Morgunblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 12
12
M0RCUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 10. maí 1964
IULI
SKYRTAN
sem ekki þarf
að strauja
Semak
Ralgeymar
fyrir báta og bifreiðar.
6 og 12 volta. Margar stærðir.
Rafgeymahleðsla
og viðgerðir.
RAFGEVIVlAISljfUM
Húsi sameinaða.
BILA
ÖKK
Grunnur
Fyllir
Sparsl
Þynnir
Bón
EINKAUMBOÐ
Asgeir ólafsson, heildv.
Vonarstræti' 12. Sínu 11073
— Njarðvik
Framhald af bls. 8.
Hann 9egir að þarna sé gott að
vinna. Flestir mennirnir séu
úr Reykjavík. Þeir búa þarna
í skálanuim og fara hei-m á
föstudagskvöldum. Og venju
lega koma allir aftur á mánu-
dagsmorgni. En nú fer að
vanta fleiri menn, því verkið
er að fcomast í fullan gang.
Kiukkan er 3 og allir fara
í kaffi á loftið í fiskhúsinu,
sem hefur verið málað" og
gert snyrtilegt. Þar hellir
Rósa Kristmundsdóttir frá Mel
rakkadal í Víðidal upp á könn
una. Hún segir að þetta sé
ágæt vinna, nokkuð langur
vinnutími, frá kl. 6 á rnorgn-
ana til 11 á kvöldin, þvi menn
irnir vinna svo lengi fram eft
ir, en svo er frí á laugardög-
um og sunnudögum. Hún
kveðst öðru hverju fara í
slíka vinnu og líka hún vel.
Sumir mannanna eru sýni-
lega miklir atorkumenn og
spila eins og þeir séu í akk-
orði í kaffitímanuim. Þeir
totta allir pípu, sígarettumenn
irnir hafa skipt yfir í pípu
vegna aðvörunar krabba-
meinssérfræðinganna.
Verður að nægja fyrst
um sinn
Og hvenær verður komin
höfn þarna? Upphaflega var
talað um að ytri garðinum
yrði- lokið á þessu ári, upp-
lýsir Jón Guðmundsson, en
þegar hafa orðið tafir vegna
verkfallsins og við það lend-
um við með þetta fram á vet-
ur. Því verður ekki lokið fyrr
en á næsta vetri þó allt gangi
vel og fé verði fyrir hendi,
segir hann. Og síðan tekur
eitt ár að gera innri garðinn.
Nú liggur höfnin fyrir svo
opnu að nær ekkert er hægt
að nota hana. Eftir að þessir
nýju garðar verða komnir,
eiga 40-50 fiskibátar, að geta
legið þar. — En þag verður
samt fljótlega of litið, segir
Ragnar Björnsson, hafnar-
stjóri.
— Er þá ekki hægt að
stækka höfnina?
— Ja, það er öll Njarðvíkin.
En hún er bara svo grunn. Og
hér í Keflavík er svo djúpt.
Alls staðar er eitthvað.
— Má þá ekki gera eina
stóra höfn og tengja saman
Keflavíkurhöfn og Njarðvík-
urhöfn?
— Ekki eru nú nein áform
um það, en það gæti orðið
í framtíðinni. Einu sinni voru
Bandaríkjamenn búnir að
gera teikningar af slíku. Það
er geysilegt mannvirki, áætl-
unin var upp á 120 millj. og
síðan eru ein 7-8 ár. Ætli
ekki verði langt í land með að
hugsa til slífes. Til ag byrja
með verðum við að láta okkur
nægja nýju fiskiskipahöfnina
í Njarðvík. — E.Pá.
- Á ferðaslóðum
Framhald af 10. síðu.
á Kili, enda var sótt þangað
til grasa um langa leið af Suð-
ur- og Norðurlandi.
Þá eru jöklar á baða bóga
og stutt þangað, af Hveravöll-
um og úr Þjófadölum til Lang-
jökuls, en af Geirsöldu til
Hofsjökuls. Má auk þess fara
á bíl langleiðina af Geirsöldu
að Blágnípu.
Elzta sæluhús Ferðafélags-
ins er í Hvítárnesi, reist 1930,
af litlum efnum, en fyrir því
meiri ötulleik þáverandi for-
ustumanna félagsins, Skúla
Skúlasonar, Tryggva Magnús-
sonar og Helga frá Brennu.
Útsýni er mjög fagurt í Hvít-
árnesi, og marga fýsir þaðan
í Karlsdrátt, fast uppi við
skriðjökulinn norðan Skríðu-
fells. Þar er Fúlakvísl nokk-
ur þröskuldur, en oftast er
hún auðvæð undir Hrefnubúð-
ym. Einnig þarf yfir Fróðá,
sem er lygn en nokkuð djúp.
Sú bót er í máli, að oft má
fá bleikju í soðið í Fróðár-
ósnum.
