Morgunblaðið - 23.07.1964, Page 2
3
MORCU N BLAÐIÐ
r
Fimmtudagur 23. Júlí 1964
Hrakið hcy á Laugabóli í Laugardal. Kúasmalarnir, tílfar og Valur með kálfana, sem ef
til vill fá að sniakka á því í vetur.
Engin breyting á Suðurlandi
Sannkallað góðviðri í Kelduhverfi
ÞAÐ eru allar horfur á því,
að lægðirnar leggist ekki frá
fyrst um sinn, sagði Páll Berg
þórsson, veðurfræðingur, í
stuttu samtali við Mbl. í gær.
Að vísu varð aðeins breyting
á veðrinu í dag, og var það
vegna breytinga á Grænlands-
Iægðinni, það komst hreyfing
á hana.
Ég get ekki búizt við öðru
en að það verði áframhaldandi
sunnanátt, nú enn um sinn,
ýmist SA eða SV og allt þar
á milli, og má þá ekki búast
við miklum þurrkum hér
sunnanlands á næstunni.
í nótt varð alveg geysilegt
úrfelli, það rigndi t.d. 35 miiii
metra á Þingvelli, en þar
mældist úrkoman mest, en
annars var rigningin frá Vest-
fjörðum og allt austur í
Skaftafellssýslur, en mest þó
á Suðurlandsundirlendinu. Á
Rangárvöllum fylgdi rigning-
unni mikið þrumuveður og
eldingar.
Sem sagt, sagði Páll að lok-
um, engin breyting fyrirsjáan-
leg á næstunni.
Vegna þrumufregna Páls
hringdum við austur á Rang-
árvelli og náðum tali af Ólafi
Sigfússyni bónda í Hjarðar-
túni, og spurðum hann, hvort
hann hefði orðið var við
þrumuveðrið í nótt.
Já, já, en ekki öðru vísi en
svo að ég vaknaði, sagði Ólaf-
ur, en það þarf lika nokkuð
til að vekja mig, og má mikið
ganga á til þess að ég vakni.
Á eftir kom eitt geysilegt úr-
felli. Eldingar sáust líka, en
ekki munu þær hafa verið
mjög nærri okkur.
Nei, það m*un ekki hafa orð-
ið neitt tjón hér að ráði, en
rafmagnseftirlitsmaðurinn er
nú hérna við hlið mér og seg-
ir, að öryggisrofar hafa víða
slegið út, og hafi hann orðið
að koma á allmarga bæi og
laga það. Hann segir, að þá
um nóttina hafi úrfellið verið
geysilegt.
En það leggst illa í bændur
þetta tíðarfar. Grasið er orðið
úr sér sprottið og þá er það
heldur lélegt fóður. Það horf-
ir heldur illa, ef þetta fer ekki
að breytast, sagði Ólafur að
lokum.
Við töluðum næst við Jón
Guðmundsson á Pjalli á Skeið
um. Sagði hann tíðarfarið
mjög erfitt, það rigndi ákaf-
lega mikið í gærkvöldi og í
nótt, og óx Hvítá að mun við
þetta úrfelli í nótt.
Það hefur sama og ekkert
verið hægt að þurrka um lang
an tíma, og eiginlega engir
sinnt slætti, nema þeir sem
hafa heyturna og súgþurrk-
un. Grasið er orðið úr sér
sprottið og vont að slá það,
og þar ofan á reynist slíkt
gras lélegt fóður.
Verði tíðin lengi svona er
hætta á að stórtjón verði á
öllum heyskap. Þótt rokið
hafi verið mikið, hefur hér
ekkert hey fokið. Hér fýkur
aldrei hey, a.m.k. man ég ekki
eftir sliku veðri, sagði Jón að
lokum.
Þá ventum við okkar kvæði
I kross og hringdum norður
í Kelduhverfi til Björns Þór-
arinssonar bónda í Kílakoti.
Þar kom nú annað hljóð í
strokkinn. — Við erum allir
hérna mjög ánægðir með
veðrið, hefur verið hér fram-
úrskarandi þurrkar í langan
tíma eða tæpa viku og man
ég varla eftir svona löngum
þurrkakafla. Þetta hefur ver-
ið einstök tíð, sumar og sól,
hitar allt upp í 20 stig með
hægri golu, sannkallað góð-
viðri, enda eru flestir langt
komnir með að hirða tún sín.
í morgun kom aðeins skúr,
en þornaði á heyi undir eins
aftur. Hitt er svo aftur verra
og önnur saga að það er kom-
inn minnkur að Víkingavatni
og sást það bæði á varpi og
silungsveiði í vor. Ætli við
þurfum ekki að fara að ráða
okkur minnkabana, sagði
Björn að lokum, því að minnk
urinn myndi verða hér hinn
mesti vágestur.
