Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 22. ágúst 1964 Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, ræðir við Hannes Kjartansson, aðalræðismann í New York (t. v.) og Peter Johnson eftir heimsóknina til Washington. Forsætisráðherra á heimleið FRÉTTAMAÐUR AP átt; stutt samtal við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, í fyrradag, skömmu áður en hann og frú hans héldu af stað með Brúar- fossi áleiðis til íslands. — Ég er mjög ánægður með þes:sa þiriggji vikna heimsókn til Kanada og Bandaríkjanna. Allir voru einstaklega gestrisnir og alúðlegir, sagði ráðherrann. j Sagðist hann minnast með hlýju fundanna með íbúum ís- j lendingabyggða 1 Kanada, og sér hefði þótt einkar ánægjulegt að heyra íslenzku enn talaða af afkomendum landnemanna, sem fluttu vestur um haf af íslandi árið 1875. Hefði tilgangurinn með þessari för sinni vestur fyrst og fremst verið þátttaka í hátíðahöldum á íslendingadeg- inum að Gimli hinn 3. ágúst sl. Ráðherrann sagði, að fundurinn með Johnson forseta væri eftir- minnilegasti þáttur heimsóknar- innar til Bandaríkjanna. Forsætisráðherrafrúin, Sigríð- ur Björnsdóttir, sagðist hafa haft mikla ánægju af ferðinni. Hún fór í nokkrar verzlanir í New York síðustu dagana og sá heimssýninguna ásamt manni sínum. I fyrradag heimsótti for- sætisráðherrann verksmiðjur dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Coldwater í Maryland, og skoðaði þær undir ieiðsögn Þorsteins Gíslasonar, forstjóra. Ráðherrahjónin koma væntanlega til íslands n.k. föstu dag. KEFLVÍKINGAR SUÐURNESJAMENN Herraföt frá 1000,00 Herrajakkar — . 1000,00 Herrafrakkar — 1500,00 Herraskyrtur — 150,00 Drengjaföt — 900,00 Drengjajakkar — 500,00 Herrasokkar — 25,00 Terylene og Poplín kápur frá 600,00 Kjólar frá 200,00 Blússur frá 150,00 Nylon undirpils frá 100,00 Nylonsokkar frá 25,00 Ullarteppi Hefst k manudag ^jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitti (Frá bökunarsamkeppninni I 3 Við skildum í miðjum klíð- = um við bökunarsamkeppni S Pillsbury Best á íslandi í 3 blaðinu í gær, og fer hér á 3 eftir niðurlag greinarinnar: = 0 Ekki bezta kakan S Rut Guðmundsdóttir, Oldu- = slóð 18, Hafnarfirði, sagðist §§ alla tíð hafa haft ákaflega §§ gaman af bakstri og matar- = til'búninigi yfirleitt, og væri H alltaf að reyna eitthvað nýtt = og skemmtilegt. Hún bakaði ^ gítókökur og sagði hún að þær 3 væru að vísu góðar, en langt = frá því að vera beztu kökurn H ar sem hún kynni að baka. H Hún sagðist eiga kökuupp- S skriftir í tugatali, bæði í bók f§ um, lausum miðum og erlend S ar uppskriftir, sem hún hefði §§ lagfært eftir aðstæðum. Hún 3 kvaðst eitt sinn hafa verið 3 á húsmæðraskóla í Dan- 3 mörku, og haft gagn og gam- = an af dvölinni þar. E Rut er gift Ólafi Arnlaugs §§ syni og eiga þau fjögur börn. H Uppskriftin sem hún sendi er j§ þannig: GÍTÓKÖKUB S 200 gr. hveiti S 200 gr. smjör, (ekki smjörl.) §§ Hnoðað vel saman, látið §j bíða í 2 klst. á köldum stað. § Marengs. |j 2 bollar sykur 3 2 stk. eggjahvítur = Eggjahvíturnar stífþeyttar, = sykurinn látinn út í og þeytt- E ur mjög vel saman við. S Deigið flatt frekar þunnt út, 3 marengs smurður ofan á. Þessu § síðan rúllað upp og skorið í §§ þunnar sneiðar, með beittum = hníf. Raðað á vel smurða = plötu með góðu millibili. Bak- = að við hægan hita, ca. 180° í = 20 mínútur. E Sigríður Guðmundidóttir = er fædd í Reykjavík og alin 3 upp á ísafirði. Nú er hún futt 3 aftur í borgina, gift Jónasi §§ Helgasyni, á þrjú börn og = vinnur hálfan daginn sem S gjaldkeri hjá Steindóri. Sigríður sagðist hafa sent aðeins eina uppskrift, sem væri sú handhæ.gasta sem hún kynni, sýrópsbrauð. Það er bú ið til á eftirfarandi hátt: SÝRÓPSBRAUÐ. 