Morgunblaðið - 29.07.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 29. júlf 1964 I>að er klukkan hálfátta í fyrra málið; ef þig langar til að vita það. Dyrnar lokuðust að baki hon um. Yvonne Holland sveif yfir að snyrtiborðinu. — Eg þarf að flýta mér eins og ég get í gisti- húsið. Hjálpið þér mér úr þessu, ungfrú Harrison. Ég sendi aðstoð arkonuna frá mér, eftir hádegis- verðinn, eins og þér sögðuð mér. Takið þér ekki nærri yður, ef ég hef verði eitthvað hvöss við hann hr. Parker yðar. Hann hef- ur verið að fara í taugarnar á mér, og þetta hefur verið hræði lega langur dagur. — Ég á ekkert í hr. Parker, svaraði Jill kuldalega og flýtti sér að fara að fást við krókana og smellurnar á búningi frú Jane Grey. Yvonne steig upp úr kjólnum og sagði: — Ég býst við, að hún Susan okkar litla hérna sé ofur- lítið óstyrk á taugunum. Brosið var eins og því væri hleypt á. líkt og rafijósi. — Ég skal sjá um, að hún verði rétt klædd og máluð, ungfrú Harrison, ef þér viljið fara niður og sjá um, að allt sé tilbúið og í lagi, þarna við .... Svikarahliðið . . var það ekki? Þessir náungar, sem byggðu þetta, hljóta að hafa kunnað að gefa því nöfnin. Jill hikaði. Hafði Yvonne Hol- land eitthvað illt í huga? Hafði hún fengið einhverja hugmynd í þá átt að setja þetta allt út um þúfur eða ganga ekki almenni- lega frá búningnum á Susan, eða mála hana eitthvað afkárálega? Nei, það gat nú ekki átt sér stað, svaraði hún með sjálfri sér. Hún sagði því, brosandi: — Þú þarft ekkert að flýta þér, Sue. Þeir þurfa að ganga frá ljósun- um og hljónemanum og auk þess hetd ég ekki, að Paul sé mættur enn. Ég sé þig aftur! á ferð. Þegar Jill var farin út, settist Yvonne niður og kveikti sér í vindlingi. — Þetta er betra, sagði hún. — Þessi ungfrú Harr- ison er sjálfsagt bráðdugleg stúlka, en ekki finnst mér hún sérlega viðkunnanleg, finnst yður ekki? — Hún hefur verið mér mjög góð, sagði Susan. — Og hr. Parker þá? Hversu góður hefur hann verið yður? Susan roðnaði. — Hann hefur nú haft ofmikið að gera til þess að taka neitt eftir mér, sagði hún. Yvonne Holiand hló. — Hans líkar hafa nú seint ofmikið að gera til þess að taka eftir ungri og fallegri stúlku, Susan. Ég hef kynnzt býsna mörgum af sama tagi og ég mundi fara varlega í yðar pporum, stúlka mln. — En það er Jill, sem hann hefur áhuga á, er ég viss um. — Ekki virðist henni finnast það. Yvonne drap í vindlingnum og stóð upp. — Jæja, við skulum halda áfram með þetta. Getið þér nú munað það, sem þér eigið að segja, haldið þér? Hvað yður þykir bezt að borða á morgnana og hvað þér saknið blessaðra litlu hundanna yðar, sem þér fáið ekki að hafa með yður, vegna þessara asnalegu sóttvarn- •riaga, hvernig þér komust fyrst að í kvikmyndum, hvernig elsk- endur Englendingar séu, hver eigi að leika á móti yður í næstu mynd. Æ, hversvegna geta þeir ekki fundið upp eina eða tvær nýjar asnaspurningar, svona rétt til tilbreytingar? — Ég held ég komist fram úr þessu, sagði Susan. — Það var rétt og! Þér verðið ágætar. Og ekki að gleyma að koma til mín á