BLaðið náði að síðustu í
Gisla Helgason bónda og
hreppstjóra á Helgafelli við
Lagarfljótsbrú á Fljótsdals-
héraði og spurði um búskapar
háttu þar um slóðir.
— Heyskapur hefir gengið
hér með ágætum nú undan-
farið sagði Gísli, enda hafa
verið svo til samfelldir þurrk
ar síðustu viku. Heyskapur
byrjaði ekki vel, þá var stirð
tíð og skúrasöm, en þó ekki
svo að hey hrektust. Spretta
er ágæt. Tún, sem kólu í fyrra
eru nú að ná sér.
Fyrrisláttur mun víða langt
kominn, en fáir hafa þó að
fullu lokið honum. Víðast er
tvísleginn mikill hluti túns-
ins. Heyfengur er því mikill
og góður til þessa.
Korni var sáð í um 150 hekt
ara hér á Héraði í vor og er
útlit með þroskun þess mjög
gott. Það var eingöngu bygg,
sem sáð var og þá fyrst og
fremst Floja og Hertha.
Komið er þurrkað og malað
í myllu, sem bændur eiga sam
eiginlega hér á Egilsstöðum.
Mjólkurframleiðsla hefir
verið vaxandi hér á Héraði,
en nú er útlit fyrir að aukn
ing verði ekki teljandi í beirri
búgrein þar sem sauðfjár-
bændur telja nú ekki hallað
á sig í verðlagi eins og áður
var.
Óvenjumikið er unnið hér
að vegagerð í sumar. Langt er
kominn hringvegurinn í Fljóts
dal, en unnið er að lagningu
vegarins um Ása innan við
Hallormsstað. Verður það mik
il samgöngubót fyrir héraðið,
þegar þessi hringvegur kemst
í notkun, sagði Gísli Helga-
son að lokum.
Aðkomufólkið
frá Siglufirði
Alvorlegt dstand ef ekki rætist síldveiði
að fara
hlekkurinn f verðmæta- og
gjaldeyrissköipun þjóðarbúsins og
það er þjóðarnauðsyn, að það
sérhæfða vinnuafl, sem hér er
fyrir hendi á sviði síldariðnaðar,
sé hér áfram búsett, þegar síldin
sýnir sig.
fúsar hendur hér, og jafnvel íviln
anir, sem ekki er alLs staðar að
fá. Iðnrekendafélagið, Iðnaðar-
málastofnunin sem og íslenzk
stjórnarvöld ættu að hyggja að
þeirri lausn. Það þarf líka að
hyggja að því, hvort hægt sé að
£á erlenda aðila, sem ráða yfir
mörkuðum fyrir niðurlagða síld,
til að byggja og reka hér niður-
lagningar- og dósaverksmiðjur og
ná samningum við viðskipta-
heildir í Evrópu, sem girða sig
tollmúrum gagnvart þessari
framleiðslu. Algjört síldarleysi I
sumar, sem ýmsar líkur benda til
að verði, áframhaldandi fólks-
flótti héðan, verðmætisrýrnun
mikilla eigna, sem að verulegu
leyti eru eign ríkisins sjálfs,
hljóta að skapa það ástand, sem
kallar í öll ábyrg þjóðfélagsöfl
til úrræða.
Stefán.
fyrir Norðurlandi
SIGLUFIRÐI, 22. júlL —
Síldarbræðslur bæjar og rík-
is hér á Siglufirði hafa nú
brætt um 110 þús. mál síldar,
sem er eftir atvikum allsæmi-
legt. Síld þessi er að nokkru
úr stærri síldveiðibátum, sem
siglt hafa sjálfir með sildina
hingað og að nokkru úr síld-
arflutningaskipum. Lögð hef-
ur verið áherzla á að nýta
þær stóru og fullkomnu síld-
arbræðslur, sem hér eru til
staðar. Hér eru um 20 síldar-
söltunarstöðvar og f jöldi sigl-
firzks síldarverkunarfólks,
sem sérhæft hefur sig frá
barnæsku í meðferð síldarinn
ar, en heita má, að engin síld
hafi verið söltuð, aðeins lagt
niður í nokkur htmdruð tunn-
ur á tveimur eða þremur sölt-
unarstöðvum.
Flest aðkomufólk, sem hingað
kom til vinnu á söltunarstöðv-
um, er nú farið héðan. Siglfirzka
verkafólkið hefur að vísu sína
lágu kauptryggingu, en segja
má, að síldarleysið hafi þrengt
svo að efnahagsafkomu margra,
að illa horfir. Afkoma söltunar-
stöðva, sem ef til vill eru í hárri
hryggjuleigu og með margt fólk
á tryggíngu, verður og hörmu-
leg, ef ekki rætist úr með sölt-
unarsíld.
