Morgunblaðið - 29.07.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1964, Blaðsíða 1
24 síður 51. árgangur 175. tbl. — Miðvikudagur 29. júlí 1964 Prentsmiðja Morgunblaðslm Hrefna sekkur undan Stapa ÞESSA sérstæðu mynd tók einn af skipverjunum á Gylfa, Einar Eyjólfsson, þegar Hrefna RE-81 var að sökkva í fyrrakvöld un»20 sjómílur undan Stapa, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Hrefna sökk kl. 22.45 um kvöldið og er myndin tekin skömmu áður. Gylfi hefur verið á humarveiðum á þessum slóðum, en hélt í gærkvöldi af miðunum heim til ísafjarðar. Mbl. tókst að ná myndinni í Jand með góðri aðstoð skipstjórans á Gylfa, Ólafs Halldórssonar, sem korn filmunni á hvalbát, sem átti leið um. — Sjá ennfremur fleiri myndir á bls. 3 í blaðinu í dag, en þar er m.a. sýnt, þegar skip- verjar á Höfrungi bjarga skipbrotsmönnum af Hrefnu um borð í skip sitt úr gúmmbáti. Geimfari skotið frá U.S.A. áleiðis til tunglsins Kennedyhöfða, 28. júlí (NTB) BANDARÍSKA tunglfarinu „Ranger 7“ var skotið á loft frá Kennedyhöfða í dag. — Fregnir herma, að geimskotið hafi gengið að óskum. Megin- tilgangur tilraunarinnar er að ná myndum af yfirborði tunglsins, en ekki verður vit- að fyrr en á föstudag hvort það heppnast. Bandaríkjamenn hafa gert tólf tilraunir til þess að hitta tunglið og ná myndum af því, en þær hafa allar mistekizt. Fari svo með þá þrettándu óttast vísindamenn, að ekki verði unnt að senda mannað geimfar til tunglsins 1969 eins og ráðgert hefur verið. Tunglfarinu „Ranger 7“ var skotið á loft frá Kennedyhöfða kl. 16,50 (ísl. tími) með eldflaug af gerðinni Atlas-Agena. Vegur tunglfarið 360 kg og fer með tæp lega 40 km hraða á klukkustund. Um hádegið á föstudag er gert ráð fyrir að „Ranger 7“ verði í 18 þús. km fjarlægð frá tunglinu og gangi allt að óskum, hefst Framhald á bls. 23. Ræningjarnír urðu manni að bana París, 28. júlí (NTB) UMFANGSMIKIL leit er nú hafin' í Frakklandi að l fjórum vopnuðum mönn- um, sem rændu skartgrip- um fyrir margar milljónir ísl. kr. aðfaranótt þriðju- dagsins úr Plaza-gistihús- iinu í París. Ræningjarnir urðu leigubifreiðastjóra að bana, er þeir skutu í átt tii lögreglubifreiðar, sem ók upp að gistihúsinu í þann Vund, er þeir ætluðu að hverfa á brott með feng sinn. Bifreiðastjó.rinn var að bíða eftir farþegum, sem hann átti að aka frá gistihúsinu, þegar ræningjarnir skutu og beið ,hann samstundis bana. Lög- rqglan veitti ræningjunum ’eftirför, en þeim tókst að komast undan. Settir voru vegartálmar við aHa vegi, sem liggja frá París, skömmu eftir að ránið var framið, en þrátt fyrir það hefur lögregl- unni ekki tekizt að komst á !slóð ræningjanna. Ræningjarnir ógnuðu starfs mönnum gistihússins með byssum meðan þeir brutu rúðu í sýningarglugga skart- gripaverzlunar í anddyri þess >g létu greipar sópa. Meðal Framhald á bls. 23. Neðri málstofan voftar Sir Winston virðingu Lcxndon, 28. júlí. (NTB-AP) ^ í DAG samþykkti Neðri U Thant lœtur af störfum 1966 U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóðanna, kom í gær til Moskvu frá Burma, þar sem hann hefur dvalizt undanfarna daga. Bandaríska blaðiff „The New York Herald Tribune“ skýrir frá því að U Thant hafi sagt í Rangoon, að hann hygðist ekki gefa kost á sér sem framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna annað starfstímabil, en starfs- tími U Thants rennur út í nóvember 1966. Blaðið segir, að i viðræðum við vini sína í Rangoon hafi U Thant; sagt, að þótt hann nyti stuðnings stórveldanna, vildi hann ekki starfa sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna annað tímabil. Hann sagði, að ekkert hefði verið rætt hver tæki við starfinu. Framhald á bls. 23. málstofa brezka þingsins ein róma tillögu um að votta Sir Winston Churchill dýpstu virðingu og þakklæti fyrir störf hans í þágu þings ins, þjóðarinnar og heimsins. Ar TiHagan var borin fram af öUum flokkum í tilefni þess að Sir Winston hætfir nú þingmennsku, 64 árum eftir að hann tók fyrst sæti á þingi. ★ Aðeins eitt sæti var autt í þingsalnum í dag, þegar til- lagan var borin fram og sam þykkt. Það var sætið, sem Sir Winston var vanur að sitja í á þingfundum. Að loknum fundinum í Neðri málsstofunni héldu þeir heim til Sir Winstons, Sir Alec Douglas- Home, forsætisrá ðherra, Harold Wilson, formaður Verkamanna- flokksins og Joseph Grimond, formaður Frjálslyndaflokksins og afhentu honum frumvarpið. Það var forsætisráðherrann, Sir Alec Douglas-Home, seim lagði frumvarpið fyrir þing- menn. Home hyllti hinn aldraða stjórnmálaskörung og sagði, að hann minntist fyrst og fremst hvatningar hans til brezku þjóð arinnar, þegar hún stóð ein og forustu hans þar til sigur var unninn. — Forsætisráðherrann minnti á ræður Churchills á ár- unum milli 1930 og 1940, þegar hann hefði reynt að fá þingið og þjóðina til að hlusta og veita umiboð til þess að undirbúa styrj öldina, sem hann hafði séð fyrir. „Síðar þekktum við hann sem forsætisráðherra í styrjöld, sem hann stjórnaði af myndugleik og sigurinn varð okkar og hans,“ sagði Home. Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.