Morgunblaðið - 22.03.1964, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.03.1964, Qupperneq 32
Úr heilbrigðisskýrslum: 23,6°/o reykvískra mæðra ógiftar í NÝÚTKOMNUM heilbrigðis- skýrslum yfir árið 1959 segir að ]>að ár hafi fæðzt 4837 lifandi börn og 60 andvana. Af mæðrum sem fæddu í Reykjavík voru 23,6% eða 530 ógiftar og af öll um 2242 mæðrunum bjuggu 286 ekki með barnsföður. Vestur-íslendingar bjóða forsætisráð- berra að Gimli VESTUR-íslendingar hafa boði$S dr. Bjarna Benedikts- syni, forsætisráðherra, og frú hans að vera gestir sínir á 75. Íslendingahátíðinni að Gimli 3. ágúst nk. og ferðast síðan um byggðir íslendinga vestra. Hafa þau hjónin þegið boðið. Aðalfundur BEaðamanna- * félags Islands AÐALFUNDUR Blaðamannafé- iags íslands verður haldinn í Klúbbnum kl. 2 í dag. Venjuleg aðalfundarstörf. Blaðamenn eru hvattir til að mæta. — Stjórnin. Höfrungur III. með 21 tonn 1 nót AKRANESI, 21. marz. — Hæst var hér í þorskanetin 15 tonn í gær, en lítið hjá mörgum. Heíld- araflinn á 20 báta var 170 tonn, en góður afli fékkst í þorskanót- ina. Höfrungur III. hafði 24 tonn og Sigurður 20 tonn. — Trillubátur- inn Sævar hefur róið tvisvar og trillan Bensi fór í nótt í sinn íyrsta róður á vertíðinni. — Oddur. Aldur mæðranna var frá 14 ára til 47 ára, ein á hvorum aldri, en flestar 20—29 ára. Á árinu voru 41 fóstureyðing framkvæmd skv. lögum, flestar í Landsspítalanum eða 39, 1 á sjúkrahúsi ísafjarðar og 1 á Ak ureyri. Flestar konurnar voru giftar eða 36 þeirra og er getið sjúkdómsástæðna, þar sem í flestum tilfellunum er um að ræða „depressio mentis s. neur- osis“. Heimilisástæðna er getið þar sem fóstri var meðfram eytt af félagslegum ástæðum og er þar oftast um að ræða, fátækt, ómegð og heilsuleysi eiginmanns. Flestar af konunum eða 16 voru verkamanns- og sjómannskonur. Vönun ásamt fóstureyðingu var gerð á 17 af konunum. Reykjnfoss er til sölu Eimskip endurnýjar flota sinn EINS og kunnugt er á Eimskipa- félag íslands tvö skip í smíðum í Álaborg. Eru þetta systurskip, heldur stærri en Fjallfoss, og eiga að afhendast með árs milli- bili, í febrúar 1965 og febrúar 1966. Vegna smíði þessara skipa sneri Mbl. sér í gær til Óttars Möller, forstjóra félagsins, og innti hann frétta. Óttar sagði, að eins og fram hefði komið i fréttatilkynningu um smíði þessarar skipa, væri ráð fyrir gert að þau kæmu til endurnýjunar á eldri skipum fé- lagsins. Kæmi þá helzt til mála að selja Reykjafoss og Trölla- foss, en bæði væru skipin nú orð in meira en 20 ára gömul. Óttar sagði, að Reykjafoss hefði fyrir skömrmu verið au.g- iýstur til sölu. Ekki hefði tilboð borizt enn, enda skammt liðið frá auglýsingu. Hann bætti því við að Tröllafoss hefði ekki verið auglýstur til sölu, en sagði að tii greina kæmi að athuga um sölu á því skipi, ef gott verðtil- boð fengizt. Hjónin að Saurum, á-samt börnum sínum, talið frá vinstri: Gu ðmundur Einarsson, bóndi, Björg vin, Sigurborg, Margrét Benediktsdóttir, Arnfríður og Benedik t. Eldhúsboriið hentist til meðan hjónin voru ai borta Enn hendast húsgögnin til að Saurum Skagaströnd, 21. marz. ÞEGAR fréttaritarinn átti tal við Björgvin Guðmundsson, son hjónanna að Saurum, skýrði hann frá því að klukkan um 9.30 í morgun hefði skápurinn á eldhúsinu henzt langt fram á gólf og farið á hvolf. Enginn var í eldhúsinu er þetta gerðist, en Björgvin og móðir hans, sem voru í næsta herbergi heyrðu skápinn detta og liðu ekki sek- úndur þar til þau voru komin fram í eldhús. Telja þau mæðg- inin útilokað, að þarna hafi nokk ur mannlegur máttur verið að verki. Um hádegið þegar þau hjónin Margrét og Guðmundur voru að byrja að borða, hentist matar- borðið frá vegg og fra.m á gólf. >au gripu bæði