Morgunblaðið - 02.06.1964, Síða 24
24
MORGU NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. júni 1964
1 JOSEPHINE EDGAR7
Sr: 1
17
nn
SYSTIR
1 — Það þætti mér ólíklegt,
sagði hann. Hann stanzaði við
kofadyrnar og veifaði til Marj-
orie, sem var úti í glugganum,
með rauða hárið sitt og gleraug
un, sem gerðu hana eins og uglu.
— Hversvegna ekki?
Hann fór af baki og hjálpaði
mér af baki líka, og þegar hann
svaraði, var það í -írskum upp-
gerðarmálrómi eins og stundum
er notaður á leiksviði. — Það er
engin hætta á, að hún færi að
lofa þér að binda trúss við blank
ann íragarm.
— Brendan! æpti ég ofsareið.
— Nú ferðu aftur að vera dóna-
legur. En hann hló bara um leið
og hann setti mig til jarðar, en
sveiflaði sér svo samstundis á
bak og rétt laut fram til að laga
á sér hárið en brokkaði síðan
burt.
Síðustu vikurnar mínar í skól
anum voru ólíkar öllum öðrum,
sem ég hafði nokkurntíma átt
þar. Þó ekki væri annað, þá var
Marjorie nú farin og ág saknaði
hennar hræðilega. Annað var
það, að Mandeville-ungfrúrnar
létu nú ekki lengur eins og ég
væri þarna nemandi, heldur lof
uðu þær mér að lifa og láta eins
og ég vildi.
En svo í annarri vikur.ni sótti
Soffía mig í vagni og fór rneð
mig í fyrsta búðaleiðangurinn af
mörgum. Við vorum ailan dag-
inn að kaupa fatnað.
— í mínum augum var þetta
hreinasta himnaríki eftir fjög-
urra ára hversdagslegt líf upp
á brauð og smjör og skólafatnað.
Skór, sokkar úr fínasta silki,
undirföt úr híalíni og knipling-
um, síðdegis- og kvöldfatnaður,
tekjólar, hattar, kvöldyfirhöfn,
hanzkar, biævængir . . . í stuttu
máli sagt allt milli himins og
jarðar.
Einhvernveginn skynjaði ég
samt, að einhver leyndardómur
duldist áð baki þessu öllu. Eitt-
hvað var að gerast, sem hvorki
Soffía né Minna frænka ætluðu
að láta mig vita. En hvað það
var, gat ég ekki gizkað á. Mér
fannst Dan hljóta að vaða í pen-
ingum a"ð geta látið Soffíu hafa
vagn út af fyrir sig, en þegar ég
minntist á það, sagði hún, að
„kunningi hefði lánað sér“ hann.
Ekki nefndi hún þann kunningja
á nafn, og mér datt í hug, með
hryllingi, hvort það mundi ekki
vera þessi þykkleiti Woodbourne
lávarður.
Þegar við vorum að ganga út
úr einni búð, eftir að hafa keypt
hitt og þetta, var Soffía vön að
taka nafnspjald upp úr veskinu,
krota eitthvað á það og segja:
„Þið sendið reikninginn þang-
að“.
Og andlitin á búðarstúlkun-
um tóku undursamlegum breyt-
ingum, og ef þær höfðu pískrað
hverjar við aðrar út af Lundúna
framburðinum hennar, þá komu
þær nú fram eins og hún væri
drottning.
Allt, sem við keyptum, nema
rétt það, sem ég hafði með mér
í skólann, skipaði Soffía að senda
í tiltekið gistihús, og við mig
sagði hún, að hún byggi þar
meðan verið væri að ganga frá
íbúðinni hennar.
— Ætlarðu þá ekki að vera
áfram í Dovneystræti? sagði ég
og minntist háa hússins með
spilasölunum, sem ég hafði feng
ið svo skammvinn kynni af áður
en ég fór í skólann.
En Soffía svaraði bara stuttar-
lega: — Nei, það á ekki við
fyrir stúlku á þínum aldri. Og
það svar varð ég að láta mér
nægja.
Soffía hafði fengið áheyrn
fyrir mig hjá hr. Deward, föstu-
daginn fyrir veðhlaupin. Meðan
við vorum í búðunum, hafði ein
og sama hugsunin sífellt ásótt
huga minn: að spyrja Soffíu,
hvort ég mætti fara á veðhlaup-
in með Brendan, og aðeins
hræðslan við, að hún segði nei,
hafði aftrað mér frá að bera upp
spurninguna.
Brendan hafði sagt, að hún
mundi aldrei leyfa mér það, og
einhvernveginn var ég á sama
máli í huganum.
Daginn fyrir áheyrnina í leik-
húsinu, borðuðum við hádsgis?
verð í veitingahúsi í Piccadilly.
