Morgunblaðið - 09.05.1964, Blaðsíða 15
r
Laugárctagur 9. maí 1964
MORGUNBLAÐIÐ
15
AÐALFUNDUR Veiðifélags Ar-
nesinga var haldinn að Selfossi
30. apríl sl. Var fundurinn all
fjölmennur, enda ýmislegt tiJ
umræðu, sem varðar hagsmuni
veiðiréttareigenda á vatnasvæði
Ölfusár og Hvítár. Auk venjul.
aðalfundarstarfa flutti Svein-
hjörn Jónsson, hrl. erindi
um Sogsmálið svonefnda, sem
hefur risið út af því tjóni, sem
veiðiréttareigendur í Sogi telja
sig hafa orðið fyrir vegna raf-
væðingar Sogsins, en hann, ásamt
Þorvaldi hórarinssyni, hrl., hef-
ur farið með mál veiðiréttareig-
enda í þessu sambandi.
í umræðum, sem spunnizt hafa
vegna þessa máls, gaf Árm
Jónsson bóndi í Alviðru grein-
Hér sér yfir Selfoss og hluta af Ölfusá. Hér þarf laxinn að gansra um til þess að komast á hrygn-
ingarstöðvarnar, en færri munu komast á Ie*<Varenda en æskilegt væri vegna netanna, einkum í
ósunum.
Aðalfundur Veiðifélags Arnesinga:
Laxveiðin í bergvatnsánum að-
eins 4,3% af heildarveiðinni
Þar veiddust 432 laxar en í jökul
vatninu 9524 — Bergvatnsár-
eigendur óánægðir með
hlutskipti sitt
argott yfirlit um tjón það, sem
hann telur hafa orðið vart við
á laxveiði og laxuppeldi í Sogi
vegna fyrrnefndra virkjana. Árni
Jónsson hefur verið einn mesti
óhugamaður um laxaklak og
ræktun þessa vatnasvæðis í ára-
'tugi.
Formaður veiðifélagsins, Jör-
tindur Brynjólfsson í Kaldaðar-
nesi, flutti skýrslu stjórnarinn-
ar um starfsemi félagsins á sl.
ári. Kom fram í greinargerð for-
manns, að verkefnin hefðu ver-
ið fábrotin og einhæf, enda ætti
félagið ekkert klakhús. Erfið-
lega hefði gengið að afla klaks
cg fé skort til starfseminnar
allrar. Formaður taldi að eitt
brýnasta verkefni félagsins væri
að koma upp fullkominni klak-
cg eldisstöð. Til þess að afla fé-
laginu rekstrarfjár hefði verið
gripið til þess ráðs að leigja
vatnasvæðið út til stangveiði í
10 daga framan af veiðitímanum
og 5 daga í lok hans.
Formaður skýrði frá því, að
sala veiðileyfa fyrrnefnda 15
daga hefði gengið vel, og þótti
ýmsum fundai'mönnum þar
koma í ljós að stangaveiðileigan
mundi verða drýgsti tekjustofn
félagsins á þessu ári.
í sambandi við skýrslu for-
manns spunnust nokkrar um-
ræður vegna veiðitilboðs Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, en SV
FR hafði áður, sem kunnugt er,
boðið veiðiréttareigendum 250
kr. pr. einingu sem umræðu-
grundvöll vegna hugsanlegra
■ samninga. Þessu grundvallartil-
boði, sem alls nam 3 milljón-
um kr. á ári til 10 ára, þar inni-
falið hálf milljón árlega til rækt-
unar, gerð laxastiga £ Tungu-
fljóti o. fl., hafnaði meirihluti
stjórnarinnar án þess að rætt
yrði frekar við SVFR. Á fundi,
sem haldinn var í félaginu 26.
febrúar sl. í vetur, gerðist það
að meirihluti- stjórnarinnar lagð-
ist gegn því að tilboði SVFR
yrði tekið og neitaði SVFR um
að það mætti senda áheyrnar-
fulltrúa til fundarins. Á þann
hátt var komið í veg fyrir áð
frekari viðræður færu fram milli
félaganna tveggja. Vegna atviks
þessa sendi SVFR veiðifélagi
Árnesinga bréf, þar sem það
lýsti óánægju sinni vegna fram-
komu meirihluta stjórnar Veiði-
féagsins í máli þessu.
Um þetta bréf, tilboð SVFR
og áhugaleysi stjórnarinnar fyr-
ir hagsmunum eigenda berg-
vatnsánna urðu allsnarpar um-
ræður á aðalfundinum. Lýstu
eigendur bergvatnsánna óánægju
sinni vegna framvindu þessara
mála og því, að veiði í berg-
vatnsánum færi síminnkandi á
hverju ári vegna ofveiði og of-
ríkis netabænda á Ölfusársvæð-
inu.
