Morgunblaðið - 09.05.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 9. maí 1964
MORGUNBLAÐIÐ
17
— Höfuðverkefni
Framhald af bls. 13
nýrrar tækni, radíó-miðunar-
stöðva og Loran-stöðva á landi
og bættra siglingartækja í skip-
um, hafa ýmsir freistast til þess
að líta svo á, að tími skipstrand-
anna við strendur íslands væri
að mestu liðin saga, og því ekki
ástæða til, að starfrækja öll
skipbrotsmannaskýiin né við-
halda öðrum dýrum útbúnaði, til
þess að bjarga mönnum af
strandi.
En reynslan er því miður önn-
ur. Ef litið er á síðustu mánuði
þá hafa á þeim stutta tíma strand
að þrir erlendir togarar.
Þetta gefur vissulega vísbend-
ingu um, að ekki má slaka á þess-
um lið starfseminnar.
Strönd þessara stóru togara við
sandana hafa leitt það í ljós, að
það þarf stærri og öflugri línu-
byssur til þess að draga út í þá,
en litlu skipin fyrrum.
Með öðrum orðum, að hér þarf
dýrari og fullkomnari útbúnað.
Vegna breyttra veiðiaðferða,
bæði vegna tilkomu kraftblakkar
innar og eins hins, að síldveiðar
eru nú stundaðar nær allt árið.
er skipum sem veiðar þessar
stunda hættara en áður, þrátt
fyrir, að mörg þeirra eru stærri
og betur búin öllum öryggistækj-
um.
Er mönnum það áhxggjuefni að
skiptapar við síldveiðar hafa
færzt í vöxt hin síðari ár. Þannig
hafa ellefu síldveiðiskip farizt frá
árinu 1960, eða mun fleiri en á
rúmiega 30 ára tímabili þar á
undan.
Eftirtektarvert er, að af hinum
11 skipum hafa 7 farizt á vetrar-
síldveiðum.
Samkvæmt þingsályktunartil-
lögu Álþingis frá 10. apríl 1963
var skipuð nefnd kunnáttumanna
til þess að rannsaka orsakir skip-
tapa síðastliðin 2 til 3 ár og gera,
ef ástæða þykir til, tillögur að
nýjum reglum um sjóhæfni ís-
lenzkra fiskiskipa, um breytingar
á eldri skipum, staðsetningu veið
arfæra og hjálpartækja og búnað
skips í sambandi við þau og ann-
að það, er aukið getur öryggi
fiskiskipa frá því sem nú er.
í nefnd þessari starfar fulltrúi
frá SVFÍ.
Hér er um mjög alvarlegt
vandamál og tímabært verkefni
að ræða, sem félaginu er skylt að
láta til sín taka, og fylgja þvi
eftir, að á því fáist viðhlítandi
lausn.
Ljóst er þó, að reglurnar einar
ná ekki tilgangi sínum á þessu
sviði fremur en öðrum, nema að
tilkomi vökul árvekni skipstjórn-
armanna og áhafna í þessum efn-
um, og verður í því sambandi að
leggja áherzlu á fræðslu hlutað-
eigenda.
Varðandi hin smærri skip, er
aðkallandi, að samin verði ný
reglugerð um öryggiseftirlit
smærri báta, og með þeirri reglu-
gerð verði smábátaeigendur skyld
aðir til þess, að láta skrá báta
sína og skoða þá, að minnsta
kosti einu sinni á ári. Gert verði
að skyldu að í öllum bátum,
einnig vatnabátum, verði höfð
björgunarvesti og fleytigögn.
Um tilkynningaskyldu skipa
um ferðir sínar, er það að segja,
að starfandi er nú nefnd, sem
SVFÍ á aðild að, sem falið hefur
verið það verkefni, að athuga og
gera' tillögur um framkvæmd
þessa máls.
★
Eitt af brýnustu verkefnum
SVFÍ á komandi tímum, er að
vinna gegn hinni geigvænlegu og
sívaxandi tíðni slysa á landi,
vegna ört vaxandi umferðar og
aukinnar vélvæðingar á öllum
sviðum.
Þegar fræðslumálastjórnin tók
upp umferðarkennslu í skólum
og réð til þeirra starfa sérstakan
mann, var af mörgum litið svo á,
að félagið þyrfti ekki að leggja
eins mikla áherzlu á slysavarnir
vegna umferðar og áður.
