Morgunblaðið - 25.03.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1964, Blaðsíða 3
MORCUNBLAÐIÐ MiðvikudagUT 25. mary 19fí4 BLAÐAMAÐUR og ljósmynd- ari Morgunblaðsins komu í gær niður að höfn, þar sem verið var að skipa kalki upp úr Gullfossi. Mikill aldursmunur var á verkamönnunum. Flestir voru nokkuð við aldur, en einnig nokkrir kornungir piltar, sem komnir eru í páskafrí. Við tók um tvo þeirra tali, Sigurð og Þorstein, sem báðir eru 12 ára. „Við byrjuðum á sunnudag- inn“, segir Þorsteinn. „Við vinnum frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin". „Eruð þið ekki þreyttir á kvöldin?" „Nei, nei“, svarar Sigurður". „Það er ágætt að vinna hérna, en stundum verða karlarnir vitlausir og skammast, þegar Hans og Baldur. Ungir og gamlir við höfnina kalkpokunum góðlátlega, en leggur ekki orð í belg. Nú ber að fleiri stráka, sem einnig segjast vera að vinna sér inn þeninga í páska (Ljosm. Mbl.: Sv. .Þ.) fríinu. Allir lýsa þeir yfir á- nægju sinni með vinnuna og harðneita því, að hún sé erfið. Þessir knáu strákar mundi fyrr láta hægri hönd sína en að segjast vera þreyttir á kvöldin, er þeir koma heim eftir 11 stunda vinnudag. Sigurður. Hér getur að líta ölsett úr islenzkum leir. Glit framleiðir nú bollasett og fleira, og verða munir frá fyrirtækinu til sýnis ásamt málverkunum. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Páskasýning á nríál- verkum og keramik UM PÁSKANA verður opin mál verka og skrautmunasýning Jó- hannesar Jóhannessonar, list- málara, í húsakynnum Hús- gagnaverzlunar Reykjavíkur að Brautarholti 2. Sýnir Jóhannes þarna 15 olíumálverk, og nokkra skrautmuni og sikartgripi, svb og kaleik, sem hann hefur gert úr silfri. Jafnframt verður til sýnis keramik frá Glit, þar á meðal nýstárleg kaffi- öl-, og vínsett úr brenndum leir. Málverk Jóihannesar eru mál- uð á undanförnum tveimur ár- um og eru þau flest til sölu, svo og nokkuð af skartgripunum. Um 'kaleiikinn er það að eegja, að hann gerði Jóhannes *>ð beiðni Borgfirðinga sem hyggjast gefa hann Bæjarkirkju. Á meðan sýningin stendur verða öll húsgögn fjarlægð úr verzluninni. Keramiksýning verður haldin jafnframt og er hér um að ræða muni frá Glit svo og nokkuð af skozkri kera- mik frá listaskólanum 1 Edin- borg. Meðal muna frá Glit má nefna kaffisett, ölsett og vínsett, allt mjög frumlegt. Er hvert sett sérstaklega gert, og ef það er keypt fylgir með í kaupunum trygging fyTir því að engum öðrum verði selt samskonar sett. Hinsvegar er hægt að panta muni í settið og auka við það. Sýningin verður opin dagana 26., 28. og 20. marz frá kl. 14-22. í GÆR var vindátt breytileg landinu. Jafndægri var 20. hér á landi. Hæg N-átt og marz og dagurinn lengist nú snjókoma var á N-landi, V-átt um þrjú kortér á viku. Tæpur og eljagangur á Suðurlandi, en mánuður er til sumars. SA-átt og rigning austast á STAKSTEIHAH Skyldur stjórnarandstöðu Lýðræðisfyrirkomulagið og þingræðið leggur skyldur á herð ar þeim stjórnmálamönnum og flokkum, sem ekki styðja ríkis- stjórn og eru í minnihluta. Þessi skylda stjórnarandstöðunnar er að halda uppi heilbrigðri og rök- studdri gagnrýni á stjómarstefn una og einstökum málum stjóm arflokka, ef ástæða þykir til þess af málefnalegum ástæðum. Þá verður að krefjast þess, að stjómarandstaða, sem ákveðið gagnrýnir stefnu ríkisstjómar í einstökum málum, bendi á nýj- ar leiðir og rökstyðji, hvernig þær megi leiða til velfarnaðar eða afstýra vandræðum. f lýðræðisríkjum Evrópu er stjórnarandstaða vegin og dæmd eftir því, hvemig hún gegnir þessu hlutverki. Ef andstaðan lætur tilganginn um að steypa stjóminni helga meðalið og lít- ur ekki til röksemda eða þjóðar hags, þá er hún léttvæg fundin. Skemmdarstarf er þar auðvitað vísasti vegurinn til kosninga- ósigurs og almennrar fyrirlitning ar. Andstaða, andstöðunnar vegna, ef ekki er bent á aðrar leiðir og rökstuddar veilur í málatilbúnaði ríkisstjómar, hef- ur ekki reynzt giftudrjúg bar- áttuaðferð í hinum grónu lýð- ræðisríkjum álfunnar. Málefnasnauð . . . Hér á landi er þessu því miður ekki svo farið. Núverandi stjóm- arandstöðuflokkar hafa með öllu brugðizt þessari skyldu stjóm- arandstöðu. Það er því mið- ur ekki einsdæmi nú, em lengra er gengið en nokkru sinni fyrr. Það er ekki aðeins að stjórnar- andstaðan haldi uppi rakalaus- um staðhæfingum, heldur bregst hún einnig þeirri skyldu sinni að benda á aðrar leiðir, þegar hún kýs að snúast hart gegn málefn- um ríkisstjórnarinnar. Hvar er t. d. stefna stjómarandstöðunnar í efnahagsmálum? Það er von að spurt sé, svo hart sem hún gagn rýnir viðreisnarstefnu stjóm- arinnar. í þessu efni sem mörg- um öðrum hefur stjórnarand- staða Framsóknarflokksins og kommúnista bmgðizt skyldunni gagnvart kjósendum sínum og þjóðfélaginu. Þessi stjómarand- staða þeirra býður aðeins upp á neikvæðan niðurrifsáróður, en málefnin og getuna skortir til baráttu á málefnalegum grund- velli. Það er alvarleg spurning, hvort kjósendum hafi ekki of lengi láðst að veita þessum full- trúum sínum aðhald. . . . og skemmdarverk Hið dapurlegasta er þó ekki skortur málefna af hálfu stjóm- arandstöðunnar. Bein skemmdar verk, sem Framsóknarflokkur- inn ásamt kommúnista hafa haft í frammi viljandi, og vonandi stundum af vangát, eru svartur blettur á þingræðinu og hlut- verki stjórnarandstöðunnar. Þessir flokkar hafa vísvitandi stefnt að því að veikja efna- hagskerfið með pólitískri kjara- baráttu. Þessir flokkar hafa einnig reynt að vinna málstað íslands tjón með málflutningi sínum í landhelgismálinu og utanríkismálum. Hið íslenzka lýðræði þróast hægt, en örugglega. Það mun koma að því, að Hokkar þessir geta ekki treyst blint á stuðn- ing núverandi fylgismanna sinna. Að þeir munu uppskera hin einu verðugu launin fyrir neikvæða og stundum óþjóðholla baráttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.