Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ , : StantWidagUr 28; júní 1964 Á föstudagskvöldin kom hingaS til Reykjavíkur saensk ur þjóðdansaflokkur Yar ekki iaust við að þeim, sem á flug- vellinum voru, brygði í brún, því Svíamir klæddusí aliir skrautlegum þjóðbúningum. Myndin hér að ofan er frá komu flokksins. Og hér til hliðar er önnur mynd — gæti yerið af ungum hjónum frá fyrri öldinni, nema hvað flug vélin gerir það tortryggilegt. (, Ljósm.: Gísli Gestsson. Ii Meira blóð í kúnni ENN ERU afturgöngurnar ekki dauðar úr öllum æðum. í gær sendu þær frá sér „fréttatilkynn- ingu“, þar sem m.a. segir: „Eins og fram hefur komið snýst þessi deila fyrst og fremst um það, hve margir hernámsand stæðingar hófu Keflavíkurgöng- una 1864. Hér á eftir fylgja því nöfn þeirra þátttakenda í upp- hafi göngunnar, sem skrifstofa samtakanna hefur á skrá hjá sér. Þessi nöfn eru 194, en á list ann vantar hins vegar nöfn nokk urra þeirra hernámsandstæðinga, sem fóru í einkabílum úr Reykja vík og nágrenni suður að hliði Keflavíkurflugvallar umrædd- an morgun eða komu úr nær- liggjandi byggðarlögum án þess að hafa látið skrá sig á skrifstof unni“. Eins og þessi málsgrein ber með sér, er hér um að ræða skrá, sem fyrirfram hefur verið gerð með von um þátttöku nefndra manna. Gaman hefði veirð, að henni hefði fylgt listi yfir þá, sem sváfu yfir sig eða létu bara skrá sig til ða losna við þvarg án þess að hafa í hyggju að labba. Sjá eina af ritstjórnargreinum blaðsips í dag. Verður Fanfani forsætísráðherra — Segni hóf viðræður í gær, um myndun nýrrar stjórnar á Italíu Hinn hiálpfúsi ökumaður gefi sijr frani Sl. miðvikudag braut grjótkast undan bíl rúðu á öðrum bíl, og varð ökumaður sá, sem fyrir tjóninu varð, að nema staðar. Ökumaður annars bíls sá hvað gerzt hafði, eltj þann, sem vald- ur var að þessu, og náði númeri þess bíls. Síðar um kvöldið tjáði hann konu ökumanns þess, sem fyrir tjóninu varð, númer þess bíls sem olli því. Konunni láð- ist hinsvegar að skrifa hjá sér nafn þessa hjáipfúsa manns, og er hann beðinr að hafa samband við umferðadeild rannsóknarlöig- reglunnar. Róm, 27. júní — NTB. ANTONIO Segni, forseti ítaliu hóf i dag samningaviðræður, i þeim tilgangi að leysa stjórnar- kreppu þá, sem skall á í gær- kvöldi, er Aldo Moro leysti upp stjórn sina, og sagði af sér em- bætti. Stjórnin, sem sagði af sér, var samsteypustjóm sösialista, kristilegra demokrata og repu- blikana. Það, sem stjórnina felldi var atkvæðagreiðsla um frum- varp hennar, þar sem kveðið var á um rikisstyrk til handa einka- skólum, sérstaklega rómversk- kaþóiskra. Frumvarpið, eða efni þess, var þó ekki raunveruleg orsök, en það gaf tækifæri til að leysa stjórnina frá störfum. Efnahags- mál hafa verið ofarlega á baugi á Ítalíu að undanförnu, og mikl- ar umræður fóru fram um þau í síðasta mánuði. AðaldeiLan mun hafa staðið um tillögur fjármála ráðherrans, Colombo, sem hafði ýmis nýmæli á prjónunum. Sósíalistar töldu hugmyndir hans nauðsynjamál, sem myndi skapa grundvöll fyrir betri efnáhag þjóðarinnar. Samkomulag náðist að nokkru leyti um þetta mál, er það var rætt, og var það trú margra að endanleg lausn fengist. Svo varð þó ekki, og ekkert liggur riú fyr ir um það, hvort flokkarnir koma sér saman um lausn efnahagsmál anna. Stjórnmálafréttaritarar telja að Segni muni leita til Amintore Faníani, fyrrum forsætisráðherra um stjórnarmyndun. Slík stjórn yrði sennilega vinstri sinnuð. Þá er einnig uppi orðrómur um, að Segni muni fara þess á leit við Moro, að hann taki aftur við em bætti sinu. Tító rædir v/ð pólska kommúnista — hann gagnrýnir harblega stefnu Pekingstjórnarinnar Varsjá, 27. júní — NTB TÍTÓ, Júgóslavíuforseti, sem nú er í heimsókn í FóIIandi, lýsti því yfir í gær, að stjórnir Júgóslavíu og Póllands ættu