Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. ágúst 1964
I HÆSTARÉTTI hefur verið
kveðinn upp dómur í máli, er
Sveinn Gunnarsson, læknir, höfð
aði gegn Mjólkursamsölunni, en
í máli Þessu fór Sveinn fram á
bætur vegna tjóns, er hann varð
fyrir í árekstri við eina af bif-
reiðum Mjólkursamsölunnar.
Málavextir eru svofelldir:
Um kl. 10 að morgni hins 3.
marz 1956 varð árekstur á gatna
mótum Rauðarárstigs og Flóka-
götu milli bifreiðanna R-6202 og
R-3422. Bifreiðinni R-6202, sem
var mjólkurflutningabíll af
Chervolet gerð í eigu Mjólkur-
samsölunnar, var ekið suður
Rauðarárstíg, en bifreiðinni
R-3422, fólksbifreið af Mosk-
vitchgerð, eign stefnanda og
ekin af honum í umrætt sinn,
var á leið austur Flókagötu. Gat
an, sem árekstunnn varð á, var
malbikuð, en sujór var á, og
færi því hált. Bifreiðin R-6202
var með snjókeðjum á aftur-
hjónum, en R-3422 var keðjulaus-
Lögreglumenn komu þegar á
vettvang eftir slysið og gerðu
uppdrátt af staðháttum. Skv.
þeim uppdrætti hefur framendi
bifreiðarinnar R-6202 rekizt á
vinstri hlið bifreiðarinnar R-3422
og ýtt henni u.þ.b. 4 metra til
hliðar, áður en bifreiðarnar
stöðvuðust. Samkvæmt uppdrætt
inum voru hemiaför R-6203 8m-
BRIDGE
ICfllMll11111111111111111111111111
SPILIÐ, sem hér fer á eftir, er
úr leiknum milli Formósu og
Filippseyja á Ólympíumótinu í
New York og er af mörgum talið
meðal þeirra beztu, sem þar voru
spiluð. — Þar sem spilararnir frá
Formósu sátu N-V gengu sagnir
þannig:
Vestur Norður Austur Suður
1 A pass 2 * 2 ♦
2 V 3 ♦ pass 5 ♦
pass pass pass A Á 8 3
V 10 7 5
♦ K53
♦ DG109
A G 6 4
♦ KD 10 9 A
7 2 V
♦ ÁDG62 ♦
♦ G 2 ♦
♦ —
* K 8 7 6 5
3 2
* 5
V K 8 3
♦ ÁD 10 9764
Á 4
Útspil var spaðakóngur og sagn
hafi gaf!! Næst lét vestur spaða-
drottningu, sem gefin var í borði,
en sagnhafi trompaði heima með
tígul 6. Nú tók sagnhafi ás óg
kóng í trompi og lét út laufa-
drottningu, austur gaf og sagn-
hafi gaf einnig heima.
Sagnhafi lét nú út spaðaás og
kastaði í heima laufaás. Því næst
var lauf látið út, austur drap með
kóngi, sagnhafi trompaði heima
með tígul 9 og lét næst út tígul
4. Þannig komst sagnhafi inn á
borðið á tígul 5 og gat kastað 2
hjörtum heima í laufin í borði.
Sagnhafi gaf því aðeins tvo slagi
og vann spilið á snjallan hátt.
löng, en hemiaför R-3422 6m.
löng. Við áreksturinn kastaðist
stefnandi til inni í bifreið sinni
og hlaut brot a vinstri síðu, en
skemmdir á bifreiðunum urðu
þær, að lugtarrammi R-6202
beyglaðist, en vinstri hlið bif-
reiðarinnar R-3422 lagðist inn.
Engir sjónarvottar voru að
slysinu, en stefnandi hefur skýrt
svo frá, að hann hafi ekið á ró-
legri ferð að gatnamótunum og
ekki yfir hámarkshraða innan-
bæjar. Er hann hafi komið með
framenda bifreiðarinnar inn á
gatnamótin, kveðst hann hafa
séð til ferða stórs bíls, er hon-
um virtist vera í u.þ.b. 20—30
metra fjarlægð frá gatnamótun-
um, og hafi hann því talið hættu
laust að aka áfram. En í því
hann hafi verið kominn út á mið
gatnamótin, kveðst hann hafa
séð bíl þennan stefna þvert á
bíl sinn og hafi honum verið ek-
ið á talsverðri ferð og því bor-
ið miklu fljótar að, en hann hafi
reiknað með. Stefnandi kveðst þá
hafa hemlað og reynt að vikja
undan til hægri, en Það hafi eng
um togum skipt, að bifreið þessi
hafi skollið á vinstri hlið bif-
reiðar sinnar.
