Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 10
lö MORGU N BLADIÐ Laugardagur 22. ágúst 1964 MYNDIR Hérna sést þegar bandaríski fjarskiptahnötturinn Syn- com 3 var að leggja af stað út í geiminn. Ætlunin er að hann verði notaður við sjón- varpssendingar frá Olympíu leikunum í Tókíó. Tass fréttastofan í Moskvu birti þessa mynd si. þriðjudag, og sýnir myndin hvernig rússnes kt íþróttafólk á að vera klætt við hátíðleg tækifæri á Oiympí uleikunum í Tókíó. Sl. laugardag komu tveir sovézkir tónlistarmenn inn í bandariska sendiráðið í Tókíó og báðu um aðstoð við -að komast til Bandaríkjanna sem pólitískir flóttamenn. Hér sjást tónlist- armennirnir tveir, Boris Midney (fremst fyrir miðju) og Igor Berechtis (með gleraugu, of- arlega lil vinstri) er þeir fóru frá Tókíó á sunnudag áleiðis tii Kaupmannahafnar á ieið sinni til Bandaríkjanna. Mynd þessi var tekin í aðalstö ðvum Atlantshafsbandalagsins sl. þriðjudag þegar þeir ræddust þar við (talið frá vinstri): Man lio Brosio, hinn nýi framkvæmdastjóri NATO, Henry Cabot Lodge, sérstakúr fulltrúi Johnsons Bandaríkjaforseta, og Thomas Finleiter, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO. * Bitiana brezku þarf vart að kynna, en þeir komu til San Francisco sl. þriðjudag þar sem þeir ætla að halda hljómleika í Cow Palace, höllinni miklu þar sem Barry Goldwater var kjörinn frambjóðandi repúblikana. Hér sjást Bítiarnir (hægra megin við miðju) við komuna til flugvallarins, þar sem þúsundir aðdáenda biðu eftir þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.