Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. agúst 1964 Njála á ensku í glœsilegri útgáfu Helgafells ísSenzBtir lislamenn myndskreyta Upph&f nýs bókaflokks Á NÆSTA ári kemur út á enskri tungu á vegum Helgafells glæsi legasta Njáluútgáfa, sem sögur fara af. Bókin verður prentuð í 500 eintökum og skreytt inýndum eftir ýmsa fremstu myndlistarmenn íslend inga. Mbl. náði tali af Ragnari Jóns syni forstjóra bókaútgáfunnar Helgafells, í gær. Skýrði hann svo frá, að hér væri um þýð- ingu Magnúsar Magnússonar, íitstjóra í Edinborg, að ræða, þá hina sömu og kom út í Penguin- útgáfu fyrir skemmstu. Hefur Helgafell^fengið leyfi Penguins- foríagsins til þess að gefa þýð- inguna út í 500 eintökum. Ásamt formála Magnúsar Magnússonar fylgir bókinni grein eftir Halldór Eaxness. í bókinni verða mjög margar mynd ir af málverkum frá sögustöðum Njálu. Eru þau eftir Jóhgnnes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson o.fl. Njáluteikningar eftir Gunnlaug Scheving Cig Þor- vald Skúlason verða í bókinni, svo og myndir af Njáli, Gunnari á Hlíðarenda og Skarphéðni Njálssyni eftir Snorra Arin- bjarnar. Mjög er til bókarinnar vand- að í hvívetna. Hún er prentuð á þykkan og fínan pappír, en myndii* verða á sérstökum blöð- um. Bókin vorður á fjórða hundr að síður fyrir utan myndasíður. Brotið er hið sama og á mál- \ erkabókum Helgafells. Verð bókarinnar, er hátt og Útsvö orm a Sauðárkróki Sauðárkróki, 15. ágúst. FYRIR nokkru var lögð fram skrá yfir álögð útsvör á _Sauð- árkróki og aðstöðugjald. Útsvör eru að upphæð 4.222.165.00 krónur og aðstöðugjald 1.234.395.00. Lagt var á eftir hinum lögboðna útsvarsstiga og haest gjaldendur eru sem hér segir (útsvar og aðstöðugjald): Ole Bang 32700 og 29600, Guðmundur Þórðarson 57500, Jóhann Salberg Guðmundsson 53700, Ólafur Sveinsson 51200, Friðrik J. Friðriksson 45300, Árni Þorbjörnsson 37600, Guð- mundur Jónasson 43100 og 4500, Bragi Þ. Sigurðsson 31900 og 9800, Friðrik A. Jónsson 30600 og 1100, Rögnv. Finnbogason 32400, Hákon Pálsson 32900, Ingi Sveinsson 32400, Sveinn Guð- mundsson 31200, Valgarð Björns son 30400, Kr. C. Magnússon 30800, Jón Björnsson verkstjóri 29400 og 1400, Kaupfélag Skag- firðinga 83600 og 74495, Fiskiðja Sauárkróks 53300, Verzlunarfél. Skaf. 94800, Frost s.f. Guðm. Þórðar & Fr. Jóns 35000. Allar bætur Almannatrygg- inga voru undanþegnar útsvars- álagningu. Lagt var á 412 ein- staklinga og 14 fyrirtæki. mun nema mörgum þúsundum króna. Hún mun svo að segja eingöngu verða seld fyrirtækj- um, stofnunum-og bókasöfnum, og er búizt við að hún verði upp seld fyrirfram. Nokkrir einstak lingar munu þó ætla að tryggja sér eintök. Bókin verður bundin í kálfs- skinn í Bókfelli hf. Hún verður með spennslum. Ásgeir Júlíus- son sér um skreytingar, kápuút- lit, saurblöð o.s.frv. • ÚRVAL ÍSLENZKRA ÞJÓÐSAGNA Ragnar Jónsson tjáði frétta- manni Mbl. í gær, að Njáluút- gáfa þessi væri einkum hugsuð sem gjafabók, þegar gefa þyrfti stórgjafir til útlanda. Hann kvaðst hafa hug á að halda á- fram á þessari braut. Næsta bók í þessum útgáfuflokki yrði úr- val íslenzkra þjóðsagna á ensku. Einar Ólafur Sveinsson velur þjóðsögurnar, en