4 stk. egg 1 bolli dökkur púðursykur 125 gr. sýróp eða hunang. 250 gr. hveiti 114 tesk. engifer !'/• tesk negull 14 tesk lyftiduft 100 gr. fínbrytjað súkkat (ef vill). Þeytið eggin og sykurinn vel saman og blandið volgu sýróp- inu saman við. Blandið krydd inu, súkkatinu og lyftiduft- inu í hveitið og hrærið það vel saman við eggjahræruna. Setjið deigið í vel smurt jóla- kökumót, og bakið við 175 stig í ca. 1 klst. í staðinn fyrir sýróp, má setja hunang. Brauð þetta er mjög gott með smjöri, bæði með kaffi og te. „Maðurinn keypti eitt sinn svo mikið sýróp hjá Kaaber að ég neyddist til að baka brauð og kökur með sýrópi í,“ bætti hún við hæjandi. „Það var upphafið.“ — Hún sagði að Bandaríkjaferðin hefði freistað sín, því hún ætti móður búsetta í Banda- ríkjunum og hefði verið gam an að heimsækja hana í leið- inni. • Bakar mikið úr heilhveiti Matthildur Björnsdóttir frá Keflavík bakaði heilhveiti- kökur á pönnu, og sagði hún að það væri afar fljótlegt. Uppskriftin er þannig: HEILH VEITIKÖKU R. 214 bolli hveiti 214 bolli heilhveiti 5 tsk. ger (lyftiduft) 1 tsk. salt 2 msk. púðursykur 2 stk. egg 75 gr. smjörlíki 8 dsl. mjólk Þurrefnunum blandað sam- an, eggjunum og bræddu smjörlíkinu, þynnið með mjólkinni, bakaðar þykkar kökur á pönnukökupönnu við mjög vægan hita, tími 50—60 mín. (við að hræra og baka). Uppskriftin er í 7 kökur. Kök- urnar smurðar með smjöri, má hafa þær í brauðtertur, þá 3 saman, eöa skorið í snittur. Sérstaklega ljúffengar með árvaxtasalati, hangikjöti og grænmetsissalati. Matthildur er gift Stur- laugi Björnssyni og -eiga þau tvö börn. Sagðist hún baka mikið úr heilhveiti, meira að segja rjómakökur. „Nú á ég tvær hrærivélar,“ sagði hún. „Sú var tíðin að maðurinn minn hrærði allt fyrir mig, og þegar hann einn daginn kom þrammandi með hræri- vél undir handleggnum varð mér að orði: Hvað á ég að = gera við hana þessa? Mér §§ finnst skemmtilegra að hann §§ hræri fyrir mig, en ég býst §§ við að hann sé á öndverðri §§ skoðun.“ = 0 Nestisbrauð í rét*irnar Að síðustu töluðum við við = Sigurveigu Jóhannesdóttur, 3 Suðurgötu 42, Akránesi. Hún 3 bakaði nestisbrfcuð úr rúg- 3 mjöli, steikt í feiti, og má f§ bæði nota með mat og kaffi. 3 Uppskriftin er þannig: NESTISBRAUö. 500 gr. hveiti 150 gr. rúgmjöl 50 gr. haframjöl 50 gr. sykur 214 desl. mjólk 14 desl. súrmjólk 2 tesk. ger 1 tesk. matarsódi 14 tesk. hjartarsalt 1 tesk. borðsalt 1 stk. egg §§ Þurefninu blandað saman = vætt í með mjólkinni og egg- j§ inu, hnoðað vel, breitt þunnt i út, skorið niður eins og vel 3 stórar brauðsneiðar. Bakað í 3 jurtafeiti eða tólg við 180 til = 200 stiga hita. „Við bjuggum í 22 ár í = Tungusveit í Lýtingsstaða- 3 hreppi, Skagafirði, og nestis- = brauðið varð til þegar ég eitt = sinn útbjó bónda minn í göng 3 ur. Ég hef hvergi feiigið svip- 3 að brauð." = Sigurveig er gift Jóni Dal = Þórarinssyni og eiga þau 3 fimm börn á lífi. Hún sagðist |§ hafa gaman af að eiga við mat 3 og bakstur og eftir hún flutt- §§ ist til Akraness hefði hún §§ stundum haft menn í fæði. §§ „Mér þykir svo skemmtilegt S að vera hér í dag,“ sagði Sig- = urveig. „Það hvarflaði aldrei 3 að mér að ég kæmist í úrslit, §§ ég sem á ekki einu sinni eld- 3 húsvigt.“ Hg. 3 í myndatexta í blaðinu i = gær urðu þau mistök, að Páll = Stefánsson, fulltrúi hjá O. = Johnson & Kaaber var nefnd- 3 ur Björn, og biðjum við vel- 3 virðingar á þeim mistökum. =

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.