Morgunblaðið - 08.07.1964, Síða 11
Miðvikudagur 8. júh' 1964
MORGUNBLAÐIÐ
11
Siguröur Pálmason
kaupmaður á Hvamtnstanga
SIGURÐUR Pálmason, kaupmað-
ur á Hvammstanga, varð áttræð-
ur 21. febrúar sl.
Hann er fæddur að Gautsdal
1884, en síðar fluttu foreldrar
hans að ÆsuStöðum í Langa-
dal.
Þessi aldur mundi þó mörgum
ókunnugum þykja heldur ótrú-
legur ef þeir sæju hann svo létt-
an í spori og kvikan, nettan á
vöxt og léttan í máli.
Sigurður er í báðar ættir kom-
inn af þeim merku hjónum: Ingi-
ríði Jónsdóttur og Pálma Jóns-
syni, Sólheimum í Svínadal, því
að móðir Sigurðar og kona Pálma
á Æsustöðum var Sigríður, dótt-
ir Gisla Ólafssonar og Elísabet-
ar Pálmadóttur (konu hans) frá
Sólheimum, en Pálmi faðir Sig-
urðar, var sonur Guðrúnar dótt-
ur þess sama Pálma frá Sól-
heimum og manns hennar, Sig-
urðar Sigurðssonar bónda í Gufu-
dal. Einnig sézt á þessu, að Sig.
Pálmason kaupmaður, er systur-
eonur Kristjáns Gíslasonar, Ólafs
sonar kaupm. á Sauðárkróki. —
Fleiri eru þau Gisla 'og Ólafs
nöfnin kunn úr þessari ætt, svo
eem Eiríksstaðaskáldið.
Einn bróðir átti Sigurður sér
eldri, Jón Jóhannes og systur,
Guðrúnu Sólveigu, en sér yngri:
Jósefínu, Þórönnu og Gísla.
Sigurður varð búfræðingur frá
Hólaskóla 1905 og hefur einn
skólabróðir hans þar og her-
bergisfélagi sagt mér, að vart
hafi hann á þeim árum átt betri
félaga og vin. Síðar fór Sigurður
til Noregs til búfræði og garð-
yrkjunáms og gerðist ráðunaut-
ur í þeim fræðum í Húnaþingi
er heim kom.
Ekki kann ég skil á orsökum
þess, að Sigurður hætti þeim
starfa, en gæti vel imyndað mér,
að framkvæmdahugur hans hafi
verið örari, en bændur þar náðu
að fylgja eftir í framkvæmd,
enda mun garðyrkja hafa verið
öilum almenningi þar í sveitum
mjög svo fjarlæg en framandi
búgrein, með þó örfáum undan-
tekningum. Einnig voru mjög
litlar jarðabætur utan ofanafristu
túnasléttuaðferðin, sem þrátt fyr
ir mikla úrbót frá þúfnakargan'-
um, var mjög seinvirk og því
hver slétta minni en ella.
Ungum mönnum nú mun finn-
ast nokkuð merkilegt, hversu
hægfara bændur voru á fyrsta
hug aldarinnar, að taka almennt
til vinnu hestinn og plóginn, jafn-
vel þó nokkur þekking og geta
virtist til.
Varfærni, eða jafnvel kjark-
Teysi við að ráðast í nýbreytnis-
framkvæmdir, var ekki nema
eðlileg afleiðing fjárhagslegs
getuleysis margra ættliða. —
Menntun eykur víðsýni og
kjark.