við mörg sam- eiginleg vandantál að' etja, þótt stefnumál þeirra væru ekki sóm i einu og öllu. Fyrr um daginn ræddi Tító lengi við pólska ráðamenn, m.a. fcrseta Póllands, Aleksander Eawadzki, en hann hélt móttöku, Tító til heiðurs. Viðræður Títós og leiðtoga pólska kommúnista- flokksins, Wladyslav Gomulka. fóru fram með leynd, og hefur ekkert verið látið uppi um, hvað þeim fór á milli. Stjórnmála- fréttaritarar telja þó engan vafa á því leika, að aðalumræðuefnið hafi veri ðdeila sú, sem uppi er mill iKína og Sovéti-ikjanna. Pólverjar styðja hugmynd Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovét rikjanna, um alþjóðaráðstefnu kommúnistaríkjana , er fjalla Framkvæmdir við Isaf jarðardjú^ Þúfum, 27. júní: — GÓÐ grasspretta er orðin á tún- um og köl engin. Miklar ræktun arframkvæmdir hafa verið viða. Var unnið nokkuð með jarðtæt- ara. Ræktunarframkvæmdir eru sélega mikla í Snæfjallahreppi hjá hinum fáu bændum þar. Undaníarin ár hafa íþúðar- og útihúsabyggingar verið þar mikl i ar. Þá eru í smíðum íbúðarhús í Múla og Heydal. Selveiði stendur nú yíir og er heldur að glæðast en var lítil fyrst. Rúning á ám er að byrja og verður lokið eftir mánaðamótni. M.s. Fagranes hef ur nú tekið upp skemmtiferðir um Djúpið og norður á Strand- ir um helgar, ef þátttaka verður og sérstakar ferðir á laugardög- um að Ögri með bíla og fólk, sem ætlar landleiðina suður eða norð ur. Þykir þetta góð þjónusta fyr ferðalangana. — P. P. Datt af hestbald AKUREYRI, 27. júní — Síðdegis á fimmtudag féll Jósavin Aðal- steinsson, Flögu í Hörgárdal, af hestbaki í Norðurárdal í Skaga- firði, og meiddist allmikið. Hann var á leið á fjórðungsmót hesta- manna að Húnaveri, er slysið vildi til. Hann var fyrst fluttur heim að Kotum, en síðan í sjúkrahús á Akureyri. — Hann hafði hlotið mikinn áverka á höfði og fleiri meiðsli, 'en mun vera óbrotinn. — Sv. P. skuli um stefnu Pekingstjórnar- innar. Tító lýsti því yfir við kom- una til Varsjár, að stefna kin- verkskra kommúnista s« „óhemju ómannúðleg", og kunni að boða útrýmingu hundraða milljóna manna. Surtsey í Morgunblais- gluggunum í GLUGGA Mbl. eru til sýnis 3 iíkön af Surtsey, sem Viggó Oddsson myndmælingamaður hefur búið til, svo og kort af eyjunni og ýmis fróðleikur, sem sýnir hvernig kortagerð eftir flugmyndlim fer fram. Annað líkanið er þakið hrauni og vikri frá sjálfum eldstöðvun- um og hafa efnafræðingar frá Hörpu h.f. búið til sérstök bindi efni í sandinn og veitt aðstoð og leiðbeiningar. Líkanið sýnir hvernig eyjan leit út 11. apríl en síðan hafa verið teknar aðrar myndir af Surtsey og sett upp mælimerki, sem gera kleift að mæla nákvæmara kort. Þessi lík ön eru liður í tilraun með á- kveðna mælingaraðferð og von- ast Viggó til að almenningur hafi nokkra ánægju af að sjá eyjuna í smækkaðri mvnH víð bæjar- dyrnar. Ku Klux Klun hyggst hjúlpu til Philadelphia, 27. júní — NTB Leiðtogi Ku Klux Klan hreyfingarinnar er kominn til Philadelpihia í Mississippi, þar sem stúdentarnir þrír hurfu fyrir skemmstu. Hef- ur hann lýst því yfir, að þeir hafi horfið með ásetningi. Hafi leikurinn verið geróu.r til að afla mannréttindahreyf ingu blökkuimanna rneira fjár. Leiðtoginn Robert Shelton efndj til blaðamannafundar í dag, er hann kom til borgar- innar. Sagðist hann vera þangað kominn tii að hjálpa til við leitina að námsmönn- unum þremur. Þeir hurfu s.l. sunnudag, og fannst bíll þeirra brunninn við dýki eibt UM HADEXJI í gær var vind- ur á norðvestan hér á landi, víðast 6 vindstig. Talsverð rigning var norðanlands. Á Horni og á Siglunesi var krapahríð og fór kólnandi, en hitinn var þar víða 3—4 stig. Lægðin við Jan Mayen var á leið norðaustur, svo að lík- legt má telja, að norðvestan- átt nái sér uop aftur á mánu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.