Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 16
16
MORGUNB LAÐI&
Fimmtudagur 23. apríl 1964
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið
NORÐURLÖND
LEYSA VANDANN
ð undanförnu hafa borizt'®-
fregnir af því, hvernig
deilur um kjaramál eru leyst-
ar í Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku, en það er sammerkt
með aðgerðum allra þessara
þjóða að reynt er að spyrna
fótum við verðbólguþróun og
stilla kaupkröfum og launa-
hækkunum í hóf, enda- gera
menn sér grein fyrir því, að
kauphækkanir umfram fram-
leiðsluaukningu eru engum
til góðs.
Áður hefur verið vikið að
lausn launamálanna í Sví-
þjóð og Danmörku, en nú hef-
ur frétzt af Norðmenn hafi
ákveðið, að gerðardómur
skuli skera úr um ágreinings-
efni launþega og vinnuveit-
enda, en vinnuveitendur hafa
boðið 2% kauphækkanir, en
launþegar fara fram á 5%
heildarhækkanir. Þarna er
svo mikið talið bera á milli,
að ógerlegt sé að brúa bilið
með frjálsum samningum og
þess vegna verði að ákveða
gerðardómsleiðina.
Á sl. ári urðu hér á landi
almennar kauphækkanir um
30—40%. Fyrirfram vissu all-
ir, að slíkar hækkanir hlutu
að leiða til almennra verð-
hækkanna og erfiðleika út-
flutningsframleiðslunnar, en
samt voru þessar kauphækk-
anir knúðar fram. Slíka þró-
un forðast frændþjóðir okkar
á Norðurlöndum eins og raun
ber vitni.
Aðgerðirnar í Noregi sýna,
hve fráleitar stórfelldar kaup
hækkanir eru. Þar er talið
vonlaust að brúa bil sem nem-
ur 3%, án þess að fá málið
gerðardómi til úrlausnar, en
hér hafa menn tíðum gert
kaupkröfur, sem numið hafa
tugum prósenta. Það er sann-
arlega tímabært, að við ís-
lendingar tökum ókkur
frændþjóðirnar til fyrirmynd
ar í þessum efnum, enda hafa
þær frá styrjaldarlokum sótt
hraðar fram í kjaramálum en
við íslendingar, einmitt vegna
þess, að skynsamlega hefur
verið á málum haldið.
Auðvitað er æskilegast að
ná frjálsum samningum milli
launþega og vinnuveitenda,
en ef það tekst ekki, þá er
það áreiðanlega bezt fyrir
alla aðila, að ríkisvaldið láti
málið til sín taka, eins og raun
hefur hú orðið á í Noregi.
STEFÁN ÍSLANDI
IT'áir menn hafa aukið hróð-
* ur íslands meir en Stefán
íslandi, enda hefur hin und-
urfagra rödd hans snortið við-
kvæma strengi meðal þús-
unda manna innanlands og
utan um áratugi.
Stefán íslandi hefur nú
ákveðið að láta af störfum
við Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn, enda þótt
dönsku blöðin segi að hann
hafi að undanförnu enn sung-
ið svo vel, að fáir yngri menn
mundu jafnast á við hann.
En Stefán segist vilja hætta
meðan allt leikur í lyndi, því
að annars væri hætta á bitur-
leik og vonbrigðum.
Rödd Stefáns íslandi hefur
nú hljómað á sviði Konung-
lega leikhússins í 26 ár, en
þar hættir nú þessi mesti
söngvari íslands að starfa.
Morgunblaðið veit, að það
mælir fyrir munn íslendinga
allra, þegar það sendir Stef-
áni íslandi kveðjur og þakk-
ir og óskar þess að gæfan
fylgi honum.