eftir til að segja mér, hvernig það hafi gengið! — Eruð þér viss um, að þér kærið yður um, að ég komi? Verðið þér ekki alit of þreytt? Jimillllllllllllllllllllllllllllllli 11 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii — Ef ég fæ eitt eða tvö glös, verð ég eins og nýsleginn tú- skildingur, Susan. Og svo megið þér ekki gera honum Larry Banyon vonbrigði; eða hvað? — Vitanlega ekki, ungfrú Holland — ég ætlaði nú að segja yður þetta strax og ég vona, að þér misvirðið það ekki við mig, að ég lofaði hr. Banyon að borða með honum í kvöld. — Vitanlega ekki! Til hvers ætti ég að vera að því? svaraði Yvonne, kuldalega. — Mér datt í hug . . . . ég veit ekki hvernig . ... a'ö það væri kannski of frekt af mér . . . — En mér fannst, Susan, ef þig langar að vita það, að það væri heldur betur frekt af hon- um. Hún hló. Susan starði á hana andartak en svo hló hún líka. Hvorugur hiáturinn var sérlega sannfærandi, en ekki fóru fleiri orð milli þeirra, fyrr en lokið var við fataskiptin. — Þér lítið ágætlega út, sagði Yvonne loksins. — Ég gæti svarið, að ég væri að horfa á sjálfa mig í spegli. Yður verður ekki mikið fyrir að plata þá. En það er bara eitt: Hvaða hringur er þetta á fingrinum á yður? Susan leit niður á baugfingur hægri handar, þar sem blikaði á steininn í litlum, ódýrum hring. — Það er ekki neitt, flýtti hún sér að segja. ... — Það gaf mér hann einn kunningi minn fyrir svo sem einu ári. — Nú, ástarævintýri. .? — Við ólumst upp saman, og hann gaf mér hann á sautján ára afmælisdaginn minn. — Ég skil. En yður væri nú betra að taka hann ofan, Susan. Hann á alls ekki við búninginn og því síður á hann við Yvonne Holland. Susan sneri hringnum á fingr- inum. — Ég hef aldrei tekið hann ofan, sagði hún. — Og nú er ég hrædd um, að ég nái hon- um bara fekki af mér. — Það var nú verra. Jæja, en það þarf nú annars enginn að taka eftir því. Ég býst við, að það verði fyrst og fremst horft á andlitið. Nú voru barin tvö föst högg á hurðina og síðan varð þögn áður en Jim Parker opnaði hægt og kom inn. — Jæja, nú er allt saman til- búið, svo að ég hélt, að þú vildir láta mér fylgja þér niður, Susan. Þú tókst vonandi eftir því að í þetta sinn barði ég að dyrum? — Þakka þér fyrir. Yvonne leit fyrir á Jim og síðan á Susan og lyfti brúnum. — Er eitthvað á seiði? spurði — Nei, þér segir ekki satt! Er dóttir yðar trúlofuð. ÞaíF kemur mér mjög á óvart. hún. — Hvað er hér að gerast? — Því miður ekki neitt, sagði Jim, hressilega. — Komdu nú, Susan! Góða nótt, Yvonne. Ef þú bíður svo sem fimm mínútur, þá sleppurðu burt óséð. Yvonne sýndi þessu áberandi skeytingarleysi. — Góða nótt, Susan, gangi þér vel. Ég hitti þig á eftir. Hér um bil í miðjum tröppun- um, sem lágu frá Svikarahliðinu og niður að ánni, stóð Jill Harr- ison og var að tala við Paul Spain. Þetta var greindarlegur og heldur letilegur maður, en mjög vingjarnlegur. Jill sagði með áherzlu: — Þú ferð vel með hana, er það ekki, Paul? Lofaðu mér því! — Hvað heldurðu, að ég sé, Jill. Kannski frá rannsóknarrétt inum? Og hvað