Morgunblaðið - 16.05.1964, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.05.1964, Qupperneq 14
14 MORGUNBLADIÐ Laugadagur 16. maí 1964 — Frjálsi Noregur 'Framhald á bls. 11 Inkje kneggja soten min, Inkje göyddi min hundi, inkje gol dei ottefuglan." Norðmenn eiga mörg og fögur þjóðkvæði, upprunninn á þeim tíma er tónar þjóðvísunnar hljómuðu um öll Noröurlönd og víðar. Mörg eiga þessi ljóð ræt- irr sínar að rekja til annarra þjóða, en sum eru ainorsk, svo sem hinar gullfögru riddaravís- ur, er fjalla um Bendik og Aaro lilja. Enn syngja ungar meyjar í norskum dölum ástarjátningu Bendiks: „Eg tikji so vent um ditt gule haar, som epli dei dryp paa kvisti. Sæl er den som deg maa faa, Gud bære den som sko missti.“ En Draumkvæðið er nokkuð einstakl fyrirbæri í bókmennt- uim Norðmanna á þessum fornu H. Ibsen tímum. Svo virðist sem fslending ar hafi tekið með sér alla þá gáfu sem til skáldskapar þarf er þeir fóru af landinu. Og er sú hefnd ail gífurleg á hinum gamla ,,beatle“ Norðmanna Haraldi Hár fagra. Raunverulega er um mjög fá skáld að ræða í Noregi, aðra en íslendinga, frá því landnáms- menn íslands fóru þaðan og þar til Petter Dass (1647-1708) kem- ur til sögunnar, en hann fæddist fjórum árum eftir að fyrsta prentsmiðjan var sett á stofn í Noregi — (113 árum eftir að prentverk Jóns Arasonar kom til Hóla). Petter Dass var fæddur í Norður-Noregi og var faðir hans ættaður frá Skotlandi. Á bók hans „Nordlands trompet" hefjast raunverulega bókmenntir Noregs. Hitt er svo hverjum manni ljóst að eftir þennan tíma vaxa og risa bókmenntir landsins þar til þær á okkar öld hafa náð svo mikilli frægð og hlotið slíka aðdáun alheims að vart getur annað land talizt Jafnoki. Að vísu er nú svo komið að flest stórskáld Noregs geymast í gröf. Herman Wildervey, Olav Dunn, Olav Bull, Knut Hamsun, Sigrid Undset, Sigurd Hoel — þau eru öll horfin. Auðvitað er eftir margt skrifandi manna og kvenna — en nokkru lægra er risið á hinum bókmenntalega Noregi en áður var. Enn kunna þó Norðmenn að skrifa skáldsög ur og ljóð, og tæknilega eru þeir mjög langt frammi. « V*® að a uglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Gunnar Bjarnason hiýtur Menningarsjóðsverðiaun Þjóðleikhussins S.L. sunnudag, að lokinni sýn- ingu á Támngaást, afhenti þjóð- leikhússtjóri verðlaun úr Menn- ingarsjóði Þjóðleikhússins. Gunn ar Bjarnason, leiktjaldamálari, hlaut þau að þessu sinni. Þetta er í sjötta skiptið, sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum, en áður hafa sex leikarar hlotið þessa viðurkenningu. - Verðlaunin eru veitt fyrir listræn störf og skal þeim varið til utanfarar. Menningarsjóður Þjóðleik- hússins var stofnaður 20. apríl 1950 á vígsludegi leikhússins og eru verðlaun veitt úr honum á afmælisdegi Þjóðleikhússins. Gunnar Bjarnason hefur starf að í 10 ár hjá Þjóðleikhúsinu, fyrst sem nemandi hjá Lárusi Ingólfssyni í leiktjaldamálun. Að loknu námi í Þjóðleikhúsintl fór hann til Svíþjóðar og stund- aði þar framhaldsnám í listgrem sinni. Fyrstu leiktjöldin, sem Gunn- ar gerði fyrir Þjóðleikhúsið var í leikritið Mann og konu árið 1956. Síðan hefur hann gert leik tjöld fyrir margar sýningar þar og er mjög' vaxandi í list sinni. Á þessu leikári hefur hann mal- að leiktjöld í eftirtalin leikrit: Gísl, Læðurnar, Mjallhvít og er nú að ljúka við tjöldin í Krafta- verkið, en það leikrit verður frumsýnt næsta haust. Vérðlaunin eru að upphæð kr. 20 þús. Myndin er tekin þegar þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rós inkranz afhenti Gunnari verð- laumn. , AUTOUTE fRODUCTS 0F Cj5SirceJ M0T0R C0MPANT AUTOUTE kraftkerti í alla bíla SNORRI G. GUBMUKDSSON HVERFISGÖTU 50. — SÍMI 12242. Húsbyggjendur Iðnaðarmenn Eftirtaldar vörur flytjum við út frá PÓLLANDI: Söguð FURA og GRENI Söguð EIK „ALPEX“ spónaplötur „ALPEX“ harðtex „ALPEX“ trétex „ALPEX“ hörplötur „BIPAN“ spónk.gðar spónaplötur KROSSVIÐUR GABOON-PLÖTUR LIGNOFOL-PLÖTUR EIKAR- og BEYKI PARKET EIKAR-MOSAIK PARKET EIKAR- og BEYKI GÓLFBORÐ Cœðavara — Samkeppnisfœrt verð Allar nánari upplýsingar veitir umboðsmaður vor: r + Ásbjörn Olafsson hf. Grettisgötu 2. — Reykjavík. ílQlKTJ3(Ö D Foreign Trade Enterprise. Warszawa, Plac 3 Krzyzy 18, P.O. Box 101, Poland. Telex 81221. — Símnefni: HAZAPAGED, WARSZAWA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.