Morgunblaðið - 18.08.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 18. ágúst 1964
ATHUGIÐ
að borið saman við utbreiðshi
er langtum ódýrara að auglysa
i Morguublaðinu en öðrum
blöðum.
Háskólabíó
Einmana sigur
COL.IN Smith, en svo nefnist
aðalsöguhetjan í þessari kvik-
mynd býr í verksmiðjuborg í
Mið-Englandi. Hann er aðeins 18
ára að aldri, en hefur þegar
reynt sitt af hverju. Faðír hans
lézt úr krabbameini, eftir að
hafa þrælað alla ævi fyrir 9
sterlingspund á viku. Móðir hans
er harðlynd, frek og heimtar sitt
og skiftir fíjótlega yfir á næsta
mann. Gatan verður athvarf son
arins, en hann fyllist uppreisnar
anda gegn þjóðfélaginu. Hann
brýst inn í bakarí með félaga sín-
um og rænir þaðan peningum.
Það kemst upp um hann, og
hann er sendur í'vinnubúðir fyrir
vandræðaunglinga.
Einn góðan eiginleika virðist
Golin þó hafa. Hann er afburða
iþolhlaupari. Forstöðumaður
vinnubúðanna, sem er áhugasam
ur um íþróttir, kann vel að meta
það, og er efnt til hlaupakeppni
við aðrar vinnubúðir. Colin er
á mörkunum að sigra, hann á
aðeins eftir fáein skref að marki,
er hann stoppar skyndilega. Á-
horfendur glápa og glápa, hann
er hvattur og særður með hróp
um og köllum, eins og íslending
ur á knattspyrnuvelli, en allt
kemur fyrir ekki. Hann hreyfir
sig ekki, fyrr en keppinautur
hans er kominn að marki. Þann-
ig hefnir hanp »ín á handhöfum
þjóðfélagsvaldsins í gervi pípu-
hattkrýndra broddborgara. Ósig-
ur á ytra borði verður „einmana
sigur“ innra með honum.
Gamlir sveitamenn minnast
þess, er hestarnir urðu stundum
staðir undir þeim þegar verst stéð
á, kannske úti í miðjum vatns-
föllum. Þannig unnu skepnumar
stundum tímabundna einmana
sigra, . mótmæltu tilgangslausri
þrælkun. í mynd þessari er kom
inn drengur í stað hestsins, en
Hal Elgin, sem er mikill aðdáandi sjóskíða, var fyrir skömmu að sýna listir sínar á Meadow Lake
á heimssýningarsvaeðinu í New York. Var hann með flugdreka mikinn á bakinu og sveif yfir vatn-
inu í nokkurra metra hæð. Skyndilega brotnaði flugdrekinn og Elgin hrapaði niður í vatnið úr
nærri 16 metra mæð. Á myndinni tii vinstri sést Elgin á fluginu en til hægri sést þegar hann var
dreginn upp úr vatninu.
Á föstudagskvöld s.l. fór fram úrslitakeppni í „Miss International**
fegurðarsamkeppninni á Langasandi í Kaliforníu. Sigurvegari var#
Gemma Teresa Guerrero Cruz frá Fillipseyjum. Sést hún hér me#
móður sinni.
Alice Lenshine, leiðtogi og „spámaður" Lumpa trúarflokksins í Norður Rhodesíu, kom mikið við sögu
í síðustu viku þegar fylgismenn hennar fóru myrðandi og rænandi um landið. Ríkisstjórnin gaf fyrir
skipun um að Alice skyldi handsömuð dauð eða lifandi, og gaf hún sig þá fram. Hér sést þegar Alice
kom til Sailsbury s.I. fimmtudag.
ómanneskjulegt skrifstofuveldi í
stað sveitamannsins. Að öðru
leyti eru fyrirbærin ekki óáþekk.
Myndin er framarlega í flokki
þeirra raunsæismynda, sem Bret
ar hafa lagt talsvérða stund á
allra siðustu árin. Þverskurðar-
mynd þjóðlífsins þar sem hégóma
girnd, þjáning, fégirni og ást
sindra út frá sárria afli. Höfundur
blæs að kolunum, ekki til að
móta efnið í hendi sér eftir á-
kveðnum hugjnyndum eða fyrirr
myndum; Æieldur til að sýna deigl
una í sem björtustu ljósi og þær
margbreytilegu myndir, sem þar
byltast milli aðfalls og útfalls
hins hverfula lífs. Þegar vel
tekst tif hrífast áhorfendur einn
ig með í þessum átökum, og svo-
er í þessari kvikmynd.
Sveinn Kristinsson.
Báðar þessar myndir eru teknar i Vestur-Berlm s.l. fimmtudag, e*
þá voru þrjú ár liðin síðan Austur-Þjóðvejar byggðu múrinn ill-
ræmda, sem aðskilur borgarhlutana. Sést á myndunum þegar Willy
Brandt, borgurstjóri, lagði blómsveig að minnisverða fallinna flótU-
manna.