ALA Á KRÖFU-
GERÐ
í ritstjórnargrein Tímans í
* gær er verið að ala á
kröfugerð. Þar stendur m.a.:
„Enginn getur láð verkafólki,
þótt það beri fram kröfur um
kjarabætur eins og ástatt er.“
Ritstjórn Tímans er jafn
kunnugt um það eins og öðr-
um, að launþegasamtökin
höfnuðu því í desembermán-
uði, að verkamenn fengju
hlutfallslega meiri hækkanir
en aðrir. Hin kommúníska
forysta í launþegasamtökun-
um lýsti því yfir, að hún vildi
ekki raska launahlutfallinu.
Þess vegna er ekki spurning
um það að hækka laun verka-
fólks, vegna þess að það er
yfirlýst stefna launþegasam-
takanna, að allir aðrir mundu
þá hækka um leið.
Landsmenn allir vita nú
orðið, að almennar kaup-
hækkanir færa þeim ekki
kjarabætur, heldur stofna
þær einungis til aukinna erf-
iðleika og draga úr framför-
um og því jafnvægi í efna-
hagslífinu, sem tryggir bezt
kjör í bráð og lengd.
En Framsóknarforkólfarnir
geta ekki stillt sig um það að
reyna að efna til nýrra
deilna. Þeir leggja flokks-
pólitískan mælikvarða á öll
mál, og þeir halda að þeir
geti hagnazt á því pólitískt
að efna til nýrrar verðbólgu-
þróunar. Þeir hvetja þess
vegna kommúnista sem mest
írena og Carlos Hugo
ganga í hjónaband í Róm
<»»'** *r>>
Sýningarstúlkur Balmains
klæddust fjölda brúðar-
kjóla fyrir frenu ogr hún
vaidi þann, sem myndin
sýnir.
um leið og trúlofunin var
opinberuð, en ekki hefði verið
tilkynnt um hann fyrr vegna
ferðar hollenzku konungsfjöl-
skyldunnar til Mexíkó. írena
fór ekki til Mexíkó með fjöl-
skyldu sinni, en hélt í stað
þess til Parísar til fundar við
unnusta sinn.
Talsmaður Júlíönu drottn-
ingar lýsti því hins vegar yfir,
að henni og manni hennar,
Bernhard prins, hefði verið
tilkynnt um brúðkaupið sím-
leiðis sama dag og opinbera
tilkynningin um það var gefin
út, en ekkert ráðgazt við þau
um málið. Hefur þessi yfirlýs-
ing vakið mikla reiði í Hol-
landi.
írena og unnusti hennar
dveljast nú í Frakklandi og
er nú verið að sauma brúðar-
kjól hennar hjá fræga tízku-
konunginum Balmain.
TILKYNNT hefur verið, að
írena Hollandsprinsessa og
Caríos Hugo prins af Bourbon-
[ Parma verði gefin saman í
hjónaband í Róm miðvikudag-
inn 29. april nk. Það voru for-
' eldrar Carlosar Hugos, Xavier
prins og Magdaleine prinsessa,
> sem skýrðu frá því hvar og
hvenær brúðkaupið yrði hald-
ið. —
Einkaritari Júlíönu Hol-
; landsdrottningar tilkynnti,
skömmu eftir að fregnin um
brúðkaupsdaginn var birt, að
' hollenzka konungsfjölskyldan
myndi ekki koma til brúð-
> kaupsins.
í tilkynningu Xaviers prins,
sem talsmaður hans las fyrir
fréttamönnum, er látið að því
liggja, að grunnt sé á því góða
, milli fjölskyldna hinna ungu
brúðhjóna. Þar segir m. a.:
| „Okkur þykir leitt, að ýmis
stjórnmálaöfl gerðu sitt ítr-
asta til þess að koma í veg
' fyrir trúlofunina, en sem bet-
ur fer tókst það ekki. Hins veg
' ar tókst að varpa skugga á
tengsl fjölskyldna brúðhjón-
anna“.
Sem kunnugt er vakti trú-
lofun Irenu og Carlosar Hugos
mikinn úlfaþyt í Hollandi og
Irena varð af afsala sér rétt-
indum til rikiserfða vegna
þess að þing landsins var ekki
ánægt með mannsefnið. Stjórn
Hollands óttaðist að írena
myndi taka virkan þátt í bar-
áttu unnusta síns fyrir kon-
ungdómi á Spáni og hollenzka
konungsfjölskyldan þannig
verða bendluð við það mál.
