Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 23. apríl 1954 MORGUNBLAÐIÐ 25 laun og þess utan 10% af á- góða af sölu myndarinnar. — Kvikmyndatakan hafi hafizt í London 28. september 1960, en vegna alvarlegra veikinda leik konunnar hafi nokkru síðar orðið að fresta henni, til 25. september 1961, er aftur var hafizt handa, í Róm. Síðan hafi starfi leikkonunnar fyrir félagið verið lokið 28. júní 1962 og þá hafi hún verið bú- in að fá 2 milljónir dollara fyrir vikið. Kvikmyndafélagið telur, að Elisabeth Taylor hafi rofið gerða samninga með ýmsu móti, m.a. með því að fylgja ekki skynsamlegum og eðli- legum reglum félagsins, með því að koma of seint til starfa, eða koma ekki til starfa á um- sömdum tímum; með því að leggja ekki tilskilda alúð við hlutverk sitt; með því að stunda líferni, er gert hafi hana óhæfa til starfa og myndatöku; með því að koma öðrum til að rjúfa skuldbind- ingar sínar við félagið og með því að gera sjálfa sig hlægi- lega í augum almennings, brjóta í bága við almennt sið- gæði og rýra þannig með framkomu sinni sölgildi mynd — arinnar. I Félagið telur sig hafa beðið ■ gífurlegt tjón af framferði I leikkonunnar. Segir í stefn- ■ unni, að tjónið sé ekki unnt að meta til fulls nú, en það sé áætlað ekki minna en 20 millj. dollara. í öðrum lið stefnúnnar er þess krafizt, að Burton, sem íengið hafi 500.000 dollara að bótakröfur 50 milljónir dollara 20 th. Century Fox höfðar mdl gegn Elizabeth og Richard Burton New York, 22. apríl. — AP — Kvikmyndafélagið 20th Century Fox, hefur höfðað mál gegn Elisabeth Taylor og Kichard Burton vegna meintra brota þeirra á samningum við félagið vegna töku kvikmyndar- innar „KIeopatra“. Krefst fyrirtækið 50 milljón doll- ara bóta af þeirra hendi og staðhæfir m.a., að þau hafi rýrt sölugildi kvikmyndar- innar með framkomu sinni og hegðun, bæði meðan á töku kvikmyndarinnar stóð og eftir það. f stefnu félagsins segir m.a., að orðið hafi að taka kvik- myndina á Ítalíu og í Egypta- landi, sökum þess, að Elisa- beth Taylor hafi ekki fallizt á að taka að sér hlutverkið, yrði myndin tekin í Banda- ríkjunum. Þá segir, að sam- kvæmt samningi, sem gerður hafi verið við Elisabeth Tayl- or 14. október 1959, hafi henni verið tryggð 750.000 dollara launum fyrir leik sinn í mynd inni, greiði félaginu 5 milljón- ir dollara í bætur fyrir ýmis konar brot á samningum. Þriðji liðurinn kveður á um 25 milljón dollara bótakröfu til viðbótar af þeim báðum, Elisabeth og Richard. Er aðal- efni ákærunnar, að þau hafi með framferði sínu skaðað sölugildi kvikmyndarinnar mjög og auk þess hafi þau ekki lagt sig fram í hlutverk- um sínum sem skyldi og sem hefði mátt krefjast af þeim, svo ágætum og einstaklega hæfileikamiklum listamönn- um, er þau hefðu verið talin — og hefði verið ástæðan til að eftir þeim var falazt í hlut- verkin. — Heimssýningin Framh. af bls. 1 kynsins. Því það er ekki aðeins hugsanlegt að friður ríki, heldur virðumst við færast stöðugt nær friði“. Johnson minntist á heimssýn- inguna 1939 og sagði, að rættust vonir mannkyns, myndu gestir á næstu heimssýningu í Banda- ríkjunum sjá merki um enn meiri og stórkostlegri framfarir en orð ið hefðu frá 1939 til þessa dags. Hann sagði, að þeir gestir myndu jafnframt sjá í Bandaríkjunum Iþjóð, þar sem enginn væri fá- tækur, engin afskiptur vegna hör undslitar eða trúarbragða, — þjóð sem yrði önnum kafin við að leysa hin erfiðustu vandamál, sem sköpuðust fyrir sívaxandi fólksfjölgun. ★ : Sem fyrr segir, kom til nokk- urra óeiröa áður en athöfnin hófst og um það bil er hún stóð yfir. Leiðtogar blökkumanna höfðu tilkynnt, að þeir myndu reyna að hefta umferð til sýning- arsvæðisins. Sú fyrirætlun fór út um þúfur og var umferð yfirleitt með eðlilegum hætti. Þó dró til tíðinda á nokkrum stöðum. Fá- einir blökkumenn höfðu stöðvað neðanjarðarlest með því að taka í neyðarhemla og á öðrum stað hafði hópur manna tekið sér sæti á járnibrautarteinum. >á söfnuð- ust saman margir blökkumenn, og nokkrir hvítir, þar sem þyrla forsetans lenti og hrópuðu: „Við vilium frelsi nú“, meðan forsetinn steig út. Tugir manna voru handteknir á þessum stöð- um öllurn og kom sums staðar til blóðugra átaka milli þeirra og lÖgreglu. Þrjú þúsund manna lögreglu- liði hefur verið komið á fót til þess eins að fjalla um hugsan- legar óeirðir meðan á