Morgunblaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 7. jðtf «64
MORGUNBLAÐIÐ
21
Arnþrúður Ingólfsdóttir,
Seyðisfirði — Minningarorð
M „SKJÓTT hefur sól brugðið
' ; sumri“ —
* Þessi orð komu mér í hug,
þá mér barst fyrir fáum dögum
ihin sviplega andlátsfregn Arn-
þrúðar Ingólfsdóttur skólastjóra-
frúar á Seyðisfirði, sem 25. júni
sl lézt á Kíkisspítlanum í Kaup-
mannahöfn. — Að vísu vissi ég
að síðásta ár gekk hún ekki heil
ti! skógar, en hitt var þó fjarri
n.ér, að vilja trúa, að hinn bleiki
I riddari, er alla sækir eitt sinn
ibeim væri í svo náinni nálægð
við hana, sem raun er nú á orðin.
j ■— En dauðinn spyr hvorki um
©skir né vilja og enginn veit
„iivernig á hverjum tíma, eða
hvar hann kemur að“. —
j Arnþrúður Ingólfsdóttir var
fædd í Vopnafirði 14. ágúst 1916,
©óttir hjónanna Ingólfs Hrólfs-
sonar, sem látinn er fyrir 16
árum, og Guðrúnar Eirí'ksdótt-
ur, sem enn er á lífi. Bjuggu þau
hjónin, Guðrún og Ingólfur um
skeið í Vopnafirði, en fluttust
síðan til Seyðisfjarðar. — Börn
þeirra hjóna, auk Arnþrúðar
eru Brynjólfur, ráðuneytisstjóri
í Reykjavík, Hrólfur, bæjarstjóri
í Seyðisfirði, Kristján skólastjóri
í Eskifirði og Bergljót, frú í
Keflavík.
Vorið 19i37 igiftist Arnþrúður
Bteini Stefánssyni, þá kennara
á Seyðisfirði og síðar skólastjóra
þar. Eiga þau fimm börn, Heimi,
stud theol í Háskólanum, Iðunni,
frú í Reykjavík, Kristínu við
nám á Akureyri og Ingólf og
Stefán, börn í foreldragarði. —
Er sá harmur djúpur og sár, er
allri þessari fjölskyldu hefur nú
fcúinn verið, þar sem svo stórt
skarð hefur þar í höggvið verið.
Kynni mín og þeirra hjóna
Arnþrúðar og Steins hófust er
við vorum öll ung að árum og
fcefur sú vinátta haldizt æ síðan.
þó tímar liðu og leiðir skildu
©ít að mestu. Um nokkurra ára
skeið var ég kennari við barna-
skóla Seyðisfjarðar, þá Steinn
var þar skólastjóri orðinn. og
jukust þá og endurnýjuðust vin-
áttutengsl mín og þeirra hjóna.
Voru þær samvinnu og samveru-
etundir allar hinnar ánægjuleg-
ustu og bar þar aldrei fölva á.__
Arnþrúður Ingólfsdóttir var um
n?arga hluti óvenju vel gerð
kona. H'ún yar skarpgreind, söng-
elsk og söngvin, unni fögrum
bókmenntum, hvort heldur var
í ljóðum eða óbundnu máli og
var í þeim efnum vel lesin og
víða heima. Hún var glaðvær og
skemmtileg og jók hvarvetna
gleði, þar sem hún var stödd,
hvort heldur var heima eða
anr.ars staðar — Og það, sem
sizt skyldi gleymast: hún var
traust og góð eiginkona og hús-
ntóðir og heilbrigð og hjartahlý
móðir. Skólastjónaheimilið á
Seyðisfirði var í fremstu röð að
myndarbrag og yndisþokka og
var þangað ávallt gott að 'koma.
Hjónin voru bæði svo samhent
©g samvalin með að kunna að
itaka á móti gestum og gera
þeim dvölina á heimili þeirra,
íem bjartasta og bezta. — Getum
við, sem því láni áttum að fagna,
®ð njóta oft gestrisni þeirra, áf
einiægum hu,g tekið undir orð
ÓJafs konungs helga á Stikla-
ftöðum, að þar höfum við marga
„glaða stund lifað“. — Hjóna-
þanda þeirra Arnþrúðar og
Steins var sérlega ástríkt og
gott, enda mun Steinn. vinur
minn, manna fúsastur að játa
sannleiksgildi þeirra orða, að góð
eiginkona, sé betri helmingur
mannsins. Svo mat hann og dáði
konu sína.
En nú hefur sól brugðið sumri,
þar sem þessi mæta kona hefur
fcorfið af sjónarsviði lífsins, svo
langt — langt fyrir aldur fram.
