Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 9
fr Laugadagur 16. maí 1964 MORGUNBLAÐID 9 miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim!iMiiiiiiiiiii!iiiiii<iiiuiiiiiiii!iiiiiiin S A G A Norðmanna og ís- lendinga hefur löngum ] verið samantvinnuð, ís- lendingar komust undir j Danakonung ásamt Norð- mönnum 1330 en 1814, þeg- ar Danakonungur varl neyddur til að afsala Svía-j konungi Noregi varð ísland I eftir. Norðmenn vildu ekkil una því, að þeim og landil þeirra væri afsalað eins ogj hverjum öðrum gripumj heldur töldu, að úr því aðj konungur þeirra afsalaði! sér völdum sínum, þáj hyrfu þau til sjálfrar hinn-J ar norsku þjóðar, sem ein œtti rétt á að ráða örlögurrT sínum. Þessi kenning umí^ HMWMWSWS iv/MwK'Awíwiiiviw Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: Kveöja frá íslandi menn, sem lifðu í einhverjum heimi út af fyrir sig. Og margir þeirra voru daprir í bragði og þungbúnir,. þeim leið illa. Það hefur alltaf verið til nóg af upp- gerðarþunglyndi á fslandi, ekki sízt hjá ungum skáldum, en raun verulegt þunglyndi, sem heltekm naanninn? Hvar er það að finna á íslandi? Kannske hjá Kristjáni rjallaskáldi, en hvar svo víðar? Við getum sett þunglyndi á svið, en síðan ekki söguna meir. Þung- lyndi hins einmana Norðmanns er ákaflega oft blandið trúar- vingli og sektarkennd. Trúar- brögðin eru svo margfalt ríkari þáttur í lífi norskrar alþýðu en íslenzkrar, að þar er enginn samanburður á gerandi. Og þetta er sjaldan björt og glaðsinna trú, heldur myrk og hörð blátt áfram skjálfandi ótti við rauðar glóðir vítis. í Noregi skjálfa heilar sveitir af ótta við helvíti, en hér á íslandi er það einhvern veginn svo, að menn hafa ekki tekið víti svo, alvarlega. Víða í Noregi fylgir þessu harður heim- ilisagi og harðstjórn föður á börn unum, þegar hann er að ala þau upp á hinn rétta hátt. Við ís- lendingar höfum ekki þekkt neitt þvílíkt og sumsstaðar hefur tíðk- azt í norskum sveitum. Það er engin tilviljun, hve tíðrætt inorskum rithöfundum þessarar aldar hefur orðið um óttann og sektarkenndina, sem menn bera með sér frá bernskuheimilinu. Og þetta á sinn þátt í því, hversu kenningum Freuds hefur verið tekið opnum örmum í Noregi, kannske i engu landi eins. Hér þarf ekki annað en minna á Sig- urd Hoel og Helge Krog. Ég tók síðar eftir því, að flestir hinna einmana og innhverfu norsku stúdenta voru frá afskekkt- um dölum og þröngum fjörð- um Vesturlandsins, en ekki frá hinu breiðu byggðum austanfjalls. Auðvitað voru ýms- ar undantekningar frá þessu. En aðalreglan virtist sú, að Aust- lendingurinn virtist fljótteknari, hressilegri og opinskárri en Vest lendingurinn. Norðmenn gera sér almennt þennan m.un vel ljósan, og þetta kemur stundum fram í ríg og hnútukasti miili landshlut- anna. Þegar Austlendingar og Vestlendingar eru að rífast ganga klögumálin stundum á víxl. Þá segja Vestlendingar, að Austlendingar séu montnir, en Austlendingar, að Vestlendingar séu óhreinlyndir. Hvorug þessara ásakana er í rauninni réttmæt, hin hressilega einlægni Austlend ingsins er sjaldnast mont, og fáT læti margra Vestlendinga á held- ur ekki skylt við óhréinlyndi. En svona kritur milli lands- hluta er auðvitað til með öllum þjóðum. ☆ íslendingur, sem hafði dvalizt lengi í Noregi, og tekið þátt í ýmiss konar féiagsstarfsemi bæði þar og hér haima lét einu sinni þau orð falla við mig, að Norð- menn væru almennt miklu meiri hugsjónamenn en íslendingar, þeim væri eðiilegra að vinna fyrir einhvern málstað af algerri óeigingirni en okkur. Hann hélt því fram, að óeigingjarnir hug- sjónamenn án allra bakþanka væru harla fágætt fyrirbæri í voru landi. Þegar íslendingur- inn er að vinna fyrir einhvern imálstað, sagði hann, hefur hann næstum alltaf eitthvað annað en málstaðinn sjálfan á bak við eyr- að, stundum hreina eiginhags- muni eða að minnsta kosti löng- un til að láta á sér bera, Norð- manninum er miklu auðveldara að gleyma sjálfum sér fyrir mál- staðinn. Og í þessu sambandi var þessi kunningi minn að gera samanburð á norsku og íslenzku skoðanaofstæki. Báðum þjóðun- unum er það sameiginlegt, að þeim getur heldur betur hitnað í