Það var nú ekki til siðs, að kon-
ur færu í veitingahús einar síns
liðs, en Soffía kærði sig kollótt-
an, og þjónarnir umgengust hana
með eins mikill kurteisi og nokk
urn karlmann.
Hún þekkti svo marga, að
eftir fáar mínútur var hún um-
kringd af karlmönnum, sem
þurftu að kyssa á hönd hennar,
hlæjandi og skrafandi og slá-
andi okkur gullhamra. Allir
kölluðu þeir hana frú Dan, en
Dan sjálfan' nefndin enginn á
nafn, og hún heldur ekki.
En í dag var hún fálát við
aðdáendur sína.
— Ég vil ekki hafa þá hérna
kring um mig, sagði hún, snöggt.
— Ég þarf að tala við þig, Rósa.
George Deward er góður kunn-
ingi minn og ég er hér um bil
alveg viss um, að hann tekur
þig í leikhúsið. Stelpurnar þar
eru alltaf að koma og fara, og
þar er alltaf rúm fyrir failega
stúlku, og þú ert falleg.
Ég roðnaði og hún brosti og
tók í höndina á mér, móðurlega
og verndandi, eins og íorðum.
Ég gat engu orði upp komið og
mér datt í hug, að Brendan gæti
bara ekki skilið hana. Hún var
svo falleg, með gullna hárið og
bláu augun og fallegu hreyfing-
arnar á litlu höndunum. Hún var
með nýjan hring, með einstök-
um demanti, sem var eins og
pera í laginu og náði milli liða
á löngutöng vinstri handar, og
blikaði í ljósinu.
— Ég ætla nú ekki að tala
við þig fyrr en þú ert komin
þarna að, Rósa litla. Ég hef feng
ið viðtalið klukkan ellefu á morg
un. Ég vil, að þú sofir almenni-
lega og klæðir þig vandlega. Þú
verður að vera vel klædd og út-
lítandi — skór, sokkar, hendur
— fyrst og fremst hendurnar.
Þú verður að fægja neglurnar og
hafa hanzkana hreina. Hafðu
aðra með þér til vara. Vertu í
rósrauða kjólnum með fallegu
fellingunum — hann er þægi-
legur að ganga í. Þú þarft ekk-
ert að vera hrædd við hatin
George gamla, hann er allra
bezti karl, en hann er harðstjóri
í leikhúsinu. Þú verður að líta
út eins og fegurðardís og haga
þér eins Og fín dama.
En ég varð nú hrædd, þrátt
fyrir allt, og gat varla sofið um
nóttina, því að ég kveið svo fyrir
eldrauninni morguninn eftir, og
ég fór að óska, að ég hefði lokið
BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917
ALAN MOOHEHEAD
Þegar svo stóð á, var Kerensky
mjög vinsæll. Hann var gæddur
afburða mælsku; hann gat lækk
að röddina niður í kitlandi hvísl,
en síðan gosið upp, eins og ein-
hver innri tilfinningastormur
hefði snögglega gripið hann, án
þess að hann gæti við það ráðið
Hann var hræðilega fölur og ör
þreyttur, enda þótt honum væri
oft hjálpað niður af pallinum,
hóstandi og varla með meðvit
und, brást honum aldrei þessi
taugaveiklaða orka. Hann þaut
stað úr stað, út um borgina, og
hópur lærisveina á eftir honum,
og meðal „faraóanna", eða lög-
reglumannanna, sem höfðu það
erfiða hlutverk að elta hann- var
hann þekktur undir nafninu „Eld
ingin“.
Eins og flestir byltingarfor-
ingjarnir hinir, hafði Sukhanov
ekki mikið álit á Kerénsky.
Hann sagði: „Þessi háværi lög-
fræðingur tekur sig hátt á loft“.
Jafnvel snemma marzmánaðar,
þegar Kerensky „hafði verið að
þjóte eftir breiðum þjóðvegi
sögulegs ódauðleika í þrjá daga“,
hafði honum verið farið að detta
í hug að mynda stjórn sjálfur.
Þá hafði hann komið fram valds
mannlega og jafnvel dálítið
óhemjulega. Sukhanov segir frá
því, að einn dag hafi orðið upp-
nám í Taurishöllinni. Tvö skot
gullu og menn æptu: „Kósakk-
arnir!“. Kerensky þaut út að
glugga og upp í hann, stakk
höfðinu út um hann og æpti
rámri rödd: „Allir á sinn stað!
Verjið Dúmuna! Hlustið á mig-
Kerensky talar til ykkar. Verjið
frelsi ykkar og byltinguna, verj-
ið Dúmuna! AHir á sinn stað!“
. . . Það var nú greinilegt, að
þessi skot komu af tilviljun —
sennilega frá einhverjum klauf
um, sem voru nú að snerta á
riffli í fyrsta sinn á ævinni.
