Morgunblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 28
28 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 10. maí 1964 BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN moorehead eða bolsjevíka Lenins; heldur voru bau rædd af ábyrgum mönn um í Dúmunni, jafnvel af einveld isflokknum sjálfum. í helztu að- alsmannasölum í Petrograd og í návist skyldmenna keisarans sjálfs, voru drukknar sikálar fyr ir óhollustu við keisarann og fyr irætlanir um að velta 'honum úr sessi, voru ræddar opinberlega. En þetta var ekki annað en framkvæmdalaust málæði. Sjálft vonleysi ástandsins virtist lama allan dugnað fólksins, og til þess að gera illt verra, fór óskapleg kuldabylgja yfir landið. í jan- úarmánuði komst frostið niður fyrir 40 stig og járnbrautarnet- ið, sem borgirnar áttu undir all- an matarforða sinn og herinn all ar birgðir, stöðvuðust af frost- inu. Þráin eftir fæði, hita og friði var allsráðandi í hugum venju- legs fólks, og það þurfti ekki annað en komast í biðröð við brauðbúð til þess að verða þess vart, að' rússneski verkamaður- inn með alla sína hægt og hinn fræga hæfileika til að þola hvers kyns harðrétti, var nú að nálgast eitt brjálæðiskastið, sem hann fékk öðru hverju, en þá gat hann um ekkert hugsað annað en brjóta, brenna og skemma allt sem fyrir varð. — Þetta — en ekki Þjóðverjarnír — var hættan, sem „embættis“-stéttirn ar óttuðust raunverulega og gerðu örvæntingarfullar tilraun- ir til að gera keisaranum ljóst. En nú var Nikulás orðinn óað gengilegri en nokkru sinni fyrr. Dauði Rasputins virtist hafa komið honum í eitthvert gremju og forlagatrúar mók. Hann lok aði sig inn í Tsarskoe Selo, á- samt fjölsky'ldu sinni, rétt eins og hann væri umsetinn af óvin- um, og nú gætti orðið lítið per- sónutöfra hans og blíðlyndis. Hver tilraun til rökræðna við hann sökkti honum æ meir í fjandskap og tortryggni; nú var hann orðinn eins og einhver kyn blendingur af Job og einræðis- herra. Þegar stórhertogarnir, frændur hans og bræður, skrif- uðu honum alvarleg bréf og vör uðu hann við, að bylting væri óumflýjanleg, nema hann skip- aði stjórn, sem þjóðin gæti fellt sig við, svaraði hann eitthvað þessu líkt: „Ég þoli engum að gefa mér ráðleggingar", og hann endurtók einbeittlega þá sann- færingu sína, að það væfi skylda hans að varðveita einræðið, þar til yfir lyki. Hinn 12. janúar fór brezki sendiherrann, Buchanan, til Ninkulásar til að láta í ljós við hann kvíða þann, sem banda menn hans, Bretar og Frakkar, bæru út af ástandinu. Honum var veitt viðtal, standandi og það var í þessu viðtali, sem Nikulás kom með þessa frægu setningu: „Hvort eigið þér við, sendiherra, að ég eigi að ávinna mér traust þjóðar minnar, eða hún eigi að ávinna sér mitt tráust?" Aðrir, sem fengu áheyrn hjá Nikulási þessa daga, sögðu, að tekið hefði verið á móti þeim í sail, þar sem annar endinn var — Ég get glatt þig með því, að þú ert ekki nærri því eins þung og maður gæti haldið. tjaldaður af, og að þeir hefðu haft það óþægilega á meðvitund inni, að keisarafrúin sæti bak við það tjald og hlustaði á hvert orð, sem sagt væri. Snemma í janúarmánuði tókst Trepov loksins