Morgunblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 21
Sunnudagur 10. maí 1964 MORCUNBLAÐIÐ \ 21 snron tiðindi d • Harðnandi bardagar í brezku nýlendunni Aden á Arabíuskaga hafa að undanförnu beint athygli manna í meiri mæli að þeim vandamálum, sem Bretar eiga þar við að etja. Andstaða upp- reisnarmanna í S Arabíusam- bandinu hefur farið mjög vax- andi siðan Nasser, forseti Egypta lands, fór frá Jemen eftir sex daga dvöl þar og margítrekaðar yfirlýsingar um, að Bretar skuli Ihraktir burt úr hinum arabíska heimi, hvag sem það kosti, — og eru Bretar við því búnir, að hann láti kné fylgja kviði. • Á þriðjudag gripu Bretar til meiriháttar hernaðaraðgerða gegn herskáum uppreisnarmönnum í fjallahéraðinu Radfan, sem er í um hundrað kílómetra fjarlægð frá borginni Aden. Náðu þeir möngum mikilvægum stöðvum uppreisnarmanna og opnuðu til öruggrar umferðar hinn svokall aða D-hala-þjóðveg, mikilvæga samgönguæð frá Aden að landa mærum Jemen en hann hefur tíðum verið skotspónn uppreisn armanna. Uppreisnarmennirnir í Radfan eru sagðir mjög herská- ir. Þeir eru af ættflokki er Quataibi nefnist og hefur foringi (þeirra, Saif Muqbil Quataibi aðalbækistöð sina innan landa- xnæra Jemen. • Ástandið á þessum slóðum hef ur verið tíðrætt í brezka þinginu að undanförnu, breaka ríkis- stjórnin hefur látið glöggt í Ijós áhyggjur sínar yfir vaxandi íhlutun Egypta og aðstoð við uppreisnarmenn — og Butler, utanríikisráðherra hefur rætt málið sérstaklega við Bandaríkja Btjórn. • Bretar líta málið mjög alvar- legum augum, því að þeir telja sig ekki mega missa herstöðina í Aden og þá aðstöðu, sem hún gefur til verndar hagsmunum þeirra á olíusvæðunum á þessum slóðum — auk þess, sem hún er mikilvæg fyrir herflutninga til Austurlanda fjær. • Aden er eitt af fjórtán ríkj- um Suður-Arabiusambandsins, verndarsvæðis Breta, er tekur yfir 112.000 fermílna svæði. Áætlað er, að íbúar þess séu um það bil ein milljón talsins, en fullkomin skráning hefur aldrei farið fram. Borgin Aden, þar sem er her- stöð Breta, er mjög vel varin frá náttúrunnar hendi. Hún stendur é dálitlum skaga, sem er í raun- inni gígur útbrunnins eldfjalls, Djebel Shamsham. Hún er stær- sta borg sambandsins, fríhöfn, — en höfuðborgin A1 Ittihad er þar skaipmt frá. Þar er aðsetur lög- gjafarþings, sem skipað er full- trúum allra ríkjanna en lýtur úr- slitavaldi brezka landstjórans, Sir Kennedys Trevaskis. Nýlendan Aden eín tekur yfir 75 fermílna svæði og telur 210.000 íbúa, Rúmur helmingur þeirra er Jemenar. • Kröfur Jemena til landsvæðis B-Arabíusambandsins eru engan veginn nýjar af nálinni, heldur eiga rætur ag rekja allt til 17. eldar, er Tyrkir sem höfðu haft yfirráð allt frá 1538 létu þau í hendur soldánsins í Sanaa, höfuð borg Jemen. Árið 1735 losaði höfðinginn Lahaj svæðið undan yfirráðum soldánsins og kom á fót sjálfstæðum soldánsdæmum, eem tíðum elduðu grátt silfur við Jemen-búa. Ágreiningurinn við Bretá út af landamærunum hef- ur verið við líði frá því Yemen varð sjálfstætt konungsriki árið 1918, — konungstjórnin viður- Ikenndi aldrei núverandi landa- tnæri, og sömu stefnu hefur lýð- veldisstjórnin haft. Hermönnum Nassers i Jemen fjölgar Sem fyrr