—■ Hún kvaddi þennan heim á
þeirri tíð ársins, þá er sól skín
hæst á lofti og móðir náttúra
akartar sínum fegursta skrúða,
dýrð gróanda, geislaglits og
. fagnandi aumaróma. Mér finnst
táknrænt fyrir líf og eðlisfar
þessarar látnu vinkonu minnar
aS einmitt á slíkum árstíma
skyldi hún hverfa héðan. — Hún
unni fegurð lífs og lista á hvaða
sviði sem var og var alla ævi
dáandi gleði og gróanda. — Og
hví skyldi þá ekki einmitt sól
og söngvadýrð fylgja slíkri konu
inn í hinn milda fagnað hins ei-
lifa sumars.
Guð blessi minningu hennar og
þá og það allt, sem hún heitast
unni.
Knútur Þorsteinsson.
ÞAÐ er stundum vitnað til þeirra
sanninda, að það séu ekki at-
burðirnir sjálfir, sem áhyggjum
valda, heldur viðhorf manna til
þeirra, og menn verði óhamingju
samir, ef ] eir telji sig eiga vald
yfir því, sem er mönnum ófrjálst,
svo sem yfir lögmáli lífs og
dauða.
Einhvern veginn þannig, held
ég, að Arnþrúður, vinkona mín,
hafi hugsað síðustu dagana á
ríkisspítalanum í Kaupmanna-
höfn. Einhvers konar rósemi og
sátt við hið óhjákvæmilega olli
því, að hún hafði jafnan spaugs-
yrði um hönd, hressti upp sam-
ferðafólkið í kringum sig og gat
skrifað börnum sínum notaleg
bréf, öllum nema Stefáni, yngsta
syni sínum, honum átti hún ó-
skrifað.
Arnþrúður Ingólfsdóttir var
fædd að Vakursstöðum í Vopna-
firði 14. ágúst 1916. Hún var dótt-
ir hjónanna Ingólfs Hrólfssonar,
bónda að Vakursstöðum, er síð-
ar bjó lengstum á Seyðisfirði, og
Guðrúnar Eiríksdóttur, konu
hans. Önnur börn þeirra hjóna
voru Bergljót, er dó í bernsku,
Hrólfur, nú bæjarstjóri á Seyðis-
firði, Bx-ynjólfur, ráðuneytisstjóri
£ samgöngumálaráðuneytinu,
Bergljót, kona Ágústs Jóhannes-
sonar í Keflavík, og Kristján,
skólastjóri á Eskifirði. Arnfríður
giftist Steini Stefánssyni, skóla-
stjóra á Seyðisfirði. Börn þeirrá
eru fimm að tölu: Heimir, guð-
fræðinemi, Iðunn, gift Birni Frið-
finnssyni lögfræðinema, Kristín,
er stundar nám I menntaskólan-
um á Akureyri, Ingólfur, þrettán
ára gamall, og loks Stefán, sem
er aðeins sex ára að aldri.
Það er ekki ætlun mín að rekja
ævi Arnþrúðar, til þess voru
kynni okkar of stutt, heldur lýsa
fáeinum orðum þeirri konu, sem
ég kynntist á ríkisspítalanum í
Höfn, konu á bezta aldri, óvenju-
lega glæsilegri, sem unni manni
sínum og börnum hugástum og
þráði að láta gott af sér leiða.
Áður en ég kom, átti Arnþrúð-
ur aðra vinkonu, sem hún talaði
oft um. Það var átta ára gömul
telpa, ættuð að vesfan. Hana tók
Arnþrúður að sér, var túlkur
milli hennar og lækna og hjúkr-
unarliðs, róaði hana, áður en hún
fór í aðgerð, og sagði henni sög-
ur, þar til hún sofnaði á kvöldin.
Það voru dýrasögur, þjóðsögur og
ævintýri norðan af íslandi og báð
ar hafa þær séð landið í hilling-
um. „Það var enginn vandi að
eiga við hana“, sagði Arnþrúður
og hló við, „hún gerði allt fyrir
eina litla sögu“, . ..