að fá afsögn sína tekna til greina, og metorðagjarn skrifstofuherra, að nafni Nikulás Golitsyn fursti, var settur í hans stað. Engin ástæða virðist hafa verið til þessarar skipunar önn- ur en sú, að furstinn var sjúkur, máttfarinn og fjörgamall, og því undanlátssamur. Hann var skelf ingu lostinn, þegar Nikulás skip- aði hann í embættið, en treysti sér ekki tií að neita, og ef út í það var farið, var Protopopov nú hinn raunverulegi forsætisráð herra Rússlands. Hatrið gegn honum í Dúmunni var svo magn- að, að hann var hrópaður niður, hvenær sem hann sýndi sig þar, en þá hafði hann önnur ráð: á hverju kvöldi var hann sagður halda andafund, með Rasputin, og árangurinn af þessum fund- um var símaður til keisarafrú árinnar, næsta morgun. Protopo pov gætti þess einnig að halda henni við efnið í blekkingun- um, með því- að senda henni upp login skeyti dag hvern, þar sem dáðzt var að því, hve góð og ágæt og hugrökk hún væri, og innilega keisarinn væri elskað- ur. f janúar kom áríðandi sendi- nefnd frá Bandamönnum til Pet- rograd, undir forustu Milners lá varðar frá Englandi, Doumergue frá Frakklandi og Scialoia frá Ítalíu, og var erindi hennar að samræma hernaðaráætlanir þeirra við Rússa og ef hægt væri, að hressa við rússnesku víg línuna. Ógurleg runa af veizlum og fundum var haldin, en ekk- ert mjakaðist — ekkert annað en það, að nú varð það augljóst hinum, að Rússland var að lenda í ógöngum, sem enginn virtist geta afstýrt eða jafnvel geta gert sér grein fyrir. Á vígstöðv- unum voru helztu hershöfðingj- arnir, Alexiev, Brusilov og Rus- sky jafn kvíðafullir og stjórn- málamennirnir og einnig þeir voru með leynimakk um ráð til að losna við keisarann. Jafnvel var þetta haft eftir Brusilov: „Ef ég á að velja milli keisarans og Rússlands, þá met ég Rússland meira“. í janúar voru að minnsta kosti þrjár æsingastöðvar gegn keisar anum að verki í Petrograd. í fyrsta lagi Aðalsmannasamband ið, félagsskapur aðalsmanna, sem hafði „hallaruppreisn" á prjón- unum. í öðru lagi öflin yzt til vinstri, aðallega sósíaldemókrat- arnir, sem héldu áfram mold- vörpustarfsemi sinni, eins og hvít ir maurar, í verksmiðjum og hern um. Og í þriðja lagi Dúman sjálf. Og gegn um alla þessa þrjá hópa hlykkjaðist Okhrana, eins og eitt hvert sníkju-skriðdýr, sem þrifst bezt þar sem það getur valdið rotnun og eyðiileggingu. Bæði í Dúmunni og sósíaldemó krataflokknum hafði verið nokk ur tilhneyging hjá hinum sund urleitu klofningum að sameinast, meðan á ófriðnum sóð, og þessari stefnu óx fylgi eftir dauða-Ras- putins. í Dúmmunni höfðu frjáls lyndir og vinstrisinnaðir þing menn, að sósíalistum undantekn- um, sameinazt í einn flokk, sem kallaður var Fr'amfarasamband' ið. í því voru 240 af 402 þing- mönnum, og aðalforingjarnir voru Rodzianko, forseti Dúmunn ar, Miljukov, foringi Cadettanna, Guchkov, einveldissinni, sem hafði orðið ósáttur við keisai- ann, út af Rasputin1) og Lvov fursti, sem enda þótt hann væri ekki þingmaður, þá hafði hann getið hér ágætt orð, sem for- maður sveitarstjórnasambands- ins i Moskvu. Alexander Keren- sky var svo sem einskonar skæru liði, einhversstaðar á útskefjum