Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 10
IP M0RGUN8LAÐIÐ i Fimmtudagur 23. apríl 1984 TJÖRNIN er fegurðarblettur inn á andliti Reykjavikur. Þeg ar sólin skín er umhverfi hennar athvarf ungra sem ald inna. Fyrir sunnan Fríkirkj- una leiðast elskendur um straeti og hjörtun slá í takt við kirkjuklukkurnar. Tjörn- in væri þó aðeins. svipur hjá sjón, ef endurnar væru þar ekki, spókandi sig á spegil- sléttum vatnsfletinum. Þær kunna að njóta sólarinnar engu síður en mannfólkið. Við og við gjóa þær augunum for- vitnislega á virðulega góð- bórgara, eða ef til vill á litia hnokka sem eru þar á hornsíla veiðum í von um, að til þeirra verði kastað nokkrum brauð- molum. En litlir hnokkar hugsa ekki um endur, þegar hornsíli eru annars vegar. Þeir stóðu þarna í sólskin- inu, nokkrir ungir fiskimenn — með netausur og krukkur. Það voru veiðarfærin. væru fólki. Líklega skólanem endur, hugsuðum við, og sú var líka raunin. Þetta voru nemendur úr 3. bekk Mennta- skólans, piltar og stúlkur. Þau höfðu fengið frí úr kennslu- stund til þess að njóta sólar- innar, sem miskunnarlaust hefur skinið inn um glugga kennslustofanna undanfarna daga. Við hittum að máli þrjár fallegar stúlkur, Björgu Árnadóttur, Guðrúnu Svein- björnsdóttur og Bertu Braga- dóttur og spurðum, hvort þær væru að rannsaka dýralífið í Tj örninni. — Nei, við erum bara í smá fríi núna, sagði Björg. — Hvenær byrja prófin? — Eftir fyrstu vikuna í maí, var svarið og með því fylgdi sú athugasemd, að þær hlökkuðu ekkert til. — Hvernig ætiið þið að verja sumrinu? Magnús Guðmundsson, með gæðingana sína, Rauð og Blesa. — Hvernig gengur veiðin? spyrjum við. — Sjáðu. segir Gunnar Birgisson, 7 ára fjörkálfur, og heldur hátt á loft umfangs- mikilli krukku, svona eru þeir orðnir margir. Augun ljóma af ákafa og hrifningu og var kannski ekki að kynja, því að í krukkunni var álitlegur fjöldi silfur- tærra smáfiska. Guðni Páll, 5 ára, hafði nú fengið nokkur síli í netausuna sína og setti aflann í krukk- una. — Ætlið þið að gefa mömmu þetta í kvöidmatinn? spyrjum við. — Ne-i, segir Sigurður Sverrisson, 5 ára hnokki í svartri lopapeysu. Við ætlum bara að sleppa þeim. Svo saug hann upp í nef- ið, setti ausuna enn á ný und ir vatnsyfirborðið og horfði rannsakandi augum á vatnið, þessi litli aflakóngur fram- tíðarinnar. Á steinbekk fyrri framan Iðnó sat hópur af ungu, glað- — Ég ætla á skóla í Eng- landi, sagði Guðrún, og ætla að læra ensku. — Og ég ætla til Danmerk- ur á íþróttaskóla, sagði Berta. Guðrún var öidungis óráð- in. V & V Á tröppum Iðnskólahússins gamla sat ung stúlka í svört- um kufli. Úr fjarska benti sýsl hennar til þess, að hún væri listmálari, enda kom það í ljós. Hún var að festa stemn- inguna við Tjörnina á blaðið sitt með tússi. Við hlið henn- ar sátu tvær litlar telpur og horfðu á með forvitniglampa í augunum. Okkur þótti stúlk an útlendingsleg, en árædd- um þó að brjóta upp á" um- ræðuefni á íslenzku. Hún reyndist vera þýzk og skildi „pínulítið" í íslenzku. Barbara Wendel sagðist hún heita, ættuð frá Hamborg. — Hefurðu verið lengi á ís landi, Barbara? — Ég hef verið hér í tæpt ár, sagði hún og bætti svo „Hún brosl feimnislega til hans, en svo heyrðist „klikk“ Þá leit hún undan . . .