Þór Guðjónsson, veiðimála-
stjóri, var mættur á fundinum,
og lagði hann fram skýrslu um
veiðina á vatnasvæði Hvítár og
Ölfusár fyrir sumarið 1963, og
ennfremur tölur, sem sýna að
laxveiðin hefur farið síminnk-
ahdi í bergvatnsánum árlega frá
1924. 1914—1928 nam veiðin í
bergvatnsánum samtals 10,7% af
heildarveiði á vatnasvæðinu, en
sumarið 1963 nam hún aðeins
4,34%. Einnig kom fram í
skýrslu veiðimálastjóra að sum-
arið 1963 veiddust aðeins 432 lax-
ar í bergvatnsánum, en í jökuls-
ánum, sem samanlagt eru 40 km
styttri, veiddust hvorki meira
né minna en 9,524 laxar eða
95,66% af allri veiði á vatnasvæð-
inu. Bergvatnsárnar eru saman-
lagt 110 km langar en Ölfusá og
Hvítá aðeins 70 km. Veiddust
þannig 55,3 laxar pr. kílómeter
í bergvatnsánum en 128 laxar pr.
km í jökulvatninu.
Mörgum bergvatnsáreigendum
mun því þykja hlutur sinn fyrir
borð borinn í veiðifélagiriu, og
vænlegra fyrir sinn hag að
byggja í framtíðinni á stanga-
veiði sem verðmeiri yrði með
hverju ári, enda þótt einn helzti
netamaðurinn í félaginu, Magnús
Magnússon, teldi á fundinum að
tilboð SVFR væri „smánarboð",
eri það fól í sér, að SVFR greiddi
kr. 250 pr. á einingu í leigu auk
50 kr. til ræktunar, sem grund-
vallarverð. Þannig bauðst félagið
í raun og veru til þess að greiða
kr. 300 pr. einingu. Á fundinum
hélt Magnús Magnússon því
fram að þetta væri alltof lágt, ef
leigt yrði til stangaveiði mætti
ekki taka við minni upphæð en
kr. 1,000 pr. einingu.
Magnús er einn helzti neta-
veiðimaður í Ölfusárósum. Hefur
hann á leigu, og hefur haft að
undanförnu, laxveiði í net fyrir
landi Eyrarbakkahrepps. Sam-
kvæmt upplýsingum hreppstjóra
Eyrarbakkahrepps á hreppurinn
laxveiði fyrir Óseyrarnesi með
Flóagaflstorfu, samtals 526 ein-
ingar eftir núgildandi arðskrá
Veiðifélags Árnesinga og auk
þess hálft Hallskot, eða 2% ein-
ingu. Samtals eru þetta um 530
einingar.
Magnús Magnússon hefur ver-
ið langstærsti leigjandinn á veiði
hreppsins og ætti samkvæmt eig-
in mati að greiða a.m.k. um hálfa
milljón í leigu, en samkvæmt til-
boði SVFR yrði greitt fyrir þessi
veiðiréttindi um 160 þús. kr. Nú
mun fjarri fara að hreppsbúar
Eyrarbákkahrepps hafi fengið
nándar nærri hvoruga þessa upp- -
hæð, en þeir munu án efa lifa í
voninni um eitthvað fyrirferðar-
I meira í hreppskassann, svo sem
t.d. „smánartilboðið“. Að vísu
munu ekki öll kurl til grafar
komin varðandi hvað hreppurinn
ber úr býtum fyrir sl. ár þar sem
eitthvað af laxi mun enn vera ó-
selt, en kunnugir telja að krón-
urnar verði milli 100 og 110 þús-
und, sem Magnús Magnússon
kemur til með að greiða fram
fyrir lítilræðið. Sá háttur mun
nefnilega hafa verið upp tekinn
í fyrra að Magnús greiddi prósent
ur af aflanum til hreppsins í stað
fasts leigugjalds.
Um aðalfundinn er þess að
öðru leyti helzt að geta að stjórn
Veiðifélags Árnesinga var 511
endurkjörin, en í kosningunni
komu enn greinilega í ljós átök
þau, sem í félaginu eru milli eig-
enda uppsvæðanna og netamanna
í ósum niðri. — hh.
Flokkun
ú kurtöflum
TILRAUNARÁÐ jarðræktar heí
ur ákveðið að flokkun á kart-
öflum verði sem hér segir:
í fýrsta flokki verði Gullauga,
Rauðar íslenzkar, Möndlukart-
öflur, Bintje (stærð 45 gr. og
stærri).
í annan flokk fara Rya,
Eiginheimer, Alpha, Dir.
Johannsson, Ackersegen (Akur-
blessun), Gular íslenzkar, King
Edward, Juli, Furore.
Þessar snemmvöxnu kartöfl-
ur eru flokkaðar í II. flokk fram
til 20. september, en sem III.
flokkur eftir þann tíma: Skaan,
Saga, Eva, Pontiac.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum óýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.