Þetta var hlægilegt og hálf-
klaufalegt. Eg gekk til Kerensky.
„Þetta er allt í lagi“, sagði ég
lágt, en þó svo að heyrðist í
þögninni, sem hafði dottið á.
„Til hvers ertu að gera meira
uppnám en skotin gerðu?“. Ég
hafði ekki reiknað með afleið-
ingunum af þessum orðum mín-
um. Kerensky, sem stóð á miðju
gólfi, þaut upp bálvondur og tók
að öskra að mér, en gat varla
komið upp orðunum fyrir
skjálfta: „Ég heima . . . að allir
. . . geri skyldu sína . . . og
blandi sér ekki í . . . . mínar
skipanir" „Alveg hárrétt!"
heyrði ég, að einhver sagði, með
velþóknun".
Vitanlega er nú einhver ill-
kvittni og líklega afbrýðissemi
í svona frásögnum, en þær hagga
þó ekki þeirri staðreynd, að í
öllu þessu uppnámi, gerði Ker-
ensky það gagn, sem full þörf
var á; þar sem var sjálísöryggi
lýðskrumarans, rödd, sem íólk
KALLI KUREKI
-*•
Teiknari; FRED HARMAN
HOWCOME YOU'R.E
SHOOTW THWM
fi/U. O’ HOLES ?
THAT PROFESSOR'S SPREAPW’
LIES ABOUTMeALLOVeg. '
TOWfO • WE'ee GöNlOA HAVE A
SHOOT-OUT/ X'M SHARPEMIN'
JJP MV SHOOTIW’ EYE f
r — Það er ekki einasta að þú gætir
ekki hitt hattinn þinn ef þú hengdir
hann á byssuhlaupið, hvað þá heldur
annað — Boggs er líka maður við
aldur og þar að auki fóbrotinn. Viltu
að fólk segi að þú níðist á manr i sem
ekki getur borið hönd fyrir höfuð
. aér?
— Ja — hm — kannske hef ég
verið dálítið fljótur á mér. En ég er
búinn að senda Litla-Bjór að segja
Boggs að ég ætli á eftir honum með
byssuna.
— Hvers vegna gleymirðu þessu
ekki, lætur þetta bara eiga sig allt
saman?
— Já, en Kalli, ég get það ekki. Þá
myndu allir segja að ég hefði hopað
á hæli. Ég verð að halda þessu til
streitu.
— Svo þú ætlar að drepa Boggs
eða hann þig bara af því þú ert
hræddur við það sem fólk kynni að
segja. Það er ekki viti fyrir þig kom-
"vli. Ég ætla að reyna við Boggs.
vildi hlusta á. Paléologue, franskl
sendiherrann, var mjög hrifinn
af honum. Hann ritaði í dag-
bók sína: „Aðeins einn þeirra
(bráðabrigðastjórnarinnar) sýnd
ist vera framkvæmdamaður —
dómsmálaráðherrann, Keren-
sky. Hann er 35 ára, grannur,
meðalhár, alrakaður, með úfið
hár, vaxgulan hörundslit og hálf
lokuð augu (sem sendu hvassar
en órólegar gotur). Ég tók meira
eftir honum vegna þess, að hann
stóð einn — fyrir aftan starfs-
bræður sína. Hann er augsýni-
lega frumlegasta persónan í
bráðabirgðastjórninni, og. virðist
hljóta að verða aðalmaðurinn
þar“.
En nú var það samt Miljukov,
sem hafði völdin. Og hann stóð
andspænis erfiðleikum, sem virt
ust æt]a að gera hlutverk hans
óframkvæmanlegt. Bráðabirgða
stjórnin hafði enga lagalega að-
stöðu — hún hafði sjálf kosið
sjálfa sig — og var engum
ábyrg, vissulega ekki sovétinu,
sem heldur ekki átti sér neinn
lagalegan rétt. Hvað hið óleys-
anlega verkefni snerti — matar
og eldiviðarleysið — var þó
eitt gott um það að segja: fólk-
ið var fúsara að þola það nú.
Ólafsfjörður
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins í Ólafsfirði er Har-
aldur Þórðarson, kaupmaður
í Verzl. Lín. Aðkomumönn-
um í bænum skal á það bent
að Morgunblaðið er selt í
lausasölu í verzlun hans.
Stykkishólmur
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins í Stykkishólml er
Víkingur Jóhannsson, Tanga
götu 13. Ferðafólki skal á
það bent að í lausasölu er
blaðið selt í benzínsölunni
við Aðalgötu.