Ágizkun mín er það aðeins, að
Alþýðuskólinn sem stofnaður
var á Hvammstanga 1913, hafi
verið sú vakningarstjarna, er
heillað hafi S. P. til að leggja
út í það ævintýri, að byggja
upp verzlun á Hvammstanga. —
Þessi ágizkun styður það þó, að
1906 eru 40 sálir skráðar á
Hvammstanga heimilisfastar, en
1917, eitt hundrað og tvær, 23
heimili og 16 lausafólk. — Mel-
eyri virðist Sigurður hafa nefnt
bústað sinn, þó ekki virðist það
fela í sér miklar gróskuvonir og
að visu er markamburinn sjálfur
likur enn í dag, þó að þangað
megi rekja sterkan þátt af upp-
byggingu staðarins. Þangað
flutti Sigurður með konu sína
Steinvöru Benónýsdóttur, Jóns-
eonar bónda á Kambhóli, Víði-
dal. Systkini hennar eru þeir
landskunnu Ijóðmæringar: Valdi-
mar Kamillus, fyrrum bóndi í
Húnaþingi, Guðrún á Hvamms-
tanga og Sveinbjörn Ágúst í
Vestmannaeyjum. Ekki mun
Bteinvör hafa verið afskipt með
þann hæfileika, þótt lítið hafi
hún látið á því bera. Með tvær
dætur munu þau hafa komið til
Hvammstanga: Sigríði og Guð-
rúnu, síðar fæddist þeim Pálmi,
Benný og Sigrún. Sigríður giftist
Halldóri Sigurðssyni og eru þau
bæði nýlátin í Borgarnesi. Eftir
þau lifa 3 börn. Guðrún hér í bæ,
gift Einari Farestveit, forstjóra
og eiga þau 5 börn. Pálmi býr
á Hvammstanga, giftur norskri
konu og eiga þau 6 börn. Sigrún
er gift Sigurði kaupmanni Magn-
ússyni hér í borg og eiga þau 2
börn.
Fyrir 45 eða 46 árum, man ég
fyrst-eftir þeim hjónum Sigurði
og Steinvöru, er þau voru að
heyskap á Gauksmýrarengjum,
en ég á næsta bæ, Geitlandi,
hjá foreldrum mínum.
Enn man ég umtal frá þessum
tíma, að lipur þótti Sigurður að
koma með hvaðeina, þó litið væri
fyrir hvern, af verzlunarvörum
með sér um helgar er hann fór
til Hvammstanga og ekki aðeins
það, heldur einnig að reka hvers
konar erindi til greiðasemi við
náungann. Þetta hafa alla tíð
verið hans viðurkenndu vaxtar-
skilyrði, viljinn til að leysa hvers
mánns vanda.
Hann rak ekki sinn búskap á
Hvammstanga, eins og sjá má
víða í sjávarþorpum, að þeir
þykja bezt settir, sem geta haft
fjós sin svo tæpt á sjávarbakk-
anum, að þeir geti mokað myrkj-
unni jafnótt í sjóinn og losnað
þannig sem fyrirhafnarminnst við
hana, en borið svo tilbúinn áburð
á tún og garða.
Er Sigurður hafði komið á fót
sláturhúsi í sambandi við verzl-
un sína, viidi hann nýta sem flest,
sem bezt öllum til heilla og eitt
af því var, að taka land til rækt-
unar og nota þar til áburðar gor-
haugana frá hverju hausti. Tún-
in gáfu af sér þjóðnýtan arð og
fegruðu umhverfi staðarins.
Árið 1926 stækkaði Sigurður
hús sitt til nálega þess forms
er það ber enn í dag. Þá kynnt-
ist ég fyrst af eigin reynd hvers
konar vinnuvíkingur Sigurður
Pálmason var, ekki í hamremmis-
átökum, heldur í likingu þeirrar
grönnu og lipru stangar, er snýr
hjóli því er allri hreyfiorkunni
veldur.
Þannig var hann síkvikur allt
af og alls staðar, þóttist aldrei
of hvítur til að taka til hendi
til hvaða verks sem var.
Vitanlega sótti Sigurður fast
lífsstarf sitt, verzlunarreksturinn.
Það hefði hann gjört hvar í stétt
sem hann hefði staðið, enda
mundi hann engan veginn hafa
getað lært að hlífa sjálfum sér
og hvar sem hann hefði verið
upp á tímakaup, mundu tekjur
hans hafa orðið æði háar með
sama vinnuframlagi og hlotið vei
að efnast, þar sem saman fór
ráðdeild og dugnaður þeirra
hjóna og ekki var eyðslusemin.
