Morgunblaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 5
r Þriðjudagur 7. júlí 1964 MORGU N BLAÐIÐ 5 Listakonan stendur milli altaristöflunnar, sem minnzt er á í greininni og myndax, sem hún kallar: Spuming. Fyrst er spýto, svo er spýta, svo er spýta í kross. „FYRST er spýta, svo er spýta, svo er spýta í kross. Já, þetta eru allt sjóreknar spýt- ur, maðksmognar úr sjó og veðraðar af vindi. Ég geng á reka, og það er ails ekki sama, hvenær ég finn þær. hað kemur svo margt til greina. Þetta er fyist og fremst per- sónulegt. „Martröð" á slglda og forfram aða spýtu. Viðurinn sjálfur hjálpax mér að gera myndimar. Ég nota viðinn og allar myndirn- ar í honum til hins ýtrasta, og eins og sjá má, nota ég kvisti oftast sem augu í myndirnar, en línurnar i viðnum, hinir gömlu árhringir, gegna líka stóru hlutverki. Þannig rn-ælti listakonan Sól veiig Bgigerz Pétursdóttir við blaðamann Mbl., þegar hann skoðaði sýningu hennar á mál verkum, sem öll eru máiuð á sjóreknar spýtur, en sýning á þeim hófst á MOKKA núna um helgina. „Ég get ekki gengið útí mó og sagt við sjálfa mig, nú s'kaltu hafa þennan sveitabæ og þetta fjall eða tré að fyrir- mynd. Neí, þetta er ekki svo einfalt. Fyrirmynidr mínar verða að koma innanfrá. Ég verð, ef svo má segja að kreista mig eins og sítrónu. Það er viðurinn og línur hans sem eru mér oftast aflvakinn við málverkið. Þessar spýtur, eða þessi reka viður er mjög misjafn, líkt og mannfólkið. Sumar eru sigld- ar og forframaðar, en aðrar hafa bara verið að velkjast hérna í fjörunum, en allar hafa þær eitthvað sérstakt yfir sér, og hver og ein skapa hjá mér ólík áhrif, og það eru þau, sem að lokum skapa myndina. Það er rétt, ég hef ekki vit- að af þessu listformi fyrr, en ég hef gengið með þetta í maganum lengi, allt frá því ég var krakki hafa þessar sjó reknu spýtur orkað á huga minn. Arvnars byrjaði ég á þessu um síðustu áramót.“ Blaðamaður hitti að máli einn gestanna á sýningunni, Guðbrand Magnússon for- stjóra, og sagði hann, að myndirnar verkuðu notalega á sig. „Allt lífið þarf tilbreyting- ar við. Lííið er ekkert annað en nýjar „variatonir“ á sama stefi. Það er sannarlega gam- an, þegar listin bregður á leik,“ sagði Guðbrandur. Á sýningunni eru 30 mynd- ir og eru aliar til sölu. Á með- an blaðamaður var þarna seldist ein mynd, númer 13, og fannst listakonunni númerið góðs viti. Stærsta myndin á sýning- unni ber heitið: „Vísa frá gömlum tíma“ en gæti eins verið altaristafla, og stakk listakonan upp á Stranda- kirkju, sem samastað hennar svona yegna rekaviðarins, Sú mynd sýnir raunar þróun mamisins frá fyrstu sporum, gegnum lífíð, sem sagt frá vöggu til grafar. Þetta er mjög forvitnileg sýning. UEKNAR FJARVERANDI Bergsveinn Ólafsson fjarverandi tii fS. ágúst. Staðgenglar: Pétur Trausta- lon (Augnlæknir) og Jóhannes Berg- •veinsson, Austurstræti 4. (Heimilis- leeknir). Björgvin Finnsson fjarverandi til l. september. Staðgengill: Hinrik Linnet, Hverfisgötu 50, sími 11626. Erlingur Þotsteinsson fjarverandi Júlímánuð. Staðgengill; Guðmundur SJyjólfsson, Túngötu 5. Fyþór Gunnarsson fjarverandi óákveðið. Staðgenglar: Björn Þ þórðarson, Guðm. Eyjólfsson, Erling- ur Þorsteinsson, Stefán Ölafsson og Viktor Gestsson. Friðrik Björnsson fjarverandi frá S5. 