Morgunblaðið - 23.07.1964, Síða 22

Morgunblaðið - 23.07.1964, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. júlí 1964 * .................................. ..................................................................................... ............................................................................................ ....................................... Norðmenn nnnu með 106:95 Einn þeirra John Skjelvaag keppti í 5 greinum og fer heim með 5 gullverðlaun - IMorðmenn unnu í 7 af 9 greinum ■ gær „MÉR hefur ekki orðið svona kalt á iþróttamóti síðan í fyrra á Noregsmeistaramótinu í skautahlaupi í Hamar, en þar var 22 gráðu frost“, sagði norski blaðamaðurinn Björgulv Iversen í lok landskeppninnar í gær. Það var rok svo að flaggstengurnar voru eins og sveigðar laxveiðistengur. Hástökkvararnir dúðaðir teppum og peysum skulfu samt milli stökktilrauna og hlaupararnir komu í mark rauðir og bláir af kulda á handleggjum og fótum. — Og í baráttunni við þessar íslenzku veðuraðstæður veitti Norðmönnum betur. Þeirra var harkan meiri. — Okkar menn veittu þeim góða keppni en á síðasta sprettinum var Norðmaðurinn oftast sterkari. Það var aðeins í þrístökki (mjög óvænt) og í 3 km hindrunar- hlaupi sem íslendingar fögnuðu sigri. í 7 greinum í gær unnu Norðmenn og heildarúrslit keppninnar urðu 106 stig fyrir Norðmenn gegn 95 stigum íslendinga. ÞrLstökkiff Skemmtilegast á óvart komu úrslitin í þrístokki. Karl Stefáns son ungur afreksmaður kom þæigilega á óvart með að taka — Ég skal, ég skal. — Og þaff tókst. Þórarinn vinnur silfur- verfflaun í 800 m blaupinu. snemma forystu og smáauka hana og vinna mjög öruggan sig- ur. Þorvaldur Benediktsson hinn 18 ára gamii Strandamaður, lítt þjálfaður og óreyndur í keppni, átti erfiðari fcyrjun. Tvö fyrstu stökk hans voru ógild og hann tók „öryggisstökk” í 3. tilraun til að falla ekki úr leik. Og í síðasta stökki tókst honum vel upp og vann sig upp í 2. saetið og tryggði tvöfaldan ísl. sigur. Þetta var vel af sér vikið og þessi 2 m hái Strandamaður var einn af fáu sem kuldinn virtist ekki hafa áhrif á. Vann 5 gullverfflaun f liffi Norffmanna bar einn maffur af sem gull af eiri, hlauparinn John Skjelvaag. 1 gærkvöldi vann hann glæsi- lega sigra — suma meff yfir- burðum — í 400 m grinda- hlaupi, 200 m hlaupi og tryggffi Noregi sigur í 4x100 m boffhlaupi. Fyrri daginn vann hann örugglega 40° m hlaup og var sá sem Valbimi ekki tókst aff sigra á endaspretti 4x100 boffhlaupsins og tryggði Nor- egi í þvf hlaupi hin afdrifa- riku 6 stig sem við töluðum um í gær. Sem sagt Skjelvaag hefur keppt í 5 greinum í keppn- inni o\g fer heim meff 5 gull- verfflaun — og stendur þar aff auki i minningunni sem mesti yfirburffarsigurvegari í þess- ari keppni. Ég gat þetta ekki - en gerði það samt — Ég veit ekki hvernig mér tókst aff krækja í annað sætið. Ég gat þaff ekki þó ég gerði þaff. Þannig sagði hinn kom- ungi, en bráffefnilegi 800 m hlaupari Þórarinn Ragnarsson frá Hafnarfirffi eftir aff hafa nælt í silfurverfflaun í hinu klassiska hlaupi. Og þar sýndi hann tilþrif, sem vom næsta sjaldséð hjá islenzka liðinu. Þórarinn ætlaði sér mikið og fylgdi Solberg hinum öi'- ugga sigurvegara Norðmanua fast eftir 600 metra. Þá varff hann aff slaka til og nú dró hinn Norffmaffurinn, Kleppe, ört á hann og fór fram úr er um 100 m voru eftir. Þórarinn virtist aff þrotum kominn en þegar um 50 m voru eftir tók hann útkeyrffur einhvcrn yf imáttúrlegan „auka-cnda- sprett“ og tókst að koniast fram úr Norðmanninum aftur og vinna silfriff. Þetta var afrek, sem næsta lengi mun í minnum haft og rós í hnappagati þessa nnga hlaupara. Og þama náði hann stigi af Norðmönnura, sem fyrir fram var taliff tapað. 