Morgunblaðið - 25.03.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. marz 1964 Þórir H. Einarsso n: Hundstrýni og skötubörð Gott skrifstofuhúsnæði 100 150 m2 óskast leigt. Verður að vera í, eða nálægt miðbæn- um. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir 5. apríl, merkt: „Skrifstofuhúsnæði — 3436“. Reykjavík — Stokkseyri Farið verður til Stokkseyrar kl. 9 árd. á morgun, skírdag. Aukaferð kl. 2,30 e.h. til Hveragerðis og Selfoss. — Aukaferð til Hveragerðis og Selfoss alla bænadagana. Kvöldferð frá Stokkseyri til Reykjavíkur kl. 8 s.d. á 2. í páskum. Leitið uppl. hjá okkur Sérleyfisstöð STEINDÓRS simar 11585 og 11586. EITT TIL TVÖ HERBERGI (annað með innbyggðum skápum) óskast til leigu fyrir einhleypan karlmann, sem er lítið heima. Uppl. í síma 32818 og 33588, 33614. Símavarzla óskast Stúlka vön símavörzlu óskast til starfa á Bæjar- skrifstofunni í Kópavogi frá 1. maí nk. Vélritunar- kunnátta æskileg. Laun samkvæmt launasamþykkt bæjarins. Skriflegar umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 10. apríl nk. 24. marz 1964 Bæjarfógetinn í Kópavogi. NOKKRIR þjóðkunnir menn hafa efnt til umræðna um Hall- grímskirkju. Það er e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að kveðja sér hljóðs á því þingi. Og þó. Einn helzti málshefjand- inn óskaði eindregið eftir af- skiptum alþjóðar og áhrifum varðandi þetta mál. Að vísu vona ég, að mikill meiri hluti þjóðarinanr líti svo á, að Hallgrímskirkjumálið sé þegar komið í höfn og afgreitt, málefnalega og lagalega, enda þótt framkvæmdir teygist fram eftir árum og deilist í fleiri eða færri áfanga. Slíkt væri líka einsdæmi um stórframkvæmd. Róm var ekki reist á einum degi. Það væri líka að drepa í dróma svo um munaði marga djarfa hugsjón, ýmsan stórhug og eigi allfáar áætlanir, ef ekkí væri lengur á það hættandi að fitja upp á nokkrum prjóni, nema lokið væri í einum og sama á- fanga, af ótta við það, að ella kæmi þegar minnst vonum varði Pétur eða Páll askvaðandi ein- hvern dag, hrópandi og kallandi: „Hættið, hættið. Þetta er allt of stórt, og mér þykir það ljótt.“ Og ekki einungis hróp og köll. Heldur og ósvífni, frekja og dónaskapur. Og um fram allt lít- ilsvirðing gagnvart dómgreind almennings og smekk. Já, ég vona vissulega, að mál- ið sé komið í höfn. Mér virðist hógværð og afskiptaleysi mál- svara kirkjubyggingarinnar benda til þess, að ekki þurfi að óttast, að öfund og illvild í- klæddar ósvífni, frekju og of- stopa, fói skaðað svo stórmann- legt og göfugt starf, sem bygg- ing Hallgrímskirkju er. En ef svo kynni nú að fara, þrátt fyrir allt og allt, að há- reysti og bægslagangur fárra manna fengi ruglað svo dóm- greind almennings og valdhafa, að framgangur og uppbygging Hallgrímskirkju kæmi til með að vega salt við niðurrifsöflin, svo að tvísýnt yrði um leikslok, þá vildi ég ekki hafa látið það farast fyrir að leggja mitt lítil- fjörlega lóð á metaskálina. Og því er það, að ég tek mér penna í hönd. í ræðu sinni, Um daginn og veginn, hinn 17. febrúar sl., sem einnig birtist í Morgunblaðinu hinn 20. sama mánaðar, notar Pétur Benediktsson bankastjóri helming tíma síns til umræðu um Hallgrímskirkju. Vil ég nú víkja að nokkrum atriðum í ræðu hans. í ræðu bankastjórans kemur það fram, að honum eru kunn þau ummæli formanns sóknarnefnd- ar Hallgrímskirkju, að um stærð og byggingarstíl kirkjunnar hafi réttir og þar til kvaddir aðilar fjallað og tekið ákvaraðnir með löglegum og eðlilegum hætti fyr ir um það bil tuttugu árum, og að frá því verði ekki hvikað nú. Yfir þessum ummælum reigir bankastjórinn sig eigi alllítið og segir: „Það er stórt orð Hákot. Með leyfi, hver ákvað hvað fyr- ir nær tuttugu árum? Og ef ein- hver ákvað eitthvað, hvað sagði hann þá um það, hvaðan pen- ingarnir til kirkjubyggingarinn- ar ættu að koma?