Morgunblaðið - 12.05.1964, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. maí 1964
MORGU NBLAÐIÐ
15
I
Mekkir viÖ Surtsey
Miðvikudaginn 22, apríl var
Ögri að veiðum skammt frá
Surtsey. í»á sáu skipverjar um
kl. 9.30 um kvöldið það sem
þeim sýndist vera nýtt gos suð-
vestur af Surtsey. Adolf Hansen
matsveinn, tók þessa mynd.
Hann segir að ef hann hefði
haft litfilmu í myndavélinni, þá
hefði bæði gosið í eynni sjálfri
og mökkurinn utan við hana ver
ið rauðlitað á myndinni. Logn
var og stóð reykurinn hér um
bil beint upp í loftið.
Við bárum myndina undir
Sigurð Þórarinsson, sem sagðist
ekki telja að þetta sé annað
gos utan við Surtsey, he’.dur
myndist mökkurinn þannig a3
hraunið rennur heitt út í sjóinn
og kemur af því gufumökkur.
Rennur það í sjó bak við eyj-
una og kemur til hægri fram
undan henni.
Nokkrum dögum áður höfðu
Ögramenn séð gufumökk kl. 7.30
um morgun koma upp úr sjón-
um á sömu slóðum, en hann
hvarf eftir skamma stund. í há-
degisfréttum í útvarpi heyrðu
þeir svo að „nýja gosið, sem
skip hefðu séð þarna, hefði ekki
sézt síðan daginn áður.“ Ekki
vita þeir hvað þar hefur verið.
Kiwanis gefur
lækningatæki
Varaforseti félagsskaparins kemur hingað
NÝR félagsskapur verður form-
lega stofnaður í Reykjavík
Bandarísk menning
Andstæður og mótsagiilr
BANDARISKUR uppreisnarseggur væri vís til þess að álasa
löndum sínum fyrir að líta ekki samkvæmt meginreglum
og kenningum hins bandaríska þjóðfélags, en ólíklegt er, að
hann drægi í efa gildi kenninganna sjálfra. Guido Piovene,
ítalskur maður, sem athugaði þetta nokkuð, gerði þar um
eftírfarandi athugasemd: „Ameríka er ekki það sem hún er
heldur það sem hún telur sig vera“. Og hún telur sig vera
allra þjóða réttlátasta. Þetta er það sem orsakar mestu and-
stæðurnar í Bandaríkjunum, þar sem rekast á hugsjónastet'na
Bandaríkjamanna og efnishyggja.
Aðfinnslusamir, evrópskir nöldurseggir, eru gjarnir á að
segja að Bandaríkjamenn séu efnishyggjufólk, sem ekki geti
verið án vélknúinna tækja sinná, bíla, sjónvarps, gufuhita.
„Bandaríkjamaðurinn", segja þeir, „mælir allt, jafnvel listina,
á dollaramælikvarða. Bandarískri utanríkisstefnu er stjórnað
af tilliti til peninganna — olíunnar, stóriðjufyrirtækjanna".
Sé þessu svarað eitthvað á þá leið að við Evrópumenn sé-
um heldur ekki svo sérlega mótfallnir bílum, sjónvarpstækj-
um og ísskápum né heldur andsnúnir olíunni, þá hvæsir gagn-
rýnandinn á móti: „Það er af því að Ameríka hefur spillt
okkur með fordæmi sínu“.
En enda þótt Bandaríkjamenn gefi sig mjög að smíðí alls
konar smátækja, afrækja þeir ekki af þeim sökum hugsjónir
sínar.
Bandaríkjamenn trúa því statt og stöðugt, að í megin-
reglum þeim, sem bárust til landsins á skipinu ,,MayfIower“
(árið 1620) sé að finna svar við öllum vanda. Reglur þessar
eru: Virðing fyrir frelsi annarra, hjálp við bágstadda, sjálf-
stæði til handa smáþjóðum. í einu orði sagt, sjðfræðilögmál
einstaklings, sem gert hefur verið að siðareglum fyrir almenn-
ing. —
Þessari siðfræði sinni reyna Bandaríkjamenn síðan að
beita við heimsmálin. Bandarísku þjóðinni verður ekki att út
í styrjöld, nema henni sé sýnt fram á, að það sé réttlát styrj-
öld. Bandaríkin skárust ekki í hildarleikinn árið 1917 til þess
að tryggja lán bankastjóranna heldur vegna þess að þýzkir kaf-
bátar höfðu orðið varnarlausum konum og börnum að bana.
Eisenhower tók ekki hina tvísýnu afstöðu sína í Súezmál-
inu af tillitssemi við fjármálamenn heldur til varnar víðtæk-
ari hagsmunum sem tengdir voru Sameinuðu þjóðunum.
Marshall-áætlunin var ekkert risaglingur til þess ætlað að afla
bandarískum vörum markaða, eins og bezt sást á því, að áður
en yfir lauk skapaði hún þessum sömu vörum samkeppni.