Sigurður hefur ekki brennt eig-
um sínum, svo sem margir gera
daglega, jafnvel eins miklu verð-
mæti og þeir eyða i mat sinn.
Nei, hvorki veit ég til að hann
hafi notað það né annað tóbak og
aldrei veit ég til að hann hafi
neytt víns.
Fleiri en ég er voru við hús-
hygginguna 1926, munu minnast
þess, er verið var að hala steyp-
una upp í stafnana í blikkfötum
að þeirrar tíðar hætti, að flestir
voru orðnir sárir í lófum og Sig-
urður ekki minnst, að þá kom frú
Steinvör og þreif til kaðlanna,
því líkast sem hún drægi óðan
fisk úr sjó.
Þá kom hressilegur fjörkipp-
ur í allt verkið og allir urðu því
glaðari sem betur gekk. Oft var
glatt á hjálla í frístundum í litla
gamla húss kjallaranum og Sig-
urður ekki síður galsastrákur-
inn en við hinir, en alltaf dreng-
lundaður í leik sem starfi. Vel
hefur hann alla tíð kunnað að
meta vel unnin verk og svo
sem marka má af framansögðu,
var bæði létt og skemmtilegt að
fylgja hanum að starfi, þó ekki
væri heiglum hent, að halda sama
sprettinum jafn mikinn hluta sól-
arhringsins sem hann.
Á heimili Farestveithjónanna
í áttræðisafmælinu, komst einn
gesta, fyrrverandi starfsmaður,
svo að orði, að Sigurður hefði
alla tíð verið sérlega óráðþæginn,
t. d. þegar hann hefði bent hon-
um á ýmsa skuldareikninga, sem
hvorugur taldi líklegt að nokkurn
tíma mundu greiðast og því meir
en mál að loka, að þá klóraði
Sigurður sér bara í höfðinu og
spurði á hverju þessar fjölskyld-
ur ættu þá að lifa. Ef til vill hafa
þeir þá verið að ræða um nafn
eins þáverandi bónda þar í sveit,
sem hringdi nú á þessum afmæl-
isdegi útan af landi til mín hvetj-
andi mig til að skrifa þessar lín-
ur og láta þess getið, að gegnum
allt sitt fátæktarbasl með mörg
börn, ætti hann engum einum
manni eins mikið að þakka og
Sigurði Pálmasyni. Hann hefði
líka alltaf verið bjargvættur
hinna fátæku, þó misjafnt væri
það þakkað. Svo langt hefði það
gengið við sig, að ekki væri trú-
legt til frásagnar, en svo væri
Guði fyrir að þakka, að hvern
eyri hefði hann getað greitt hon-
um síðar, en kærleiksverkið
sjálft yrði aldrei greitt með pen-
ingum.
Mörg dæmi þessu lík munu til
úr æviferli Sigurðar og honum
oft þar af borizt greiðslur, sem
híinn né aðrir áttu von á, en það
er aðeins eitt af sönnunargögn-
um fyrir því, að tiltrú gerir menn
ina betri en vantrú verri. Þetta
er liklega, þegar allt kemur til
alls, mesta ræktunarstarf Sigurð-
ar á ævinni, að sá hinu góða
fræinu á þennan hátt í manns-
hugina, því fræi sem hafði í
sjálfu sér vörn gegn illgresinu.
Þó að sjálfsagt finni Sigurður
sjálfur og hans nánustu til elli-
marka en við sem sjáum hann
augnablik, gæti ég trúað að
enn sem fyrr, mundi hann í
Reykjavíkurferð frekar gleyma
að kaupa sér nýjan hatt eða
frakka, þó alvarlega hefði hann
tekið einhvern sem hefði bent
honum á þörf þess, heldur en
ýmsum útréttingum, þó fyrir
aðra væri.
