Morgunblaðið - 08.07.1964, Side 20

Morgunblaðið - 08.07.1964, Side 20
20 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 8. júlí 1964 f JOSEPHINE EDGAR7 45 FIAl SYSTIR Hún var vel búih, í ljósgráum kjól og var dauðadrukkin. Hún var í íylgd með Berman, dem antakóngingum, og tveim ung um, ríkum mönnum, sem ég kannaðist við í sjón. Þeir hlógu allir að henni. Hún gat varla staðið óstudd og hélt sér í skraut handriðið á • stiganum, og æpti í þá að hjálpa sér, hálfhlæjandi og bölvandi eins og fisksölukerl- ing og gerði sig að hreinu at- hlægi. Fyrst í stað ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum. Eg hafði heyrt hana bölva og ég hafði séð hana í ruddalegum félagsskap, en ég hafði aldrei séð hana drukkna eða viti sínu fjær. Eg heyrði mann að baki mér segja: — Það er þessi Eves- kvenmaður. Hún hefur sleppt sér þegar Woodbourne varpaði henni fyrir borð. Eg leit kring um mig og sá þá, að allir þarna við stigann á fyrstu hæð voru að horfa á mig. Frú Camberley dró dætur sín- ar til baka inn í danssalinn, og bannaði þeim að horfa eða hlusta, rétt eins og' þessi sjón mundi saurga þær. Eg sá svipinn á fal- lega andiitinu á frú Elspeth fyll- ast gremju og viðbjóði. Eg fann, að Hugh herti takið á handleggn um á mér og ég vissi, að andlitið á honum var sótrautt af blygðun, enda þótt hann stæði drengilega við hlið mér. Hann sagði höstuglega: — Þú ættir að koma með mér. Þú vilt víst ekki, aÖ hún sjái þig. Og guð má líka vita, hverju hún gæti tekið upp á! Eg sleit mig lausa og ruddist gegn um mannþröngina til Soff- íu. Eg leit beint framan í skeggj að andlitið á Berman og sagði: — Viljið þér hjálpa mér, hr. Berman? Hann varð strax kindarlegur á svipinn og skömmustulegur. Eg sneri mér að Soffíu og brosti, af því að mér þótti vænt um hana og vildi ekki, að hún yrði auð- mýkt frammi fyrir öllu þessu fólki. Á þessari stundu hafði ég gleymt öllu, sem okkur hafði far ið á milli. Eg vissi það eitt, að hún var mér dýrmætari en nokk ur annar þarna staddur. Eg sagði: — Komdu nú, Soff- ía, það er tími til kominn að fara heim. Eg tók hana undir arminn og Berman tók hana vandræðalegur undir hínn, og svo hjálpuðum við henni niður stigann, gegn um mannþröngina í forsalnum og út að vagninum hennar. Eg hjálp aði henni upp í hann. Hún sagði ekki orð, en starði bara á mig. Berman sagði: — Fyrirgefðu, Rósa. Eg skal fylgja henni heim. Eg iofa þér, að hún skal komast vel heim. Svo fór hann upp í vagninn til hennar. Jakes heilsaði mér með því að bera höndina upp að-hatt inum, sló í hestana og síðan skröltú þau áleiðist eftir Strand. Eg sneri mér við og fann, að Hugh stóð við hliðina á mér. Við fórum aftur inn í hótelið. Frú Elspeth stóð þar og beið mín. Frú Camberley var að safna ungunum sínum saman og taut- aði eitthvað um, að ungfrú Eves hefði víst tryggt sér aðra fylgd heim . . . Eg dró djúpt að mér andann og gekk beint til móður Hughs. — Þetta þýðir víst ekki neitt, sagði ég. — Eg mundi aldrei geta uppfyllt skilyrðin yðar, þó að ég færi að lofa einhverju. Ef við þörfnuðumst hvor annarrar, mundum við fylgjast að, hvað sem hún kann að vera og hvað sem hún hefur gert. Við höfum verið svo mikið hvor fyrir aðra áður fyrr, og orðið að reyna svo mikið. Þannig horfir þetta við. Mér þykir það mjög leitt. Frú Elspeth greip hönd mína og þrýsti hana og hristi ofur- lítið. — Þetta verður allt gott, þú hefur staðið þig vel. Eg skal ekki framar setja þér nein skil- yrði, Rósa. Svo sneri hún sér með aðdá- anlegu kæruleysi að frú Camber ley, og sagði: — Kæra frú Cam- berley, þér þurfið ekki að hugsa um