Morgunblaðið - 12.05.1964, Blaðsíða 24
MORCUNBLAÐIÐ
' ín-iðjudagur 12. maí 1964
1
1 JOSHPHINE EDfí AR- 1
1
FÉA SYSTIR
1. KAFLI.
Þegar ég lít um öxl og virði
fyrir mér allt, sem gerðist, þyk-
ir mér einna sárast, að það er
rétt svo, að ég get munað eftir
Fíu systur minni ungri, og það
hlýtur að hafa verið þegar ég
var tíu ára en hún átján, eða þar
um bil. Þá var mamma enn á
lífi og Fía var rétt nýbyrjuð að
vinna á skemmtistöðunum en
það voru stór veitingahús, þar
sem höfð voru skemmtiatriði tvö
eða þrjú kvöld í viku.
heima gerði hún húsverkin á
kvöldin, af því að mamma var of
veik til að geta gert þau.
Fía var falleg, há og grönn með
fallegt, ljóst, liðað hár, sem við
höfðum báðar frá mömmu, og
blá augu eins og sumarhimin-
inn. Hún hefði farið í verksmiðju
fjórtán ára, ef ekki mamma hefði
átt þessa peningalús til. En þeg
ar hún var sextán ára, útvegaði
pabbi henni þessa atvinnu í veit
ingahúsi, sem kallað var „Söng-
fuglarnir". Þetta var nýtt hús
— Ah. Núna fer fyrst vel um mig í stólnum.
með skreyttum glerrúðum og
gljáfægðum rauðaviði.
Hún hafði góða rödd, hreina
og innilega, og af því að hún
var svona lagleg og kát í bragði,
var hún ráðin víða á skemmti-
staði í norður- og norðausturhluta
Lundúnaborgar.
Mér fannst þetta afskaplega
spennandi, að þurfa ekki annað
en líta vel út og fá heilt sterlings
pund fyrir. Auðvitað vissi ég
ekki, hverskonar staði-r þetta
voru, þar sem Fía var að syngja,
en hún hataði þá af öllu hjarta.
— Þú skalt aldrei gefa þig í
þetta, Rósa, hvað sem pabbi kann
að segja. Karimennirnir eru á
eftir manni eins og úlfahópur.
En svo þegar hún var átján
ára, kynntist hún frönskum
manni, sem hét André og lék
undir söng hennar. Hann var
vanur að koma og fara með hana
á skemmtistaðinn og fylgja
henni heim aftur, og þá var rétt
eins og mamma og Minna frænka
yrðu eitthvað hressari í bragði.
Augun í Fíu ljómuðu af ánægju
og ég man, hvað mér þótti hún
falleg þá.
En svo þegar fram liðu stund
ir, hætti André alveg að koma,
og Fía fór að verða föl og með
hræðslusvip. Um tíma var hún
veik, og mamma grét, en Minna
frænka þrælaði í öllu og skellti
í góm, en það var öruggt áhyggju
merki hjá henni.
Eftir þetta var Fía orðin breytt
og nú hlógu fallegu bláu augun
aldrei framar, en urðu eins og
bláir gluggar i fallega andlitinu,
og gegn um þá horfði hún rann-
sakandi á umheiminn. Þó var ég
þar undantekin. Við mig var hún
alitaf góð.
Ég var vön að liggja í stóra,
breiða rúminu, sem við sváfum
í og hlusta á hávaðann úti fyrir á
götunni — stundum varð ég
hrædd við hann, því að þarna
voru áflog, eða einhver kvenmað
ur að æpa, en ég var að bíða eft-
ir að heyra í vagninum, sem Fía
kom í heim. Og svo þegar hún
kom, settist ég upp í rúminu,
kveikti á kerti og horfði á hana
þegar hún kom, svona skraut-
lega búin. Þá vafði hún mig örm
um og sagði mér frá þessu dá-
samlega lífi, sem ég skyldi eiga
fyrir höndum, síðar meir.
Það var pabbi, sem útvegaði
henni þessa atvinnu, enda mátti
segja, að þetta væri á hans sviði.
Lengi stóð ég i þeirri trú, að
hann ynni enn í leikhúsum. En
það var ekki fyrr en eftir að
mamma dó, að ég komst að því að
hann var ekki annað en iðjuleys
ingi og ómagi, fjárhættuspilari
í smáum stíl, sem gat verið al-
mennilegur við hvern, sem tímdi
að gefa honum eitt glas.