En með sívaxandi umferð hef-
ur reynslan því miður sýnt, að
hér þarf rækilegri og róttækari
aðgerða við — og á þeim vett-
vangi hvorki getur SVFÍ eða má
sitja hjá.
Hér er vandinn orðinn svo
mikill, að brýna nauðsyn ber til
að ráða svo fljótt, sem verða má.
sérstakan kunnáttumann í þjón-
ustu félagsins til þess að annast
þessi störf.
Hefur stjórnin því samþykkt
að vinna að því, að ráða i þjón-
ustu félagsins mann, sem sér-
þekkingu í slysavörnum í um-
ferð og öðrum slysavörnum á
landi.
Að endingu vil ég drepa hér á
mál, sem mun verða rætt á þessu
þingi, en það er nauðsyn þess, að
koma hér á föstum björgunarnám
skeiðum, aðallega fyrir sjómenn,
þar sem kenndar yrðu aðferðir
til að bjarga bæði sjálfum sér og
öðrum og skipi frá aðsteðjandi
hættum.
Mun forstjóri LandhelgisBæzl-
unnar, Pétur Sigurðsson, flytja
erindi um það á þinginu.
★
Svo sem jafnan áður, þá er
rætt er um verkefni SVFI. velt-
ur gifturíkur árangur framtíðar-
starfsins á því, að slysavarna-
deildunum um land allt, takist
með samstilltum átökum að
vekja þjóðina alla, jafnt í borg
sem í byggð, til virkrar þátttöku
í starfinu.
Sú þátttaka þarf að vera marg-
þætt.
Hún er fólgin í eflingu félags-
deildanna á hverjum stað og
stofnun nýrra eftir föngum, vax-
andi fjölda félagsmanna og vax-
andi starfi á hverjum stað.
Þetta ásamt stuðningi opin-
berra stjórnarvalda, er grund-
völluririn undir fjárhags- og fram
kvæmdahlið starfsins.
En þessi vakning til virkrar
þátttöku er einnig fólgin í
fræðslu, áróðri og siðferðilegu á-
hrifavaldi.
Heildarsamtökin og einstakar
deildir, verða að vinna markvisst
að því, að vekja með almenningi
þá ábyrgðartilfinningu, að hag-
nýta sér samvizkusamlega hverja
framboðna fræðslu og leiðbein-
ingu, sem miðar að því að af-
stýra voða, og ftenna honum að
verða jafnframt virkir aðstoðar-
menn og verðir þess að opinber-
um öryggisreglum og lagafyrir-
mælum sé hlýtt.
Hirðuleysi almennings á því
sviði, er orsök margra slysa og
gevsilegs fjártjóns.
Umferðarslysin eru talandi
vottur um þá nauðsyn og slysa-
varnasamtökin eru samkvæmt
hugsjón sinni og markmiði til
þess kölluð. að fvlkja saman öll-
um jákvæðum öflum, til varnar
og úrbóta á þessum vettvangi.
Hins vegar er engin ástæða til
bölsýni, ef litið er á viðgang fé-
lagsins og málefnalegan árangur
undanfarin ár.
Drengilegar hugsjónir, fórn-
fýsi, og bróðurleg samvinna, hafa
lyft mörgum björgum úr götu, á
umliðnu starfsskeiði.
Vér vonum að þær heilla-
stjörnur vaki vfir störfum tólfta
landsþings SVFÍ og lýsi því um
ókomin ár.
12. Landsþing Slysavarnafélags
fslands er sett“.
— Frá alþingí
Framh. af bls. 8
með samþykkt frv., en minnihl.
mundi skila séráliti. Talaði
Einar Ágústsson (F) fyrir breyt
ingartillögum minnihl., en
Eúð'vík Jósepsson (K) flutti sér
staka breytingartill. Auk þessara
þriggja talaði fiármálaráðherra,
Gunnar Thoroddsen, og voru
breytingartill. síðan felldar og
málinu vísað til 3. umr. -
6) Frv. til 1. um breyt. á 1.
um tekjustofna sveitarfélaga var
til 2. umr. Guðlaugur Gíslason
hafði framsögu heilbrigðis- og
félagsmálanefndar, sem leggur
einróma til, að frv. verði sam-
þykkt með einni breytingu. Frv.
var síðan sarpþ. og vísað til 3.
umr. og heilbrigðis- og félags
málanefndar.