Siglufjörður og Siglfirðingar
hafa um áratugi byggt afkomu
sína á síldarvinnslu. Stundum
hefur síldin fært þeim stóra
vinninginn í happdrættinu, en
stundum brugðizt með öllu. Árið
1962 var Siglufjörður stærsta
fiskmóttökuhöfn á landinu, en í
ár hafa flestar stöðvar hér tóm-
tunnur einar upp á að bjóða.
Þetta einhæfa atvinnulíf sam-
fara samgönguleysi á landi mest-
an hluta árs hefur valdið hér
hægfara en áframhaldandi fólks-
fækkun, sem nú er að færast á
svo alvarlegt stig, að ábyrg öfl
í þjóðfélaginu verða að grípa til
gagnráðstafana. fbúatalan var
3100 árið 1948, en nú er hún rúm-
lega 2500. Bregðist síldin Siglu-
firði í sumar skapast hér svo
alvarlegt ástand, að nauðsynlegt
er að athuga nú þegar, hvað
gjöra má til bjargar.
Sigiufjörður hefur allt frá
aldamótum verið einn veigamesti
Vísitalan óbreytt
163 stig
KAUPLAGSNEFND hefur reikn
að vísitölu framfærslukostnaðar
í byrjun júlí 1964 og reyndist hún
vera 163 stig eða hin sama og í
júníbyrjun.
í júnímánuði varð lítJlsiháttar
verðhækkun á nokkrum matvör
um og fatnaðarvörum. Hins veg
ar lækkaði verð á nýmjólk utn
40 aura á líter, vegna þess að
niðurgreiðsla á verði hennar var
aukin.
Það, sem getur bjargað Siglu-
firði í dag, eru skjótar sam-
göngubætur og iðnvæðing. Síld-
arverksmiðjur ríkisins reka hér
frystihús og niðurlagningarverk-
smiðju. Tryggja verður, að þessi
fyrirtæki starfi í vetur með full-
um afköstum. Flýta verður upp-
byggingu tunnuverksmiðjunnar,
sem brann sl. vetur. Hér verður
að staðsetja ýmis konar iðnfyrir-
tæki, sem skortir vinnuafl í
Reykjavík, en geta fundið vinnu-
Saltað verður á
Raufarhöfn í dag
Nokkur skip á leiðinni af nýju miðunum
Raufarhöfn, 22. júlL
UM það leyti að Reykvíkingar
í s* NA /5 hnútar j SV SOhnútsr X Snjikoma * ÚÍi 7 Skúrir 5 Þrumur W*:iú KuUaM Hittaki) Hj Hmt
Eftir að lægðin yfir Græn-
landshafi dýpkaði í fyrradag,
komst hreyfing á kuldaskilin,
sem fylgdu henni, otg bárust
þau yfir landið í fyrrinótt.
Höfðu þau mikla rigningu í
för með sér, mest 35 mm á
Þingvöllum , og þrumuveður
gekk um Rangárvelli og
Hreppa. Á eftir létti til og var
úrkomulaust að heita máttL
— Hlýjast varð í gær 1 Vopna
firði, 24°, en hætt er við að
ekki verði jafn heitt fyrst um
sinn.
rísa úr rekkju á fimmtudatgsmorg
un er búizt við því að mikil sölt-
un verði hafin á Raufarhöfn, ea
þar hefur í dag veiðst dável á
miðum þeim, sem Snæfell og Eld
borg fundu að eigin frumkvæði
í gærmorgun, um 100 milur aust-
ur af Raufarhöfn.
í nótt fékk Snæfellið þama
500 tunnur, Eldborg 1000 og Stíg-
andi 300, og fóru skipin með afl-
ann til Raufarhafnar nema Stíg-
andi til Ólafsfj arðar.
Um miðjan datg í dag hvesstl
á miðunum, en undir kvöld tók
að lygna og höfðu nokkrir bátar
kastað seint í kvöld en ekki hafðl
frétzt um árangur.
Af þessum miðum eru nú eftir
talin skip á leið til Raufarhafndr
með söltunarsíltí: Stjaman 550
tunnur, Gylfi 500, Einar Hálf-
tíáns 650, Helga RE 300, Sólfari
AK 500 Jörundur H 600, Odd-
geir 600, Sigurður Bjarnason 600,
Súlan 450, Gjafar 350, Jón á
Stapa 550 og Sigrún AK 45a
Síldina fengu skipin í morgun og
í datg áður en hvessti. -
Til Seyðisfjarðar era á leið-
inni Skarðsvík með 1100 tunnur
og Ásþór R(E 600. Til Norðfjarð-
ar fór Gullfaxi með 700 tunnur.
Fréttaritari