hamsi bæði út af stjórnmálum og öðrum viðkvæmum deilumál- um. En norska stjórnmálabarátt- an er næstum því aldrei eins ræt in og persónuleg og hinni ís- lenzku hættir oft til að verða. Þessu veidur auðvitað að ein- hverju leyti fámennið hér á landi, þar sem heita má, að all- ir þekki alla og viti allt um hagi náungans. En þessi kunn- ingi minn vildi halda því fram, að þetta stafaði einnig af ill- kvittni í íslenzkum þjóðarkarakt er, sem væri flestum Norðmönn- um algerlega framandi. Og hann henti hér á eitt, sem ég held að sé einhver snefill af sannleika í. Hann sagði, að norskt ofstæki væri „objektivt", tengt 'mál- staðnum sjáffum, en ekki per- sónu andstæðingsins. Það er mjög fátítt að heyra Norðmenn halda því fram, að skoðanaand- stæðingar þeirra séu verr inn- rættir en annað fólk, en hversu oft heyrum við ekki slíkt á Is- landi? Þetta veldur auðvitað því að málefnalegar umræður bæði úm stjórnmál og annað, standa á miklu hærra stigi í Noregi en á Íslandi og eru ekki litaðar af þeirri gremju og geðvonzku, sem hér veður uppi Hið íslenzka of- stæki er „subjektivt“, sagði kunningi minn, það er oftastnær ekki annað en dulbúin egómanía. íslendingurinn hugsar undir niðri eitthvað á þessa leið, þó að hann geri sér það víst sjaldnast ljóst sjálfur: „Ég, hinn mikli maður, er óskeikull, mínar skoð- anir á öllum hlutum- eru auð- vitað þær einu réttu. Hver sá, sem dirfist að hafa aðrar skoð- anir en ég, er annaðhvort hlægi- legt fífl eða skuggalegt illmenni, nema hvorttveggja sé.“ Og ég varð að samsinna kunningja mín- um í því, að það er dálítið til í þessu. Ég hef heyrt íslendin.ga af ýmsum flokkum hælast um af því, að þeir vilji helzt ekki tala við fólk, sem er á öndverð- um meið við þá í stjórnmálum. Aldrei hef ég heyrt neinn Norð- mann segja neitt þessu líkt, og han.n m.undi áreiðanlega verða að almennu athlægi þar í landi. En hér á landi finnst ekki svo fáum slíkur hugsunarháttur sjálfsagð- ur og eðlilegur Það má kannske segja, að bæði Norðmenn og ís- lendingar séu einstaklingshyggju menn á sína vísu. En það er oft- ast einhver reisn yfir einstak- lingshyggju Norðmannsins, ein- staklingshyggja íslendingsins vill stundum verða hrein lágkúra. Að lokum lagði kunningi minn fyrir mig þessa samvizkuspurn- ingu: „Heldur þú, að við íslend- ingar hefðum staðið okkur jafn- vel og Norðmerm gerðu, ef við hefðum staðið í þeirra sporum á stríðsárunum 1940—1945? Hefð- um við staðið eins og múrvegg- ur gegn leppstjórn landráða- manna? Hefðu ekki svikin orðið í miklu stærra stíl á íslandf en í Noregi?“ Það eru auðvitað eng- in tök á að svara þessum spurn- ingum með nemni vissu. Eflaust hefðu margir íslendingar staðið sig vel í þessum kringumstæð- um. En í hreinskilni sagt- er ég smeykur um, að svikin hefðu orðið í stærri stíl en í Noregi. Það er svo ríkt í íslendingnum að hugsa aðeins um sína augnabliks hagsmuni, að orna sér við þann eldinn, sem bezt brennur. íslend- ingurinn á svo erfitt með að gleyma sjálfum sér, en svo auð- velt að fóðra fyrir samvizku sinni alls konar vafasöm víxlspor. Ég er hræddur við, hvað kynni að hafa skeð hér á landi undir slík- um kringumstæðum. En von- andi kemur aldrei til þess, að við þurfum að standa í þeim sporum, sem Norðmenn stóðu í á þessum árum. ☆ Ég hef oft heyrt um það deilt, hvort við ísiendingar eigum til að bera kímnigáfu eða ekki. Sumir halda því fram að við eigum hana 1 ríkum mæli, aðrir að við séurn nær því gersneydd- ir öllu slíku. Sannleikurinn er nú einhvers staðar þarna á milli. En kímni íslendinga er talsvert ólík því sem er hjá hin- um Norðurlandaþjóðunum. Mér er næst að halda, að Danir eigi mesta kímnigáfu af þeim öllum. Það er einhver smitandi sjarmi við kímni Dana, sem aðrir geta fullveldi þjóðarinnar gagn- stætt valdboði og konung- dæmi af Guðs náð var þá nýstárleg og hafði þó verið driffjöður frelsisbar- áttu Bandaríkjamanna og frönsku byltingarinnar 1789. Norðmenn urðu um sinn að lúta í lægra. haldi og ganga Svíakonungi á hönd. En áður höfðu þeir efnt til þjóðfundarins á Eiðsvelli vorið 1814 og settu sér þar hinn 17. maí stjórnarskrá. Svíakonung- ur féllst síðar á árinu á að virða hana