sýningunni stendur. Eru margskonar varúðar ráðstafanir við hafðar. Aðalleiðtogi blökkumanna í þessum aðgerðum heitir Isia'h Erunson og er 22 ára að aldri. Hann hefur tilkynnt, að mark- miðið sé að fá sýningunni lokað, enda sé hún „tákn um hræsni Bandaríkjanna“. Hinsvegar hef- ur harnn einnig lýst því yfir að þeir, sem að aðgerðunum standi muni ekki beita valdi nema í sjálfsvörn. Kallaði Brunson fólk sitt til fundar í kirkju einni á Manhattan í dag, dreifði þar regl um, sem því ber að fylgja og varaði blökkumenn við að bera á sér odd/hvassa hluti eða beitta. Ngo Dinh Con dæmdur til duuðu ★ Ngo Dinh Can, yngri bróðir Ngo Dinh Diems, fyrr- um forseta S-Vietnam, var í dag dæmdur til dauða í Sai- gon fyrir morð, misnotkun valds og margskonar afbrot. framin í valdatíð bróður hans. Ngo Dinh Can er 58 ára að aldri. Hann var handtekinn skömimu eftir að bróður hans var steypt af stóli. Hann reyndi að leita hælis í banidarísku ræðis- maninsskrifstofumni í Hue, þar sem aðsetur hans var, en var synjað hælis. Á valdatíma Diems hafði Can öll yfirráð í miðhlúta landsins. Réttarhöldin yfir Can hafa staðið í sex daga. Eftir að dómur var kveðinn upp var tilkynnt, að hann gæti reynt að senda náðun- arbeiðni til stjórnarinnar innan sólarhrings. Verði henni synjað verður hann hálshöggvinn eftir fimm daga. Bretar og skiptast á njósnurum London, 22. apríl. — AP — NTB — í nótt skiptust Bretar og Rússar á njósnurunum Greville Wynne og Gordon Lonsdalé á landamærum V- Berlínar og A-Þýzkalands. í opinberum tilkynningum stjórnanna segir, að skiptin hafi verið ákveðin af mann- úðarástæðum, þar sem Gre- ville Wynne hafi verið sjúkur maður. Hann var dæmdur í fyrra til átta ára fangavistar af sovézkum dómstóli — en hann hafði verið handtekinn í Ungverjalandi, þar sem hann var í verzlunarerindum. Lons dale var hinsvegar dæmdur í London árið 1961 — til 25 ára fangavistar fyrir að hafa stað- ið fyrir víðtækri njósnastarf- semi í brezka flotamálaráðu- neytinu. Skiptin á mönnunum fóru fram kl. 4.35 í morgun, að ís- lenzkum tíma, við varðstöðina í Heeresstrasse á brezka hernáms- svæðinu. Voru viðhafðar hinar ströngustu öryggisráðstafanir, en skiptin gengu fljótt fyrir sig. Að svo búnu var Wynne fluttur rak- leiðis um borð í brezka herflug- vél og áfram til London. Eigin- kona Wynnes, sem fékk að heim- sækja mann sinn í fangelsið í Moskvu, ekki alls fyrir löngu, beið hans fyrir utan hús þeirra í Chelsea, ásamt 12 ára syni þeirra. Wynne sagði við blaðamenn, að sér hefði komið mjög á óvart, er hann var látinn laus. Að vísu hefði hann síðdegis í gær fengið einhverjar vísbendingar um að- eitthvað væri á seyði — hefði verið gefið í skyn, að hagur hans kynnu að vænkast fyrr en varði. Wynne kvaðst hafa fengið sömu meðhöndlun í fangelsina og sov- ézkir fangar og hafði hann átt erfitt með að sætta sig við fæðið þar. 1 400 dra | 1 afmælis ' Shakespeares 1 minnzt 4 í DAG eru liðin 400 ir frá i / fæðingu Shakespears og verð-i J ur þess minnst um allann hinn/ j siðmenntaða heim á margvís-1 4 legan hátt. 1 í Þjóðleikhúsið gengst fyrir 4 Í'sýningu á ýmsum sjaldgaef-i um og ir. rkum útgáfum af ’ verkum skáldsins. Ennfrem-< ur verður á sýningunni irékilli i fjöldi af ljósmyndum úr ýms-í J um leikritum höfundarins og , |úr kvikmyndunr^ sem gerðari 4 hafa verið eftir þeim. Þarnal i verða einnig myndir úr þeimt / leikritum Shakespeares, sem t j sýnd hafa verið hér á landi. J 1 Sýningin verður í Kristatssall 4 Þjóðleikhússins og verður í /opnuð ki. 7.15 e. h. 4 ] XJm kvöldið verður svo sýn-7 \ing á Hamlet í Þjóðleikhúsinu 1 iog er það 35 sýningin á leik-1 4 um . L Rómeó og Júlía A UNDAN syningu a Rómeo og Júlíu í kvöld í Iðnó, flytur Helga Bachmann leikkona á.varp, en í dag eru liðin 400 ár frá því William Shake- speare fæddist. Þar segir meðai annars: „Þessa töfra- manns minnist í dag öll ver- öldin með aðdáun og þökk. — Félag vort hyllir hann með þessari sýningu eins af skáld- verkum hans, og það er ósk " i»« i'i in<«S þess, að einnig á vorum veg- um, megi þetta fagra verk lofa sinn meistara, og laða til kynna við hinn skyggna leið- sögumann um furðuheima sögu og ævintýrs, og um myrkviðu mannlegs hjarta". Á myndinni eru fóstran og Júlta, sem þær Anna Guð- mundsdóttir og Kristín Antu Þórarinsdóttir Ieika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.