Magnús Magn- ússon og Hermann Pálsson þýða- Myndir eftir íslenzka listamenn munu prýða þá bók, sem bæði verður gefin út í dýrri og ódýrri útgáfu. William Steinberg Sinfóniuhljómsveitin í Pittsburgh kemur hingað Á föstud. lagði sinfóníuhljómsveit in í Pittsburgh, Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. upp í ellefu vikna hljómleikaför um Vestur- og Austur-Evrópulönd, svo og um tvö Asíulönd. Siðustu hljóm- leikarnir, þeir 41, í röðinni, verða hér í Reykjavík 31. ©któber, en daginn eftir flýgur hljómsveitin síðasta áfangann heim frá Kefla- vikurvelli. Hljómsveitin efnir til tónleika i eftirtöldum löndum: Grikk- landi, Líbanon, íran, Sviss, Luxemburg, Bretlandi, Þýzka- landi, Júgóslavíu, Ítaiíu, Frakk- landi, Spáni, Portúgal og íslandi. Auk þess sem hljómsveitin efnir til sjálfstæðra tónleika, hefir hún verið fengin til að taka þátt í tónlistarhátíðum á eftirtöld um stöðum: í Baalbek (nærri • Aldrei meira skoðað Nú fer að síga á seinni hluta sumarleyfanna. Sennilega hafa íslendingar aldrei skoðað land ið sitt jafnvel og í sumar, og er það ánægjulegt. Samgöngur eru víðast meiri og betri en áð- ur og fleiri fjölskyldur eiga nú bil en nokkru sinni fyrr. Já, og ekki hefur veðurfarið hamlað náttúruskoðuninni að undan- förnu. Ég hef óljósan grun um að margir þjóðvegirnir muni verða heldur illa leiknir, þegar fer að hausta. Stóraukinn akstur krefst auðvitað betri og varan- legri vega — og það getur varla dregizt miklu lenjþir að stór- átak sé gert í þeim efnum. • Heilsubrunnur En svo að við snúum olckur aftur að sumarleyfunum, þá er ekki hægt að neita því, að þau eru góð uppfinning, Ýmsir fá sér neðan í því til þess að hreinsa blóðið að sögn — en gott ferðalag hreinsar sennilega alla vessa líkamans betur en allt annað. Fólk býr allt árið að vel heppnuðu sumarleyfi — og þeim, sem allan ársins hring eru bundnir á sama stað við vinnu sína, er það blátt áfram andlegur heilsubrunnur að skipta um andrúmsloft og fá þá tilbreytingu, sem stutt sum- arferðalag veitir. — Jafnvel þótt ekki sé nema til þess að finna það einu sinni á ári hve gott er að koma heim aftur. • Brögð að deyfðinni Þegar ég er búinn að vera að heiman í hálfan mánuð finnst mér alltaf eins og einhver ósköp hafi gerzt á meðan. Ég hef líka heyrt marga segja svip- aða sögu. Og hitti maður í út- löndum landa nýkominn að heiman þá er hann spurður spjörunum úr. Sumir ferðalang ar verða því sennilega fyrir vonbrigðum við heimkomuna eftir hálfsmánaðar útivist, þeg ar þeir uppgötva, að hér hefur í rauninni ekkert stórbrotið gerzt'^að undanförnu jafnvel eru meira að segja liðnar þrjár, fjórar eða fleiri vikur síðan nýtt flugfélag var stofnað á ís- landi — og má því segja, að brögð séu að deyfðinni. • Strætisvagnar og f æðingarheimili Og hér kemur bréf frá for- stjóra SVK: „Heiðraði Velvakandi! í pistlum yðar hinn 12. ágúst er allmikið og heldur óvinsam- lega rætt um ferðir Strætis- vagria Kópavogs. Þar sem bréf ritari birtir nafri sitt tel ég rétt og skylt að gefa nokkrar upplýsingár um ferðir vagn- anna, þó ég geri mér ekki von- ir um að milda skap háttvirts bréfritara, sem búinn er að vill ast um