Ökumaður bifreiðarinnar R-
6202 skýrði svo frá, að fyrir
áreksturinn hefði hann stöðvað
bifreiðina á Rauðarárstíg á móts
við húsið nr. 3 við Háteigsveg
til að losa þar mjólk. Að því
loknu hafi hann ekið af stað aft-
ur og hafi ekki verið kominn
yfir ca 30 km. hraða er hann
kom að gatnamótum Flókagötu-
Hafi hann þá séð til ferða R-
3422, er hafi komið honum á
hægri hönd og virtist honum
bifreiðinni vera ekið nokkuð
hratt. Er hann hafi séð, að öku-
maður bifreiðarinnar R-3422
ætlaði ekki að stöðva, kveðst
hann strax hafa hemlað með
fullu átaki, en bifreiðin, sem
vvvVvvv^.:vv:V:v:
MYND þessi er tekin suður á Keflavíkurflugvelli af þyrlu við björgunaræfingar.
hafi verið með fullu hlassi, hafi
verið þung og runnið því áfram.
Stefnandi krafðist bóta að upp
hæð kr. 256.451.86 ásamt vöxtum
og málskostnaði. Studdi hann
kröfu sína þeim rökum, að bif-
reiðinni R-6202 hafi verið ekið
með óhæfilega miklum hraða í
umrætt sinn, enda beri hemla-
förin vitni um það- Stefnandi
hafi að vísu átt vikskyldu á um-
ræddum gatnamótum fyrir R-
6202, en þegar litið sé til allra
atvika á slysstaðnum, verði hon-
allt að einu ekki gefinn sök á
því hvernig fór.
Stefndi, Mjólkursalan, krafðist
sýknu og byggði kröfur sínar á
því, að stefnandi ætti alla sök
á slysi þessu með því ag gegna
eigi vikskyldu sinni þarna á
gatnamótunum gagnvart R-6202
og auk þess hafi bifreið stefn-
anda verið keðjulaus í umrætt
sinn. Stefndi mótmælti því, að
bifreiðinni R-6202 hefði verið ek-
ið óhæfilega hratt í umrætt sinn,
þar sem hún hefði verið tekin
af stað í aðeins um það bil 2—3
bíllengda fjarlægð frá áreksturs-
staðnum og hafi Því að öllum lík
indum ekki verið á meiri hraða
en 25 km. hraða á klst. Hinsveg-
ar hafi stefnandi ekið of hratt,
eins og hemlaför eftir bifreið
hans bæru vitni um.
í forsendum að héraðsdómi,
sem staðfestur var í Hæstarétti,
segir svo: „Þegar virt eru atvik
að slysinu og hugað er að af-
stöðumynd af vettvangi, virðist
allt benda til, að bifreiðin R-
6202, hafi verið komin mun
nær gatnamótum, en stefnandi
hefur skýrt frá, þá hann ók inn
á Rauðarárstíg. Allt að einu
gegnir stefnandi ekki vikskyldu
sinni gagnvart R-6202, heldur ek
ur hann bifreið sinni, keðju-
lausri, þvert í veg fyrir R-6202
við framangreindar aðstæður og
á hann því megmsök á árekstr-
inum með þessu gálauslega og
ólögmæta ökulagi sínu. Á hinn
bóginn þykir ökmnaður bifreið-
arinnar, R-6202, einnig eiga
nokkra sök á slysi þessu með
of hröðum akstri sinum miðað
við aðstæður, svo sem séð verð-
ur af hemlaförum bifreiðarinnar
á uppdrættinum. Þegar virt er
það, sem nú hefur verið rakið,
þykir rétt, að stefndi bæti stefn
anda tjónið að 1/4 hluta, en
stefnandi beri sjáifur tjón sitt að
3/4 hlutum.“
Samkvæmt þessu var metið,
að hæfilegar bætur væru kr.
21.718.46 auk vaxta og málskostn
aðar í héraði, kr. 3-400,00, en
málskostnaður í Hæstarétti var
niður felldur.
Við heimskautsbaug
Mikið fjandi var hann kald-
ur í gær. Þetta er hálfgert vetr
arveður. Þeir standa a.m.k. í
snjómokstri í Siglufjarðar-
skarði. — Og hér syðra fellur
kartöflugrasið og úthagarnir
baka á sig gula haustlitinn.