ertu að fara? Heldurðu, að Yvonne Holland sé einhver pappírsbúkur? Ég hef nú alltaf litið svo til, að hún yrði ekki hissa á hverju sem er. Jill lyfti hendi og klappaði honum á kinnina. — Hlustaðu nú á mig, vinur. Hún er hér að- komandi á framandi landi. Og hús er þreytt og vill komast heim. Hún hefur átt eiífean dag og Jim hefur farið fjandalega með hana. Skilurðu það? Paul dró djúpt að sér andann. — Já, ég skil skil það. Mig furð- ar ekkert á því, að þið skuluð vera ekkert nema taugarnar, eftir að hafa verið á svona vinnu stað. Þúsund ár af pyntingum og draugagangi! Hver sem byggði þetta, ætti skilið að eyða því sem eftir er ævinnar undir martröð. Jill svaraði engu. Paul leit fast á hana. Hún var náföl, og auguu óeðlilega stór. — Þetta er vist Jim Parker að kenna — var það ekki? RUSSLANDI 1917 AIAN MOOREHEAD villtust í skrautlegu göngunum í höHinni, lentu í návígi við liðs- foringjaefnin. Hvorugt liðið virðist hafa verið sérlega sigur- visst — einu sinni kom einn rauð liðinn augliti til auglitis við myndina af stóru riddaramál- verki í spegli og með örvænt- ingarópi um „Riddaralið", lagði hann á flótta, ásamt mönnum sínum. .Geysimikill mannfjöldi hafði nú safnazt saman á Nevsky Prospektinu, og allir, sem það gátu, streymdu nú til hallarinn- ar. Brynvarðir vagnar með bol- sjevíkamerki klesst á hliðarnar voru á ferðinni fram og aftur, úti fyrir aðaldyrunum, en Reed, með vegabréfið sitt, og nokkrir vinir hans, komust fyriihafnar- lítið inn í höllina. Dyraverðirnir, sem voru á verði við dyrnar í einkennisbúningum með gljá- andi látúnshnöppum, tóku kurt- eislega við yfirhöfnum þeirra. Eftir um það bil klukkustund? arhlé, hófu skytturnar í Péturs og Pálskastalanum aftur skot- hríð sína, en hittu ekki sérlega vel. Enginn særðist. En sálrænu áhrifin voru talsverð. Hægir og þungir skothvellirnir urðu mörg um borgaranna óþolandi, og uhdir miðnætti þóttist Dúma Petrogradborgar ekki getað þoi- að þetta lengur. Hún samþykkti tillögu um að ganga í fylkingu til hallarinnar og deyja með bráðabirgðastjórninni, og 'raun- verulega lagði borgarstjórinn, G. N. Schreider, af stað með nokkrum mönnum, vopnaður regnhlif og Ijóskeri. En er til hallarinnar kom, tilkynntu rauð- liðarnir þeim harkalega, að þeir færu ekki lengra, og þeir urðu að snúa hver tiJ síns heima að lokum. Klukkan 1 um nóttina 8. nóv- ember hófst síðasti kafii um- sátursins. Rauðliðar tóku fyrir alvöru að fylla alla ganga og skömmu eftir klukkan 2 streymdu þeir inn í salinn þar sem hinir borgaralegu ráðherr- ar ríkisstjórnarinnar voru sam- safnaðir — því að hermálamenn- irnir höfðu þegar gefizt upp. Þessir menn, sem höfðu komið fram af hreysti og virðuleik all- an daginn, voru handteknir og fluttir í dýflissurnar í Pétus- og Pálskastalanum. Mannfall í öll- um þessurft aðgerðum nam tæp- ast meir en tuttugu, og engir varnarliðsmennirnir særðust alv- arlega. Meðan allir þessir atburðir gerðust, höfðu samsærismenn- irnir í Smolny lifað mikilvægan dag. Lenin hafði komið á fund í Petrogradsovétinu, síðdegis — mikil