Morgunblaðið - 10.05.1964, Side 10

Morgunblaðið - 10.05.1964, Side 10
10- MORGUNBLAÐID Sunnudagur 10. maf 1964 Kjölur og Kjalvegur eftir Jón Eyþórsson SUMARIÐ er gengið í garð. Hvert á að fara í sumar? spyrja margir. Island er paradís ferðamanna, hvar- vetna bíða hrikalegir, fagrir og sérkennilegir staðir þeirra, sem vilja njóta yndisstunda í faðmi íslenzkrar náttúru. En þeir eru margir, sem hafa ekki gert upp við sig, hvert skal halda á þessu sumri. Morgunblaðið hefur beðið nokkra félaga í Ferðafélagi Islands að rita greinar um staði sem til greina koma. Ferðafélagið hefur unnið merkilegt brautryðjendastarf í því að kynna okkar fagra land og margir félagar þess hafa mikla reynslu í ferðalögum. Sú reynsla getur komið öðrum að gagni — og hér birtist fyrsta greinin uin Kjöl og Kjalveg eftir Jón Eyþórsson. K J Ö L U R heitir einu nafni svæðið milli Hofsjökuls og Langjökuls. Þar deilir vötnum milli Suður- og Norðurlands. Jón Eyþórsson. Fellur Blanda norður, en upp- taka kvíslar Ölfusár suður af. Kjölur er í raun og veru 30 km. breitt og sléttlent skarð, 600—700 m. yfir sjávarmál. En á miðju skarði hefur hlað- izt upp gríðarmikil hraun- dyngja, sem kallast Kjal- hraun. Hún er um 840 m. yf- ir sjó, þar sem hæst ber. Eld- varpið er stór ketill og kring- um hann rísa kambar og hyrn- ur, sem einu nafni kallast Strýtur. Hraundyngjan nær ekki alveg fjalla á milli, og austan hennar eru allbreiðir sandar og jökulmelar. Þar rennur upptakakvísl Blöndu frá Hofsjökli. Vestan hrauns- ins er skammt í fjallsrætur og landið allvel gróið. Heitir þar Miðdalur. Syðst í Kjalhrauni stendur 1000 m há móbergskista, Kjalfell. Hefur hraunið runn- ið suður af báðum megin fellsins, ofan í Svartárbuga, og er þar miklu brattara en norður af. Kjalvegur Hinn forni Kjalvegur lá úr Skagafirði suður Mælifells- dal og suður Eyvindarstaða- heiði, yfir Blöndu á Blöndu- vörðum, þá suður með Seyð- isá og Þegjanda upp í Hvin- verjadal, sem hefst vestan undir Dúfunefsfelli og endar við hraunjaðarinn hjá Hvera- völlum og vestan undir Rjúpnafelli. í Hvinverjadal skiptast leið ir. Má fara vestari leið um Hveravelli og vestan Kjal- hrauns til Þjófadala, en fylgja baðan Fúlukvísl í Hvítárnes. Aðalvegurinn liggur hins vegar upp á hraunið vestan Rjúpnafells og þaðan beina stefnu á austanvert Kjalfell ofan í Svartárbuga. Sú leið er vörðuð frá fornu fari, en nýjar vörður voru hlaðnar þar um síðustu aldamót fyrir atbeina Daniels Bruun höf- uðsmanns, hins ágætasta ferðamanns og sannarlegs ís- landsvinar. Rétt norðan við Kjalfell er kjölurínn hæstur, og þar opnasf skyndilega út- sýn til Suðurlands. í Svartárbugum var oft áfangastaður ferðamanna. Hag ar eru þar góðir. Var oftast tjaldað í Gránunesi, þar sem tvær upptakakvíslar Svartár -mætast. Úr Svartárbugum var farið sem leið liggur um Tjarn- heiði að Skagfirðingavaði á Hvítá, rétt fyrir neðan brúna, sem nú er, þá um Bláfellsháls í Haukadal. Þaðan lá leiðin ýmist ofan Biskupstungur eða til fjalla ,um Hellisskarð og Hlöðuvelli til Þingvalla. Var komst langt suður á heiði, og heita þar enn Vekelshaugar, hjá Haugakvísl, þar sem hann sneri aftur. — En er