“ Það er stórt orð Hákot. Senni- lega er þetta rétt mælt. En það er líka stórt orð bankastjóri. Og með leyfi. Hvaðan kemur Pétri Beneditkssyni umboð, siðferði- legt og lagalegt, til þess að á- varpa alþjóð og krefjast þess, að Hallgrímskirkjusöfnuði í Reykja vík sé sýnt ofbeldi og svívirð- ing með því að nema úr gildi löglegar ákvarðanir og athafnir stjórnenda hans fyrir tuttugu ár- um? Það hafa sjálfsagt ýmsir söfnuðir á landinu staðið í kirkju byggingum á þessu sama tíma- bili og margir löngu lokið sín- um byggingaframkvæmdum óá- reittir að mestu. Hallgrímskirkja er ekki lengra á veg komin en raun ber vitni af tveim megin- orsökum. í fyrsta lagi er bygg- ingin stór og vegleg. Stórt verk tekur lengri tíma en lítið verk. f öðru lagi hefur fyrirtækið ekki ætíð notið þess skilnings manna, sem vænta mátti og vert var, þó að varla hafi nokkru sinni fyrr keyrt svo um þverbak í fjand- skap og lélegum málflutningi, sem fram kemur nú hjá Pétri Benediktssyni. Kirkjan er því enn \ smíðum. En hverju breytir það um löglegar athafnir fyrir tuttugu árum? Eru tuttugu ár einhver alls herjar fyrningar- timi sér’hverra samninga og lög- gerninga, hvað sem í þeim stend- ur og hvernig sem með hefir ver- ið farið? Megum við e.t.v. vænta þess, að Pétur Benediktsson eða aðrir fari brátt að benda á kirkj- ur og aðrar byggingar hingað og þangað um landið, sem ákvarð aðar voru fyrir tuttugu árum, segjandi sem svo: „Þetta er ljótt og alltof stórt. Hver ákvað hvað fyrir tuttugu árum? Burt með þetta. Breytið því að minnsta kosti." Og bankastjórinn spyr enn fremur með þjósti, hvort sá, sem ákvað, hafi einnig ákveðið, hvað- an peningarnir til framkvæmd- anna ættu að koma. Ekki er mér kunnugt í smáatriðum, hver muni einkum hafa verið fjár- öflunarplön byggingarnefndar og safnaðarstjórnar í öndverðu. En ég gizka á, að í því efni hafi átt að fara svipaða leið og þá tíðk- aðist hjá öðrum kirkjusöfnuðum í landinu. En auk þess er ekki óeðlilegt, að forgöngumenn bygg ingarinnar hafi vegna sérstöðu gert sér góðar vonir um góðar undirtektir og stuðning úr ýmsum áttum, og sé ég ekkert ljótt við það, þó svo kunni að hafa verið. Það er víst engum söfnuði á fs- landi meinað að snúa sér til opin- berra aðila og einstaklinga með beiðni um framlög og aðstoð í einni eða annarri mynd. Það er svo að sjálfsögðu hins opinbera og einstaklinganna að meta og vega hverju sinni, hvort málefnið sé stuðnings vert eða eigi. Ég skil ekki í því, að byggingarnefnd Hallgrímskirkju hafi nokkru sinni reynt að ákveða það, að ríki, bær eða einstaklingar skyldu leggja fram fé. Væri ekki skynsamlegra og viðkunnanlegra fyrir bankastjórann að rata rétta leið og ávíta Alþing og borgar- stjórn í stað þess að hreyta þessum ónotum í byggingarnefnd Hallgrímskirk j u ? En það eru raunar enn þá nokkrir ótaldir, sem víkja vilja góðu að Hallgrímskirkju, enda hefir það heldur ekki farið fram hjá bankastjóranum. Sænska deildin í lútherska heimsbanda- laginu, Kvenfélag Hallgríms- kirkju, skipshöfn Hamrafells, ein hverjir aðilar í Kanada. Öllum þessum aðilum hefur orðið það á að láta af hendi rakna eða ráð- gera fjárframlög til Hallgríms- kirkju án þess að spyrja banka- stjórann um leyfi, enda fá þeir sína snoppunga í samræmi við það. Stærð Hallgrímskirkju er bankastjóranum alveg sérstakur þyrnir í augum. Til að sýna fram á hina óhóflegu stærð, gerir hann samanburð á kirkjunni og nokkrum kunnum mannvirkjum í Miðbænum. Byggingar þessar eru að meiri hluta áratuga gaml- ar og löngu of litlar til að gegna sínu upphaflega hlutverki. En þrátt fyrir það myndu þær þó skyggja á þakskegg Hallgríms- kirkju, ef saman stæðu, eftir því sem bankastjórinn 'upplýsir. Já, þetta er nú meira hneykslið. Að höfuðkirkja íslenzku þjóðarinn- ar, sem standa á í höfuðborg landsins, og taka á í notkun fyrir hina fjölbreytilegustu starfsemi árið 1974 svo sem guðsþjónust- ur, æskulýðsstarfsemi, margs konar listræna túlkun og helgi- hald og síðast en ekki sízt, sem verða á þakklætisvottur okkar og minnisvarði Passíusálmasöngv arans, að þessi bygging skuli eiga að verða nokkrum fetum hærri en lyfsölubúð eða hótel frá 1930. Þó er það bezta eftir, segir banka stjórinn. Það á að verða turn á