Morgunblaðið - 16.05.1964, Blaðsíða 11
Laugadagur 16. maf 1964
MORGUNBLAÐIÐ
11
Hundraö og fimmtíu ára af-
mæli stjórnarskrár Noregs
Eftir Kristmann Guðmundsson
í DAG blaktir norski fáninn yfir
írjálsum Noregi, og þar verður
mikið um dýrðir, því að í dag eru
150 ár liðin síðan „feður“ stjórn-
arskrárinnar komu saman á Kiðs
velli, til þess að móta lög þessa
ríkis, sem í dag hefur virðingu
og aðdáun alls hins menntaða
heims.
Noregur er eitt af elztu kon-
ungsríikjum í Bvrópu og saga
hans kunn meira en þúsund ár
aftur í tímann. Allir íslendingar
hafa í barnaskólum lært hvernig
þetta ríki varð til, því að saga
þess er svo náin og bUndin sögu
íslands, að ekki verður hjá því
Ikomizt að íslenzkur unglingur
þekki aðalatriði hennar.
í>að vekur athygli að stjórn-
arskrárfrumvarpið sem var
samþykkt árið 1814, hefur ekki
tekið miklum breytingum síðan.
Verkið var vel unnið. Stjórnar-
skráin var samin í skugga mik-
illa pólitískra örlaga, og glöggur
lesandi mun geta séð að í þessum
lögum eru áhrif frá frönsku bylt-
ingunni og ameríska frelsisstríð-
inu. Ef til vill gætir þó mest
áhrifa frá ens'kum lagaskilningi.
Eins og getur um hér að ofan er j
Noregur éitt af elstu konungsríkj
Knut Hamsun
t*m Evrópu en á seinni miðöldum,
komst landið undir Svíþjóð og
Danmörku og var búið að vera
ósjálfstætt í nálega 500 ár árið
1814. En á átjándu öld byrjaði
frelsisbarátta þess, sem lauk á
Eiðsvelli árið 1814.
Þjóðverjar gáfu stuttu eftir að
Carl Johan varð krónprins Sví-
þjóðar (1810) leyfi sitt til þess
að Svíþjóð mætti „annektera"
Noreg; þetta gerðist eftir sigur-
inn yfir Napóleon, í Leipzig
haustið 1813. Þá var sænska kon-
ungsættin í þeim vanda stödd að
ekki var til neinn erfðaprins og
valinn franskur general, Karl Jo-
han. Við friðarsamningana í Kiel
lét Friðrík konungur landið í
hlut Svía fyrir sig og sína eftir-
kounendur. Fregnin um þetta
náði til Noregs 24. janúar 1814.
Vakti hún að vonum mjög ákveð
inn mótvilja í Noregi. Danskur
prins hafði verið sendur þangað
árið áður sem vísikonungur,
Ohristian Frederik, og saman
gerðu nú helstu menn Noregs og
vísikonungurinn uppreisn gegn
þessari ákvörðun. Urðu þeir sam
mála um að lýsa yfir því að eftir
þetta væri Noregur sjálfstætt
ríki.
Það er óþarfi að rekja sögu
Noregs eftir þann dag. Hana
kannast allir fullorðnir íslend-
ingar við. En þegar við minn-
umst landsins á þessu merkiaf-
mæli, er það fyrst og fremst
hverju heimili þar í landi. Bók
sú, er álíka útbreidd í Noregi og
bíblían. fslendingasögurnar eru
einnig mjög vinsælt lestrarefni
þar. Þýðingar á þeim eru stofn-
inn í flestum heimilisbókasöfn-
um í landinu.
Sjálfir hefja Norðmenn bók-
menntasögu sína á „Sæmundar-
Eddu“ og skal ekki um deilt. En
öruggari er þó réttur þeirra til
KonungSrSkuggsjár — Specul-
um regale, sem víst þykir að rit-
uð sé í Noregi. Höfundur hennar
er ag vísu ókunnur en klókur
hefur sá maður verið, því hann
segir í formála að hann vilji
ekki láta nafn síns getið, „svo að
Björnstene Björnson
menningararfur þess sem leit-
ar á hugann. Noregur hefur
um langt skeig verið eitt þeirra
ríkja, sem borig hefur hátt í
menningu heimsins. Stórskáld
Noregs hafa verið þýdd á flest
menningarmál, ef ekki öll
og bókmenntir og listir Norð-
manna hafa hvarvetna vakið að-
dáun.
Allir kannast vlð málarann
Munch og myndihöggvarann
Vigeland ásamt fjölda annarra
frægra listamanna, norskra. Eigi
að síður eru það bófcmenntir
landsins sem hafa gert garð-
inn frægastan. — Því er efcki
að leyna að Norðmenn hafa
allt fram á síðustu tíma verið
talsvert fjöJJþreifnir um bók-
menntir íslendinga, svo sem forn
sögurnar, og einkum Heims-
kringlu Snorra. Heimskringla er
gefin út á norsku í tugum þús-
unda eintaka og nálega til á
Sigrid Undset
enginn hafni því, er nytsamt
mætti finnast í bókinni, annað
hvort af háði eða einhverskonar
fjandskap við þann, er skrifaði
hana.“ Af þessu mætti halda að
höfundur hafi verið kunnur
maður og líklega í hárri stöðu.