Enda þótt Hvítárnes sé um
margt ágætur áfangastaður,
er reyndin sú, að flestir sækja
þaðan norður á Kjöl eða til
Kerlingarfjalla.
Kerlingarfjöll eru ekki á
Kili, þótt þau prýði mjög leið-
ina'þangað. Verður þeirra því
lítt getið í þessu spjalli.
Á Hveravöllum er rúmgott
sæluhús Ferðafélagsins, þótt
oft sé þar þröngt á þingi.
Hveravellir eru mjög miðsvæð
is á Kili og þar er gott að
vera. Húsið er yljað með
hveravatni, þar má fá fast að
því sjóðandi vatn með lítilli
fyrirhöfn og heitur baðpollur
er þar til að busla í. Þyrfti þó
að stækka hann og laga. —•
Þarna fá menn benzín á bíla
sína, og skálavörður Ferðafé-
lagsins ásamt fjárvörðum, sem
dveljast þar öll sumur, geta
leiðbeint um kennileiti og
ferðaleiðir. Stundum má og
fá leyfi til silungsveiði í Þegj-
anda og Seyðisá.
Suður undan er Kjalhraun.
Er gott dagsverk að ganga
hinn forna Kjalveg frá Rjúpna
felli að Kjalfelli, 5 km leið,
og horfa yfir Suður- og Norð-
urland af Kjalfelli, sem er
fremur auðvelt uppgöngu. Á
leiðinni yfir hraunið verður
fyrir Grettishellir, mikil
hraunhvelfing, en sandorpin
nokkuð, og suður á Hákili er
Beinabrekka, þar sem Reyni-
staðarmenn urðu úti með stór-
an fjárhóp og hesta haustið
1780. Er enn gnægð hvítnaðra
beina þar í brekkunni og
Beinavarða efst uppi.
Af Hveravöllum er hæg
gönguleið í Þjófadali, og þar
er líka dálítið sæluhús. Má
ætla þrjár klst. hvora leið.
Enn betra en nokkru erfiðara
er að ganga frá Stélbratti upp
á Þjófadalafjöll sunnan Odd-
nýjargils. Þar efra blasir við
nýr heimur, sjálfur Langjök-
ull. Fúlakvísl bullar undan
jökuljaðrinum á bak við Odd-
nýjarhnjúk eða litlu norðar.
Fáir hafa komið á þær slóðir.
Síðan má ganga suður með
jökli ofan í Jökulkrók, sem
Fúlakvísl steypist í fögrum
fossi ofan í fram af háum
klettastalli, Úr Jökulkrók er
auðgengið í Fögruhlíð og það-
an yfir jökulsporð nokkurn í
Hrútafell.
★
Flest bendir til þess, að
Kjölur verði mjög sótt ferða-
mannasvæði á ókomnum ár-
um. Ber margt til þess. Fram-
andi menn, sem vilja sjá sem
mest af landinu á sem stytzt-
um tíma, fá á ieið sinni yfirlit
yfir Suðurland og ýmsa sögu-
fræga staði meðfram þjóðleið-
inni. Þeir fara yfir miðhálend-
ið á Kili, þar sem jöklar breiða
úr sér á báða bóga, en nýleg-
ar hraundyngjur og vellandi
hverir verða á leið þeirra.
Norðan lands heilsa búsældar-
legir-dalir með rismiklum blá-
grýtisfjöllum til skjóls.
En margt er ógert þar efra,
sem vænta mátti, en þau verk-
efni munu leysast, eftir því
sem nauðsyn segir til. Það
næði engri átt að reisa dýrt
ferðamannahótel uppi á rniðj-
um Kili, eins og nú er. Slíkt
kynni einhverri Rauðkunefnd
að detta í hug, en öðrum ekki.
Hins vegar mun umferðin
aukast svo á næstu áratug-
um, að nauðsynlegt verði að
reisa þarna rúmbetri sæluhús
með aukinni fyrirgreiðslu
bæði vegna innlendra og út-
lendra ferðamanna. Þá þyrfti
og að vera þar fyrir hendi
þaulkunnugur og öruggur
fylgdarmaður til þess að hafa
á hendi leiðsögu fyrir ferða-
hópa og ráða fram úr vanda-
málum vegna slysa eða horf-
inna ferðamanna.
Ferðafélag íslands gengst
nú fvrir vikulegum áætlunar-
ferðum til Hveravalla og
Kerlingarfjalla. Nú þegar fara
allmargir á Kjöl til vikudval-
ar. Margir hefðu efalaust golt
af því að labba t. d. úr Hvít-
árnesi til byggða norðan
lands og hafa feitt sauðakjöt
í nestið að fornum sið. Að
vísu kvað þetta vera óholl
fæða fyrir hjartað og blóðrás-
— Samtöl
Framh. af bls. 3
semin hjá þeim væri svipuð
og hjá öðrum deildum Slysa
varnarfélags íslands og fjár
öflunaraðferðir svipaðar. Að
spurð sagði Guðrún að ör-
yggi á landi mundi aukast,
þegar Strákavegur yrði full
byggður og tekinn í notk-
un, því þá þyrfti ekki ein-
göngu að reiða sig á Siglu-
fjarðarskarð.
