Morgunblaðið - 29.07.1964, Side 13

Morgunblaðið - 29.07.1964, Side 13
^ Mi8víku<Jagur 2§. Júlí 1954 MORGUNBLAÐID 13 Stutt viðtal við borgarverkfræðing, Gústaf E. Pálsson Greiiir fyrir umferðinni og eykur öryggið Áætlanir um aðgreiningu umterðarinnar í Rvík: VBGNA umræðna um vanda mál umferðarinnar í borginni sneri Morgunblaðið sér til Gústafs B. Fálssonar, borgar- verkfræðings Qg spurði hann hvers væri að vænta af hálfu borgaryfirvalda til aukningar umferðarorygginu. — Öll þessi mál eru undir smásjánni hjá okkur, sagði borgarverkfræðingur. Okkar ráðstafanir verða fyrst og fremst fólgnar í allsherjar- breytingu á gatnakerfinu og að þeim málum hefur verið unnið af kappi að undanförnu og er hér um að ræða einn þáttinn í framtíðarskipulagi höfuðborgarinnar. — Ég vona, að hægt verði að kalla á blaðamenn og sýna þeim áællanir okkar innan skamms, en megininntaik þeirra er aðgreining umferð- arinnar — þannig, að umferð- inni verði að mestu bægt frá íbúðarhverfunum. Samkvæmt okkar áætlunum verður göt- unum skipt í fjóra flokka: Hraðbrautir, sem verða hindr- analausar brautir fyrir um- ferðina miili fjarlægra borg- arhluta og út úr borginni. Safngötur, sem „safna” öku- tækjunum inn á hraðbrautirn ar. Dreiíibrautir, sem dreifa. umferðinni út til íbúðahverf- anna — og íbúðagötur, en þar ætlumst við til að umferðin verði ekki meiri en sem nem- ur þörf íbúanna sjálfra. Ráð- gert er að loka eins mörgum íbúðagötum í annan endann og hægt verður. Geri ég ráð fyrir. að það veki einhverja andúð fyrst í stað, því óneitan lega gerir slík ráðstöfun um- ferðina um íbúðahverfin ekki jafngreiðfæra. En við vonum að íbúarnir meti þá jafnframt hið aukna-öryggi, því þá losna þeir við alla umferð, sem ekki kemur þeim beint við. — í þessu sambandi vil ég gjarnan að það komi fram, að við viljum í lengstu lög kom- ast hjá að leggja fé í fram- kvæmdir, sem ekki eiga að vera varanlegar. Áætlanir okkar ná fram til 1983, næstu 19 ára, og þess vegna verður ekki allt gert í einu. En á- herzla verður lögð á að full- •gera þá kafla, sem af ein- hverjum ástæðum eru taldir meira áríðandi en aðrir. Þar á ég m.a. við Suðurlandsbraut ina. Vona ég að hægt verði að fullgera fljótlega hættuleg- ustu kafla hennar og bæta síðan í eyðurnar eftir því sem fjárveitingar leyfa. — í gerð framtíðaráætlan- anna hefur tvennt verið lagt til grundvaliar: Að tryggja örugga umferð og greiða um- ferð. Það hyggjumst við gera með aðgreiningu umferðar- innar En hið nýja skipulag leiðir af sér ýmsar breytingar á umfefðinní eins og hún er nú. Sumar þeirra valda ein- hverjum e.t.v. óþægindum fyrst í stað, en við vonum, að allir verði ánægðir, þegar ár- angurinn kemur í ljós. Það, sem óhjákvæmilega kemur til með að breytast, eru m.a. strætisvagnaleiðirnar. Vagn- arnir munu ekki aka í gegn um íbúðarhverfin á sama hátt og nú. Stundum er ekki hægt að greiða fyrir urnferð öku- tækja og stuðla samtímis að auknu umferðaröryggi. Þegar um þessa tvo kosti er að velja, látum við öryggið sitja í fyrir rúmi. Og samkvæmt þessum áætlunum reynum við að • Gústaf E. Pálsson. beina umferðinni í rétta far- vegi með hindrunum en ekki bönnum. — Eitt af því, sem við ger- um nú til þess að „friða“ íbúða hverfin er að malbika helst ekki íbúðagötur áður en við malbikum aðalumferðargötur í viðkomandi hverfum. Ef íbúðagöturnar eru malbikaðar á undan vegna þess að fyrir- sjáanleg töf verður á malbik- un umferðargatna sömu hverfa, er umferðinni þar með beint inn á íbúðagöturnar — og það getur tekið langan tíma að venja umferðina í nýjan farveg. — Annars er það ekki vandalítið verk að gera á- ætlanir í umferðarmálum langt fram í tímann. Á síðustu tveimur