Sem kunnugt er hefur Franco
einræðisherra Spánar lýst því
yfir, að hann hyggist endur-
reisa konungdóm í landinu og
til skamms tíma hefur Don
Juan Carlos, sonarsonur Al-
fonsos Spánarkonungs, verið
talinn sjálfsagður ríkisarfi, en
fjölskylda Carlos Hugos telur
sig hafa jafn mikið tilkall til
krúnunnar.
Þegar tilkynnt var um brúð
kaup írenu og Carlosar Hugos,
var sagt, að hann hefði verið
ákveðinn í samráði við hol-
lenzku konungsfjölskylduna
írena og Carlos Hugo.
„Borgaranefnd Repúblík-
ana“ skorar á U.S.A.
aá reyna að auka einingu innan NATO
Washington 21. apríl (NTB)
HÓPUR stjórnmálamanna
úr Repúblíkanaflokki Banda-
ríkjanna undir stjóm Miltons
Eisenhowers, hróftur fyrrv.
Ba>ndaríkjaforseta, hefur
sent frá sér skýrslu þar sem
þess er krafizt, að Bandaríkja
þeir mega til þess að leggja
enn til atlögu. En hinn al-
menni flokksmaður í Fram-
sóknarflokknum tekur eftir
þessari iðju blaðsins og ekki
er víst, að forysta Framsókn-
arflokksins eigi eftir að hagn-
ast á henni u» það er lýkur.
Annars er það athyglisvert,
að Framsóknarflokkurinn, h@f
ur engin úrræði til lausnar
neinum vanda. Hann er á
móti öllum góðum málum.
menn grípi þegar í stað til
aðgerða til þess að efla ein-
inguna innan Atlantshafs-
bandalagsins (NATO). Með-
al þeirra, sem sömdu skýrsl-
una eru hershöfðingjarnir
Lauris Norstad og Alfred Gru
enther, sem báðir eru fyrr-
Hann segir stjórnarstefnuna
ranga, en getur þó ekki bent
á neinar breytingar til úrbóta
aðra en þá að lækka vexti og
auka útlán. Vita þó allir, hvað
slíkt muncli þýða, þegar vinnu
aflsskortur er og meira fram-
kvæmt en menn með góðu
móti komast yfir. Slík ráð-
stöfun hlyti að leiða til óða-
verðbólgu, en það virðist vera
það, sem fyrir Framsóknar-
forystunni vakir.
verandi yfirmenn Atlantshaf.
bandalagsins.
Þeir, sem létu gera skýrsluna,
nefna sig „Borgaranefnd Repú-
blíkanaflokksins, sem rannsakae
mikilvæg mál.“ Sem áður segir
er þess krafizt í skýrslunni, að
Bandaríkin reyni að auka ein.
inguna innan Atlantshafsbanda-
lagsins,, og þar segir, að ágrein-
ingurinn, sem nú ríki innan
bandalagsins, grafi undan samtölc
um er eigi að standa vörð um
öryggi hins frjálsa heims. I
skýrslunni segir, að Bandaríkin
verði framvegis að bera stærstu
efnahagslegu byrðarnar innan
bandalagsins, en þrátt fyrir það
finnist bandamönnum þeirra
ekki nægilegt að fá fréttir af á.
kvörðunum, sem þeir ráði engu
um. Þeir geti með réttu krafizt
þess að fá að vera með i ráð.
um.
í skýrslunni er varað við afleið
ingum af því að eitt land inna«
bandalagsins leiti sérsitakra samn
inga og ívilnana af hálfu So>vét«
ríkjanna og bent á að slíkt
myndi sennilega verða ti'l þes*
að bandalagið leystist upp. Seg-
ir, að Bandaríkin geti dregið úe
þessari haettu með fordæmi »ínu,
þ.e.a.s. með því að sýna vissa
tregðu í samski»U''U við Sovófc.
ríkin.