Að síðustu lauk hún lofs-
orði á skátadeildina á Siglu-
firði, sem gengi röggsamlega
fram í björgunarstörfum,
þegar á þyrfti að halda.
Músin sem fórst
Næst náum við tali af
Páli Bjömssyni, formanni
„Slysavarnadeildar Öræfa“.
„Er langt síðan þessi deild
var stofnuð, Páll?“
„Nei, hún var stofnuð í
september s.l.
„Og var þarna engin skipu
Páll Björnsson
lögð björgunarstarfsemi áður
í félagsformi“.
„Nei, en auðvitað var reynt
að bjarga því sem bjargað
varð, áður en deild þessi hóif
starfsemi sína“.
„Reyndi oft á það?“
„Nei, sem betur fer hefur
verið lítið um slys á þessum
slóðum á seinni árum a.m.k.
1 haust strandaði brezki tog-
arinn Lord Stanhope þar und
an ströndinni, en okkur tókst
að draga alla skipverja í land
í gúmbáti“.
„Er það ekki eini skipstap
inn, sem þarna hefur orðið
á seinni árum?“
„Jú, síðan 1933, en þá
strandaði skip þarna á nálega
sama stað, en allri skipshöfn-
inni var bjargað“.
„Hefur ekki veðrátta ver-
ið mild hjá ykkur í vetur?“
„Jú, veðurfar hefur verið
með eindæmum milt og gott“.
„Er sauðburður byrjaður?“
„Já, hann er nýlega byrj-
aður“.
„Hvernig er það Páll, þeg-
ar ég var í barnaskóla heyrði
ég talað um, að rottur og mýs,
fyrirfyndust engar í Öræifa-
sveit. Er það kannsfce bara
þjóðsaga?“
„Nei, það er rétt. Rottur
eða mýs hafa ekki náð þar fót
festu enn að því er vitað er.
Það kom hingað jú ein mús
fyrir nokkrum ámm. En
henni var fljótlega komið
ina, en ég ætla, að þeir mundu
ganga af sér svo margvíslega
vílsemi og áhyggjur, að það
yrði þeim til aukins langlífis,
þrátt fyrir sauðakjötsátið. —
Og svo geta þeir náttúrlega
lifað á fjallagrösum til vona
og vara.
Jón Eyþórsson.
fyrir kattarnef.“
„Svo þið stundið þá katta-
rækt, þrátt fyrir músaskort-
inn?“
„Já, en hún er nú einnig
fátækleg. Þjóðsögur hermdu
fyrrum, að hér þrifust ekki
kettir, en reynslan hefur efcki
staðfest þær. Að vísu eru hér
ekki nema 1—2 kettir, en þeir
virðast þrífast vel. Rottur
hafa stöku sinnum borizt
hingað með flutningi, en haifa
jafnharðan verið teknar ai
lífi“.
Svo kvað Páll Björnsson
og við þökkum honum upp-
lýsingarnar.
Elzta deildin
utan Reykjavikur
Næst hittum við Guðlaug
Eggertsson, fyrrverandi for-
malm slysavarnadeildarinnar
„Bjargar“ á Eyrarbakka.
„Hvað er langt síðan Slysa
varnadeildin „Björg'* var_
stofnsett, Guðlaugur?"
„Hún var stofnset't árið
1928 og er ásamt slysavarna
deildinni í Reykjavík elzta
slysavamadeild landsins**.
„Vomð þér formaður henn
ar lengi?“
„Ég var formaður hennar
í 14 ár, frá 1947—1961“.
„Hafa orðið mörg slys á
umráðasvæði deildarinnar?**
„Nei, sem betur fer ekki.
Einna minnistæðasta leitin í
sambandi við slysavarnir á
þessum árum, var þegar
tveir menn úr Reykjavík
fóru á fleka út í Ölfusá og
bárust með straumþungan-
um út á sjó. Þeirra var leit-
að á þremur mótorbátum,
einni flugvél og einni trillu,
Hófst leitin að nóttu til, en
það var ekki fyrr en eftir há
degi sem mennirnir fundust,
og vom þeir þá djúpt undan
Krísuvíkurbergi, er þeim var
bjargað**.
Guðlaugur Eggertsson
„Hver er nú formaður
slysavarnadeildarinnar
„Bjargár?“
„Frú Gróa Jakobsdóttir er
formaður hennar nú“.
„Hvað viltu segja að lok-
um um starfsemi slysavarna-
félaganna, Guðlaugur?**
„Ekki annað en það, að ég
álít, að félögin séu á réttri
braut. Þau fá að sjálfsögðu
aldrei hindrað öll slys, en
með áframhaldandi góðu saim
starfi þeirra og trú á mátt
kærleikans munu þau flá
miklu áorkað“.
Við þökkum Guðlaugi.