Morgunblaðið - 08.07.1964, Side 10

Morgunblaðið - 08.07.1964, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. júlí 1964 í bíltúr að Gli ■ ■ og talað við Elenu, dóttur Krúsjeffs DÆTIJR Krúsjeffs, Júlía, eig inkona Gontars framkvæmda stjóra Kiev-ballettsins, og Elena, skruppu í gærdag í stutta flugferð með landhelgis flugvélinni og var m.a. flogið yfir Surt. Ýmsir aðrir gestir voru með í ferðinni, sem tókst ágætlega að >því leyti að eyjan sást vel og Surtur lét talsvert á sér kræla. Síðan var flogið yfir landið og aftur til Reykja víkur, þar sem lent var skömmu eftir hádegið. Fréttamaður Morguniblaðs- ins spurðist fyrir um það í gær, hvort hægt væri að hitta systurnar sem snöggvast að máli, en var sagt að þær mundu vera önnum kafnar við að skoða land og fólk. Meðal annars var ráðgert, að yngri dóttirin, Elena, færi upp að Gljúfrasteini, því Nóbels- verðlaunaskáldið hefði boðið henni í útreiðartúr um Mós- fellssveitina. Var fréttamanni Morgunblaðsins boðið að slást í förina uppeftir og tala við hana á leiðinni. í bílnum voru auk þeirra Vladimir Jakob, túlkur, og Gontar, mágur Elenu. Elena sagðist varla treysta sér til að eiga blaða- viðtal í 'bíl, því henni liði ekki vel, hvorki í bílum né flug- vélum, eins og greinilega hefði komið fram fyrr um daginn. Við spurðum hvað hefði gerzt í flugferðinni og þá svaraði hún: „Ég er ekki enhþá búin að ná mér eftir flugferðina, því ég var svo lasin þegar flogið var yfir eldfjallið“. „En hvernig leizt yður á Surt?“ spurðum við. Hún brosti eins og hún væri fegin því að Surtur væri liðið ævintýr í lífi hennar. Hún sagðist lítið sem ekkert hafa getað notið útsýnisins úr flug vélinni eða haft þá ánægju af ferðinni sem til stóð. Mágur Elenu var aftur á móti ekkert miður sín. Hann lék á als oddi eins og venju- lega og alla leiðina upp að Gljúfrasteini hafði hann ekki við að biðja íréttamann Morg unblaðsins að skila þakklæti til ýmissa aðila hér á landi. Hami minntist á forsetann og ríkisstjórnina, Þjóðleikhúsið, Kristin E. Andirésson, Hall- dór Laxness og Birgi Thorla- cius. „Af hverju eigum við að senda Birgi þakklæti?“ spurð um við. „Vegna þess að hann stóð við hliðina á Elenu þegar hún fékk laxana í Elliðaánum í gær“, svaraði hann. „Nú, hefði hún ekki getað dregið laxinn sjálf?“ spurðum við. „Jú, en . . , . “ Elena hafði fylgzt með því sem fram fór, hún sneri sér við í sætinu og skaut inn í: „Ég hafði mjög gaman af að draga laxinn, ég var ekkert taugaóstyrk“, sagði hún. Og svo bætti hún því við, að hún hefði aldrei fyrr veitt fisk, „en hver veit nema ég reyni það einhvern tíma aftur“, sagði hún, og það var augsýnilegt að Elliðaárferðin hafði náð til gangi sínum. Það var eins og dálítill sólargeisli brytist und- an skýjaþykkni, þegar minnzt var á ámar og laxveiðina. Það leyndi sér ekki að hún var búin að fá „bakteríuna“, enda sagði Þjóðviljinn í gær — og allir vita, að Þjóðviljinn er ekki að velta sér upp úr smá- munum — „reyndir veiðimenn sögðu, að hún myndi „fljótt koma til“. En Elena sjálf var ekkert hátíðleg yfir þessu, hún sat hin rólegasta í fram- sætinu með þykku gleraugun sín og virti fyrir sér fjöllin. „Hvernig lízt yður á land- ið?“ spurði fréttamaður blaðs- ins. „Höfðuð þér nokkuð heyrt af því áður?“ „Já“, svaraði Elena Krúsjeffs dóttir. „Ég hafði gert mér í hugarlund hvernig landið liti út, en nú hef ég séð það með eigin augum og það hefur ekki valdið mér vonibrigðum. Áhrif in hafa verið góð og þægileg“. „Og hvað finnst yður fal- legast af því sem þér hafið séð hér á landi?“ „Gullfoss", sagði Elena án þess að hugsa sig um. „Mér finnst Gullfoss tignarlegastur og fallegastur“. „Fannst yður erfitt að veiða lax?