Okkur finnst þetta einum of
snemmt. En við þessu er víst
ekkert hægt að gera. Það er
ekki um annað að ræða en
sætta sig við hnattstöðuna. Við
sitjum hér við heimskautsbaug
inn, því verður ekki breytt. Og
hér er allra veðra von allan
ársins hring. Við verðum að
miða allt við þessa meginstað-
reynd. Þetta breytist víst ekk-
ert þótt menn bölvi og Veður-
stofan sýni óþarflega mikla
bjartsýni við og við.
Óttaslegnir
Eitt af því sem hrjáir lands-
lýðinn í vetrarveðráttu sumars
ins eru jarðskjálftar. Þetta er
hvimleið tegund af skjálfta og
þeir, sem vakna af værum
svefni um miðja nótt við að
allt er farið af stað í íbúð-
inni, verða margir óttaslegnir.
Það er ósköp eðlilegt. Menn
gera þá ósjálfrátt ráð fyrir
hinu versta, enda má segja að
ástandið sé orðið alvarlegt, þeg
ar sultukrukkurnar eru farnar
að skoppa úr hillum kaupfé-
laga víðs vegar um land.
Reikna með því versta?
En er þetta ekki einmitt
eitt af því, sem við og kaup-
félögin getum alltaf átt von á?
Ekki sízt núna, þegar eldgos
stendur. Ég hef alltaf haft það
á tilfinningunni, að einhverja
fyllingu þyrfti þarna niðri í
staðinn fyrir þessi ósköp af
jarðefnum, sem koma upp úr
jörðunni koma við eldgos. Þess
vegna er ekkert óeðlilegt að
jörðin sigi á stöku stað með
miklu brambolti og sultuspill-
ingu. Sennilega er þetta mjög
óvísindaleg skýring ekki efast
ég um það. Samt er hún mjög
trúleg fyrir almúgann, sem hef
ur ekki vísindalegan smekk
fyrir eldfjöllum.
Annars eru hús það ramm-
byggð hér á landi, að fólk hef-
ur ekki ástæðu til að óttast að
jafn illa fari og víða í útlöndum
þar sem heilar borgir hrynja
til grunna við minnstu hrær-
ingu eða skjálfta jarðarinnar.
Að visu gæti sjálfsagt komið
það mikill skjálfti í fósturjörð-
ina að engum yrði stætt og
rammbyggðustu steinkassar
féllu saman. En reiknar maður
alltaf með því versta?
Ekki ástæða til andvöku
Ég get ósköp vel skilið að
fólki verði ónotalegt við, þegar
það finnur smákipp. En mér
finnst ekki ástæða til að láta
þetta halda fyrir sér vöku heila
nótt, eins og víða varð nú í
vikunni. Þá getur fólk alveg
eins orðið andvaka af ótta við
að brenna sig á morgunkaffinu,
þegar það rís úr rekkju.
Ég segi bara eins og karlinn,
sem var spurður að því hvort
hann væri forlagatrúar:
„Ha, forlagatrúar?“, sagði
hann — „Nei ég held nú ekki.
Nei, forlagatrúar er ég ekki
frekar er aðrir sjómenn. Nei,
við sjómennirnir trúum sko
að maður fari, þegar maður á
að fara. Maður drepst ekki fyrr
en kallið kemur — ag kallið
kemur hvort sem maður vill
eða ekki — Það er allt fyrir-
fram ákveðið hjá forlögunum.‘*
Alvarlegur atburður
Skurgröfu- og ’ ýtustjórar,
sem gera ekki annað en slíta
símastrengi út um allan bæ,
vita sennilega ekki hvað þeir
hafa á samvizkunni. Núna síð-
ast biðu t.d. milli sjö og átta
hundruð konur í Smáíbúða-
hverfi við „dauðann“ síma,
fréttalausar g sámbandslausar
við umheiminn í tvo heila daga
og höfðu ekkert nema útvarpið
og dagblöðin. Mér er sagt, að
þetta hafi verið ein alvarleg-
asta röskunin á fréttamiðlunar
kerfi borgarinnar í lengri tíma.
ELDAVELAR
ELDAVÉLASETT
GRILL
Sjálfvirkt hita- og
timaval.
A E G - umboðið
Söluumboð:
HÚSPRÝÐI HF.