Hann hefur verið vel að sér í
guðfræði og bófcmenntum og haft
stjarnfræðilega þekkingu. Heims
maður hefur hann og verið og
má ætla að hann hafi gert bdk-
ina fyrir einhvern þann er taka
skyldi við konungdómi; bendir
margt til þess, og meðal annars
heiti verksins. Bókin er talin rit-
uð á öndverðri 13. öld, eða tólf-
hundruð og tuttugu-þrjátíu, á rík
isstjórnarárum Hákonar hins
gamla, og munu vísindamenn
vera nokkurnveginn sammála
um að höfundurinn hafi verið
andlegrar stéttar maður í þjón-
ustu konungs, og líklega búsett-
ur í Þrándheimi. Er ritið að fonh
inu til, samtal milli föður og son
ar og regluleg kennslubók í góð
um siðum handa hirðmönnum,
kaupmönnurh og konungum.
Mörg og góg heilræði eru í bók-
inn og sagt hvernig hefðarmenn
skulu kappkosta að fara eftir
lögum og rétti, vera lítil'látir, sið
samir og réttlátir, en einnig léttir
í lund, hæverskir og viðmótsþýð-
ir. Konungum og furstum eru
lagðar margar lífsreglur og
strangar, en annars er höfundur
víðsýnn maður og tekur tillit til
veikleika manneðlisins. Það er og
ráðlagt þeim, sem ritið les, að
kynna sér mál og venjur annarra
þjóða, en fyrst og fremst latínu
og frönsku, en týna þó efcki sinni
eigin tungu, því — eins og þar
segir — efcki er hægt að kaupa
frá útlöndum þjóðmenningu sína,
ef hún glatast.
„Konungsskuggsjá“ var gefin
út í Kaupmannahöfn árig 1768
og kom um það leyti einnig í
latneskri þýðingu.
Þótt Norðmenn stæðu mjög
Ólafur konungur og Haraldur r íkisarfi
að baki frændum sínum, íslend-
ingum, um sagnaritun á fyrri öld-
um, er ýmislegt til athyglisvert,
er þeir hafa þá ritað. Talið er að
Eysteinn erkibiskup hafi safnað
sögnum um Ólaf helga í kringum
1170, var bók sú rituð á latínu,
en síðar þýdd á norrænu og hef-
ur geymzt í einu elsta handriti
sem vitað er um frá Noregi:
„Norsk Homiliebok", er gerð var
um 1200. í henni eru margir merk
ir hlutir, þar á meðal verk eftir
Engilsaxann Alkuin, er nefnist
„Um dyggðir og lesti“. Auk þess
eru þar hinar merku stólræður er
nefnast „Stafakirkj upredikunin“
og „Dómsdagspredikunin.“
Merkasta skáldverk Norð-
manna frá þessum tíma verður
að telja „Draumkvæðið". Er aug
ljóst að höfundur þeirrar kviðu
hefur lesið sögu þá er Hákon
konungur Hákonarson lét þýða
úr latínu: „Duggals leizla“, og-
er skráð af munki einum írskum,
en ekki er vitað um forsögu þess
verks. Höfundur „Draumkvæðis
ins“ hefur haft hlðsjón af þessu
verki, en Draumkvæðið er gert
um aldamótin 1300, og hefur síð
an geymst á vörum þjóðarinnar,
því miður talsvert skert og meng
að málýskum ýmissá héraða. og
tíma. Augljóst þykir að það sé
ort af Norðmanni, því ag hvorki
er hugsunin eða handbragðið ís-
lenskt, og annarra þjóða mönrt-
um er numast til að dreifa,. sem
mögulegum höfundi kvæðisins.
„Draumkvæðið“, er í sjálfu sér
ekki mjög frumlegt, hvað efni
viðvíkur: Ólav nokkur Ástuson,
fellur í leiðslu og sér of heima
alla, upp til himna og niður til
vítis, þar sem Grútti gráskeggj-
ur ræður ,og getur einnig að
líta dóm settan í skýjum, þegar
dagur reiðinnar gengur yfir
mannkynið. Fer þó betur en á
horfðist, því að Kristur sjálfur
kemur til skjalanna og sleppir
öllum syndasálum inn í .Paradís.
Þótt efni kvæðisins sé efcki
frumlegt, jafnvel á þeim tíma
sem það er gert, er mál og efnis
meðferð með snilldarhandbragði.
Stundum er höfundur jafnvel ný-
tízkulegur í lýsingum sínum:
„So kom eg meg votno dei,
der isane brunne bláa —
Framhald á bls. 14.
miiiiiiiiiiiiiiiiitiiiMiiiiiiiiiiicHiiiiiiiiiiiimiiiiii'miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimm
| IUatthías Jochumsson:
| ísland til Noregs [
1 Austur um haf þar sem himinsins sól
hækkar um skínandi morgna,
mænir á ljósið, sem lífsandann ól,
landið við íshafið borna. 1
Enn þráir Noreg, sinn öndvegisstól,
eyjan forna. §
= s
Feðurnir kvöddu þar óðul og arf
endur á blóðaldar tíðum;
svall þeim oft hjartað, þá kynlandið hvarf,
kröpp var þeim brynjan að síðum. =
Góð voru’ ei skiptin. En Guð hafði starf j§
geymt í smíðuin: — p
Starfið að yrkja sem óbyggða lóð J
andann og skrúðvengi Braga; =
tóm varð þeim ævin við bardaga’ og blóð
byggðar um fátæka haga. §i
Þá kom frá Noregl: lifandi ljóð,
ljós og saga. — §§
Noregur, Noregur! frægð vor sem f jör
frá þínu brjósti er runnið;
sviplíka hamingju, hlutfall og kjör,
hafa’ okkur nornirnar spunnið. p
Til þín vor hjörtu, þó hnekkt væri för,
hafa brunnið.
'iiiiiiiiiuiiiiii<iifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiM'i'm:miiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiHmiiiiiiimiiiiiiiimmiiiMmimtmfUiHÆ