Morgunblaðið - 12.05.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1964, Blaðsíða 19
f>riðjudagur 12. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 Björg Björgólfsdóttir Minningarorð í DAG á 65 ára afmælisdegi Bjargar Björgólfsdóttur, er lézt 9. marz sl., vildi ég minnast Ihennar örfáum orðum, þótt seint sé, því að minningarnar leita á (hugann, er vinir hverfa. Sorg og gleði langrar ævi birtast og ótal atvik vaikna á ný. Björg hafði svo margt fram yfir fjöldann og vit og vilja til að hefja sig yfir allt lítið og lágt, brjóta sér braut gegnum margs konar erfið leika sér og sínum til farsældar. Saga hennar er sannkölluð hetju saga og þess virði, að hennar sé- minnzt. Björg Björgólfsdóttir vár fædd á Eyrarbakka, dóttir hjónanna Elínar Pálsdóttur og Björgólfs Ólafssonar. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Pálínu sem lézt fyrir rúmu ári og Björgu sem var yngri systirin. Elín missti mann sinn eftir skamma sambúð, þá var Pálína tveggja ára en Björg ófædd. Þegar Björg var sex ára, giftist Elín síðari manni sínum, Þorbirni Hjartarsyni, hinum ágætasta manni. Þau hjón eign- uðust fjögur börn: Hjört, Geir- laugu, Sigurð og Önnu. Mikið ástríki var með systrunum og ihálfsystkinum þeirra alla tíð. Fyrstu ár ævinnar fór Björg á imis við það að eiga raunveru- legan föður. Það hefur sín áhrif á barnssálina að 'vera föðurlaus fyrstu ár ævinnar, og jafnvel svo ung börn skynja það vel, þegar móðirin þarf að vinnar hörðum Ihöndum til að sjá heimilinu far- borða. Þetta er að vissu leyti ekóli, en nokkuð harður þó. Svo raunverulegur getur skóli lífsins verið, að strax í vöggu fái börn- in að kynnast því, sem seinna meir verður hlutskipti þeirra sjálfra í lífinu. Þeirra systra beið beggja sama hlutskipti og móður þeirra — að missa eiginmanninn á bezta aldri. Pálina sem gift var Kláusi Hannessyni, missti hann eftir fárra ára sambúð, er hún var uim þrítugt. Þau áttu eina dóttur, Svanlaugu Ester. Björg giftist Gunnari Hjörleifssyni, en hann féll frá, er hún var um fertugt. Þau eignuðust átta börn. Ung að árum fór Björg að vinna fyrir sér, fór m. a. í fisk- vinnu í Viðey ásamt Pálínu systur sinni og fleiri stúlkum af Eyrarbakka. Hef ég það eftir kunnugum, að þær Akbrautar- systur hafi þar verið rómaðar fyrir háttprýði og myndarskap.’ Áttu þær systur margar góðar minningar þaðan, sem þær höfðu gaman af að rifja upp í hópi góðra vina, enda voru þær mjög samrýmdar alla tíð. Björg var afar glæsilg kona á unga aldri, tágrönn og tíguleg með tinnu- svart hár og brún augu. Hún unni fagurri tónlist og hafði yndi af dansi og öðrum græsku- lausum skemmtunum. Hún var stálgreind kona, skapföst. og viljasterk, og dugðu þeir eigin- leikar henni vel í lífinu. Björg giftist ung Gunnari Hjör leifssyni frá Eyrarbak'ka, dug- miklum, gáfuðum drengskapar- manni. Þau stofnuðu heimili á Eyrarbakka, en fluttust til Hafn- arfjarðar árið 1927, er Gunnar réðst í skipsrúm á togaranum Sviða. En á togurum voru örugg ustu og beztu tekjur sem menn áttu völ á í þá daga. Gunnar var siðan óslitið á Sviða til síðustu * Rósa Agústs- dóttir Fædd 25. júní 1915. Dáin 3. maí 1964. KVEÐJA FRÁ TVEIMUR ÆSKUVINKONUM. Enginn getur örlög flúið, áfram verður hjólið knúið. Lífsins hjól og léttvæg fundin löngunin að vera til. Ósk, sem bærist innst í hjarta, ósk um daga glaða bjarta. Minningin um æskuárin okkar þriggja græðir sárin. Lífið var sem ljúfur óður, lundin hress í dagsins önn. Við sátum allar sólarmegin, sáum fram á beinan veginn. Æskan kvaddi, árin liðu, okkar margar kvaðir biðu. Á þessarl mynd sjáið þið Guðjón Tómasson, starfsmann fyr- irtækisins og Óskar Engilbertsson og Jóhann Jóhannesson, hina tvo eigendur fyrirtækisins Ventils s/f. Bílalyfta á verkstæðinu, sem gerir allar viðgerðir bæði aúðveld ari og snyrtilegri ferðar, en hann fórst í stór- viðri við Vestfirði í desember 1941. Það varð því hlutskipti Bjargar að gegna að miklu leyti starfi húsfreyju og húsbónda, taka við því sem hann aflaði, láta tekjur og gjöld ná saman og helzt að koma upp nokkrum varasjóði til að tryggj a húsnæði fyrir fjölskylduna. Það tókst líka með þeirri einlægu sam- vinnu og ástúð, sem einkenndi sambúð þeirra hjóna alla tíð. Þau eignuðust snotra íbúð í fyrstu verkamannabústöðunum, sem byggðir voru í Hafnarfirði, og bjuggu þar allan sinn búskap síðan. Var heimili þeirra mjög til fyrirmyndar á allan hátt, reglu- semi og snyrtimennska Bjargar voru hennar aðalsmerki. Stórum áfanga -var náð, er ungu hjónin voru komin í eigin íbúð, og nú var sett annað mark