Ég sá hann aldrei eftir að ég
varð fjórtán ára, og ég efast um
að Fía hafi séð hann heldur —
að minnsta kosti nefndi hún hann
aldrei á nafn. Hann var karlmað
ur og í hennar augum voru karl
rhenn óvinir, sem ætti að veiða
og hafa gott af þeim, en fleygja
þeim síðan, þegar ekki væri
meira upp úr þeim að hafa. Pabbi
var vondur við okkur — af því
að hann var hégómlegur og veik
ur fyrir — og hann var ein á-
stæðan til þessarar afstöðu henn
ar til karlmanna.
Mamma hafði tekið niður fyrir
sig, eins og það var orðað i þá
daga, eða um aldamótin. Hún
strauk að heiman með honum
og fjölskylda hennar sá hana
ekki framar. Hún átti einhvern
líféýri af arfi, og hann bjargaði
henni frá algerum skorti.
Við áttum heima í litlu húsi,
milli Hackney og Dalston. Ef
pabbi hefði nokkurntíma unnið
ærlegt handtak, hefði okkur get
að liðið sæmilega, en ef frá eru
talin þau fáu skipti, sem hann
vann á veðhlaupunum, var hann
sífellt að sníkja eða stela rrá
mömmu. Þegar hann var heima,
var rifizt, og alitaf út af peninga-
málum.
Auk okkar var í heimilinu hún
Minna frænka, föðursystir pabba,
henni féll aldrei verk úr hendi,
því að á daginn vann hún í verk
smiðjunum þarna skammt frá og
BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
Hinn 8. febrúar gerðist atvik,
sem snerti þá báða:: átta með-
limir sendinefndar verkamanna
til Hergagnaiðnaðarnefndarinn-
ar1) voru handteknir fyrir að
hafa í frammi friðarsinnaðar
skoðanir. Enda þótt Framfara-
sambandið væri ails ekkert frið-
arsinnað, var það andvígt öllu
sgórnargerræði, engu að síður
en Mazhrayonka og sósíaldemó-
kratarnir; og allir áttu þessir
sameiginlega viðbjóðinn á Prot-
opopov og einbeittnina að losna
við keisarann.
Hinn 27. febrúar átti Dúman
að koma saman, og allir flokkar
gengu með fyrirætlamr um að
gera daginn minnisverðan með
árásum á keisarastjórnina. Flug
miðar komu fram í iðnaðarhverf
unum, þar sem skorað var á
verkamennina að rísa gegn stjórn
inni, og enda þótt bolsjevíkar og
mensjevíkar reyndu að spilla
hvorir fyrir annarra tiiraunum,
varð samt uppþot. í Dúmunni
1) Þessi nefnd var flokkslaus
tilstofnun — "meðal annars
sátu fulltrúar verkamanna í
henni — sem stjórnin hafði
komið á fót, í þeim tilgangi
að auka og stjórna striðsfram
leiðslunni. Þetta var ein af
fáum gagnlegum greinum
stríðsvélarinnar.
héit Kerensky þrumandi ræðu,
þar sem hann kvað Rússland
vera að þrotum komið. og tími
væri kominn að „gera upp“ stríð
ið.
Frekari sameiningartilraunir
komu á eftir, miili sósíaiistaflokk
anna, innan þings og utan; sam
eiginlegur fundur var haldinn
undir forsæti Gorkys, með vinstri
sinnuðum þingmönnum, bolsje-
víkum mensjevífeum, Mezhray-
onka og sósíalbyltingarmönnum.
Og skrifstofa var sett tii að sam
ræma aðgerðir þeirra allra.
Samt var þarna enn ekkert,
Sém kallazt gæti bylting. Byiting
in lá í loftinu, en enginn virt-
ist enn geta framkvæmt hana
með raunhæfum aðgerðum. Hún
sveif yfir Petrograd eins og yfir
vofandi þrumuveður, en brauzt
enn ekki út, og enginn einstak-
ur flokkur eða flokkasamband
hleypa henni af stað.
Sjálfan þingsetningardaginn
hafði Rodzianko ritað Nikulási
áríðandi bréf, þar sém hann
sagði, að byltingin væri yfirvof
andi. Hann fékk ekkert svar.
