Morgunblaðið - 09.05.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. maT 1964
MORCUNBLAÐIÐ
3
■■■■■■ 11
AKURiEYRI, 8. maí — Lei'k-
félag Alkureyrar frumsýndi í
kvöld sjónleikinn Galdra-Loft
eftir Jóhann Sigurjónsson.
Húsfyllir varð og viðtökur
leikihúsgesta frábærar, enda
var hér um óvenju glæsilega
og heilsteypta leiksýningu að
ræða.
Leikstjúri var Ragnlhildur
Steingrímsdóttir, sem jafn-
framt lék Steinunni, en
Gunnar Eyjólfsson fór með
titilbhitverikið með miklum
glæsibrag. Hlutvenk Ólafs lék
Marinó Þorsteinsson og Dísu
Þórey Aðalsteinsdóótir. Aðrir
helztu leikarar voru Anna
Björnsdóttir, Guðmundur
Gunnarsson, Guðmundur
Magnússon og Kristján Krist-
jánsson.
í lei'ksloik voru leikararnir
er lánaður þaðan til leikfélags
utan Reykjavíkur. Einnig
þakkaði formaður leikstjóra
og aðalleikara nokkrum orð-
um. Þjóðleikhússtjóri var
kallaður upp á sviðið, honum
afhentur fagur blómvöndur
og hann hylltur ákaft. Hann
flutti síðan stutta ræðu og lét
í ljós ósk um að þetta væri
upphaf góðs samstarfs Þjóð-
leifchússins og L. A. í barátt-
unni fyrir varðveizlu þjóð-
legrar leifcmenningar og ræfct
við íslenzkar leikbókmenntir.
Loks mælti Gunnar Eyjólfs
son nokkur þaikkarorð og
kvað samstarfið við Akur-
eyrska leikara hafa verið einik
ar ánægjulegt.. Einnig þafck-
aði hann þjóðleifchússtjóra fyr
ir að hafa leyft sér að koma
norður og leilka hið hjart-
fólgnasta hlutverk sitt, Galdra
sízt Ragnhildur Steingríms-
dóttir og Gunnar Eyjólfsson.
Þá gekk fram formaður Leik-
félags Akureyrar, Jóhann Ög-
mundsson, ávarpaði þjóðleik-
hússtjóra, Guðlaug Rósin-
krans, sem boðið hafi verið á
sýninguna .fyrir þá velvild
hans að lána einn helzta leik-
ara Þjóðleifchússins hingað
norður, en þetta er í fyrsta
sinn, sem fastráðinn leifcari
Bróðir Ngo Dinh
Diems tekinn af lifi
Beiðni um 2 íslenzka
flugmenn til Libanon
Saigon, 8. maí (AP-NTB)
BYLTINGARDÓMSTÓLLINN
i Saigon tilkynnti í dag að Ngo
Dinh Can, bróðir Ngo Dinh
Diems fyrrum forseta Suður
Vietnam, verði tekinn af lífi
klukkan níu á laugardagsmorgun
(ísl. timi). Verður Can skotinn í
fangelsisgarðinum í Saigon. Áð-
ur hafði verið tilkynnt að hann
yrði hálsliöggvinn.
Hefur sendiherra Bandaríkj-
anna í Saigon, Henry Cabot
Lodge, árangurslaust reynt að fá
yfirvöld landsins til að þyrma
lífi Cans.
Ngo Dinh Can er 53 ára. Var
hann dæmdur til dauða fyfir
fjöldamorð. spillingu, féflettingu
,------------------------1
; SVFÍ ræður
sérfræðing í
siysavörnum á
landi
STJÓRN Slysavarnarfélags ,
’ íslands hefur ákveðið, að
rá<ða í þjónustu félagsins
' n .mn með sérþekkingu i'
i siysavörnum í umfcrð og öðr- ;
' um slysavörnum á landi.
Að því er Gunnar Friðriks-
; son, forseti SVFÍ, skýrði
blaðinu frá í gær, hefur þessi
maður enn ekki verið ráðinn,
• en það verði væntanlega gert
nú í sumar. Er í ráði að senda
1 imnninn utan tii að kynna sér <
þessi mál hjá nágrannaþjóð-
um okkar. ,
og misbeitinga valds síns meðan
Diem var forseti. Gan áfrýjaði
dómnum, en beiðni hans var
synjað fyrr í þessari viku þrátt
fyrir áskoranir víða að.
Henry Cabot Lodge skýrði frá
því að honum hafi verið tilkynnt
að beiðni hans um að breyta
dauðadómnum væri í athugun.
En forsætisráðherrann, Nguyen
Khanh hershöfðingi, sagði við
fréttamenn að öllum þeim, sem
þjáðust undir stjórn Ngo-bræðr-
anna, hafi verið boðið að horfa
á aftökuna.
Aðstoðarmaður Cans, Phan
Quang Dong, hefur einnig verið
dæmdur til dauða, og verður
tekinii af lífi um hádegið á morg
un.
Leikfélagið sýnii
Mutfer Courage
LEIKFÉLAG Reykjavíkur hef
ur fengið kvikmyndina Mutter
Courage, sem gerð er um hið
fræga leikrit Bertolds Brechts.
Er þetta upptaka á upprunalegri
leiksýningu hans sjálfs á sviði.
í aðalhlusverkinu er ekkja höf-
undarins Heien Weigel. Þetta er
eitt af höfuðverkum Bertolds
Brechts, og leikflokkur hans,
Berliner Ensemble, m.a. sýnt það
í aiiþjóðaleikhúsinu f París við
gífurlega góðar undirtektir.
Leikfélagið ætlar nú að sýna
myndina í Stjörnubíói í dag kl.
1.30 og er leikhúsfólk og allt á-
hugafólk um leiklist velkomið
meðan húsrúm leyfir.
