Morgunblaðið - 25.03.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1964, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ 23 Miðvikudagur 25. marz 1964 — Kólnandi veður 1 Framh. aí bls. 24 barnaskólans með nemendur sína á sýningu í Þjóðleikhúsinu. Sáu þau Mjallhvít og dvergana sjö. Skemmtu þátttakendur sér hið bezta, enda er Mjallhvít eft- irlætisævintýr allra ungra kyn- slóða. Mikil atvinna er hér í Árnes- sýslu og að sjálfsögðu aðallega í útgerðarstöðvunum og margur sækir sér viðbótartekjur við að- gerð og fleira. — Gunnar, Sigurpáll með 14 tonn af slægðri ýsu '| Þorlákshöfn, 24. marz. Sigurpáll landaði hér í dag 14 tonnum af slaegðri ýsu, sem hann fékk í nótt rétt vestan við Þor- lákshöfn. Bjarmi II. var að koma áðan með 3—4 tonn af slægðri ýsu, sem hann fékk við Þrí- dranga. Afli Þorlákshafnarbáta glædd- ist í gær og var hæsti báturinn, Guðbjörg, með 22 tonn, sem fengust í net. Ágætt veður er hér, rétt fölað á jörðu, en hiti er kominn niður undir frostmark. — Magnús. h. ‘ V — Sendiherra ' r Framh. af bls. 1 kynnir opinberlega um skipan •áttasemjarans. En hér virðist eingöngu um formlega staðfest- ingu að ræða, þar sem allir við- komandi aðilar hafa látið ánægju lína í ljós. Margra ára reynsla Sakari S. Tuomioja er 53 ára, kvæntur og tveggja barna faðir. Hann á að baki sér margra ára reynslu í stjórnmálum og stjórn- arstörfum, bæði heima og er- lendis. Þegar styrjöldinni lauk í Finnlandi árið 1944, varð hann aðstoðar-fjármálaráðherra i stjórn Paasikivis. Þá var Kekkon- en, núverandi forseti, dómsmála- ráðherra. Ári seinna tók Tuomi- oja við embætti fjármálaráð- herra, en sagði því lausu sama ár er hann var skipaður aðalbanka- etjóri finnska þjóðbankans. Hélt hann því embætti til 1955, en á þessum árum átti hann einnig nokkur afskipti af stjórnmálum. Árið 1950 var hann verzlunar- og iðnaðarmálaráðherra, 1951— 52 var hann utanríkisráðherra og árin 1953—1954 var hann for- sætisráðherra embættismanna- stjórnarinnar, sem þá fór með völd. Þegar Tuomioja lét ef embætti við þjóðbankann, gekk hann í utanríkisþjónustuna, og var fyrstu tvö árin sendiherra Finna f Bretlandi. Hann var árið 1956 frambjóðandi íhaldsflokksins við forsetakosningarnar í Finnlandi, en tapaði fyrir fyrrverandi starfs félaga sínum, Bhro Kekkonen. Frá London fór Tuomioja til Sameinuðu þjóðanna, og varð framkvæmdastj óri efnahagsmála nefndar Evrópu þar. Hann var ekipaður sendiherra í Stokk- hólmi 1960, og hefur gegnt því embætti síðan. — Íhróttir Framh. af bls. 22 IBK og hafði KR þar öll tök á leiknum og vann 6—1. Úrslitaleikurinn. Úrslitin stóðu milli Fram og Þróttar. Þróttur komst í 2 marka forustu en Fram hafði jafnað er stóð 3—3 og náðu síðar for- ustunni. Skiptist nú á jafntefli eða marks fiorusta á annan hvom veginn. Fékk þá einn Þróttara brottvísunardóm um stund fyrir leikbrot en félögum hans óx þá svo ásmegin að þeir náðu ömggri fiorustu og sigur Þaóttar var 9 mörk gegn 5, íslenzk tónskóld á norrænni hátíð DÓMNEFNDIR þær, sem akveða hvaða tónverk skuli flutt á nor- rænni tónlistarfhátíð í Helsiniki í haust, hafa nú lokið störfium. Þessi íslenzku tónverk voru kjör- in: Til flutnings á kirkjutónleik- um: Ostinato fyrir orgel eftir Pál ísólfsson