Kvöldfundur var ráðgerður í
deildinni.
tr
A vorsýningu
sumir, og talsvert að gerast hjá
þeim, en það á eftir að koma
betur í ljós, þegar þeir þroskast
og finna sjálfa sig.
FINNUR JÖNSSON listmálari
kom að máli við blaðið í gær
og kvaðst vera óánægður með
samtal, sem birtist Við hann í
fyrradag. Vildi hann gera brag-
arbót vegna mistaka þeirra sem
orðið höfðu og fer hún hér á
eftir:
Ég er ánægður með sýning-
una, hún er fjölbreytt og
skemmtileg og kennir þar
margra grasa, sagði Finnur Jóns
son, er við gengum um Vorsýn
ingu „Myndlistarfélagsins“ þar
sem 19 málarar og 4 mynd-
höggvarar sýna verk sin. Þarna
eru nokkur af hinum ágætu og
sérkennilegu verkum Höskuldar
heitins Björnssonar frá Dilks-
nesi, en hann var félagi í Mvnd
listarfélaginu, og lézt á síðast
— Umræður
Framhald af bls. 8
ráðherra svaraði þeim misskiln-
ingi, sem hann
kvað hafa kom-
ið fram í um-
ræðunum varð-
andi Strákaveg.
Benti hann .á, að
ákvörðun um að
fullgera jarð-
göng vegarins
á þessu
sumri og hinu
næsta, sem tekin hefði verið við
samningu framkvæmdaáætlunar
nk1Sstjornarinnar, hefði stuðzt
við það álit jarðfræðings frá At-
vinnudeild Háskólans, að ekki
væn þórf á frekari varúðarráð-
stofunurn í sambandi við lagn-
mguna. Alit þetta hefði byggzt á
rannsóknum framkvæmdum ár-
ið 1956 og aftur 1960. Þegar haf-
ízt hefði verið handa um undir-
bumng útboðslýsingar á verkinu
hefði annar verkfræðingur og
jarðfræðistofnun norsku vega-
gerðarinnar komizt að gagn-
stæðn niðurstöðu og talið frek-
®nt,rannsókna Þörf. Allt þetta
hefði þegar verið rakið opinber-
lega af vegamálastjóra og setti
Þvi enginn að þurfa að ganga í
grafgotur um ástæður þess, að
fresta yrði jarðgangagerðinni.
Þegar þessi staðreynd málsins
væn höfð í huga, ætti mönnum
ao geta borið saman um að rétt
væri að spara stóryðri og svika-
brigzl. Yfirleitt hefðu líka um-
ræður um vegaáætlunina farið
hógværlega fram. _ Matthías
Bjarnason ræddi
meðal annars
um fjárveitingu
Vestfjarða-
vega og vísaði á
bug ýmsum full-
yrðingum stjórn
arandstæðinga.
Benti hann á að
Sigurvin og
Hannibal Hefðu þá fyrst fengið
verulegan áhuga á vegabótum á
Vestfjörðum er þeir voru komnir
í stjórnarandstöðu.
Kvað hann mikið hafa áunnizt
með hinni nýju vegáætlun. Til
þess bæri þó brýna nauðsyn að
hlutur Vestfirðinga yrði stærri í
næstu vegáætlun, sem gilda ætti
til fjögurrr ára.
Margir fleiri tóku til máls og
stóðu umrseður fram yfir mið-
nætti.
liðnu ári. Þarna sýna líka þrír
ágætir listamenn, sem gestir fé-
lagsins, þeir Jóhannes Kjarval,
Jón Engilberts og Kári Eiríks-
son, og tel ég þátttöku þeirra
mikinn styrk fyrir þessa sýn-
ingu. Þarna eru einnig verk
bæði höggmyndir og málverk
eftir marga viðurkennda félags
menn, bæði eldri og yngri. sem
of langt yrði upp að telja. Mörg
bessara verka eru góð að mínu
áliti, en eðlilega misiafnt innnan
um, eins og er á öllum sýning-
um, þar sem margir menn sýna
saman.