um leirtauið til að forða því að það brotnaði, þar sem megnið af leirtaui heimilis ins er að verða brotið. Eitthvað af leirtauinu brotnaði samt við þessar aðfarir. Ég talaði síðast að Saurum kl. rúmlega 2 í dag og þá hafði ekk ert gerzt frá því um hádegi. Fól'kið að Saurum er orðið langþreytt á öllum þessum gaura gangi og vonast til að þessu fari að ljúka. Sl. nótt gistu að Saurum m. a. Jökull Jakobsson ritJhöfundur, og hafði hann spánskan túlk meðferðis, Björn Pálsson flug- maður, dóttir hjónanna, Arn- fríður Guðmundsdóttir, sem kom ið hafði með Birni norður. >etta folk fór á níunda tímanum í KEFLAVIK Heimir FUS í Keflavík heldur skemmtikvöld í Aðalveri mið- vikudaginn 26. marz kl. 8.30 Ávarp flytur Sverrir Júlíus- son alþm. kvikmynd, félags- vist og dans. Hljómar og Karl leika og syngja. morgun og með því dóttir hjón- anna Sigurbong. — >órður. Sdlarrunn- sóhnnrfélagið sendir hóp norður HÓPUR frá Sálarrannsóknar- félagi íslands fór norður i gær meS Lóu Björns Páls- sonar. Tólf manns voru í flug- vélinni norður og m. a. frá Sálarrannsóknarfélaginu þeir Hafsteinn Björnsson, miðill, séra Sveinn Víkingur og Guðmundur Jörundsson, út- gerðarnraður. Þá hefur það frétzt, að Lára Ágústsdóttir, miðill, og maður hennar, komi í dag frá Akureyri að Saurum. Ungur arkifekfhlauf 135 Jbús. kr. verðlaun Bátur frá Óðni á leið að Guðmundi góða til að athuga veiðarfærin. Ljósm.: Helgi Hallvarðss. hann á vírana og sigldi á brott. En varðskipið Óðinn var þarna á næstu grösum og hafði flugvélin samband við hann. Óðinn náði Guðmundi góða fljótlega og athugaði út búnað hans og var greinilegt að höggvið hafði verið á vír- ana. Fylgdi varðskipið bátn- um til Vestmannaeyja. Varðskipið og flugvélin lögðu skýrsiur sínar um land helgisbrotin fyrir yfirsaka- dómarann í Reykjavík í gær- dag og verða þær síðar sendar til Eyja. Gæzluvélin tók tvo báta í landhelgi GÆSLUFLUGVLIN Sif kom siðdegis að tveim bátum að ólöglegum veiðum innan landhelgi út af Vik í Mýrdal Það voru bátarnir Farsæll VE 12 og Guðmundur góði, RE 313. Samkvæmt mælingum flug vélarinnar var Farsæll 1,9 sjómilur fyrir innan landhelgi og Guðmundur góði 3,5 míl- ur fyrir innan, en þegar hann varð var við flugvélina hjó Á FÖSTUDAGSKVÖLD var gert kunnugt um úrslit í samkeppni um Gagnfræðaskóla á Selfossi. Fyrstu verðlaun og önnur verð- laun hlaut Ormar Þór Guð- mundsson, arkitekt, Gnoðarvogi 50. Þriðju verðlaun hlutu sameig- inlega arkitektarnir Skarphéðinn Jóhannsson og Guðmundur ICr. Guðmundsson. Tvaer tillögur fengu 10 þúsund króna tillögu hvor, höfundar annarrar voru arkitektarnir Helgi Hjálmarsson og Guðmundur >ór Fálsson, en hinnar Jörundur Pálsson og Þor- valdur S. Þorvaldsson, arkitekt- ar. Fyrstu og önnur verðlaun, sem Ormar hlaut, eru samtals 135 þúsund krónur í peningum. Þriðju verðlaun voru 25 þúsund krónur. Alls bárust 12 tillögur, sem má kallast góða þátttaka. Ormar Þór Guðmundsson er aðeins 28 ára að aldri, Akurnes- ingur að ætt. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1955 og lauk arkitekta- prófi í Stuttgart 1962. Hann starf ar nú hjá Skipulagi Reykijavíkur borgar. Áður hefur Ormar unnið fyrstu verðlaun um kirkju að Mosfelli og önnur verðlaun um skipulag miðbæjarins í Hafnarfirði. Tvenn verðlaun vann hann í Þýzkalandi meðan hann var við nám í sam- bandi við byggingu kaþólskrar kirkju og kirkjumiðstöðvar i Stuttgart og gagnfræðaskóla fyr- ir stúlkur í Ludwigsburg. Dómnefnd skipuðu Bjarni Pálí son, skólastjóri gagnfræðaskólan* á Selfossi, Árni G. Stefánsson, skólastjóri gagnfræðaskólans á Selfossi, og arkitektarnir Guð- mundur Guðjónsson, Guðmundur Kr. Kristinsson og Gunnlaugur Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.