Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. ágúst 1964 bró5u rms. — Mér finnst ekki að hver sem er eigi að koma til New York. til að nota ríkið sem einhvers konar sto-ppistöð á leið sinni í aðra átt“, segir Stratton. „Við eigum að kjósa öldungadeildariþingmann frá New York, ekki frá Massa- chusetts". f»ótt Stratton verði í kjöri á flokksþinginu gegn Kennedy er talið fullvíst að dómsmála ráðherrann fái þar mikinn meirihluta atkvæða. í herbúðum repúblikana rík ir enn meira sundurlyndi. Kenneth Keating, sem kjörinn var 19ó8 með 100 þúsund at- kvæða meirihluta, lýsti því yfir á þriðjudag að hann yrði Samuel S. Stratton Deilur innan beggja flokkanna hefur lýst því yfir að hann muni berjast gegn framboði Kennedys á flokksiþingi demó krata í New York hinn 1. sept. n.k. með því m.a. að vera sjálfur í kjöri. Segir Stratton að stuðningsmenn Kennedys beiti leiftursókn í blöðum og hálfgerðum kúgunaraðferðum til að tryggja framboð forseta Kenneth B. Keating NÚNA um helgna verður end anleg ákvörðun tekin um það hvort Robert Kennedy, dóms- málaráðherra verður fram- bjóðandi demókrata í New York vð kosningarnar til öld ungadeildar Bandaríkjaþings í haust. Bendir allt til að svo verði. Lengi var talið að Kennedy yrði í kjöri sem vara forsetaefni flokksins, en eftir að Johnson forseti lýsti því yfir fyrir skömmu að svo yrði ekki, hefur stöðugt verið róið að þvi að koma dómsmálaráð herranum í framboð í New York. Öldungadeildin er skipuð tveimur þingmönnum frá hverju ríki í Bandaríkjunum, og eru þingmennirnir kosnir til sex ára. Kosningar fara þó fram á tveggja ára fresti og Iþriðjungur þingmanna kjör- inn hverju sinni. Að þessu sinni losnar annað sæti New York í Öldungadeildinni, en það er sæti Kenneths B. Keat ings, þingmanns republikana, sem býður sig fram til endur kjörs. Hafa repúblikanar eins og er báða fulltrúa New York í Öldungadeildinni. Talsverðar erjur hafa staðið um framboð beggja flokkanna í New York, en kosningarnar þar eru taldar hinar tvísýn- ustu ef Robert Kennedy verð ur I kjöri. Ástæðan fyrir því að Kennedy hefur enn ekki tilkynnt frEunboð sitt er sú, að hann beið eftir yfirlýsingu um stuðning frá Robert Wagn er, borgarstjóra, og var sú stuðningsyfirlýsing birt í gær kvöldi. Andstaðan við framboð Kennedys er ekki almenn, en stafar aðallega af því að hann er „utanbæjarmaður“, þ.e. hann er frá Massachusetts- ríki, hefur verið búsettur að undanförnu í Virginia-ríki, en litil afskipti haft af stjöm- málum New York-ríkis. Einn ig telja þessir andstæðingar Kennedys að með framboði sínu ætli hann að nota New York sem nokkurs konar stökkbretti upp í forsetafram boð í framtíðinni. Meðal andstæðinga Kenne- dys er Samuel S. Stratton, fulltrúadeildarþingmaður frá Schenectady í New York, og Framboi Kennedys í New York talið öruggt 1 framboði nú þrátt fyrir yfir lýsingar hans um að hann styddi ekki framboð Goldwat- ers, sem forsetaefni flokksins. Ekki hafði Keating fyri til- kynnt framboð sitt en flokks- bróðir hans, þingmaðurinn Paul A. Fino, lýsti því yfir, að hann myndi einnig fara fram á útnefningu flokksþings repúblikana sem frambjóðandi í stað Keatings. Með þessu er «kki öll sag- an sögð, því þegar hér var komið, birtist nýr keppinautur á stjórnarsviðinu, þ.e. Clare Beethe Luce, fyrrum ambassa dor á Ítalíu. Tilkynnti hún að sennilega yrði hún í framboði í New York á vegum íhalds- manna. Robert Kennedy — Bukcrvo Framhald af bls. 1 laos, vatns- og rafmagnslaus, all- ar verzlanir væru lokaðar, en borgaryfirvöldin reyndu að fá kaupmenn til að opna þær aftur og hvettu flóttafólk til að snúa heim á ný. Talið er mikilsvert mjög, að stjórnarliðið skyldi vinna Bukavo úr höndum uppreisnarmanna — og ekki ólíklegt, að þessi sigur breyti andrúmsloftinu innan hersins til hins betra. Óánægja hefur farið þar vaxandi, vegna velgengni uppreisnarmanna, og var óttazt að liðið í austanverðu landinu myndi riðlazt, félli Bukavo — og þar með kynni stjórnin að missa öll ítök í þess- um hluta landsins. • 40 leiguliðar Frá Jóhannesarborg berast þær fregnir, að fjörutíu hvítir leiguliðar hafi í kvöld haldið af stað flugleiðis þaðan til Leopold- ville — og sé þar um að ræða liðsstyrk til Tshombes. AFP- fréttastofan franska hefur fyrir satt ,að fyrir þessum liðssafnaði hafi gengizt tveir brezkir kunn- ingjar Tshombes frá uppreisnar- dögum hans í Katanga — en sjálfum muni honum lítt um þessa liðveizlu gefið, einkum þar sem hermennirnir hreyfi sig hvergi nema fyrir peninga. Er talið að þeir séu ráðnir fyrir mánaðarlaun er nema 10—12.0000 krónum íslenzkum, auk ferða- uppbóta. AFP hefur fyrir satt, að hermenn þessir séu kempur litl- ar ,hafi litla sem enga herþjálf- un og tali ekki frönsku, sem muni verða þeim mjög til trafala. — • — Frá Alsír berast þau ummæli eftir Mobito Keita, forseta Mali, sem þar hefur átt viðræður við Ben Bella, forseta, að Einingar- stofnun Afríkuríkjanna beri meiri réttur til íhlutunar í Kongó en erlendum ríkjum. Varar Keita mjðg við erlendri íhlutun og seg- ir hana geta orðið til þess að breyta Afríku í nýju Suður- Ameríku, þar sem stjórnir „komi og fari eftir geðþótta fjármála- manna.