í GÆR féfck Sigurður Ágústsson
í Flugskólanum Þyt skeyti frá
Libanon, þar sem hann er beð-
inn um að útvega tvo flugmenn,
sem geti dreift skordýraeitri úr
flugvél yfir baðmullarakra. En
við það starf sé flogið lágflug
í 6-8 feta hæð, og þurfi flug-
mennirnir að hafa 800 flugtima í
því.
Þannig liggur í þessari beiðni,
að í Libanon starfa tveir íslenzk-
ir flugmenn við svipað starf þeir
Erlendur Guðmundsson og Birg-
ir Þórhallsson, en Erlendur hefur
verið nemandi hjá Þyt. Þeir
Erlendur og Birgir eru starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna. Ekki
er það ljóst af skeytinu til Sig-
urðar Ágústssonar hvort beðið
er um menn til starfa þar eða
fyrir einkafyrirtæk . Þar er vísað
til meðmæla Erlendar Guðmunds
sonar, en undirskrift skeytisins
er Caravan.
Efcki getur Sigurðúr leyst úr
þessari beiðni frá Libanon, því
hér er aðeins einn maður sem
stundar slíkt flug, Páll Halldórs
son, sem vinnur hjá sandgræðsl-
unni.
Vi millj. kr. gjöf til
sjúkraliúss Akra-
ness
AKRANESI, 8. maí — Á aðal-
fundi Kaupfélags Borgfirðinga í
Borgarnési " var einróma sam-
þyfckt að gefa sjúkraihúsi -Akra-
ness hálfa millj. kr. Að þessari
stórmyndarlegu gjöf standa 1200
félagsmenn Kaupfélagsins
hylltir með langvinnu, dynj-
andi lófataki og blómum, ekki
Loftur (Gunnar Eyjólfsson) og Steinunn (Ragnhildur Stein-
grímsdóttir, leikstjóri).
Glæsileg sýning á Galdra
Loft.
Leiksviðsstjóri var Oddur
Kristjánsson, leifctjaldamálari
Aðalsteinn Vestmann og ljósa
meistari Ingvi Hjörleifsson.
Þjóðleiikhúsið lánaði búninga.
— Sv. P.
Lofti
a
Akureyri
Loftur (G.E.), Dísa (Þórey Aðalsteinsdóttir) og Ólafur (Marínó
Þorsteinsson). (Ljósm.: E. Sigurgeirsson)
S T\ K S T [ I \ \ lí
Ungir Sjálfstæðismenn
í sóknarhug
Að undanförnu hafa ungir
Sjálfstæðismenn haldið uppi
mjög öflugu starfi víðs vegar um
landið. Samband ungra Sjálf-
stæðismanna hefur þegar haldið
tvær helgarráðstefnur á Akur-
eyri og í Borgarnesi en alls er
fyrirhugað að efna til sjö slíkra
ráðstefna á næstu mánuðum.
Þær tvær ráðstefnur, sem þeg-
ar hafa verið haldnar hafa verið
mjög fjölsóttar og heppnazt vel.
Sýna þær glöggt hinn mikla
þrótt, sem einkennir allt starf
ungra Sjálfstæðismanna um þess
ar mundir.
Félög ungra Sjálfstæðismanna
úti um Iand eru einnig að stór-
auka starfsemi sína og er það ljós
vottur hins styrka stuðnings sem
S jálfstæðisflokkurinn nýtur með-
al unga fólksins í landinu.
Heimdallur, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík hefur
haldið uppi óvenjufjölbreyttu
starfi í vetur, sem fyrst og fremst
hefur beinzt að pólitískri upp-
fræðslu meðal unga fólksins í
Reykjavík.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
jafnan gætt SjálfstaJSisflokkinn
nýjum hugmyndum og nýjum
hugsjónum. Hin þróttmikla starf-
semi þeirra nú sýnir að æskan
í Sjálfstæðisflokknum er í sókn-
arhug og að starfsemi hennar á
sér hljómgrunn meðal hinna
ungu Islendinga.
Labbitúr í kringum
landið
Kommúnistar hafa að undan-
förnu gert tilraunir til að lífga
við Samtök hemámsandstæðinga,
sem ekki hafa látið á sér kræla
1 háa herrans tíð. í því skyni
efndu þeir nýlega til bíófundar,
sem sagður var vera fyrir „unga
fólkið“. Baráttumál þess fundar
var að ísland skyldi hlutiaust
land og óvarið eftir fimm ár.
Hér er um að ræða nýja stefnu
hjá kommúnistum og er ekki
haegt að skilja hana öðru vísi en
svo að þeir séu hlynntir dvöl
varnarliðsins og þátttöku íslands
í Atlantshafsbandalaginu næstu
fimm árin. Batnandi manni er
bezt að lifa, en fáir hefðu þó
trúað því fyrirfram að sú stund
rynni upp að kommúnistar lýstu
yfir stuðningi við dvöl varnar-
liðsins, þótt um takmarkaðan
tíma sé.
Kommúnistar munu nú hafa í
huga nýstárlega aðferð til þess
að berjast fyrir þessu nýjasta
hugðarefni sinu. Þeim hefur sem
sé kornið til hugar að efna til
nýrrar göngu. Að þessu sinni
ekki Keflavíkurgöngu eða Hval-
fjarðargöngu, heldur labbitúr í
kringum landið.
Þessari stórfenglegu hugmynd
mun ekki hafa verið tekið með
einskærri hrifningu í röðum
kommúnista en þó benda líkur til
að þegar sumra tekur muni lítill
hópur kommúnista leggja Iand
undir fót, þræða flóa og firði til
þess að berjast fyrir dvöl varnar-
liðsins á íslandi næstu fimm ár-
in.