5. óákveðið Staðgengill: Viktor Gestsson, sem háls- nef og eyrna- læknir Guðmundur Benediktsson verður tjarverandi frá 20/6 til 1/8. Staðgengill •r Skúli Thoroddsen. Guðjón Klemensson Njarðvíkum tjarverandi 6. júlí til 11. júli. Stað- #engili: Kj artan Ólaísson. Gunnlaugur Snædal fjarverandi frá 7. þm. í einn ínánuð. Gísli Ólafsson fjarverandi frá 22. júní til 22. júlí Staðgengill: Þorgeir Jónsson, til viðtals á lækningastofu Jóns H. Gunnlaugssonar, Klapparstíg 25, kl. 1—2:30 e.L (eftir 17. júlí á læknastofu Gísla). lialldór Hansen eldri verður fjar- verandi til ágústloka, staðgengill Kairl Sigurður Jónasson Jón Hj. Gunnlaugsson fjarverandi 15/6. — 15/7. Staögengill Þorgeir Jóns son á stofu Jóns. Heimasími: 12711 Kristján Hauness>on fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Björn Ön- undarson. Kristjana Jóhannesdóttir læknir Hafnarfirði verður fjarverandi frá 6. júli í 3. vikur. Staðgengill: Eiríku^ Björnsson læknir. sími 50235. Karl Jónsson fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Haukur Árnason, Tún- götu 3 Sími 1228'. Ólafur Geirsson fjarverandi júlímán- uð. Ólafur Einarsson héraðslæknir, Hafn arfirði verður fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Jósep Ólafsson, símar 51828, stofa, 5L820 heima. Ólafur Þorsteinsson íjarværandi júMmánuð. Staðgengill: Stefán Ólafs- son. Ólafur Helgason, fjarverandi 24/6 til 27/7. Staðgengiit: Karl. Sig Jónasson. Páll Sigurðsson yngri, fjarv. 18/6 til 18/7. Staðgengill ei Stefán Guðnason. Páll Sigurðsson eldn fjarverandi um óákveðinn tíma. Staðg. Hulda Sveinsson. Richard Thors fjarverandi júlímán- uð. Ragnar Arinbjarnar fjarverandi til 9. júlí. Stefán Björnsson fjarverandi frá 1/7 til 1/. StaðgengiU: Björn Önundarson. Sveinn Pétursson fjarverandi óákveð ið. Stefán Bogason fjarverandi júlí- mánuð. Staðgerg:li: Jóhannes Björns son. Sveinn Péturss-on fjarverandi 1 nokkra daga. Staðgengill: Kristján Sveinsson. Víkingur Arnórsson, fjarv. frá 22/6 — einn til tvo niánuði — Staðgengill er Björn Önundarson, sími 11-2-28. Viðar Pétux-sson fjarverandr til 4. ágúst. Spakmœli dagsins Göfugur maður er hófsamur í orðu’n e.a eidlegur í starfi. — Konfucius. Meðeigandi óskast til að reisa iðnaðarbygg- . ingu, 400—600 ferm. Lóð fyrir hendi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag, merkt: 4807. ATHVGIÐ •v að borið saman rið útbreiðshi er 1 angtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Orðsending frá Lauiinu Sumarkjólar í fjölbreyttu úrvali á kr. 500,-, 600,- og 700,-. — Dragtir á kr. 1500,-. — Kápur frá kr. 1500,-. — Ný sending af kvenkápum í litlum stærð um á kr. 1700,-. Komið á meðan birgðir endast. Dömubúðin Laufið, Austurstræti 1. ( Haf narstrætismegin >. Fotapressa - Raimagnsketíll Góð fatapressa og nýr rafmangs gufuketill til sölu. Sanngjarnt verð. Heppileg samstæða fyrir fata- framleiðslu eða litla efnalaug. . Upplýsingar í síma 13237. Skóverzlun Þórðar Péfurssonar Nýkomnar AMERÍSKAR — FRANSKAR — HOLLENZKAR Kvenmokkasínur Ennfremur mikið úrval af hollenzkum barna-, unglinga- og kvenskóm. Skóverzlun Þórðar Péturssonar Aðalstræti 18. Járniðnaiíarmenn Vantar plötusmiði og vélvirkja nú þegar. Vélsmiðja Eysteins Leifssonar h.f. Síðumúla 17. — Sími 18662. Til leigu tvö samliggjandi herbergi. Tilvalið fyrii skrif- stofur. — Upplýsingar í FISKHÖLLINNI sími 11243. Akranes — Nágrenni Annast raflagnir í hús og báta. Viðgerðir á allskonar rafmagnstæj um. — Sel raflagningarefni. Gjörið svo vel að hringja í síma 1628. JÓIIANN BOGASON, rafvirkjameistarí. Jaðarsbraut 33, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.