kirkjunni. Já, Pétur Beneditks- son, það er ekkert spaug að vera uppi á þessum síðustu og verstu tímum. Um turninn farast bankastjór- anum svo orð, að í honum sé engin hrein lína, að stofni til sé hann ferstrendur, en síðan hafi verið komið einhverju fyrir á köntunum, sem reynt hafi verið að, kalla stuðlaberg, en sé alveg óvefengjanlega illa verkuð skötu börð. Það er nú það. Er annars ekki til eitthvað, sem kallað er órökstudd fullyrðing? Myndu ummæli bankastjórans um turn Hallgrímskirkju nokkuð vera í ætt við slíkt? Hvernig á maður að sjá hreinar línur, þegar hug- ur hans er þrunginn óvild og árásarþörf? Veit bankastjórinn nokkuð, hvað hrein lína er? Það skal ég segja honum, þó að ég sé hvorki listamaður né listfræð- ingur. Hrein lína er sú lína, sem harmónerar við allar aðr- ar línur með slíkum töfrum, að upp stígur voldugur samhljóm- ur, dýrðlegur óður til Drottins, sem bergmálar frá stuðlabergi vítt um loftin blá, út yfir sund og eyjar. Við komumst ekki hjá því að skynja þennan hljóm með augum okkar, svo framarlega sem þau eru ekki sjúk og blind, fljótandi í vilsu hrokans og sjálfs dýrkunarinnar. Bankastjórinn kallar stuðla- berg kirkjunnar illa verkuð skötubörð. Hefur hann aldrei séð stuðlaberg? Og hefur hann aldrei séð skötubörð? Ég held það væri ekki úr vegi fyrir hann að labba sig einhvern góðviðrisdaginn í einhverja fiskbúðina og biðja fisksalann að lána sér vaxtalaust eitt skötubarð, fara síðan heim til sín og ljósmynda skötubarðið. Eða teikna það, og vanda sig þá, því það eiga raunar að finnast hreinar línur líka í skötubarði. Síðan getur hann borið saman sitt eigið listaverk og mynd eða líkan af Hallgrímskirkju. Og ef hann þurrkar vel af gleraugun- um, held ég að hann hljóti að átta sig. Ella myndi ég leita augn læknis hið bráðasta í hans spor- um. í Hallgrímskirkju mun ekki finnast nokkur óhrein lína, svo framarlega sem komizt verður hjá þeim voða, sem það væri, ef farið yrði að káfa í listaverk- ið. Væri slíkt óhæfa með end- emum og hin argasta svívirðing við látinn listamann í gröf sinni. Pétur Benediktsson lýkur máli sínu með því að ráðleggja sókn- arnefnd Hallgrímskirkju að virða fyrir sér mynd af kapellunni á Núpsstað, því það gæti gefið tilefni til umhugsunar um það, hve mikið fer fyrir Guði. Að öllu saman lögðu er þetta það bezta, sem bankastjórinn segir í ræðu sinni. Það er satt. Það getur farið svo óumræðilega lít- ið fyrir Guði, ef því er að skipta og aðstæður krefjast þess. Það þarf ekki að panta viðtal hjá Guði mörgum vikum fyrirfram. Og Guð getur komizt af án járn- beintrar steinsteypu, harðviðar, glæsilegra húsgagna og hárra sala. Guð þarf víst ekki einu sinni að skulda í banka til þess að vera Guð. Við getum spennt greipar og talað við Guð, hvort heldur við erum stödd á banka- stjóraskrifstofu eða upp á Vatna- jökli, í kapellunni á Núpsstað eða í Péturskirkjunni í Róm. Guð er lítillátur, hógvær, mildur, vel- viljaður, kærleiksríkur, umburð- arlyndur og alls staðar nálæg- ur, þar sem hans er þörf.. Svona lítill getur Guð verið. En Guð getur líka verið stór. Svo óum- ræðilega stór. Það er gagnslaust áð ryðjast inn í skrifstofu hans íklæddur hringabrynju hrokans. Manni er vísað út. Það gefur lítið í aðra hönd að sækja á fund hans hjúpaður satíni sjálfselskunnar og silkiborðum sjálfsálitsins, Maður fær ekki áheyrn. Og það er sama þó við skreytum okkur með rúbínum reiðinnar eða smar ögðum öfundar og afbrýði. Og það er sama þó við hyljum okk- ur með hýjalíni hræsninnar. Guð er ekki viðlátinn. Guð kastar ekki perlum fyrir svín. Svona stór getur Guð verið. Og ef við, mannanna börn, viljum freista þess að tileinka okkur ósköp litla örðu af þessu guðlega eðli, að vera bæði lítii Framhald á bls. 17, IÍTGERÐARMENN Útvegum með stuttum fyrirvara, vökvaspil á bátapall, til að draga upp léttabát og til annara nota. ^ 7500 kg. afl. tengt aflkerfi kraftblokkanna. KRAFTBLOKKARUMBOÐIÐ: I. PÁLMASON H. F. Austurstræti 12 — Simi 24210.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.