segir hefur ástandið í S-Arabíusambandinu verið tíð- rætt i brezka þinginu að undan förnu. Sl. mánudag skýrði Sir Alec Douglas Home, forsætisréð- herra frá því, hvers herstjórnin í Aden 'hefði orðið vör varðandi hinn vaxandi herbúnað uppreisn armanna og aukna íhlutun Nass- ers í Jemen. Talið er, að Nasser hafi nú um 35-40.000 manna herlið í Jemen, en á síðasta ári, er hann hét stjórn Bandaríkjanna því að fatkka smám saman herliðinu, taldli þag tæp 30.000 manns. Ekki er vitað til að neitt af þessu liði sé staðsett nærri landamær um Jemen og Aden, svo að inn- rás er vart yfirvofandi á næst- unni. Megin hluti liðsins mun hafa verið sendur gegn konungs- sinnum í norðurhéruðum Jemen — en þeir hafa nýlega beint þeim tilmælum til U Thants, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann komi í veg aldrei viljað ræða slí'ka lausn málsins. Þá urðu í þinginu allsnörp orðaskipti út af fregn þeirri er komst á ‘kreik frá Aden um síð- ustu helgi, að tveir brezkir her- menn hefðu verið háls*höggnir og höfðu þeirra sett á stöng í borginni Taiz í Jemen og höfð þar til sýnis almenningi. Banda- ríska sendiherranum í Sanaa, höfuðborg Jemen (Bandaríkja- stjórn hefur viðurkennt lýðveld- isstjórnina í Jemen, en Bretar ekki) var falið að grennslast fyr- ir um sannleiksgildi fregnarinnar en varð einskis vísari, er benti til þess að rétt væri hermt. Af hálfu stjórnarandsíöðunnar brezku var rnjög gagnrýnt, að herstjórnin í Aden skyldi gefa upp nöfn hermannanna tveggja, meðan fregnin var enn óstað- fest — og staðhæfðu þingmenn, að fjölskylda annars þeirra 'hefði fyrst heyrt fregnina í sjónvarpi. Ekki hefur enn komið ljóslega fram, hvað varð um þessa tvo hermenn, en stjórn Sallals til- kynnti opinberlega, að fregnin væri uppspuni frá rótum. Stjórnir Breta og USA gremir a • Glöggt er, að stjórnir Banda ríkjanna og Bretlands greinir verulega á um afstöðuna til Nassers . f síðustu vi'ku fór Richard Butler utanríkisráðherra til Bandaríkjanna og ræddi mál þetta við stjórnina í Washing- ton. Hann fór þar m.a. fram á, að Bandaríkjastjórn tæki fyrir aðstoð við Nasser, meðan hann Butler og Johnson í Wáshington. — Ósammála um stefnuna gagnvart Nasser. fyrir þá fyrirætlun Nassers, að útrýrna gersamlega stuðnings- mönnum Imamsins, Al-Badr. sem séu um ein milljón talsins. Á hinn bóginn herma óstaðfestar fregnir, að egypskir liðsforingjar finnist í liði uppreisnarmanna í Aden — og vopn þeirra eru talin vafalaust frá Nasser runninn. Sir Alec lýst því yfir, að brezka stjórnin kærði sig ekkert um átök við Nasser og myndi í lengstu lög reyna að forðast þau. Hins vegar gerði hann sér fylli- lega ljóst, að hinn sívaxandi stuðningur við uppreisnarmenn gæti verið undanfari beinnar inn rásar frá Jemen. Hann sagði það eindregna ósk brezku stjórnar- innar, að Sameinuðu þjóðirnar ákvæðu landamæri Jemen og Aden endanlega og tækju upp eftirlit með því að slík ákvörðun yrði í heiðri höfð. En stjórnir Jemen og Egyptalands hefðu héldi áfram íhlutun og undir- róðri sínum gegn Bretum í S- Arabíusambandinu. Tilmæli ‘hans fengu neikvæðar undirtektir. Bandaríkjastjórn er sögð leggja á það áherzlu, að Nasser hafi margt afrekað sem stjórnarleið- togi