1 fyrsta sinn í landskeppni — og sigur. Þetta er Karl Stefáns- son, sem náffi sinu bezta afreki í þrístökki, 14,91 m. 400 m grindahlaupið vann Skjelvaag létt en barátta var geysihörð milli hinna þriggja og skildu 2/10 úr sek. þá 3 að. Lengi leit út fyrir að Valtojörn og Helgi næðu 2. og 3. sætinu en Grotnes var harður á enc f sprettinum, hvað hinir reyndust ekki og náði Helga og var um það bil að ná Valtoirni. 1 Nú kom Kristleifur brosandi i mark og þaff er glatt yfir viðstöddum. | Nú var létt að sigra ( jsagði Kristleifur sem vann örugglega [ — Ég fann ekki fyrir þessu nú í kvöld, sagði Kristleifur eftir sigurinn í 3000 m hindr unarhlaupi, þar sem hann sigraði með glæsibrag eftir vel útfært og taktiskt hlaup og hljóp endasprettinn eins og 400 m hlaupari. — Ég skil ekki muninn frá hlaupinu í gær, hélt Krist- leifur áfram. Þá kom þreytan svo fljótt, en nú fann ég ekki fyrir neinu og átti auffvelt meff sigurinn. Kristleifur og Agnar héldu fast saman framan af og reyndar Norðmennirnir líka, sem höfðu aðeins forystu. Um initt hlaupið varff Brudvik aff gefa eftir og litlu síðar gat Agnar ekki fylgt hinum tveim. Kristleifur lét Lien hafa for- ystu hlaupsins en var fast á hælum hans og hljóp léttara, en Norðmaðurinn. — Þegar hringur var eftir fór Krist- leifur fram úr og fljótt teygff ist á milli þeirra og sjá mátti aff Lien var aff þrotum kom- inn þó hann gerffi heiðarlega tilraun til aff fylgja eftir. En endasprett átti hann engan á viff Kristleif og Agnar sá um aff stig íslands urðu 7 á móti 4 Norðmanna. Skjelvaag reyndtot líka örugg- ur í 200 m hlaupinu og sigraði létt í rokinu. Ólafur Guðmunds- son kom þarna skemmtilega á óvart en með naumindum tókst Valbimi að verja þriðja sætið. Spjótkastið var „norsk grein“. Um keppni var ekki að ræða og ncrski sigurinn varð óumflýjan- iega tvöfaldur. Það var erfitt að stökkva há- stökk í slíku roki og kulda og verst var það fyrir Kjartan sem tók atrennu móti storminum en hinir 3 tóku atrennu undan vindi. Kjartan féll úr eftir að hafa stokkið 1,85. Um tíma hafði Jón hreina forystu, fór 2 m í fyrstu tilraun en Sletten í 2. tilraun en I Haugland tókst ekki að fara yfir Iþá hæð. En sigurvonir Jóns brustu er Sletten fór yfir 2,04 en þá hæð réði Jón ekki við. Sletten reyndi við norskt met 2,09 en vantaði allmikið á að fara yfir. ÓVÆNTASTA AFREKIÐ Óvæntasta afrek Norðmanna i í keppninni kom í kringlukasti, síffustu grein kvöldsins. Þar bætti E. Bergmann sitt persónulega afrek um 4,95 m og vann sigur- inn sem gerffi út um aff heildar- stig Noregs urffu meir en 10 stig- um hærri en íslands, en aff tapa meff minna en 10 stigum var von Framhald á bls. 23 Skjelvaag vinnur einn af sínum 5 gullpeningum — sigrar í 200 m á undan Ólafi Guffmundssyni og Valbirni. — (Allar myndir: Sveinn Þormóðsson)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.