Bandaríkjamönnum eru allir hlutir annaðhvort svartir eða
hvítir. A sviði alþjóðamála sjá þeir aðeins hetjur og bófa, enda
þótt þeir eigi í flestum tilvikum við að etja venjulega dauð-
lega menn, haldna venjulegum dyggðum og löstum. Banda-
ríkjamönnum þykir sérgáfa Breta til sátta og málamiðlunar
vera undansláttur eða jafnvel hræsni, en stífni Bandaríkja-
manna er Bretum aftur á móti þyrnir í augum. Þetta dálæti
Bandaxíkjamanna á andstæðum á sér sína sögu. Það voru
nefnilega Evrópumenn sem sköpuðu Bandaríkin, — öfgafullir
Evrópumenn, sem leituðu þar lausna á vandamálum sínum.
Það voru mennirnir, sem ekki gátu sætt sig við andstæðurnar
í Evrópu af því að þeir voru uppreisnaiseggir og uppreisnar-
seggir eru þeir enn í dag.
Hér kemur einnig til greina mennin^ fjöldans gagnvart
menningu einstaklingsins. Bandaríkin urðu fyrst til þess að
þróa upplýsingatæki sem næðu til fjöldans, útvarp, sjónvarp,
vasabrotsbækur og fleira.
f Bandaríkjunum er starfsemi þessi rekin eins og fjár-
gróðafyrirtæki. Reynt er að vinna alla sem í næst og helzt enn
fleiri á hennar band. Árangurinn er fræðsla til handa fjöldan-
um. Áhrifa þessa gætir á sinfóníuhljómsveitunum, sem eru
um landið þvert og endilangt og á því hve hljómplötur með
sígildri tónlist seljast nú vel. Sjónvarpsstöðvar leggja til tíma
fyrir menningardagskrár sem afla þeim álits. Vasabækur fara
æ batnandi, þær byrjuðu feril sinn sem leynilögreglusögur og
æsandi reyfarar, en nú má fá í vasabókarbroti allar helztu sí-
gildar bókmenntir heimsins. Trúin á bókina er grundvallar-
atriði í bandarískri menningu. Faulkner skrifaði einu sinni:
„Bandaríkjamenn trúa ekki öðru en því sem þeir sjá á prenti".
Einstaklingshyggjan er heldur hvergi eins áberandi og í
Bandaríkjunum. Takið til samanburðar bandarískan rithöfund
og franskan. Með örfáum undantekningum tilheyrir franski
rithöfundurinn hinum útvöldu í þjóðfélaginu, frönsk skáld og
rithöfundar halda hópinn í akademíum sínum og kránum á
Montparnasse. En bandarískur rithöfundur er sjálfum sér nóg-
ur. Hann býr uppi í sveit eða sezt að erlendis. Faulkner sagði
einu sinni: „Ég er ekki rithöfundur, ég er bóndi“. í sérhverj-
um Bandaríkjamanni Txlundar landneminn. Hemingway unni
dýraveiðum, fiskveiðum, hernaði....
Svo rík er þörf hvers og eins til þess að vera sjálfs sín
ráðandi, að líf hirðingjans er dæmigert líf Bandaríkjamanns-
ins. Tíu prósent þjóðarinnar ferðast með húsið sitt á bakinu
eins og skjaldbakan. Hjólhýsið, sem til að byrja með var rétt
aðeins notað í ferðalögum hefur tekið miklum breytingum og
er nú orðið heilt hús á hjólum. Hvar sem hixðinginn finnur sér
loftslag er honum lyndi og nágranna sér að skapi, getur hann
sezt að um stundar sakir til þess að rækta kálgarðinn sinn —
og sæki á hann leiðindi, getur hann bara hirt sitt hafurtask og
haldið út í buskann, rétt eins og hirðinginn á eyðimörkinni
tekur upp tjaldið og leitar grænna haga. Þetta flakk — þetta
eirðarleysi, er arfur frá dögum landnemanna.
Ég minnist þess að franska skáldið Paul Claudel sagði eitt
sinn við mig: „Að skrifa um Ameríku er eins og að taka
mynd af ungbarni, það er varla hægt að smella af fyrr en
barnið hefur hreyft sig úr stað“. Ég var sjálfur rétt í þann veg-
inn að skrifa um vöxt og viðgang borganna og niðurníðslu
sveitanna, en nú, hefur þróunin gert þetta viðfangsefni úrelt.
I dag' færir stórborgin út kvíarnar með því að setja upp
útborgír sem likastar sveitunum, þar eru innkaupamiðstöðvar,
kvikmyndahús o. fl. Einu sinni voru allar búðir í bæjunum
miðjum og konurnar keyptu í matinn fótgangandi. í dag verzl-
ar frúin á bíl og henni verður að sjá fyrir stöðurými. Árangur-
inn af þessu er sá að gi-aslendi og tún, sem alveg voru að
hverfa, eru nú komin aftur og standa í fullum skrúða.
