Morgunblaðið - 29.07.1964, Side 24
175. tbl. — Miðvikudagur 29. júlí 1964
bílaleiga
(iIb) magnúsar skipliolt 21 SSS1 Olmap: 21190-2118S zzzl Þ Þ > I
Utsvörin 436.5 millj. í Rvík
Nýjar aðferðir við álagningu
GUTTORMUR Erlendsson, for-
maður framtalsnefndar Reykja-
víkurborgar, kvaddi fréttamenn
á fund sinn í gær vegna þess,
að lokið er nú álagningu og nið-
urjöfnun útsvara.
Hann skýrði frá því, að sam-
kvæmt fjárhagsáætlun væru á-
ætluð útsvör 399.347.000 krón-
ur. Á það mætti leggja allt að
10% vegna vanhalda, eða
39.934.000 kr., svo að hámark
þess, sem leggja hefði mátt á,
var 439.281.000. Ekki var þó lagt
á vegna vanhalda nema 9,3%, og
er heildarupphæff útsvara
436.582.000 krónur.
Útsvar er nú lagt á 28.254 ein-
staklinga, sem erga samtals að
gjalda í tekjuútsvar 364.266.202
kr. og eignaútsvar 10.388.398 kr.,
eða alls kr. 374.654.600
Útsvar er Iagt á 1'.345 félög,
sem gjalda í tekjuútsvar
55.657.543 kr. __ og eignarútsvar
6.270.057 kr. eða alls 61.927.600
krónur.
Útsvörin eru því samtals
436.582.200 kr.
í fyrra var lagt á 26.096 ein-
staklinga, ’sem áttu að gjalda
alls 272.163.500 kr., og 1.052 fé-
lög, sem áttu að greiða 41.389.200
kr. Útsvörin voru því samtals þá
313.552.700 krónur.
BREYTINGAR.
Á síðastliðnu þingi voru gerð-
asr breytingar á útsvárslögum,
(lög nr. 51 frá 1964). Breyttust
þá aðferðir við útsvarsálagn-
ingu. Nú er dregið frá tekjum, áð
ur en lagt er á, eins og gert er
við skattaálagningu.
Persónufrádráttur fyrir ein-
staklinga er 25 þúsund kr. og fyr
ir hjón 35 þúsund kr. 5 þúsund
kr. dragast frá fyrir hvert barn
innan 16 ára aldurs.
Ekki er lagt á elli- og örorku-
lífeyri, og almannatryggingar
eru dregnar frá.
Þegar búic^er að veijta þennan
frádrátt, er lágt 20% útsvar á
fyrstu 40 þús. kr. hjá einstakl-
ingum og hjónum. Af 40 þús. kr.
og hærri tekjum eru greiddar 8
þús. kr. í útsvar og síðan 30%
af afgangi.
Nú eru aðeins tvö þrep í skatt
stiganum, en áður voru átta
tröppur í skalanum. !>á var ekki
dregið frá tekjum, heldur lagt á
þær allar, og síðan dregið frá út-
svarinu.
AÐTÖÐUGJÖLD
Á einstaklinga eru lögð að-
stöðugjöld að upphæð 17.630.400
kr. og á félög 66.1^,400; samtals
83.811.800. í fjárhagsáætlun voru
aðstöðugjöld áætluð 78 millj.
kr., svo að álag vegna vanhalda
nemur aðeins 7,45%.
í fyrra vorú aðstöðugjöld á ein
staklinga 13.4Í7.400 kr. og á fé-
lög 52.490.900, eða alls 65.908.300
kr.
Þess skal getið, að skattstjóri
sér um álagningu aðstöðugjalda.
Framtalsnefnd Reykjavíkur-
borgar skipuðu að þessu sinni
auk formannsins, Guttorms Er-
lendssonar, Björn Snæbjörnsson,
Björn Þórhalls*pn, Haraldur Pét
ursson og Zophonías Jónsson.
Batnandi veður
á miðunum
AÐFAJRANÓTT þriðjudags og í
gærmorgun var norðankaldi á
miðunum og ekki veiðiveður eft-
ir miðnætti. Lítilsháttar veiði var
í fyrradag 100-—130 mílur austur
frá Dalatanga. Samtals fengu 22
skip 13,850 mál og tunnur.