að stefna að; sá bezti arfur sem þau gætu eftirlátið börnum sín- um væri að veita þeim góða menntun. Er Björg missti mann sinn, voru þrjú barna þeirra innan fermingar en hin komin í framhaldsskóla. Það kom því í hennar hlut að ljúka þessu sam- eiginlega áformi þeirra hjóna. Enn lifa orð Ólafar ríku: „Eigi -skal gráta Björn bónda, heldur safna liði“. Trúlega hefur Björg hugsað eitt'hvað á sömu leið, er Gæfan fleytir einum, einum yfir lífsins vonarskarð. Þú varst sterk í þínum raunum, þú hefur hlotið hvíld að launum. Minninganna arineldur yljar, nú er dómur felldur. Þú ert horfin. hjartans vina, heillavættir fylgja þér. Yfir fljótið mikla, myrka mun þig leiða höndin styrkja. Þögul nótt í friðarfaðmi faldi þig í gleði og harmi. Nú er risin náttlaus dagur, nú er lífsins óskastund. Sigurglöð og göfug kona gengur svo á Drottins fund. K. I". Nýtt bíloverk- stæði NÝLEGA var stofnað nýtt bif- vélaverkstæði við Kleppsveg. Það heitir Ventill s.f. Auðveld- asta leiðin til að rata þangað er að fara Kleppsveg, þar til náð er Köllunarklettsvegi þar sem Kassa geröin er til húsa, enda er á- formaö að setja þar skilti, þar sem Ventill s.f. er auglýstur rækilega. Mbl. hitti eigendur þessa nýja fyrirtækis í gær. Þeir eru Jóhann Jóhannsson og óskar Engilberts- son. Starfsmaður þeirra er Guð- jón Tómasson. Sérfag þeirra er slípun á ventl un og mótorviðgerðir. Þeir segj- ast geta skilaö bílum, sem skilað er til þeirra á mánudagsmorgni, í síðastalagi á föstudag. Eigendur segjast gcta tekið við 5 fólksbílum i einu, en fyrst um sinn muni þeir einbeita sér að slípingu á ventlum. Þeir hafa aflað sér fullkominna tækja vegna þessarar sérhæfing- ar og segja þeir að hægt sé að lækka viðgerðarkostnaðinn að verulegum mun vegna þessa. mest reyndi á þrek hennar. Rétt mánuði áður en maður hennar fórst hö»3u þau misst eldri dótt- ur sina á Vífilsstöðum, mestu efnisstúlku, sem hafði þá lokið gagnfræðaprófi með ágætiseink- unn. Áður höfðu þau hjón misst dreng sjö ára gamlan. Þessi áföll létu eftir sig sár, sem aldrei greru, en vilji Bjargar var samt óbugaður og hann átti eftir að skirast í þeirri aldraun, sem hefði mátt buga hverja meðal- manneskju. Er hún sá hilla undir vonir sínar rætast með menntun barn- anna, misstu þau heilsuna hvert af öðru. Elzti sonur hennar veiktist af berklum, þegar hann hann hafði lokig prófi frá Verzl- unarskóla íslands, og yngsti son- ur hennar var enn í mennta- skóla, er hann veiktist einnig af berklum, en lauk þó prófi utan- skóla. Hinn sterki metnaður, sem hún hafði fypir hönd barna sinna, og trú á getu þeirra yfirvann öll vonbrigði og veitti henni kjark.. Hún hjúkraði börnum sínum meðan þau voru að ná heilsu af slíkri alúð, sem enginn fær gjört nema sá sem hefur yfir að ráða ótakmarkaðri ást og umhyggju. Henni fannst aldyei fullgert það sem hún ætti að gera fyrir börn sín, enginn tími of langur, eng- in fórn of stór. Máttur verka hennar var runninn frá upp- sprettulind þess auðs sem aldrei þrýtur. Hún var heil og sönn í því starfi sem öðru. Ég get ekki lokið þessum kveðjuorðum án þess að geta hálfsystkina Bjargar, samheldni þeirra og gagnkvæm hjálpserm lýsti bezt kærleik þeirra syst- kina. Það vita þeir einir sem bezt þekktu hvað Björg var sínu fólki, skyldmönnum og venzlafólki, bæði í gleði og sorg, þá var hún sterkusrt er mest á reyndi. Heimili hennar stóð jafnan opið, þegar einhver af hennar fólki þurfti á að halda, og eigum við hjónin henni þökk að gjalda, þar sem elzti sonur okkar fæddist á heimili hennar. j lífi þessarar heiðurskonu hafa skipzt á skin og skúrir, en takmarki sínu náði hún, þar sem börn hennar hafa öll fengið ágætismenntun og eru hinir nýt- ustu menn. Eftirlifandi börn þeirra Gunnars og Bjargar eru: Hjörleifur forstjóri Sjúkrasam- lags Hafnarfjarðar, Magnús vél- smiður, Björgúlfur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Guðbjörg húsfreyja Geir alþingismaður og Hjörtur kennari.- Ævisaga Bjargar Björgólfsdótt ur er hetjusaga íslenzkrar al- þýðukonu, sem vinnur störf sín í kyrrþey og ætlazt ekki til ann- arra launa en að sjá vonir sínar rætast í framtíð barnanna sinna. Ég vil kveðja þessa ágætu konu með ljóðlinum Einars Benedikts- sonar: En þar brástu vængjum á ' fagnandi flug, sem frostnætur blómin heygja. Þar stráðirðu orku og ævidug, sem örlög hvern vilja beygja. Á. G. Humarbátur Skipstjóra vantar nú þegar á góðan bát til humar- veiða. — Tilboð sendist Morgunblaðinu fynr 14. maí, n.k. merkt: „Humarbátur — 9711“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.