Egyptalands — undir hans stjórn sé þjóðin í stöðugri fram- för. Hann sé ekki kommúnisti — en með því að fjandskapast um of við hann kunni hann að snúa meir til vinstri. Ennfrem- ur, að Bandaríkjastjórn hafi viðurkennt lýðveldisstjórnina í Jemen og kröfur hennar varð- andi Aden séu í litlu frábrugnar kröfum Imams-stjórnarinnar fyrrverandi. Og síðast en ekki sízt, að Bandaríkjastjórn eigi einnig hagsmuna að gæta, þar sem olíulindirnar séu, en þeirra telji hún sig gæta betur með því að semja friðsamlega við stjórnir aðliggjandi ríkja en með því að beita þær vopnavaldi. 0 Þá er talig víst, að Butler. hafi rætt við Bandaríkjastjórn I þær fregnir sem hafa borizt | undanfarið um að Nasser sé í þann veginn að koma sér upp minni háttar kjarnorkuvopnum. Fregnir þessar eru nokkuð um- deildar, segja sumar þær runnar undan rifjum ísraelsmanna í áróðursskyni, en stjórn ísraels hefur sem kunnugt er marg- sinni beðið stjórn V-Þýzkalands að hlutast til um að þýzkir sér- fræðingar hætti eldflugasmíðum fyrir Egypta. Aðrir telja fregnir þessar á rökum reistar og segja einnig, að ísraelsmenn hafi tekið þeim með stillingu, er benti til að þeir séu sjálfir vel á veg komnir með smíði sams konar vopna. Enda þótt Nasser sé nokkur ógnvaldur vegna útþenslustefnu 'hans og stöðugra seilinga til á- hrifa í ríkjum Araba, eru margir þeirar skoðunar, að hann eigi langt í land með sameiningu ríkja þeirra, — og er þar bent á reynslu síðustu ára, t. d. sam- band hans við Sýrland að undan- förnu. Og ferð hans á dögun- um til Jemen, sem fyrr var getið, var ekki nein skemmti- ferð. Sagt er, að Nasser sé ekk- , ert vel við að þurfa ag'binda I í Jemen 40.000 manna lið — | — u. þ. b. þriðjung alls hers Egyptalands. — Sallal forseti lýð veldisstjórnarinnar hefur átt litlu fylgi að fagna og stjórn hans verið næsta áhrifalaus nema helzt í þrem helztu borgum lands ins — enda er Sallal heilsutæpur maður og lítt til þess fallinn að standa í stórræðum. Því var það, að Nasser hafði með sér til Je- men nýja stjórnarskrá; þar sem svo var á kveðið, að kómið skyldi á fót embætti forsætisráð- herra, er hefði mest völd. Jafn- framt lagði Nasser svo fyrir, að við því embætti tæki Hamud E1 Jaifi, fyrrverandi sendiherra I Kairo. Hann er sagður hafa mun meira persónufylgi en Sallal og vera líklegri til að koma á öfl- ugri stjórn sem ekki mun af veita, því að þróun landsins er mjög skammt á veg kominn. Einnig mun hafa mikið að segja, að Faisal prins í Saudi-Arabíu er sagður hafa mætur á Jaifi, en til þessa hefur andað köldu milli hans og stjórnanna í Sanaa og Kairo. Takizt Jaifi að brúa bilið milli Nassers og Faisals telur Nasser sig ugglaust eiga auðveldari leik gegn Bretum. Verkstœðispláss fyrir rafmagnsviðgerð óskast. — Má vera bílskúr. Upplýsingar í síma 11153. SveinaféSag pípulagningamanna Vill fáða starfsmann til uppmælingastarfa og fleira. Nánari upplýsingar í síma 20060. Umsóknir send- ist til sveinafélags pípulagningamanna, Freyjugötu 27 fyrir 15. þ. m. 2 bílar til sölu Tilboð óskast í Chevrolet ’56 og Ford ’58. — Báðir í ágætu standi. Til sýnis í Hlégarði 35, Kópavogi, sunnudaginn 10. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.