Á sólbjörtum sumardögum
gengum við Arnþrúður út í garð-
inn, þar sem við áttum margt
samtalið undir tré með þunga og
frjóva grein. Við vorum báðar
eins konar framandi fuglar, sem
þráðum eitthvað meir og svifum
á vængjum hugans langt í norð-
urátt. Dönsku konurnar, félagar
okkgr, veifuðu okkur glaðlega út
um gluggana. Þær höfðu hlustað
á samtal okkar í dagstofunni,
þar sem við Arnþrúður röktum
saman ættir okkar, við vorum
komnar í sjötta og sjöunda lið
frá Jóni Steingrímssyni, báðar
frá Guðnýju, dóttur hans, og við
skemmtum okkur yfir þeirri
staðreynd, að þessa vitneskju gæt
um við aldrei skýrt til fulls fyrir
dönsku konunum. En þær voru
fullvel heima í því, sem var að
gerast, og drógu sig örlítið í hlé
og brostu yfir því, að þrátt fyrir
glaðlegt viðmót Væri landinn dá-
lílið sérsinna.
Eftir á finnst mér, að svo ótal
margt hafi borið á góma milli
okkar Arnþrúðar. Kynni okkar
voru stutt, en góð, og báðar
fundum við, að vináttuböndin
urðu æ sterkari. Við ræddum um
lífið og tilveruna, umhverfið í
kringum okkur, við ræddum um
félagsmál kvenna, stöðu konunn-
ar í nútímaþjóðfélagi, réttindi
kvenna og skyldur, en Arnþrúð-
ur hafði unnið að velferðarmál
um kvenna með miklum dugn-
aði. En kærkomnasta umræðu-
efnið voru börnin okkar og heim-
ilin, sem biðu okkar. Hún sagði
mér frá Heimi, elzta syni sínum.
Hún sagðist vita, að í því starfi,
sem hann hefði valið sér, þar
fylgdi hugur hans máli, og það
veitti sér mikið öryggi. Hún sagði
M
ot
7T
Ot
3i
w
a>
3
cr
ci
s
3
3
FramSeiðum
úklæði
\
í allar tegundir bíla
Otur
Hringbraut 121. — Sími 10(559.
FT*
3
3
s
w.
a*
er
S-
c
3
mér frá Iðunni, sem væri farsæl-
lega gift og liði vel, og frá Krist-
ínu, sem mundi reynast föður
sínum vel, ef með þyrfti, og
Kristín ætti sjálf svo mikið til,
að henni mundi farnast vel. Oft
ræddi Arnþrúður um Ingólf,
þrettán ára gamlan son sinn;
hann hafði nýlega skrifað svo
þroskavænlegt bréf, nú mundi
hann brátt verða fullorðinn og
vita, hvað það væri að verða
maður. Oft talaði hún um Stefán
litla, hann væri augasteinninn
sinn, en enn svo ungur, að líf
hans væri óráðin gáta, sem allar
sínar vonir væru tengdar við. Og
svo héldum við áfram að masa og
skrafa, og tíminn leið furðu
fljótt. Á heimsóknartímum átti
hún alltaf von á Steini, manni
sínum, og þá varð allt gott.
Hugsanir Arnþrúðar snerust
fyrst og fremst um mann hennar
og börn, en störf hennar að fé-
lagsmálum á Seyðisfirði bar oft
á góma. Hún fagnaði því, að þar
mundi brátt verða starfræktur
leikvöllur, þar sem barnagæzla
væri höfð. Það var eitt hinna
mörgu áhugamála, sem hún hafði
unnið að. Arnþrúður lét sér mjög
annt um hag húsmæðra sem
stéttar, og síðustu árin barðist
hún sem formaður félags síns
fyrir hvíldar- og hressingardvöl
húsmæðra á Hallormsstað. Eftir
að lög um orlof húsmæðra tóku
gildi, var Arnþrúður formaður
orlofsnefndar Austfirðingafjórð-
ungs. Á hverju sumri stóð hún
fyrir dvöl á Hallormsstað og
leysti þau störf af hendi með ein-
stakri prýði. Þar fékk meðfædd
glaðværð hennar, geðgróið hisp-
ursleysi og drenglyndi hennar
notið sín ásamt þeirri hjarta-
hlýju og góðvild, sem streymdi
frá henni.
Eitt sunnudagskvöld kom Arn-
þrúður á spítalann ásamt manni
sínum. Hún hafði fengið að vera
með honum yfir helgina. Hún
stóð úti á svölunum í nýjum,
fallegum sumarkjól, hress og kát
og reiðubúin að taka því, sem
verða vildi. Þannig er mér ljúft
að minnast hennar. Ég óska
manni hennar og börnum alis
hins bezta, sem hugur hennar
þráði þeim til handa og ég trúi
því, að í sálarþroska Arnþrúðar
hafi falizt éinhvers konar sigur.
Guðrún P. Helgadóttir.
Björn Björnsson
frú Bæjum, 75 úra
í DAG er þessi aldna kempa 75
ára, því að hann fæddist 7. júlí
1869 á Bæjum á Snæfjallaströnd.