og „Orgel'músík“ éftir Jón Þórarinsson. Á kammertónleikiun: „Kad- enzar“ eftir Leif Þórarinsson. Á hljómsveitartónleikum: „Punktar“ eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og forleikurinn „Hekla“ op. 52 eftir Jón Leifs, en það verk verður þar fmmflutt, og þarf til þess að sameina hljóð- færaleikara úr tveim helztu hljómsveitum borgarinnar. Jussi Jalas stjórnar. Norræna tónskáldaráðið og TónSkáldafélag Finnlands standa fyrir þessari hátíð. Spassky sigraði í Moskvu Á NÝAFSTÓÐNU svæðamóti í skák í Moskvu sigraði sovézki stórmeistarinn Boris Spassky með 7 vinningum af 12 mögu- legum. í öðm og 3. sæti vom Bron- stein og Stein, fengu 6% vinn- ing, í 4. sæti var Cholmow með 6 vinninga, í 5.—6. sæti vom Korsnoj og Suttin með 514 vinn ing hvor, og í 7. sæti var Geller með 5 vinninga. Þrír þeir fyrsttöldu, ásamt þeim Smyslov og Tal, komast áfram til keppni í millisvæða- mótinu, sem fram á að fara í Hollandi síðar á þessu ári. Nú er lokið öllum undanrásum og munu alls 22 keppendur keppa um 6 efstu sætin, sem veita rétt til þátttöku í næsta kandddata- móti. Þeir sigurstranglegustu í millisvæðamótinu em álitnir vera Bobby Fisher og Gligoric, auk allra rússnesku þátttakend anna. JARÐSKJÁLFTAR Lissabon, 24. marz (AP) í frétt frá Sao Jorge-eyju í Azoreyjaklasanum segir að þar hafi fundizt 6 jarðskjálfta- kippir á undanförnum tveim- ur sólarhringum. Miklir jarð- skjálftar gengu yfir eyjuna fyrir hálfum mánuði, og eyði- lögðust þá hundruð húsa. — Tilræði Framhald af bls. 1. fjórir japanskir skurðlæknar gerðu að sári hans. Tók aðgerðin nærri hálfa aðra klukkustund, og þurfti að gefa Reisdhauer mik ið blóð. Þremur klukkustundum síðar skýrði frú Haru Reischauer frá því að maður hennar væri á góðum batavegi, og væri þakk- látur þeim mörgu Japönum, sem sent hefðu innilegar kveðjur og bataóskir. Tilræðismaðurinn er aðeins 19 ára. Hann var eitt sinn lagður í geðveikraspítala til lækninga, og hefur lengi þjáðst af svimaköstum og sjóndepru. Þegar fréttist um tilræðið við Reisohauer, boðaði Ikeda, for- sætisráðherra, til ríkisstjórnar- fundar. Sendi hann og Ohira ut- anríkisráðherra síðan Bandaríkja stjórn orðsendingu þar sem þeir harma atburð þennan og láti í Ijós þá von að hann verði ekki til þess að skyggja á þá góðu samibúð, sem ríkt hefur milli landanna. Auk þess var sendi- herra Japans í Washington falið að ganga á fund Johnsons for- seta og Rusks utanríkisráðherra og afihenda þeim orðsendingar Japansstjórnar. Að loknum þeim viðræðum sagði sendiherrann, Ryuji Takeuahi, að Rusk hafi fullvissað hann um að tilræði þetta hefði engin álxrif á sam- búð ríkjanna. Ferðamenn streyma norður í Yfir 100 manna hópur ætlar að sóla sig á Canaríeyjum. Þes sa mynd tók Guðni Þórðarsoa þar í janúar. snjóinn, suður í sólina STÓRIR hópar fólks eru nú að leggja upp í páskaferðirnar. Þeir, sem halda suður í lönd fiá örugglega sól og hita og þeir sem kjósa skíðaferðir norður og vestur ætla lika að fiá óskir sínar uppfylltar, þar eð farið er að snjóa. Þegar er fólk farið að streyma til ísafjarðar með flugvélum, og komust þrjár flug vélar þangað í gær. En í kvöld fer strandferðaskipið Hekla með fullfermi vestur. Einnig streyma skíðamenn til Akuxeyr