árum hefur bílaeignin aukizt um 40% og það er fyrst og fremst hinn stóraukni bíla- fjö'ldi á þessum skamma tíma, sem veldur erfiðleikum í um- ferðinni. Þar af leiðandi verð- um við að reikna með marg- földum akbrautum á ýmsum leiðum, en það er ut af fyrir sig ekki stærsta vandamálið. Gatnamótin eru erfiðust. Þau taka það mikið landsvæði, að við verðum að reikna með brúm og undirgöngum á nokkr um stöðum. Annars vildi borgarverk- fræðingur ekki ræða áætlan- irnar í einstökúm atriðum þar eð þess er nú skammt að bíða, að þær verði birtar almenn- ingi Um fr-amkvæmdir sumars ins sagði hann hins vegar, að malbikaðar yrðu götur samtals um 15 km að lengd — og vonaðist hann til, að m.a. yrði hægt að malbi'ka framhald af steinsteypunni á Miklubraut — niður að gatnamótunum við Grensásveg. Þá verður hluti Kringlu- mýrarbrautar malbikaður — út frá Miklubraut, en sú fyrr- nefnda á að tengja Miklu- braut við Fossvoginn. Að lokum sagði borgarverk- fræðingur, að það væri í raun- inni ekki nóg að aðgreina um- ferðina, eins og ráðgert væri, ef almenningur fylgdi ekki settum regJum. Engar fram- kvæmdir í vega- og gatnamál- um, hversu miklar og fjárfrek ar sem þær væru, sköpuðu sjálfkrafa fullkomið öryggi í umferðinni. Það væri ekki síð ur mikilvægt, að almenningur virti umferðarreglurnar, ekki síður hinir fótgangandi en öku menn. Þetca tvennt yrði vitan lega að haldast í hendur. Al- menningur yrði að átta sig á því. Slysið í sements- verksmiðjunni Akranesi, 27, júlí: — NÁNAR hefi ég frétt af því, sem til bar, þá er Guðmundur Þórð- arson, vélstjóri, slasaðist í Sem- entsverksmiðjunni á dögunum. Guðmundur var að gera við pípu í þröngu rúmi, kallað „mannhol", aem er eins og trekt í laginu, og er neðan á leðjugeymi, 1—2 xnetra frá jörðu. Björgvin Hjalta eon var uppi á geyminum í 25 m hæð, og kölluðust þeir á. Leðju geymirinn, „sílóið“, sem þeir kalla — átti að heita tómur, en innan á veggjum geymsisins hékk leðja í flyksum. Allt í einu hrundi leðjan ofan á Guðmund, fyllti „manh‘o]ið“ og meira en það. Guðmundur hafði brugðið hendi sem skyggni yfir augu sér, en hin lá niður með síðunni. Björgviri kallaði uppi, en nú fékk hann ekki svar. Hann renndi ekki grun í alvöru augnabliks- ins og labbaði bara í hægðum sín um niður til Guðmundar. Sér hann þá fremst á fætur Guð- mundar, sem allur var umluktur sementsleðju, fastur eins og í skrúfstykki. Hófust nú hróp og köll, og fjórir menn þustu til Björgvins. Náðu þeir til að krafsa leðjuna frá baki Guðmundar; svo skrúfuðu þeir frá botnloká og kröfsuðu leðjuna frá honum að framan. Þannig tókst þeim loks að heimta vélstjórann úr heljar- greipum. Þegar á sjúkrahúsið kom, reyndist Guðmundur höfuð kúpubrotinn, en fékk að fara heim eftir 8—10 daga. Honum líð ur eftir atvikum vel. — Oddur. Kappreiðar Höfn í Hornarfirði, 25. júlí. HESTAMANNAFÉLAGIÐ Horn- firðingur efndi til kappreiða á Stapasandi sunnudaginn 19. júlí. Veður var gott og mikið fjöl- menni samankomið. Samkoman hófst með íhópreið félagsimanna. •Keppt var í 300 metra stökki. Fyrstur varð Stjarni S'kúla Jóns- sonar í Akurnesi á 23,1 sek., annar Þytur Gunnars Guðmunds- sonar á Hlíðarbergi á 23.3 sek. og I Hornafirði þriðji Perla Einars Sigurjóns- sonar á Lamblei'ksstöðum á 23,8 sek. í töltkeppni vann Brúnn Sigurðar Sigfinnssonar í Stóru- lág á 42,6 sek. Efstur af góð- hestum var Blakkur Ingimari Bjarnasonar á Jaðri og af hryigs- um Dekkja Guðmundar Jón»- sonar í Hötfn. Um kvöldið var dansleikur I Mánagarði. — Gunnar. Fádæmagott tíðarfar í Breiðdal — BREIÐDALUR er fögur og búsældarleg sveit“, segir í landafræðibók Karls Finn- bogasonar, og ég get ekki fund ið orð, sem betur eiga við í Iýsingu á