Þessi skip voru aflahæst: —
Helga RE 1200 tunnur, Elliði GK
1700, Sigurpáll GK 1100, Berg-
ur VE 1100 og Helga Guðmunds-
dóttir BA 1150 mál.
Um miðnætti sl. skýrði síldar-
leitin á Dalatanga svo frá, að
batnandi veður væri á miðun-
um og hefgi eitt skip, Sigurður
Bjarnason, fengið 1300 tunnur
austur af Langanesi. Skipin
voru þá að tínast á miðin.
Fulltrúar á aðalfundi NBC í Bændahöllinni. íslenzku fulltrú
amir sjást lengst til vinstri. Sjá blaðsíðu 10.
Gætið lífs og lima
Islendingar!
Munið að ganga þrifalega um þá staði, sem þér
heimsækið um verzlunarmannahelgina. Skiljið
hvergi eftir rusl, farið varlega með eld. Gætið lífs
og lima.
Góð umgengni er menningaratriði. Sýnið tillits-
semi við náttúru landsins og komið fram af háttvísi
við samferðamenn yðar. Akið varlega, gætið um-
ferðarreglna.
Sjóprófin í dag
Þessi mynd var tekin í fyrrinótt er Höfrungur kom til Akraness
með skipbrotsmennina af Hrefnu RE, sem sökk í fyrrakvöld
suður af Hellnanesi. Á myndinni er Guðmundur Sveinsson,
sklpstjóri á Höfrungi, og Einar Guðjónsson á Hrefnu RE. Sjó-
próf vegna þessa sjóslyss fara fram hér í Reykjavík í dag.
(Ljósm.: Þráinn Þorvaldsson)
Annar gúmmíbáturinn og skipverjar af Hrefnu um borð í 'Höfrungl.
Um 1000 manns með
lllfari í Þórsmörk
BLAÐIÐ átti i gær tal af Úlfari
Jacobsen og spurði hann um
þátttöku í Þórsmerkurferðúm
um helgina. Eins og áður hefur
komið fram í fréttum, hefur hann
samvinnu við Skógrækt ríkisins
um Merkurferðir yfir verzlunar-
mannahelgina, og býður upp á
kvöldskemmtanir í Húsadal fyrir
unglinga, sem þar verða.
í gær voru um þúsund manns
búnir að láta skrá siig í ferðirnar,
sem hefj ast á fimmtudag. Fara
þá um 30 inn í Þórsmörk, á föstu
dag 400 og á laugardag 600
manns. Sagði Úlfar, að þátttaka
yrði meiri að þessu sinni en var
í fyrra, er 900 gestir dvöldust í
Þórsmörk um verzilunarmanna-
helgina. Hljómsveitin So'lo leik-
ur á skemmtunum, sem haldnar
verða á afmörkuðu svæði í Húsa-
dal, og til þess að standast
straum af kostnaði vegna þessa
skemmtanahalds hefur Úlfar
ákveðið að krefjast 50 króna
gjalds af þeim sem hyggjast
sækja þessar skemmtanir, en eru
ekki skráðir farlþegar í ferðum
hans.
AKRANESI 28. júlí — Ms. Urk-
ersinger hlyður í dag 300 tonn
af sementi, sem það flytur til
Vestmannaeyja. Siglir skipið
seint í kvöld. — Oddur.
Engin bieyting
d Kötlusvæðinu
BJÖRN Pálssort, flugmaður,
fór í flugvél sinni yfir Mýr-
dalsjökul um hádegi í gær
og kannaði svæðið um-
hverfis Kötlu. Mbl. spurðist
fyrir um það hjá Birni, hvort
nokkrar breytingar á Kötlu-
svæðinu væri sjáanlegar og
sagði hann það ekki vera. —
Jökullinn er aftur á mótl
nokkuð hreinni á kafla eu
vanal'ega og má orsakanna
ef til vill leita til nvkiLlar
snjókomu.
Skntt- og útsvnrsskrdin lögð
irnm í dng
í DAG verður skatt- og út- Þar er opið frá kl. 9—16 alla
svarsskráin lögð fram, og virka daga nema laugardaga,
skatt- og útsvarsseðlar verða á mánudögum er opið tíl
a næstunni bornir 1 hus. Skra
in liggur frammi í gamla kl. 17. Kærufrestur er 14 dag-
iðnskólanum og skattstofunnL ar frá og með deginum í dag.