þessa flokkasambands. Á svipaðan hátt hafði vaxið upp félagsskapur, þekkt-ur und ir nafninu Mezhrayonka innan sósíaldemókrataflokksins, og var tilgangur hans að sameina men sjevíkana og bolsjevíkana. For- ingjar hans hneigðust til mennta mannastefnu — síðar átti Trot- sky eftir að verða einn foringja hans — en nú var þessi flokkur að gerast athafnasamur og áhrifa mikill. Maxim Gorky var að vísu ekki foringi hans, en hefur samt ef ti'l vill verið einhver bezti fulltrúi stefnu hans og tilgangs. Þegar komið var fram í jan 1) Guchkov, fyrrverandi for seti Dúmunnar og stóreigna- maður, var ævintýrapersóna — einskonar rússneskur d’ Annunzio. Hann hafði farið um Kínverjamúrinn, barist gegn Bretum í Búastríðinu í Suður-Afríku, og með grísk um skæruiiðum í Makedóníu, og auk þess háð mörg ein- vígi. Á þessum tíma stóð hann fyrir samtökum um „hallar- byltingu". KALLI KÚREKI Teiknari; FRED HARMAN OUCUf OLD-TlMEe.-THlS HORSf ••• V . oh/.-does aw awful lotof.-ow/- B-BOUMCIMS-UPAWD DOWM/ I.-UH." Wvl' THIMK YOU P-PALMED OFF.--OUOL- FKSi? AM IMFEaOB ANIMAL OM ME f /—' I--OW/--IM0T/CE ITDOESM’r) B-B0THEJ2 YOU í OOH/YOU '—W—w CH-CHEATED ME* THIS.-OUCH---]( l HOPG HSDOH’T) HORSE iS A B’SAD ACTOR/ J/]<E£P TPIS UP \ " '( 'CAUSE /F X LOSS J f YOU GDTTA R!DE HIM A DAB-NABBIT/ GO W!TH TH' ) HOKSB/ DOM'TJUST SET/ (there uke a clop' y Þeim lenti illilega saman áður en lauk, honum Gamla okkar og prófess or Boggs. Og það gekk svo langt, að Gamli var farinn að æfa ^ig í skot- fimi að húsabaki. t>ar kom Kalli að honum og leizt ekki á blikuna. —Miðað við þetta sýnishom af skotfimi þinni held ég ekki að ég myndi hætta mér í deilu við nokkum mann væri ég í þínum spomm. — Ég verð að halda uppi heiðri mínum og það er háttur hraustra manna að láta byssurnar jafna sakir. — Fólk heldur mig huglausan ef ég læt prófessor Boggs líðast að kalla mig bófa og geri ekkert í málinu. — En þú getur ekki hitt neitt. Allt sem þú myndir afreka væri að loft- gata nokkra saklausa áhorfendur. — Og á meðan þú værir að strá um þig blýinu getur Boggs tekið mið í ró og næði og hitt þig beint rríilli augn- anna. Þú veizt ekki nema hann sé meistaraskytta. Hefurðu nokkuð hugsað út í það? AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar. Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri er Stef- án Eiríksson. úarlok voru báðir þessir flokkar, Framfarasambandið og Mezhra- yonka, að vinna að stjórnarbreyt ingu, en hvor á sinn hátt. HIÐ HEIMSKUNNA GOLD LABEL KAKÚ f f N A G E R D R E =Y;KJ AVÍK.U R H F. mm Árbær, Selás, Smálöndin SUMARBÚSTAÐAFÓLKI upp við Árbæ, í Selásnum og í Smálöndum við Graf- arholt, skal á það bent, að í þessum hverfum eru starf- andi umboðsmenn fyrir Morgunblaðið. Til þeirra skulu sumarbústaðaeigend- ur snúa sér ef þeir óska að fá Morðunblaðið íeðan dval izt er í sumarbústaðnum. Einnig er hægt að snúa sér til afgreiðslu Morgunblaðs- ins, sími 22480. Umboðsmennirnir eru fyr- ir Árbæjarbletti Hafsteinn Þorgeirsson, Árbæjarbletti 36, fyrir Selás, frú Lilja Þorfinnsdóttir, Sclásbletti 6 og í Smálöndum María Frið- steinsdóttir, Eggjavegi 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.