götur Kópavogs á björt um sumardegi og lætur gremju sína bitna á strætisvögnunum. Á þeim tíma, sem um er rætt þ.e. eftir kl. 14 á daginn ganga vagnarnir á 15 mín. fresti í Kópavog, 15 mín. fyrir og 15 min. yfir heilan tíma í vestur bæinn, en á heilum og hálfum tíma í austurbæinn. Ferðaáætl un vagnanna er svo rúm, að það er undantekning, ef ekki bíður vagn á stæðinu í Lækjar götunni og vagnstjóri, sem gef ur fúslega ahar upplýsingar um ferðir vagnanna. Það eru því furðulangar og mjög vill- andi upplýsingar sem bréfrit- ari hefur fengið, að ferðir séu óvissar og óreglulegar. Hitt er rétt að vagnarnir ganga ekki um Borgarholts- braut, en það er ekki vegna hugsunarleysis eða af kæru- leysi, heldur vegna þess að slík breyting á leiðum vagnanna væri svo mörgum til óha.græð- is, en tiltölulega fámennum hóp til þæginda. Þó að fæðingaheimilið sé þörf stofnun og vinsæl, bæði meðal Kópavogsbúa og ann- arra, Þá þarf meira til þess að það geti talizt lágmarkskrafa, að strætisvagn gangi reglulega um götuna. Auk þess vil ég nota tækifærið og benda á, að frá biðstöð vagnanna við Kópa vogsbraut 30 liggur gangstígur að fæðingaheimilinu, sem er að eins þriggja til fimm mínútna gangur. Með þökk fyrir birtinguna. Forstjóri S.V.K. Beirut i Líbanon), Aþenu, Edin- borg, Luzern, og Varsjá. í hljómleikaförinni eru alLa 120 manns, þar af 110 hljóð- færaleikarar, en stjórnandi er William Steinberg, einn frægasti hljómsveitarstjóri heims. Þá verða tveir frægir einleikarar með í förinni, píanóleikarinn Jerome Lowenthal og fiðluleik- arinn Charles Treger. Sá fyrr- nefndi efndi fyrst til hljómleíka, meðan hann var enn barn að aldri, og aðeins 13 ára gamall kom hann fram sem einleikari með sinfóníuhljómsyeitinni í Fíladelfíu. Hefir hann hlotið fjölda verðlauna fyrir list sína í ýmsum löndum og efnt til hljómleika í svo til öllum Evrópu löndum. Charles Treger varð fyrstur Bandaríkjamanna til að sigra i Wieniawskikeppninni í fiðluleik í Póllandi árið 1962. Hann hefir m. a. verið fenginn til að leika í Hvíta húsinu í Washington, en það er mikill sómi, og verið ein- leikari við Pittsburg-sinfóníuna. William Steinberg fæddist I Þýzkalandi árið 1901, en varð landflótta á valdatímum nazista og gerðist Bandaríkjaiþegn árið 1940. Síðan hefir hann oft ferð- azt til Evrópulanda og stjórnað helztu hljómsveitum þar sem gestur á tónlistarhátíðum eða við svipuð tækifæri. Hljómleikaför þessi er sú fyrsta, sem Pitts- burghsinfónían fer til annarra landa, en hún er samt víðfræg og má þakka það orði því, sein fer af stjórnanda hénnar. Vart leikur á tveim tungum, að íslenzkir tónlistarunnendur munu hugsa gott til þessarar heimsóknar en hljómleikarnir verða 31. október í Háskólabíó. Leiðrétting í GREIN Stefáns Rafn um Lárus Sigurjónsson í blaðinu á laugar- daginn er meinleg villa þar sem segir svo: Innihald þeirra bóka er forriyrt, og því -fremur líklegt að þær öðlist lesendahóp, en á vitaskuld að vera, ólíklegt og leiðréttist það hér með. Sjálfvirka þvottavélin IMMAT „nova 64“ Fulikomnari en nokrku sinni. Óbreytt verð. AEG-umboð/ð Söluumboð: H Ú S P R Ý BI H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.