þetta spurði Eiríkur í Goðdölum, sendi hann þræl sinn, er Raunguður hét, suður á fjöll. Hann kom suður til Blöndu- kvísla og fór þá upp með á þeirri, er fellur fyrir vestan Hvinverjadal (þ. e. Þegjanda) og vestur á hraunið milli Reykjavalla og Kjalar og kom þar á manns spor og skildi, að þau lágu sunnan að. Hann hlóð þar vörðu þá, er nú heitir Rangaðarvarða. Og það- an af tókust ferðir um fjallið milli Sunnlendingafjórðungs og Norðlendinga, en Eiríkur í Goðdölum gaf Raunguði frelsi fyrir afrek sitt. Þannig fannst Kjalvegur, og farsæll höfðingi var Eiríkur í Goðdölum. Lýsfng Landnámu á ferð Raunguðar getur í öllum atrið- um staðizt nema því, að hann hafi farið vestur á Kjalhraun. En slík misgrip og misritanir á austri og vestri eru mjög algeng. í handritum að árbók- um Ferðafélagsins er oft mý- grútur af þeim. í ritum Þor- valds Thoroddsen hef ég séð þær víða — og lagað í 2. út- gáfu Ferðabókar hans. Raunguður þræll hefur þvi fundið Hveravelli í för sinni og fyrstur manna komið í Vinverjadal, sem oftar er rit- að Hvinverjadalur. Hvar er Hvinverjadalur? Raunguður fer ekki suður af Kili, og því hlýtur dalur- inn að vera norðan Kjalar. Tilgátur um, að hér sé ótt við Þjófadali, eru því lokleysur einar. Eggert Ólafsson segir Sæluhús Ferðafélags Islands á laugin fremst. um sínum, svo sem segir í Sturlungu. Þar var ráðinn Ör- lygsstaðabardagi, og þar voru Snorra Sturlusyni brugguð banaráð. Auðvitað var heita vatnið á Hveravöllum ómetanlegt ferða mönum, sem engin eldfæri gátu flutt með sér. Þar gátu þeir soéið sér mat, enda eru líkur til þess, að Eyvindar- hver, sem nú heitir, hafi fyrr- um verið kallaður Seyðir eða soðhver. í Hvinverjadal eru allgóðir hestahagar og enn betri í Tjarnardölum skammt norður af Hveravöllum. Nafnið ætti að vera dregið af Þjóðólfi úr Hvini, sem hafði þar vetursetu með flokk sinn, að því er segir í Land- námu. En sé það þjóðsaga ein, má minna á hvininn, sem áður var í Öskurhólshver, og gæti átt þátt í nafninu. Hvar er Rangaðarvarða? För Raunguðar hefur orðið föst í munnmælum og all- fræg. Þegar Landnáma er rit- uð, þykjast menn hafa Rang- Myndin er tekin í Karlsdrætti árið 1933. Þá gekk skriðjökull langt fram í Hvítárvatn og lok- aði því nær fyrir víkina. Yfir jökulinn gnæfir Skriðufell. Nú er þessi jökull mjög eyddur. (Ljósm.: Páll Jónsson) það hinn forni þingmannaveg- ur Skagfirðinga og Eyfirðinga, en hinir síðarnefndu komu Vatnahjallaveg og á Kjalveg í Svartárbugum. Kjalvegur er frægur i sög- um, því að hans er getið í sjálfri Landnámu. Landnáms- mönnum í Skagafirði lék hug- ur á að kanna lönd suður af byggðum sínum, og virðist það hafa orðið metnaðarmþl nokkurt. Svo segir í Landnámu, að Hrosskell landnámsmaður að Ýrarfelli sendi Roðrek, þræl sinn, í landaleit suður á fjöll. Hann sneri brátt við, og ná- grannar gerðu spott að för hans. Þá vildi Vekell hinn hamrammi á Mælifelli, gera betur og fór litlu síðar suður á fjöll í landaleitan. Hann líka: „Til forna kölluðu menn þetta landsvæði, þar sem Hveravellir eru, „Hvinverja- dali.