í meginatriðum og hefur hún síðan haldið ekki leikið eftir þeim. í grótesk- um orðaleikjum kemst enginn í hálfkvisti við Dani. En hin danska kímni er sjaldnast neitt verulega illkvittin. Ég tel, að Norðmenn hafi minni kímnigáfu til að bera en Danir, þeir eru almennt alvörugefnari. En ann- ars er hin norska kímni um margt svipuð hinni dönsku, sjaldnast eins smellin en oftast góðlátleg. Kímni af þessu tagi á yfirleitt ekki upp á pallborðið hjá okkur íslendingum, þó að hún sé að vísu til héf. Flestum Islendingum þvkir lítið varið í kímni nema að einhver bi'oddur illkvittni sé í henni. Hjá okkur eru mörkin í rauninni mjög svo óglögg milli kímni og persónu- legs narts og hálfgerra ærumeið- inga. Slíkt samband getur tekizt vel einstaka sinnum, en oft vill iilkvitnin bera kímnina ofurliði. Svo er það, þetta um okkur ís- lendinga, að yfirleitt þolum við illa fyndni, sem beint er að okk- ur sjálfum. Þetta gildir um okk- ur bæði sem þjóð og einstaklinga. Það fer ekki mikið fyrir kímni- gáfunni hjá okkur, þegar við erum að slægjast eftir lofinu hjá útlendingum um land og þjóð. Við vitum svo vel formlegu gildi, þrátt fyrir ýmsar breytingar, sem á hafa orðið. Það er þess vegna eðli- legt, að stjórnarskráin hafi örðið Norðmönnum tákn frelsis og sjálfstæðis þjóð- arinnar. Fyrir okkur ís- lendinga hefur hún einnig haft mikla þýðingu. Hún var að vísu ávöxtur þess, að slitið var þeim -ríkis- tengslum, sem milli land- anna höfðu verið allt frá 1262. En vegna þess að hún varð Norðmönnum umbún- aður, eggjun og hvöt þeirra eigin frelsisbaráttu, þá hvað við viljum fá að heyra hjá þeim, að við séum merkilegasta smáþjóð í heimi, gáfaðasta þjóð- in, bókhneigðasta þjóðin, dug- legasta þjóðin og hver veit hvað. Og við kunnum að haga spurn- ingum okkar við útlendingana þannig, að þeir verða fyrir kurt- eisissakir að segja eitthvað á þessa leið. Og ekki stekkur okk- ur bros í sambandi við þetta hól um okkur, sem við erum að fiska eftir. Og yfirleitt bregð- umst við reiðir við, ef einhver útlendingur leyfir sér í fullri hreinskilni að segja kost og löst á þjóðinni. Slíkt heitir á okkar máli níð og rógur. Norðmenn eru áreiðanlega engu minni ætt- jarðarvinir en við, en þeir þjóta ekki svona upp eins og eitur- nöðrur við hverja gagnrýni. Þeir hafa að miklu leyti yfirunnið þá djúpstæðu vanmáttarkennd sem að þessu leyti býr í okkur. Ég held að við íslendingar ættum fyrst um sinn að fara okkur-held- ur hægar í fiskiríinu eftir lofi um okkur en við höfum gert að undanförnu. Þetta fyrirbæri er nefnilega talsvert broslegt í aug- um margra útléndinga, þó að við komum ekki sjálf auga á það. Þessi viðkvæmni fyrir gagnrýni og háði, sem við íslendingar er- um haldnir sem þjóð, býr emnig verkaði hún einnig okkur til góðs. Því að án for- dæmis Norðmanna hefðum við seint fengið kjark til að feta sömu braut. Engin þjóð hefur þess vegna ríkari ástæðu en við íslendingar til að óska Norðmönnum til hamingju nú, er þeir minnast 150 ára afmælis stjórnarskrár sinn- ar. Enda gerum við það af heilum hug jafnframt því, sem við látum uppi þá von, að vinátta milli þessara tveggja nánustu frænd- þjóða megi vara um allan aldur. í ríkum mæli í okkur sem ein- staklingum. Það eru ákaflega fá- ir íslendingar, sem kunna' að taka rólega fýndni, sem stefnt er gegn þeim sjalfum, Þá er öll okkar kímnigáfa rokin út í veð- ur og vind. Mér hefur stundum dottið í hug, hvort við íslend- ingar séum ekki spéhræddasta þjóð í heimi, bæði sem þjóð og sem einstaklingar. Þetta er ein- hver vanmetakennd, sem við reynum að breiða yfir með remb ingi og merkilegheitum. Ég held, að við gerðum vel í því að reyna að temja okkur dálítið meiri sjálfshúmor, þetta að þola að sjá okkur sjálf í spaugilegu ljósi. Ég held, að við hefðum bara gott af því. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa á sé£ miklu meiri heimsborgara- og hof- mannablæ að þessu-leyti. íriiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiibmiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiíitiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiijiiiiiiiiiiiiji^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.