“ spurðum við. „Nei“. „Hún var mjög róleg“, skaut Gontar inn í, „en ég var taugaóstyrkur, þegar hún setti í stærsta laxinn. Auðvitað missti hún hann. Hann strik- aði niður ána og út í ósinn og þar stóð einhver ljósmyndari, sem var lítill veiðimaður og ,Nei“, svaraði hún stutt og laggott. Og það var ekki eins og sá gamli syndaselur og hrekkjalómur hefði haft nein sérstök árif á hana. .En Strokkur gaus. Við fórum út í aðra sálma. Við vorum á leiðinni heim að Gljúfrasteini og nú átti hún að fá að fara á bak íslenzkum hesti og því ekki úr vegi að spyrja, hvort henni þætti gam an á hestbaki. Hún kvað það vera. Hún sagði, að foreldrar sínir ættu búgarð fyrir utan Moskvu. „Þar eigum við marga vini“, sagði hún, „og Lagt af stað fra Gljufrasteini. Riðið yfir á í Mosfellsdal. Elena tekur kvikmynd af heimilisfólkinu að Gljúfrasteini og Gontar. mági sínum. Þess má geta að tvær dætur Nóbeisskáldsins fóru með í reiðtúrinn, en skáldið og kona hans biðu heima til að hafa kaffið tilbúið á könnunni, heitt og hressandi að reiðtúrnum loknum. þeir bjóða mér oft og tíðum á hestbak. Mér þykir mjög gaman að fara í útreiðartúra“. Að öðru leyti sagðist hún ekki hafa alizt upp í sveit. Hún þekkir raunar lítið til sveita- lífsins og til dæmis hefur hún ekki komið í samyrkjubú, svo orð sé á gerandi. Okkur skild ist að þessi dóttir sovézka for- sætisráðherrans væri borgar- barn fram í fingurgóma, en hefði gaman af þeim lysti- semdum sem fögur náttúra og sveitalíf hafa upp á að bjóða. Við spurðum hana næst að því, hvort henni hefði þótt gaman af að fara með foreldr- um sínum til Norðurlanda. Hún svaraði því játandi og sagðist hafa haft mikið yndi af ferðalaginu. „Hverjum líkjast Islending- ar mest?“ spurðum við. „Norðmönnum“, svaraði hún hiklaust. „Norðmenn og íslend ingar eru kannski dálítið minna glaðir en Danir og Svíar, en ég hef á tilfinning- unni, að þeir séu áreiðanlegir. Það er hægt að treysta því sem þeir segja“. „Eruð þér ekki orðnar þreyttar eftir ferðalagið?“ „Jú“, sagði Elena ákveðið og sneri sér enn við í sætinu. Það var hægt að sjá að hún naut sín ekki til fulls. Hún vair talsvert tekin til augn- anna og allþreytuleg. Þegar við komum að Grafarholti benti hún á skýin framundan og sagði aðeins eitt orð: „Rigning". En svo þegar við komum lengra upp í Mosfells sveitina var .komið sólskin og hlýr andvari, 'og þá sögðum við til að hressa upp á skapið og andagiftina: „Nú er komin sól“. Sú athugasemd fékk helduir daufar undirtektir. Þeir virð- ast nefnilega ekki kalla allt sól í Sovétríkjunum, Svo var förinni haldið áfram, og samtalinu. Jakob túlkaði eins og hershöfðingi, enda munaði minnstu að hann næði þeirri tign í stríðinu. Framhald á bls. 15. gat ekki náð honum, og auð- vitað missti hún hann svo!‘. „Yar hún ekki leið yfir því“. Elena hristi höfuðið. Hún er augsýnilega mjög rólynd stúlka og lætur ekkert „fara í taugarnar á sér“ eða koma sér úr jafnvægi. Líklega er hún líkari móður sinni en föð ur sínum að því leyti. Og svo hefur hún ekki eins gaman af að tala og hann. Gontar sagði að Jakob túlk- ur væri mjög slæmur veiði- maður. Aftur á móti þýddi hann ágætlega bækur úr ís- lenzku. Við spurðum Elenu enn að því, hvað hefði komið henni mest á óvart á íslandi, að Gullfossi undanskildum. Hún sagði: „Ég hef mest hrifizt af gest- risni fólksins og náttúrufegurð inni. Kannski er ekki hægt að segja, að það hafi komið mér á óvart, en hvort tveggja er skemmtilegt ævintýr“. „Voruð þér hræddar þegar þér fluguð yfir Surt?“ spurð- um við varfærnislega. „Nei, ég var bara veik, það er allt og sumt“. „Gaus Geysir meðan þér J_-r i_____ .,:«ou

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.