Um Bandaríkin má flest segja með nokkrum sanni.
Bandaríkjamenn má skoða sem kaldrifjaða kaupsýslumenn
eða sjálfumglaða góðverkaiðkendur, sem leggja hart að sér við
að hjálpa þjóðum þeim, sem skemmra eru á veg komnar og
börnum sem þjást af næringarskorti. Segja má að Bandaríkja-
menn séu dæmigerðir meðalmenn, eins og Babbitt, söguhetja
Sinclair Lewis, að þeir megi ekki missa útvarpið sitt, mynda-
blöðin og greinarnar, sem birtar eru í öllum helztu blöðum
landsins í einu. En það er staðreynd, að í allri meðalmennsk-
unni lifa og hrærast tilfinningaxíkir menn og gáfaðir, sem
mörgum hverjum mætti skipa til sætis með beztu hugsuðum
okkar tíma. Slíkir Bandaríkjamenn eru kannski öðruvísi,
kannski einhverjir þeirra af erlendu bergi brotnir. En samt eru
þeir sannfærðir um það, hver og einn, að Bandaxíkin eigi sér
sina menningu: „The American way of life“, og að þegar fram
líði stundir muni hún leysa allan vanda og bera sigur af hólmi.
En hvað sem öllum andstæðum og mótsögnum líður þá eru
allir Bandaríkjamenn sem einn maður þegar um er að xæða
stjórnarskrána, sjónvarpið, sinfóníuhljómsveitirnar, forseta-
kosningarnar — þeir sameinast í hinni ólýsanlegu tilfinnihgu,
sem á sér djúpar rætur og er hluti af friðarþrá þeirra, löngun-
inni til þess að gera ævinlega það sem rétt er, þeirri sannfær-
ingu að vinna sé dyggð og vissunni um að efnahagsleg vel-
megun sé leiðin til andlegrar farsældar.
i kvöld Kiwanisklúbburiau
Hekla, sem verður deild i alþjóð-
legum samtökum.
Kiwanis samtökin eru að
mörgu með svipuðu sniði og
Rotary- og Lions-klúbbar, og
styrkja ýmis framfaramál og
vinna að bættum þjóðfélagshátt
um.
Fyrsti Klwanis-klúbburinn var
stofnaður í Detroit 1915, en síð-
þó ekki fyrr en 1962, að alþjóða
reglan var stofnuð, en íslenzki
klúbburinn HEKLA er sá fyrsti,
sem stofnaður er á Norðurlönd-
um. Nú eru rúml. 260 þús. með-
limir í samtökunum’ og fullri fé-
lagatölu verið náð hér enda hef-
ur klúbburinn þegar starfað í
nokkra mánuði, en stofnskráin
verður fox-mlega afhent við hátið
lega athöfn í kvöld.
í þeim tilgangi kemur hingað
varaforseti Kiwanis International
Dr. R. Glenn Reed, ásarot konu
sinni, og' verða þau heiðursgestir
kvöldsins.
Aðalhvatamaður þessarar fé-
lagsstofnunar var Einar A. Jóns
son gjaldkeri, sem er formaður
klúbbsins. Félagar í HEKLU hafa
þegar hafið starfsemi á ýmsum
sviðum og á s. 1. jólum sendu
þeir nokkrum bar:iaheimi''vm
leikföng að gjöf, og nú hafa verið
ákveðin kaup á nýjustu lækninga
tækjum til afnota í sambandi við
brjóstholsaðgerðir.
Samtök kennara
skólanema
HINN 8. marz sl. stofnuðu nem-
ar í íslenzkum kennaraskólum
til félagsskapar sín á milli.
Nefnist hann Samtök íslenzkra
kennaranema. Aðilar að samtök-
unum eru þeir fimm skólar, er
brautskrá kennara fyrir skylu-
námsstigið: Kennaraskóli ís-
lands, íþróttakennaraskóli fs-
lands, Húsmæðrakennaraskóli
íslands, kennaradeild Tónlistar-
skólans og kennaradeild Hand-
íða og myndlistarskólans.
Samkvæmt lögum samtak-
anna er tilgangur þeirra þessi:
1) Að taka til meðferðar fjár-
hagsleg, menningarleg og
kennslufræðileg áhugamál nem-
endanna.
2) Að vera málsvari kennara-
nema gagnvart öðrum félags-
samtökum og yfirvöldum lands-
ins.
3) Að leita eftir samstarfi við
kennara og æskulýðssamtok á
íslandi og erlendis.
4) Að efla samvinnu milli
Norðurlandanna og norrænna
kennaraskólanema með því að
halda námskeið og fundj ásamt
þátttöku í Det Nordiske Semia-
aristrád.
í stjórn Samtaks íslenzkra
kennaranema voru kosnir þeir
Ólafur Proppé formaður, Steinar
J. Lúðvíksson varaformaður,
Karl Jeppesen gjaldkeri, Svan-
hildur KSber ritari og Sigríður
Einaxsdóttir spjaldskrárritarL