Enn eru þau góðu hjón glöð
og gestrisin heim að sækja sem
fyrr, munapdi jafnt okkur frá
smákotunum, sem hina frá sfór-
búunum.
Enn sjást líka merki stórhug-
ans í framkvæmdum við verzl-
un Sigurðar Pálmasonar á
Hvammstanga, þó að þar hafi
hún að ýmsu breytt um svip og
nýir aðilar komið til.
Víst sá ég og heyrði á afmæl-
isdaginn margar mjög alúðarfull-
ar þakkir og kveðjur, en met
dýrast vitundina um hlýhug og
hljóðar óskir heildarinnar af
samferðamönnunum til Meleyr-
arfjölskyldunnar.
Þannig var og komizt að orði
í afmælishófinu, að „afkoma
þessa óráðþæga kaupmanns“ og
það er stundnum virtist óforsjála,
sem aldrei gat neitað þurfandi
manni, að Guð virtist hafa borg-
að fyrir hrafninn.
Þar sem mér finnst Sigurður
hafa farið að ráðum gamallar
heilræðavísu, fel ég minar óskir
í henni.
Hvar þú finnur fátækan á förn-
um vegi,
gjörð ’onum gott en grætt ’ann
eigi,
Guð mun launa á efsta degi.
Ingþór Sigurbjörnsson.
Tapazt hefur
jörp hryssa úr Geidinganesi,
merkt: x 7 á vinstri síðu. —
Þeir, sem kynnu að' verða
hennar varir, vínsamlega beðn
ir um að láta vita í síma
18978 eða að Korpúlfsstöðum.
Hestamannafélagið
FÁKUR
íbúð til leigu
í Áifheimum, 4 herb. og eld-
hús, til lengri eða skemmri
tíma. Leigist með síma, ljós,
hita, ræstingu á göngum ög
inntoúi að nokkru leyti. Uppl.
í síma 24577, etfir kl. 8 næstu
kv-öld.
llfi SOJUM BÍUHH
Renanlt Dauphine, árgerð ’62.
fallegur bíll. Ýmis skipti
koma til greina á yngri
bil, árgerð ’63 og ’64.
Chevrolet, árgerð ’59, kr. 120
þús. Samkomulag.
Rússajeppi, árgerð ’57. Kr.
85 þús.
Ford Taunus, góður bill árg.
’55. kr. 45 þús.
Volkswagen, árgerð ’60. Kr.
80 þús.
Volkewagen, árgerð ’61, kr.
95 þús.
Lincoin ’56. Má greiðast með
fasteignatryggðum bréf-
um.
Landrover ’51. Vill skipta á
Opel Caravan ’63 til ’64.
Mismunur útborgun.
Austin Gipsy, benzin. Vill
skipta á Mercedes Benz,
fólksbíl.
Chervolet sendibíll ’55. Fæst
á góðu verði ef samið er
strax.
Ford rútubíll, með Mercedes
Benz dieselmótor. 28 m.
Verð og gr. samkomul.
Vauxhall ’55. Skipti á yngri
bíl kemur til greina. Má
einnig greiðast með fast-
eignatryggðu bréfi.
Volvo diesel vörubill ’56, með
veltusturtum. Verð og
greiðslur samkomulag. —
Skipti koma til greina á
ódýrari bíl.
Ferguson dráttarvél, diesel —
sem ný. Fæst á góðum
greiðsluskilmálum ef sam
ið er strax.
Volkswagen aftaníkerrur i
lager. Verð kr. 7.500,00.
Mánaðargreiðsla.
H.ifum kaupendur al
Land-Rover benzínbílum.
Volkswagen, árg. ’62 til ’64
Opel Caravan ’62 til ’64.
Gjörið svo vel og hafið sam-
band við mig sem fyrst.
Bitreiðasalan
Borgartúni 1
Símar 18085 og 19615
Barson-hjóisög
fyrir alumíníum og stál.
Columbo-'úrnsagir
fyrirliggjandi.
verkfœri & jdrnvörur h.f. w
Tryggvagötu 10 — Símar 15815 og 28135.