Morgunblaðið - 23.07.1964, Page 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmludagur 23. júlí 1964
Víglundur Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli. Verðlauna-
afhending. —
Jafn endasprettur
Hestamannamót
HELLIJ 20. júlí — Hestamót
Hestamannafélagsins Geysis
fór fram á Rangárbökkum
við Hellu hinn 19. júií. í>ar
fór fram góðhestasýning í
tveirtiur flokkkum og sýnd
voru unghross í tamningu og
keppt var í skeiði, 250 metra
sprettfæri, folahlaupi, 250
metra, og 350 m. og 800 m.
stökki. Um 80 hestar tóku
>átt í mótinu. Úrslit urðu
sem hér segir:
Klárhestar með tölti: Víg-
lundur, Magnúsar Finnboga-
sonar í LágafeLli, 2. Skjóni
Guðlaugar Guðjónsdóttur,
Berjunesi, 3. Bliki Boga
Óskarssonar, Varmadal.
Gæðingar með öllum
gangi: 1. JökuH, HaUdórs
Jónssonar, Kirkjubæ, 2.
Fluga Gunnars Magnússon-
ar, Ártúnum, 3. Lýsingur
Eysteins Einarssonar, Brú.
250 m. skeið: 1. Snæfaxi
Halldórs Jónssonar, Kirkju-
bæ, á 27 sek., 2. Glæsir Sig-
urgeirs Valmundssonar, Fróð
holti, á 29.8 sek., 3. Gáski
Lilju Túbals, á 32. sek.
250 m. folahlaup: 1. Faxi
Magnúsar Gunnarssonar, Ár-
túnum, á 20 sek., 2. Sörli
Helga Einarssonar, Ártúnum,
á 20.3 sek., 3. Dóni, eigandi
er Sandgræðslan Gunnars-
holti, á 20.5 sek.
350 dt*. stökk: 1. Dreyri
Guðna Kristinssonar, Skarði,
á 27.5 sek., 2. Faxi Guðna
Kristinssonar, Skarði, á
28.1 sek., 3. Tvistur ísleiifs
Pálssonar, Ekru, 28.9.
800 m. stökk: 1. Víkingur
Magnúsar Gunnarssonar, Ár-
túnum, á 71 sek., 2. Kolskegg
ur Halldórs Jónssonar í
á Hellu
Kirkjubæ, á 76.5 sek., 3.
Nökkvi, eigandi Sandgræðsl-
an Gimnarsholti, á 79,1 sek.
Kaupfélagið Þór á HeUu
hefur gefið félaginu bikar,
sem veittur er bezta tölt-
hesti, og Kvenfélag Rang-
æinga hefur gefið bikar, sem
veittur er fyrir beztan tíma
á skeiði. Var nú keppt í
fyrsta sinn um þessa bikara.
Mikill mannfjöldi sótti
mótið.
Góður fundur
Sjálfstæðismanna
í Borgarnesi um
héraðsmál
" Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag-
anna í Mýra- og Rorgarfjarðar-
sýslum héldu sameiginlegan fund
í Borgarnesi s.l. mánudagskvöld.
Ásgeir Pétursson sýslumaður
flutti framsöguerindi um héraðs-
málefni í Borgarfirði. Talsverðar
umræður urðu á fundinum &tt
tóku þessir tU máls: Jón Árna-
son allþingismaður; Sigurður
Ágústsson allþingismaður; Helgi
Helgason bóndi, Þursstöðum;
Kalmann Stefánsson bóndi, Kal-
mannstungu; óskar Eggertsson
stöðvarstjóri Andakílsárvirkjun
og Pétur Ottesen fyrrv. alþingis-
maður.
Fundurinn var vel sóttur og ósk
uðu fulltrúar þess að framvegis
yrðu haldnir fleiri fundir með
þessu sniði.
Hörður.
ferða-
maímastraumur á
Héraði
EGILSSTÖÐUM 20. júlí. —
Ferðamannastraumurinn hér á
Héraði hefur aldrei verið meiri
en nú. Eru þess dæmi, að þrjár
flugvélar hafi komið hingað dag
lega með ferðafólk að sirnnan.
HóteUn að Eiðum,' Egilsstöðum
og á Hallormsstað eru full af
fólki, en samanlagt taka þau
hátt á annað hundrað gesta.
Eins og áður hefur komið fram
í fréttum heldur Ferðaskrifstofa
Austurlands uppi ferðum inn að
Brúarjökli og í síðustu viku
fundu þeir Hákon Aðalsteinsson
og Þorbjörn Arnórsson nýja leið
að jöklinum, sem er mun greið-
færari en sú, sem farin hefur
verið til þessa.
Veðráttan hefur verið sérlega
hagstæð hér að undanförnu. t
dag mældist hér 24 stiga hiti og
undanfarna daga hefur verið
glaða sólskin. Með aukinni um-
ferð um byggðalagið hefur skap-
azt vandamál, sem krefst skjótr-
ar úrlausnar, því að varla er
hægt að fullnægja öllum kröfum
um viðgerð á bifreiðum.
St. E.
«
Nýtt löndunarband
gefur góBa raun
KVIKMYNDIR
VOPNAFIRÐI, 16. júlí. — Sölt-
unarstöðin Auðbjörg á Vopna-
firði hefur í sumar sett upp hjá
sér löndunarband til löndunar á
söltunarsíld. Band þetta er af
nýrri gerð, teiknað, smíðað og
sett upp af Magnúsi Thorvalds-
syni, eiganda Aluminium & Blikk
smiðjunnar í Súðavogi 42 í Rvík.