Er ekki* fliótle®ra að mála
landslaesmyndir? Það fer ekk-
ert eftir því hver fyrirmyndin
er, það fer eftir því hvernig
mhður sjálfur er upplagður, o«
hvernig manni gengur verkið
sjálft, og hvort maður er ánægð
ur með það sem maður gerir.
bví ef maður er ekki ánægður
bá auðvitað breytir maður og
brevtir. Sjálfur hef ég málað
mikið af landslagsmyndum. og
ég álít það broskandi. landið hef
ur alltaf eitthvað nýtt að sýna,
í formum, línum og litum. sem
vekur manni undrun og aðdáun,
og málari, sem hefué opin augu,
Betur öðlazt mikinn lærdóm af
því að stúÖera náttúruna, enda
notfærir hann sér þann vísdóm
einnig þegar hann málar verk,
sem eru annars eðlis, og þar að
auki er skemmtilegt og hress-
andi að mála úti í góðu veðri.
Annars verður listamaðurinn
að finna það út sjálfur hvernig
hann öðlast sinn innblástur, og
mála fyrst og fremst það, sem
hann hefur mestan áhuga fyrir
á hverjum tíma, það er aðalat-
riðið það eru ekki ismar og
stefnur, sem skera úr um það
hvort um listaverk er að ræða
eða ekki. Listaverk hafa verið
gerð í öllum stiltegundum, er
engin stíltegund er trygging
gegn fúski.
Hvernig finnst þér ungu listf
mennirnir vera?
Þeir virðast vera efnilegi
— Kínverjar
Framhald af 1. siðu.
Við álítum réttara að fresta
fundinum þar til fyrri hluta
næsta árs, t.d. í maí. Og ef annar
hvor flokkurinn telur þá að enn
sé of snemmt að halda fundinn,
má fresta honum frekar“.
I bréfinU segja Kínverjar að ef
fundur flokkanna tveggja væri
haldinn nú gæti hann engan ann-
an árangur borið en nýjar deilur
„eða endanlegan klofning þannig
að hvor aðilinn færi sína íeið.
Getur það verið að þér séuð á-
kveðnir í að koma þeim klofn-
ingi í framkvæmd?" spyrja þeir.
Þá segja Kínverjar að þeir geti
ekki fallizt á að fulltrúar 26
kommúnistaflokka verði boðaðir
á væntanlegan undirbúningsfund
undir alþjóðaráðstefnuna, en
vilja takmarka fulltrúana við 17
flokka, þ.e. frá Albaníu, Búlgaríu,
Kína, Kúbu, Tékkóslóvakíu, A-
Þýzkalandi, Ungverjalandi, Norð-
ur-Kóreu, Mo.ngóliu, Pöllandi,
Sovétríkjunum, Vietnam, Indó-
nesíu, Japan, ftalíu og Frakk-
landi.
Að lokum segja Kínverjar að
ef Rússar, þrátt fyrir þetta svar
Kínverja, haldi fast við þá á-
kvörðun að boða til skyndiráð-
stefnu þeirra kommúnistaflokka
í heiminum, „sem styðja ranga
endurskoðunar- og klofnings-
stefnu Rússa“, verði Sovétleiðtog
arnir að bera ábyrgðina á afleið-
ingunum.
Eggjaferðir í
Akranesi, 8. maí
ÞEIR eru farnir ag útbúa sig með
nesti og nýja skó og ganga á
Akrafjall. Veiðibjallan er þarna
yg verpir enn, þó ótrúlegt sé eftir
'iina landfrægu herför sem bænd
ir gerðu að henni í fyrrasumar.
I fyrradag tíndi einn þar 67
gg og annar 60. í gær tíndu
veir af þeim sem í fjallið fóru
;n 60 eggin hvor. Sá þriðji 45
■'g. — Oddur.
Aðal-
fundur
Aðalfundur Þjóðdansafélags Reykjavíkur, verður
haldinn þriðjudaginn 12. maí, að Fríkirkjuvegi 11
kl. 20,30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
s y r r
Hið árlega kastmót félagsins verður haldið í dag og
á morgun. Mótið hefst kl. 1,30 á æfingasvæðinu við
Rauðavatn. Öllum er heimil þátttaka. — Félags-
mönnum er sérstaklega bent á að notfæra sér
kennslu og æfingakvöldin, sem eru á þriðjudögum
og fimmtudögum, milli kl. 8 og 10 e.h.
KASTNEFND.
\