“. Tjörnina. í litla hólmanum ber ástarlíf svanahjónanna fyrir augu. Við og við reka gæsirnar upp rokur, en end- urnar skríða um vatnið með heimspekilegri ró. — Fá ekki börnin stundum að gefa bra-bra? — Jú, einu sinni / hverjum degi, og það finnst þeim á- kaflega skemmtilegt. Mörg koma með brauð með sér í þeim tilgangi og þegar það er þrotið vilja þau gefa bra-bra af eigin brauði. — Eruð þið margar fóstr- urnar til þess að líta eítir börnunum? — Við erum tvær lærðar fóstrur, og svo eru nokkrar að stoðarstúlkur. — Þið gerið reyndar meira en að líta eftir börnunum, er það ekki? — Jú, við förum með þau i gönguferðir um Hljómskála- garðinn. Stundum söfnumst við saman inni. Þá eru sagðar sögur, sungið, farlð í leiki og föndrað, — gerðar myndir í leir, teiknað, stúlkurnar búa til perlufestar, já, og sitthvað fleira er til gamans gert. Og í dag, Sumardaginn fyrsta, munu börn úr Tjarnar borg og fleiri Borgum koma fram á skemmtun í Háskóla- bíói. Nemendur úr Fóstru- skólanum hafa leiðbeint börn unum, og skemmtunin er hald in til ágóða fyrir Sumargjöf. Þegar hliðið lokaðist að baki okkar, heyrðum við, að Elín kallaði til barnanna: —r— Jæja, krakkar mínir, nú skulum við fara að æfa leik- ritið . . . ^ 4k V Eflaust hefur einhverri stúlknanna, sem unnu að fisk verkun í Sænska frystihúsinu i fyrradag verið hugsað til sól skinsins fyrir utan gluggana, en hafi örlað á slíkri hugsun hjá einhverri þeirra var a.m.k. ekki svo að sjá, þegar við lit- um þangað inn. Það var unn- ið af kappi, enda mátti fisk- urinn ekki vera að þvi að biða. Á upphækkuðum palli við undarlega maskínu í einu horni salarins S'tóð röskleg stúlka, Guðrún Biering. Hún goggaði í fiskinn með þar til gerðum krók, þegar hann kom á færiböndunum upp í fisk- verkunarsalinn á 2. hæð. Þeg ar þangað var komið, féll fisk urinn úr stóru opi ofan í trog. við: Ég mála fyrir Gisla B. Björnsson. — Hefurðu ferðast víða um landið? — Ég hef verið fyrir norð- an og vestan — og á Vatná- jökli. Ég ætlaði reyndar á Eyjafjallajökul, en komst ekki vegna ófærðar. — Hvar finnst þér fallegast á íslandi? — Á Norðurlandi, svaraði hún, án þess að hugsa sig um. litlu, sem var að sópa stétt- ina með gríðarstórum sópi. Hún brosti feimnislega til hans, en svo heyrðist „klikk“. Þá leit hún undan. Meðan Sveinn ljósmyndari lék sér við börnin, spurðum við forstöðukonuna, Elínu Torfadóttur, hvernig henni líkaði að vera innan um ung- viðið. — Ég gæti hreint ekki hugs að mér annað starf, svaraði Viðtö! oq hugleiðíngar um sumarið eftir Andrés Indriðason — Hvenær hyggurðu til heimferðar? — í næsta mánuði, en ég stend aðeins stutt við þar, því að síðan liggur leiðin til Spán- ar. — Hvernig hefur þér líkað lífið á íslandi? — Ef ég kynni ekki við mig hér, væri ég hér ekki! & 5W f Tjarnarborg var líf og fjör. Þar er alltaf líf og fjör. Hér er ævintýraheimur barn- anna: rólur — sölt — príligrindur — sandkassar og yfirleitt allt, sem hugur þeirra girnist. Þótt mamma og pabbi væru hvergi nærri, var ekki annað áð sjá en að þau yndu vel sínum hag. — Taktu mynd af mér, manni, heyrðist úr öllum átt- um, þegar börnin sáu mynda- vél ljósmyndarans. Hann hefði líka ekki getað kosið sér betri fyrirsætu en hana Gyðu hún, enda hef ég verið við þetta í 15 ár. Að vísu fylgir þessu mikill erill og geysi- mikil ábyrgð, en það yngir mann bara upp að vera með börnunum. — Hvað eru mörg börn hér í gæzlu? — Fyrir hádegi eru 78 börn, en eftir hádegi eru þau 46. Við skiptum þeim eftir aldri og höfum þau yngri fyrir hádegi, en hin eldri eftir hádegi. Okkur verður litið út á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.