Flutningsbandið sjálft er gúffimí
borði á járntromlum, en allt
annað er úr aluminíum. Er því
sérstaklega auðvelt að hirða tæk
in og þrifnaður við meðferð síld
arinnar ólíkt betri, en þar sem
gömlu trékassarnir eru notaðir
með öllum sínum rifum og hom
um, sem erfitt er að halda hrein
um. Þá er það ótalið, að vinna
við söltunina er mun auðveldari
við þessi löndunartæki, en aðrar
gerðir, sem í notkun eru. Veldur
iþar mestu, að stúlkurnar geta
sjálfar skammtað sér síldina í
stokkinn, sem er það mjór, að í
hann safnast ekki forði til
geymslu, sem stúlkurnar hræra
svo í að leit að góðri síid, heldur
hafa það síldarmagn, sem þær
þurfa hverju sinni, til að vinna
geti gengið eðlilega. Þegar saltað
er úr gömlu trékössunum þurfa
•túlkurnar að teygja sig eftir sUd
inni, sér til tafar og erfiðisauka.
Við löndunarbandið þurfa þær
aðeins að rétta höndina eftir síld
inni. Eins þurfti alltaf að vinna
upp úr gömlu kössunum með
vissu millibili. Varð þá að stöðva
Þ A Ð er tiltölulega stutt síðan
farið var að aka bílum um suð-
ur öræfin milli Heklu og Þrí-
hyrnings og Torfajökuls og Mýr-
dalsjökuls, eða um Fjallabaks-
veg syðri. Þetta er falleg og til-
breytingarík leið, eins og mó-
bergs og líparítssvæði eru alla
jafna.
Það er 6 daga ferð, sem Ferða-
félag íslands efnir til um þessar
sloðir 26. júlí n.k. Haldið verður
austur hjá Keldum á Rangár-
vöUum, fram hjá Fossi, síð-
asta bæ í byggð, og inn á öræf-
in umhverfis Grashaga. Verður
dvalizt þar í óbyggðunum dag-
löndunina á meðan á því stóð. Af
iþví skapaðist alltaf nokkur bið,
óvinsæl af öllurn.
Einnig hefur verið sett upp
flokkunarvél á þessu plani, sem
Stálvinnslan Súðavogi 54 Rvík
hefur smíðað. Er enginn vafi, að
vélar eru mjög nauðsynlegar hér
á Austurlandi, þar sem síldin er
venjulega blönduð og mikil
vinna að tína smáu síldina úr.
Telja forsjármenn söltunar-
stöðvarinnar Auðbjargar, að
flokkunarvélin ásamt löndunar-
bandinu gjörbreyti aðstöðunni til
síldarsöltunar.
langt eða meir, en síðan ekið
austur Mælifellssand og sennileg-
ast niður í Skaftártungur. Þaðan
lagt að nýju á öræfin í Eldgjá,
en hún er eitt mesta náttúru-
undur sinnar tegundar á íslandi
og þótt víðar væri leitað. Ófæru
fossarnir eru afburðafagrir og
gefinn góður tími til að litast þar
um. Síðan er ekið vestur Land-
mannaleið um Kýlinga og Jökul-
dali í Landmannalaugar. Síðan
um Dómadal og Landmannahelli,
vestur með Valahnúkum, Sölva-
hraun að Tröllkonuhlaupi og í
byggð hjá Skarði á Landi.
Háskólabíó:
„Hunangsilmur“.
ÞETTA er brezk verðlaunakvik-
mynd. Höfuðpersónurnar eru
mæðgur tvær sem búa saman í
fátæklegu leiguhúsnæði í Lond-
on. Móðirin er dálítið vergjörn
og hefur þegar hér er komið
'sögu allmarga unnusta að minn-
ast, en dót.tirin hefur ávallt ver-
ið einmana. Svo fer þó, að dóttir-
in kynnist þeldökkum sjóara
með útbaffrar ástarkenndir, og
eftir að henni hefur lent hastar-
lega saman við móður sína og
tilvonandi stjúpföður, gefur hún
sig á vald þeim þeldökka, enda
þótt hún viti, að þau muni eigi
sjást framar, er hann siglir á
braut skömmu síðar.
Unga stúlkan tekur saman
pjönkur sínar, flytur brott frá
móður sinni og tekur á leigu
400 laxar í
Víðidalsá
Víðidal, 27. júlí.
NÚ eru komnir á land 400 laxar
úr Víðidalsá og er veiðin óðum
að glæðast. Yfirleitt er laxinn
vænn, sem veiðist.
Fréttaritari.
stórt eyðilegt herbergi. Tekur
síðan að afgreiða í skóbúð. —
Skömmu síðar verður á vegi
hennar heimilislaus, ungur mað-
ur, kynvillingur að nafnbót.
Skapast með þeim tilfinninga-
tengsl, grundvölluð á þrá beggja
eftir að eignast eigið heimili og
finna að þau séu einhverjum
öðrum einhvers virði. Tekst nú
einskonar sambúð með þeim. —
Innan tíðar kemur í ljós, að unga
stúlkan fer eigi einsömul og
svo..............................
Mynd þessi er ákaflega vel
leikin. Þetta er sannferðug lýs-
ing á hversdagslegum gangi lífs-
ins. Að vísu má segja að „hin
eina sanna ást“ beri óþarflega
skarðan hlut frá borði í atburöa
rás sögunnar, en þetta er þó
ágæt tilbreyting frá hinum al-
sælu ástarmyndum „villta vest-
ursins“, þar sem ástarhamingja
mætir mönnum alfarið í gervi
einnar ákveðinnar persónu, en
atlot annarra verka gjarnast
eins og brennivín á „antabus-
ista“.
Myndin leitast við að varpa
skýrara ljósi en venja er á mann
legar tilfinningar, og í krafti
þeirrar viðleitni á hún erindi til
allra.
Sveinn KrLstinsson.
Fjailabaksvegur syðri
og Landmannaleið