lax genginn. Þetta var einungis skáldlega mælt hjá Mr. Benediktsson.“ Nei, hann sat við sinn keip. Þegar við komum að vogin- um og Gísli vitjaði um kvöld- ið fékk hann innan við 10 laxa. Þá segir Dauncey við mig eitthvað svipað því og ef við segðum á íslenzku: „Ja- há, grunaði ekki Gvend. Og þetta er ekki einu sinni lax, þetta köllum við í Englandi grills.“ Á þriðja degi fórum við upp í Norðurá og gekk ferðin ágætlega. Við áðum í Norður- Gröf og ég sá að karlinn var heldur fýldur. „Þér hafið tek- ið beztu hestana“, sagði hann. „Nei, þetta eru minir hestar,“ sagði ég. „Þetta eru eintómar bikkjur sem ég hef fengið,“ fullyrti hann. „Þá er við Helga Zoéga að sakast,“ sagði ég, „en ek'ki mig.“ En svo bætti ég við: „En þér megið fá minn hest.“ Hann varð svo glaður, að hann faðmaði mig og kyssti og sagði: „Ég kalla þig héðan í frá Sigfús og þú mátt kalla mig hvern fjand- ann sem þú vilt.“ Þegar ég kom aftur um haustið til London, tók Daun- cey mjög vel á móti mér og bauð mér oft til sín. Eftir fyrsta dinnerinn tók hann mig afsíðis og sagði: „Ég ætla að segja þér að ég er alger- lega laus við Mr. Benedikts- son. Og ég fékk mína peninga endurgreidda. Og svo tölum við ekki meira um það.“ Þetta er leiðinlegur misskilningur," sagði ég. „Nei, þetta er enginn misskilningur," svaraði hann ákveðið. Hann hafði lagt 10 þúsund pund í fyrirtæki Einars, en Grafarvogurinn skaut þau úr hendi skáldsins. Einar minnt- ist aldrei á þetta við mig.“ „En heldurðu ekki að skáld ið hafi orðið sæmilega efn- að?“ spurði ég Sigfús að lok- um. Hann svaraði: „1919 hitti ég hann í Kaup- mannahöfn og var boðinn í stórselskap til hans. Hann bjó þá í fínni villu úti á Frederiks bergi, þar voru margir útlend ingar saman komnir, eink- um Danir og Norðmenn, og við skemmtum okkur prýði- lega. Undir kvöld gekk Einar til mín og hvíslaði að mér: „Jæja frændi sæll, núna held ég að maður komist ekki hjá því að verða milljóner.“ En þetta var einungis skammgóður vermir, það gekk fljótt á álnir Einars Benediktssonar eins og þu veizt. Það voru aðrir sem nutu þess bezta í lífi hans, hann gerði alla landa sína að milljónerum — í ljóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.