hrifningarstund hjá fylgj- urum hans — og Trotsky hafði tilkynnt blóðsúthellingar. Sím- skeyti höfðu vérið send til víg- stöðvanna, þar sem tilkynnt var, að stjórnin væri fallin. Siðla kvölds kom annað alrússneska þingið saman, og þingmenn náðu varla andanum, þar sem þeir stóðu í þéttum hnapp, með tó- baksreykjarský svífandi yfir höfðum sér. En nú var æsingin nægileg til að halda þeim vak- andi. Úrslit kosninganna til nýju stjórnarnefndarinnar komu engum á óvart — bolsjevíkamir fengu yfirgnæfandi meirihluta; gamla stjórnarnefndin veik sæti og hin nýja steig upp á pallinn: fjórtán bolsjevíkar, sjö vinstri sósíalbyltingarmenn, og einn fulltúi fyrir Úkraínu. Þrír men- sjevíkar og einn alþjóðasinnaður mensjevíki, sem höfðu verið kosnir, neituðu að taka sæti. Kamenev settist í forsetastól. í fyrsta sinn á ævi sinni hætti bolsjevíkanafnið að vera lygi •— á þessu þingi hafði flokkurinn að minnsta kosti loksins raunveru- legan meirihluta. Reed segir: „Allur salurinn reis upp, með þrumugný“. Kamenev tilkynnti dagskrána. Hann sagði, að.fyrst mundu þeir ræða skiplag valdsins — eða með öðrum orðum stofnun nýrr- ar ríkisstjórnar í Rússlandi — síðan styrjöld og frið, og loksins kosningar tii löggjafarþings. Úti fyrir mátti glögglega heyra fallbyssuskothríðina á Vetrarhöllina, og Martov reis á fætur, fyrir hönd mensjevík- anna: „Borgarstyrjöldin er að hefjast, félagar!“ sagði hann. Fyrsta málið til meðferðar hlýt- ur að verða það að leiða ófrið- inn til friðsamlegra lykta“. Úr öllum hornum salarins heyrðust raddir sem tóku undir mál hans. Þær fordæmdu eindregið upp- reistina og enda þótt bolsjevík- arnir æptu þær niður, var þessi mótmælahreyfing talsvert öflug. Enn voru bolsjevíkarnir alls ekki öruggir um sinn hag. Engin svör höfðu borizt við símskeyt- unum, sem Trotsky hafði sent til hersins, og enn var vel hugsan- legt, að hermennirnir mundu alls ekki viðurkenna byltinguna. Engar fréttir bárust af athöfn- um Kerenskys. Aðeins hermdu flugufregnir, að hann hefði safn að að sér herafla og væri nú á leið til borgarinnar. Jafnvel inn an Petrogradborgar sjálfrar var andstaðan farin að jafna sig eftir fyrsta áfallið; verið var að stofna nefnd til að bjarga föður landinu frá byltingunni, og hún ( naut stuðnings allra hægriflokk- anna, allra hinna hægfara, og allra þeirra, sem að öllu venju- legu hefðu verið hlutlausir, en fyrirlitu nú bolsjevíkana fyrir skemmdarverk þau, er nú var verið að fremja á Vetrarhöllinnx. Það gerði ekki fullt gagn á fund inum (sem var eins og brimgnýr að sögn Reeds) að hrósa happi þegar tilkynnt voru nöfn ráðherr anna, sem teknir höfðu verið fastir — bolsjevíkarnir höfðu bakað sér mikla óvild, innan sósíalistahreyfingarinnar sjálfr- ar. Mensjevíkarnir og aðrir hæg- fara menn gengu út af fundin- um í Smolny og gengu í lið með bj örgunarnef ndinni. Eskifjörbur í BÓKSÖLUNNI á EskifirSi er umboð Morgunblaðsins á EskifirSi. í „Bakaríinu“ hjá Hlöðver Jónssyni er blaðið einnig selt í lausasölu yfir sumarmánuðina. Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.