þetta frekar. Við Hugh ætlum að fylgja henni ungfrú Eves heim . . . komið þið, börn. Svo sneri hún sér að dætrum sínum, sem höfðu óþarflega aug ljóst gaman af öllu saman. Hún tók mig undir annan arminn og Hugh undir hinn og dró okkur með sér niður breiða stigann, og brosti í kveðju skyni til gest- anna, sem voru að fara. „ Eg sá blaðamanninn þjóta á- leiðis til Fleet Street, um leið og við ókum af stað. Eg vaknaði seint morguninn eftir dansleik frú Elspeth, og varð þess vör, að Marjorie var þegar farin til Cambridge aftur og eldhúsið var allt fullt af blóm um. Eg varð hissa á þessu, svo að ég fór með kaffibollann minn inn í stofuna til Flóru, en hún lyfti gleraugunum upp á ennið og lagði frá sér veskið sitt. — Mér fannst rétt að lofa þér — Hver það var, sem ég kyssti í garðinum í gærkvöldi? Ég vildi að ég myndiþað. að sofa út, Rósa, sagði hún. — Þetta hlýtur að hafa verið spenn andi kvöld. Hefurðu séð öll blóm in, sem hafa komið til þín? Og svo er bezt að ég óski þér til ham ingju. Það geri ég af öllu hjarta, góða mín, og óska þér og unnust anum alls hugsanlegs velfarnað ar í lifinu. Þetta verður há staða, sem þú kemst í síðar meir, en ég er viss um, að þú stendur þig prýðilega í þeirri stöðu. — Með hvað ertu að óska mér til hamingju, Flóra frænka? — Nú vitanlega með trúlofun ina ykkar hr. Travers, sagði hún steinhissa. Hún rýndi á mig með góðlegu, nærsýnu augunum. — Hefurðu ekki séð blöðin, góða mín? 115 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Þegar kom fram í ágústmánuð 1917, voru margir í Rússlandi, sem höfðu stutt byltinguna í fyrst unni, en litu nú til hennar með gremju. Júlídagarnir höfðu verið mikil vakning. Stóryðjuhöldarn ir og landeigendurnir, hægri sinn aðir Cadetar og mikil fjöldi for- ingja í hernum töldu nú, að eina leiðin til að bjarga landinu væri að finna því einræðisherra. Ker- ensky væri sýnilega of talgleið ur, og tilfinninganæmur og of mikill sósíalisti í þá stöðu. Engir hinir eldri stjórnmálamenn Dúm unnar hefðu haft neina mögu- leika á nægilegu fylgi. En Korni lov hershöfðingi virtist hafa eft irtektarverða möguleika. Hann var sonur kósakka frá Síberíu, og það eitt veitti honum talsvert fylgi hjá óbreyttum her mönnum og lægri stéttunum — og meira að segja var hann oft að viðra þennan almúgauppruna sinn — en engu að síður var það greinilegt, að hann var tii hægri við sósíalistana. ílann hafði lengst af ævinnar þjónað í hern um í austri, og fyr.r sameinaða seiglu pg þolgæði hafði hann náð hátindinum. Snemma í yfirstand andi styrjöld hafði hann komið vestur og tekið við forustu á Aust urvígstöðvunum, hafði verið tsk inn fangi en sloppið rétt fyrir marzuppreistina gegn keisaran- um, og svo hafði hann gengið vel fram í nýafstaðinni og árangurs lausri sókn Kerenskys. Verst var að hershöfðinginn skyldi vera barn í lögum og öllum sjórnmál- um — Aleveiev sagði um hann, að hann væri maður „með ljóns hjarta og sauðarheila“ — en það, sem hér þurfti, rar sterkur maður sem ekki þjáðist af neinum efa- semdum eða hiki; og það er eng inn vafi á, að Kornilov var sterk ur maður og persónulega hugrakk ur. Hann var 47 ára þegar hér var komið sögu og enda þótt ytra Útlit hans væri ekki sérlega að- laðandi —- flestir samtímamenn hans tala um „svarta Kalmúka- andlitið“ og „skásettu Mongóla- augun' í honum — þá hafði hann tekið við stöðu sinni sem yfir- hershöfðingi, mjög vongóður. Það var vani hans að fara um með vopnuðum lífverði Asíu- stríðsmanna, sem klæddir voru síðum, rauðum frökkum, og hann gaf skipanir sínar eins og sá, sem er vanur því að honum sé