Eftir tvo dauflega mánuði í
Tsarskoe Selo var Nikulás í þann
veginn að fara aftur til her-
stöðva sinna í Mogilev, 450 míl-
um fyrir sunnan Petrograd, og
var farinn að hlakka til friðar-
ins og róarinnar þar. „Þá fer ég
aftur að leika dómínó í frístund
um mínum“, sagði hann.
Það er hægt að gera sér býsna
margar tilgátur um framferði
Nikulásar um þessar mundir.
Hafði Protopopov eða Okhrana
sagt honum, að þau ætluðu að
koma af stað uppþotum í Petro-
grad, til þess að geta barið niður
byitingarflokkana þar í eitt
skipti fyrir öll? Hafði hann ver-
ið aðvaraður um, að stjórnar-
skrárrof væri í uppsiglingu —
eða jafnvel banatilræði við hann
og keisarafrúna — undir forustu
Guchkovs og vina hans?
Þessar tilgátur hafa aldrei ver
ið hreinlega sannaðar. Menn
verða bara að álykta, að Nikulás
hafi farið frá Petrograd á þess-
ari öriagastundú, án þess að vita,
að glötunin var yfirvofandi —
eða kannski væri réttara að segja
var enn nógu máttugt til að ag hann hafi ekki viljað vita það.
Og samt hafði hann fengið að-
varanir um, að stormurinn væri
að skella á. Hinn 1. marz var
sett á brauðskömmtun og þá
voru gerð áhlaup á allar brauð-
búðir. Á eftir kom svo verkfall
málmiðnaðarmanna og uppþot
kvenna. En slíkt hafði svo oft
gerzt áður að það vakti engan
sérstakan ótta í Petrograd, og
lífið gekk sinn venjulega gang.
Fyrsta vikan af marzmánuði leið
KALLI KUREKI
->f- ->f-
•iK —
Teiknari; FRED HARMAN
—Við stöldum við hér svo þér
getið jafnað yður eftir að hafa setið
hnakknum heilan dag. Þetta lagast
á nokkrum dögum. — Kunnið þér að
spenna af
Prófessor Boggs beygir sig niður
til að losa hnakkólina . . .
— Hann steig á mig! Viljandi!
— Prófessor, menn verða að
gæta sín þegar hestar eru annars
vegar.
í eftirvæntingu en viðburðalaus
og engar sérstakar varúðarrað-
stafanir voru gerðar, sem gagn
væri í, nema hvað lítil'l hópur
sjóliða var sendur til höfuðborg
arinnar og lögreglan eitthvað
styrkt.
Að minnsta kosti sá Nikulás
enga ástæðu til að draga brott-
för sína lengur, og fór því úr
borginni 8. marz; og á sama degi
hófst byltingin.
Þegar litið er um öxl til at-
burða marzmánaðar 1917, lesn-
ar eru frásagnir þeirra, sem par
voru viðstaddir, horft á gamlar
myndir, þá dettur manni strax
í hug, hve hversdagsilega þetta
lítur allt út og laust við allt ó-
venjulegt. Þarna hefði átt að
vera eitthvert þrumuveður, ein
hverjir dramtiskir viðburðir, sem
tilkynna, að nýr dagur sé runn
inn, en ekkert slíkt gerist. Allir
götubardagar borgaranna bera
sama svip — sama hvar þeir
gerast. Atriðin hafa engan reglu
legan svip, þarna er enginn her
búnaður eða einkennisbúmngar,
eins og þegar farið er í stríð, og
á hverri tiltekinni stundu er erf
itt að sjá, hver er að berjast við
hvern. Þarna eru fyrir auganu
þessar venjulegu, velþekktu göt
ur, með steinlagningunni og
vagnsporunum eftir miðjunni,
búðirnar og skrifstofan, þar sem
farið er til vinnu daglega og mat
söluhúsið, þar sem borðað er; og
það er óraunverulegt og óskýran
legt, að nú skulu vera þarna lík,
í ræsunum og á miðri götu. ,
Samkvæmt frásögn sjónar-
votta, sem þarna voru á þessum
tíma, leit svona út í Petrograd.
Það var eins og byltingin
smeygði sér inn í borgina, og í
nokkra daga trúði fólkið alls
ekki því, sem var að gerast fyrir
augum þess. Fyrst hélt það, að
vélbyssuhríðin stafaði frá æfing
um hermanna í herbúðum þeirra,
að unglingarnir, sem óku vöru-
bílunum og æptu eins hátt og
þeir gátu, hefðu biátt áfram
sleppt sér, og umferðastöðvunin,