“ Hið sama segir Sveinn Pálsson, en faðir hans var Skagfirðingur og vel kunnug- ur Kjalvegi. Betri heimilda er engin ástæða til að leita. Þær eru skráðar fyrir fullum 200 ár- um, og verða ekki hraktar. Hvinverjadalur er því dal- dragið frá Hveravöllum og Rjúpnafelli norður með Dúfu- nefsfelli að vestan og niður með Þegjanda að Seyðisá. í Hvinverjadal var stórt sæluhús á Sturlungaöld. Þar hittust höfðingjar og réðu ráð- aðarvörðu enn fyrir augum, er þeir fara Kjöl. Ekki er lík legt, að Raunguður hafi hlaðið svo mikla vörðu, að hún stæði öldum saman, né heldur svo mikla, að hennar gætti á slíku breiðabæli sem Kjalhrauni. En hér hefur náttúran hlaup- ið undir bagga. — Vestasta Strýtan á Kjalhrauni er fullir 20 m á hæð, mjó og uppdreg- in sem varða. Þegar komið er norðan undir Kjalhraun ber Strýtan við loft og sýnist næsta mikil og furðuleg. Hún er kennileiti, sem ómögulegt er að villast á. Því hefur í- myndunaraflið komið til skjal- anna: Þessi mikla „varðg“ Hveravöllum, reist 1938. Sund- (Ljósm.: Páll Jónsson) hlýtur að vera Rangaðarvarða. Hann hefur ekki verið lítill fyrir sér, Raunguður, þræll Eiríks í Goðdölum. Kjalvegur hinn nýi Nú liggur vel bílfær vegur yfir Kjöl, sem kunnugt er. Hann þræðir að vísu ekki hina gömlu lestaslóð, en liggur mjög samhliða henni. Bílveg- urinn liggur sem fyrr yfir Bláfellsháls, en hjá Fremri- Skúta víkur hann til austurs upp á Skútuháls og austan undir Innri-Skúta og austan Svartárbuga, beygir þá norður á Geirsöldu og síðan austan undir Kjalhrauni til Hvera- valla. Frá Hveravöllum liggur leiðin ekki til Skagafjarðar heldur í Blöndudal. Blanda og ýmsar ár á Eyvindarstaðaheiði eru farartálmar, þótt dæmi sé til þess, að farið hafi verið á bifreið úr Svartárdal í Húna-- vatnssýslu til Hveravalla. Einnig er stundum farin Ey- firðingaleið, af Hveravöllum yfir Blöndukvíslar og síðan norður og austur með Hofs- jökli að Laugafelli. En sull- söm er sú leið yfir mörg vótn og ströng. Ofan við Innri-Skúta eru vegamót, og liggur þaðan rudd bílaslóð til Kerlingar- fjalla, 11 km, að sæluhúsi Ferðafélagsins í Árskarði. Hvað er á Kili? „Hvað er í Róm“, hóf Grön- dal mál sitt forðum, er hann skyldi prófa Hannes Hafstein í landafræði. „Hús og menn“, svaraði Hannes. „Þetta kalla ég að svara út af“, sagði þá Gröndal. Ef ég á í snöggu bragði að svara slíkri spurningu um Kjöl, get ég ekki verið alveg eins stuttorður og Hannes, enda kæri ég mig ekki um að svara út af. Á Kili er fyrst og fremst olnbogarými. fjölbreytt nátt- úra, torfærulausar gönguleið- ir, margar bílslóðir — og sæluhús til gistingar. Fjótt á lilið eru gróður- leysur yfirgnæfapdi, og með- fram bílveginum frá Hvítár- nesi til Hveravalla sést varla stingandi strá. En þetta gef- ur ekki rétta hugmynd um gróður á Kili. Hann er furðu- mikill þótt landið sé 600—800 m yfir sjó. Sunnan undir Kjal- hrauni er mikill gróður. Þiófa dalir eru algrónir, norðan undir Hrútafelli eru stórar breiður af eyrarrós ,og í Fögru hlíð stendur blágresi í blómi fast við jökuljaðarinn. Norður af Hveravöllum eru geysivíð flóaflæmi og grónir vallendis- bakkar meðfram ám og lækj- um. Fjallgrös eru mikil og góð Framh. á bls. 12 Á slóðum Ferðafélagsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.