“ ISA/A /5 finúigr P / SV50/múftr - * P Slúrir S Þrumur Wz, KuUoM H Hm» NORÐANÁTT og kalsaveður snjóaði í fjöll norðan og vest- var um allt land í gærmorgun. an til á landinu. Til dæmis var hiti undir frost- Þegar leið á daginn hlýnaði marki og mikil snjókoma í í veðri, því að þá barst inn innanverðum Skagafirði klukk yfir landið loft, sem komið er an 9 um morguninn, og víða norðaustan frá Rússlandi, á láglendi var krapahríð, en Finnlandi og Norður-Noregi. Ólafur Þorláksson. Nýi sakadómari HINN sjöunda ágúst síðastliðinn var Ólafur Þorláksson, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík, skipaður sakadómari frá og með 1. ágúst sl. Ólafur Þorláksson er fæddur á Akureyri 7. sept. 1929, sonur Þor- láks Jónssonar, fyrrv. stjórnar- ráðsfulltrúa, og konu hans Sig- urveigar Óladóttur. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og cand. juris frá Háskóla íslahds 1957. Gerðist hann þá starfsmaður Síldarút- vegsnefndar, en haustið 1957 varð hann fulltrúi sakadómarans (nú yfirsakadómarans) í Reykjavík og hefur gegnt því starfi siðan. Ólafur er kvæntur Erlu Magn- úsdóttur Kjærnested og eiga þau þrjú bc Harður árekstur Neskaupstað 21. ágúst. í GÆR varð hér árekstur milli tveggja bíla á brú undan Orms- stöðum. Opel-bifreið úr Reykja- vík kom innan að, en fólksvagn úr Neskaupstað utan að og lentu þær saman með þeim afleiðing- um að fólksvagninn mun að mestu ónýtur en fólk sakaði ekki. — Ásgeir. Togliatti látinn Róm, 21. ágúst — (NTB-AP) 0 ÍTALSKI kommúnista- leiðtoginn Palmiro Togliatti, lézt á Yalta í dag, 71 árs að aldri. Hafði hann fyrir átta dögum fengið heilablóðfall, er dró hann til bana. Á þriðju- dag var gerður á honum heilaskurður og leit út fyrir, að hann hefði tekizt vel. Fékk hann rænu í morgun, en að- eins stutta stund og klukkan 13.30 að staðartíma lézt hann, að því er tilkynnt var í aðal- stöðvum kommúnistaflokks- ins í Róm. • Lík Togliattis verður flutt til Rómar á morgun, laugardag, og verður útför hans gerð þar næst- komandi þriðjudag, 25. ágúst. — Hann verður jarðsettur í kirkju- garði mótmælenda í Rómaborg, ekki allfjarri grafreitum skáld- anna Shelleys og Keats, að því er AP-fréttastofan hefur fyrir satt. Þegar ljóst var, að Togliatti var að skilja við, var Nikita Krúsjeff skýrt frá því. Hélt hann Batnandi veður en treg síld SÍLDVEIÐI er enn treg þótt skip héldu á miðin í gær. — Frétzt hefir um allmörg skip, sem kastað höfðu í Reyðar- fjarðardýpi, en eftirtekjan hafði verið heldur rýr. Sigurpáll var á leið til lands í gærkvöldi með 1000 tunnur af blandaðri síld, sem hann hafði fengið 130 mílur austur af norðri frá Langanesi. þegar á vettvang og kom aðeins nokkrum mínútum eftir andlát hans. Lét hann í ljós samhryggð við þá ítölsku kommúnistaleið- toga, sem þar voru staddir. Aldo Moro, forsætisráðherra Italíu hefur sent kommúnistaflokknum samúðarkveðjur, vegna fráfalU Togliattis. (Sjá grein á bls. 12) iiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim i 3 | Borgarís á j | Húnaflóa | S Blönduósi 21. ágúst. j§í GÆRKVÖLDI sást alLstórg = borgarisjaki frá Blönduösi í = Snorðvesturátt og færðist hann| Hhratt inn Húnaflóa. Jakinn = = virtist vera norður af Vatns- = Hnesi eða lítið eitt vestar. S Fréttaritari blaðsins að §j = Blönduósi fór norður á bakka = = austan við Blönduós og sá § |hann að jakinn var skammt| |undan Vatnsnesi. § Ekki vildi hann ákveðal§ §stærð jakans en taldi ekki »-§ §sennilegt að hann væri 50—| §70 m. hár og staðfesti að hann§ = væri á hraðri ferð til lands. = = = lilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliuli Molta sjálfstæð 11. septembei London 22. ágúst — NTB. § Brezka stjórnin hefur sam- þykkt tillögu forsætisráðherrans á Möltu, Dr. Borg, þess efnis, að landið fái sjálfstæði 11. septem- ber n.k. — að því er tilkynnt var í dag, af hálfu nýlendumála ráðuneytisins í London. • Frá Buckingham-höll er til- kynnt, að hertoginn af Edinborg verði fulltrúi Elisabethar Eng- landsdrottningar við hátíðahöld- in af þessu tilefni, sem væntan lega verða 16.—23. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.