ar. í kvöld fara 104 íslendingar með danskri leiguflugvél áleiðis til Canaríeyja á vegum ferða- skrifstofunnar Sunnu og verða komnir í hitann á fimmtulags- morgun. En um 40 manna hóp- ur fiór fyrir helgina með Útsýn áleiðis til Madeira. Aðal straumurinn sunnanlands liggur að venju í Öræfasveit- ina. Þangað haldia a.m.k. 16 öræfabílar á fimmtudagsmorg- un með um 365 manns, sem Mbl. er kunnugt um, með Guð mundi Jónassyni og Úlfari Jacobsen, eða í samfloti við þá. Minni hópur, um 50 manns, fer með Ferðafélaginu í Þórsmörk- ina. Og um 100 manna hópur frá Akureyri í Mývatnssveit. Skíðamenn til fsafjarðar og Akureyrar. Ágætur snjór mun vera á fsa firði og Akureyri. En þá byrja erfiðleikarnir á að fljúgía. — Viscount-flugvél Flugfélagsins þurfti að snúa við þaðan í gær morgun, en síðdegis lenti bún og trvær Douglasflugvélar, með skíðafólk. Aúk þriggja Dacota- filugvéla mun Flugfélagið hafa Viscount-flugvélina Gullfaxa í flutningum á ferðafólki um páskana. Einkum er mikil sisókn í flugfar til Akureyrar og ísa- fjarðar. Ferðaskrifstofan Lönd og leið ir hefur skipulagt sérstakar 5 daga ferðir á þessa staði, og fara a.m.k. 60—70 manns á hennar vegum til fsafjarðar. Þá hefur skrifstofan á Akureyri efnt til 5 daga ferðar í Mývatnssveit og munu um 100 manns fara þang- að. 300—400 manns í Öræfin Guðmundur Jónasson fer að venju með stóran hóp í Öræfa- sveitina, um 170 manns í 6—8 bílum, gistir á Kirkjubæjar- klaustri og í samkomuhúsinu og í tjöldum á Hofi. Úlfar Jacob sen fer með fjóra bíla og var í gær búinn að bóka fast 108, en reiknaði með 120 manns. — Hann lætur gista í Öræfum, bæði á Fagurhólsmýri og Hofi og ætlar að koma við í Ingólfs- höfða á leiðinni, en þaðan er mjög skemmtilegt útsýni upp til landsins, allt frá Lómagnúpi til Hornafjarðar. Þá fara Reykhylt ingar að venju í Öræfin á pásk um, koma um 30 manns í bæinn á miðvikudagskvöld til að ná bílalestinni á fimmtudagsmorg- un, en þeir eru í 2 bílum. Auk þess er vitað um tvo 10 manna hópa og einn 20 manna hóp, sem verða í samfloti við hina vönu Öraafabílstjóra. Ferðafélagið fer í Þórsmörk með 50 manns, bæði á fimmtu dagsmorgun og 1 au ga rdagsmorg un. Þaðan var skotfæri fyrir hálfum rrvánuði, þegar farið var inn eftir. Áfiormað hafði verið að reyna að komast að Haga- vatni, en Bláfiellsháls mun vera blautur og ófær. 1 fyrramálið í sólinni og hitanum. Hópurinn sem leggur af stað með ferðaskrifstofunni Sunmu í kvöld suður á bóginn, fer frá Keflavíkurflugvelli kl. 11 með sérstaklega leigðri DC-7C frá Flying -Enterprice, sem tekur 104 farþega. Ef hægt verður að fljúgja beint til Canaríeyja, lend ir flugvélin þar næsta morgun kl. 7—9, en annars verður milli lent í Lissabon. Hópurinn dvei- ur svo á Canaríeyjum í viku, flýgur með viðkomu í Marakes til Mallorca, dvelur þar í 4 daga og kemur um London heim þann 8. apríl. Annar hópur er farinn, um 40 manns með ferðaskrifstofunni Útsýn. Fór hópurinn á laugar- dag og er ætlunin að koma til Lissabon, Parísar, Sevilla og Madeira og vera þar um pásk- ana. Þannig er fólkið nú farið að streyma í snjóinn fyrir norðan, sólina í Suðurlöndum, upp til fjalla og í fjarlægar sveitir. og austur í öræfin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.