hlýtt. Áavr Georgievich Kornilov var í stuttu máli sagt, einn þessara manna, sem allir kannast við, að spretta upp á vandræðatímum heima fyrir, í sögunni, þegar rík isstjórnir hrynja og stjórnmála- flokkarnir hneigjast til borgara- styrjaldar; hann var sergentmaj órinn á hestbaki, þjóðhetjan úr röðum óbreyttra hermanna, sem lifir og hrærist í hernaðarlegum erfikenningum. Líklega hefur Kornilov sjálf- ur ekki í upphafi stefnt að hern- aðarlegu einræði — hann var einlægur stuðningsmaður bylt- ingarinnar — en þegar í ágúst- mánuði var hann kominn vel á veg. Þegar hann tók við hinu nýja embætti sínu heimtaði hann af Kerensky að fá víðtækt vald til að aga herinn. Hann vildi fá rétt til að láta skjóta lið hlaupa og uppreistarmenn, og hann heimtaði miklu strangara eftirlit með pólitískum kommis sörum og hermannaráðum á víg stöðvunum. Að baki vígstöðvun um vildi hann halda uppi heraga á járnbrautunum, í vopnabúrun um og skotfæraverksmiðjunum — og enginn vafi er á, að hann heimtaði þessar endurbætur rétti lega. Þegar Kerensky hikaði, fór hershöfðinginn með lífvörð sinn til Petrograd, til þess að gera út um málið, og allt sem hann sá KALLI KUREKI Teiknari; J. J r THATMOMEMr, M TOWU-- 'HOW 0101 &ET WTO SUiH A MESS.-’WALKlMö- TO MY PEATH IM A COW TOWN ?! AT LEAST, I CAM , WALK WITH A CAWE WOW-'THAT FKEESOME HAMD'J WELL, 0ME LAST LOOK AT MYSELF, AMp.' MORA — Jæja, þá er hann að tygja sig til ferðar — bara að hann drepist nú ©kki úr hræðslu á leiðinni. Um leið og hann er úr augsýn tökum vi 5 okk ur til og eltum hann til að sjá hvem- ig fer! — Jæja, ég er hræddur um að nú sé ekki undankomu auðið tengur. Þegar ég er svo allur á bak og burt ætla ég að biðja þig um að selja byss urnar mínar og hnakkinn og kaupa mér snotran stein á leiðið mitt. — Ríddu nú í bæinn og berzfu unz yfir líkur. Ég skal segja fólkinu frá því að þú hafir verið keikur allt til hinztu stundar. — Bless, Gamli! 1 bænum, á sömu stundu.... — Hvemig í ósköpunum tókst mér að lenda í öðrum eins vandræðum — nú má ég ganga á vit dauðans hér vestra í einhverjum kúrekabæ. Ég get þó alltént stuðst við staf nú orðið — þá hef ég þó aðra hendina lausa. — Jæja, þá lít ég í spegilinn í síð- asta sinn, og.......... í borginni, jafnvel Kerensky sjálf ur, fyllti hánn viðbjóði og reiði Þegar hann kom aftur til aðal- stöðva sinna við Mogilev, sagði hann við herforingjaráð sitt, að eina leiðin til að hreinsa til væri að hengja Lenin og splundra sov étunum áður en þau gæt egnt til annarrar uppreistar. Og þessi hótun var meira en orðin tóm. I Rússlandi voru um milljón Kósakkar, og þeir voru teknir að líta á Kornilov sem for ingja sinn. Kaledin, sem var helzti maður kósakkanna, studdi hann, og hinir ýmsu frjáslyndu og hægrisinnuðu flokkar voru fljótir að koma auga á, að þarna áttu þeir talsvert vænlegan for- ingja. Hermálaráðunauturinn brezki fór hlýjum orðum um hinn nýja yfirhershöfðingja. Rodzianko, hinn gamli forseti keisara-Dúmunnar, sendi honum skeyti: „Á þessum ægilegu tím um horfa allir hugsandi Rússar til þín í trú og von“. Ýmsir for ingjaklúbbar og hægriflokkar, sem höfðu tvístrazt í byltingunni tóku nú að lifna við aftur og horfa til framtíðarinnar með nýrri von. Húsavjk UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðins í Húsavik er Stefán Þórarinsson, Höfðabrekku 15. Hefur hann með höndum þjónustu blaðsins við fasta kaupendur blaðsins. — í bókaverzlun Þórarins Stef- ánssonar er blaðið í lausa- sölu. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim lielztu söluturnunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.