Ek'ki er þó eins bjart yfir þessum
degi eins og hann hefði átt skilið,
'því að nú liggur hann rúmfastur
á Landakotsspítala.
Hann er Vestfirðingur £ húð
og hár og þar hefir hann unnið
o-g starfað langan ævidag og
lagt gjörva hönd á margt, bæði
til lands og sjávar.
Björn er einn af hinum fáu
eftirlifandi fulltrúum gamla tím-
ans, sem voru traustir og trúir
jafnt yfir stóru sem smáu, og
böfðu ekki sjálfa sig í huga,
þegar um það var að ræða að
ávaxta annara pund.
Óbilandi trúnaðartraust og
atorka var jafnan aðal hans og
féll honum aldrei verk úr hendi,
nieðan hann hafði fulla starfs-
krafta. Fórst honum eftir því
vel með það, sem honum var trú-
að fyrir.
Að heiman var Björn búinn
góðu vegarnesti í upphafi og
gekk hann snemma í þjónustu
Ásgeirsverzlunar á ísafirðj og
var það ekki heiglum hent, því
að 'þar var ávallt mannval í
hverju rúmi og miklar kröfur
gerðar til trúnaðarmanna fyrir-
tækisins. Mun starfsdvöl hans
þar hafa verið honum góður
skóli og síðar komið honum að
góðu liði.
Um árabil var Björn ^kipstjóri
á m.b. Elí, bæði meðan Ásgeirs-
verzlun var og hét og einnig
síðar og annaðist vöruflutninga
þar vestra. Síðan gerðist hann
verkstjóri í Súgandafirðir á Lang
eyri og í mörg ár.var hann starfs-
maður hjá Kaupfélagi fsfirðinga.
Allstaðar var Björn jafn nýtur
og eftirsóttur starfsmaður og
nuut miitils trausts sinna yfir-
boðara. ‘ . - ■ * '
:■ Árið ldl* ■ kvæntist Björn
Ingveldi Ó. Hermannsdóttur,
ættaðri frá Aðalvík, glæsilegri
og góðri konu. Eignuðust þau
hjón 5 mannvænleg börn, sem
öll eru á lífi.
Fyrirum það bil 12 árum flutt-
ust þau hjónin með straumnum,
eftir börnum sínum, hingað til
Reykj avíkur. Hann 5. maí 1963
missti Björn konu sína og bjuggu
þau þá á Hrafnistu. Síðan hefur
Björn dvalið þar, en er nú eins
og áður segir á sjúkrahúsi.
í löngu lífi og farsælu hefir
Björn eignast fjölda vina, sem
nú í dag senda honum kveðjur
og gleðjast í hug og hjarta yfir
minningum frá liðnum dögum
um góðan dreng, sem nú hefir
náð háum aldri.
Sjálfur hefir Björn dregið
nökkva sinn í naust eftir langa
og farsæla siglingu. Hann lætur
því í dag hugann reika á fornar
slóðir á vit minninganna. Gg von
andi fær hann, þótt fjötraður sé
við sóttarsæng, í huganum litið
yfir vestfirzkt hauður og haf.
litið sólroðna tinda Vestfjarða-
fjallanna, þar sem þeir rísa i
tign sinni yfir spegilskyggndum
fjörðum, því að þar er landið,
jörðin og særinn, sem ól hann
og alla þá, sem honum hafa kær-
astir verið.
Björn Björnsson, kæri vinur,
ég óska þér hjartanlega til ham-
ingju á þessum afmælisdegi
þínum, og ég veit, að ég má mæla
þessi orð fyrir munn allra þinna
vina fyrr og síðar.
Grímur Grímssom.
— Hérabsmóf
Frannhald atf bls. 8
Vestri-Hellum í Gaulverjabæj-
arhreppi. Heiðursgestirnir þökk
uðu sómann, er þeim var sýndur.
Kl. hálfníu hófst almenn sana-
koma með því, að Ingólfur Þor-
steinsson, formaður Árnesingafé-
lagsins, flutti ávarp. Hörður. Stef
ánsson, gjaldkeri félagsins,
kynnti dagskráratriði.
Fólk úr Gaulverjabæjarhreppi
sýndi stuttan gamanleik. Tvö-
faldur kvartett úr Karlakóe
Reykjavíkur söng undir stjór*
söngstjóra kórsins, Jóns S. Jóns-
sonar. Síðan var dansað til kL
þrjú eftir miðnætti.
Margmenni kom á þetta Jón»-
messumót, sem var Árnesinga-
félaginu í Reykjavík til mikiia
ft-
Wi’M