byggðarlaginu ,sagði Páll Guðmundsson, hrepp- stjórí á Gilsárstekk, í viðtali við blaðið á föstudag. — Og tíðarfarið hefur ver- ið hagstætt í sumar? — Já, ákaflega hagstætt. Sprettan í vor ágæt og maí- mánuður með þeim allra beztu, sem ég minnist. Slátt- ur hófst í ofanverðum júní og heyskapanhorfur eru góðar. Að vísu gerði hlé á góðviðr- inu um 12. júlí, en þá hafði verið náð inn mikilii töðu, og síðan hefur verið samfelldur þurTkur. Það er lítið um vot- heysverkun, en nokkrir bænd- ur súgþurrka heyið. — Mikið um nýrækt? — Já, talsvert. í vor var unnið með flljóbvirkum tæt- ara á nokkrum jörðum. — Landbúnaðurinn hjá ykk ur byggist að sjáMsögðu aðal- lega á sauðfjárrækt? — Já, ég gæti trúað að á 8. þús .fjár væri á gjöf að vetrin- um. Svo er líka mjólkur- vinnsla á Djúpavogi, en mjólk urframleiðslia er samt ekki teljandi í Breiðdal. — Hefur borið á flutnimg- um ungs fólks úr Breiðdal? — Nei, þvert á móti hefur íbúunum fjölgað, en landbún- aðurinn á þar ekki stærstan hlut heldur aðrar atvinnu- greinar. Á Breiðdalsvík hefur verið starfrækt frystilhús all- mörg undanfarin ár og gerir það nú út nýjan 170-180 lesta bát, Sigurð Jónsson, sem er á síld í sumar og hefur aflað rúm 10,150 mál. Þetta er þriðja sumarið, sem söltunar- stöð starfar á Breiðdalsvík og nemur söltunin nú 1200 tunn- um. Það er að mestu leyti heimafólk, sem vinnur við sölt un, en til mála hefur komið að fá einnig aðkomufól'k tii starfa. Síldarbræðsla er nú rekin eins og í fyrra, og gebur hún afkastað 500-600 málum á sólarhring. Hún tekur é móti bræðslusíld, sem landað er á Breiðdalsvík og einnig úr- gangi frá söltunarstöð á Djúpa vogi. — Hvað hefur verið mikið brætt í sumar? — Síðastliðna nótt nam bræðslan 16. þús. málum, og þá var hráefni þrotið. Aðstaða til sídarmóttöku er góð, þó að bryggjan þurfi endurbóta við, sem ekki er hægt að fram- kvæma á vertíðinni. Geymslu- rúm er fyrir 5000 mál í verk- smiðjunni, og áformað er að steypa plan fyrir síldarúrgang. — Eru einhverjar aðrar framkvæmdir á döfinni? — Já. Fyrst vildi ég nefna undirbúning framkvæmda við höfnina, sem eru brýn nauð- syn. Varnargarður er húgsað- ur við Selnes ,og gerum við ok'kur vonir um, að byggimg hans hefjist von bráðar. Hafn armálastjóri var á ferð fyrir austan í sumar og gerir nú sennilega einhverjar breyt- ingatiilögur við áætlunina, en síðan verður vonandi hafizt han \c. Yrðu þe I ;i hafnar- mannvirki til mikilla bóta. Ef við höldum upptalningunni svo áfram, þá má geta þess, að nýlokið er brúarbyggingu á Selá hjá Hösíkuldsstaðaseli, nýr vegur er í byggingu milli Höskuldssttaðasels og Höák- uldsstaða og þrjú íbúðarhús eru I byggingu í þorpinu. Ef mannafli fæst, verður hafin bygging tveggja húsa til við- bótar. Kjartan Eyjólfsson í Eyjum byggir nú fjárhús og hlöðu og þar að auki verða byggð fjós á bveimur eða þrem ur bæjum. — Eru samgöngur við Breið dal í góðu horfi? — Strandferðaskipin koma við á Breiðdalsvík, en sam- göngur á landi mættu vera tíð ari. Áætlunarbíllinn milii Eg- ilsstaða og Hafnar í Horna- firði kemur við hjá okkur tvisvar í viku, en faUið hafa niður ferðir, sem haldið var uppi frá Nes'kaupstað með Fjörðum í fyrra. — Áður en Páll Guðmundsson. við ljúkum þessu samtali, langar mig til að minnast á út- varpshlustunarskilyrðin, sem eru enn fremur léleg í minni sveit. Ástandið var óviðunándi og sett var upp endurvarps- stöð á Breiðdalsvík, en hún nær ekki nema inn í miðja sveit ,og má það teljast furðu lagt. Af þessum sökum njótum við ekki nema lítils hluta af því, sem flutt er í útvarp, og í mesta skammdeginu förum við algjörlega á mis við dag- skrá útvarpsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.