Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 22. ágúst 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 Cassius Clay, eða Muhammad Ali, og leiðtogi svörtu múham eðstrúarmannanna Elijah Muiiammad. HINN nýgifti heimsmeistari i hnefaleik, Cassius Marcellus Clay, sagði við fréttamenn i Chicago fyrir nokkrum dög- um, að hann ætlaði ekki að láta börn sín fæðast í Ame- ríku, og talaði um að hinn spillti heimur mundi tortím- ast innan tíu ára. „óboðnu börn mín eiga að fæðast í framtíðarlandinu," sagði heimsmeistarinn. Framtíðar- landið kvað hann vera „ein- hversstaðar nálægt Arabíu. Hann gat þess, að fáeinum CASSIUS CLAY nýgíftur Eyðir hveitibrauðsdögunum í Egyptalandi löndum yrði hlíft við hinum válegu örlögum, en Ameríka yrði með þeim fyrstu sem iglötuðust. Eftir ölíum sólar- merkjum að dæma yrði það innan tíu ára. Cassius Clay og brúður hans Sonji Roi, fyrrverandi sýn- ingarstúlka, hyggjast eyða brúðkaupsdögunum í Egypta landi. Cassius áformar að þjálfa sig þar undir næstu heimsmeistarakeppni, þar sem hann og Sonny Liston takast á á ný. Kona hans mætti ekki á fundinum, sem hann hélt með blactamönnum. „Eigin- konur svartra múhameðstrú- armanna halda sig í skuggan- um,“ bætti hann við til skýr ingar. Cassius er meðlimur hreyf- Eiginkona Cassiusar, ingar í Bandaríkjunum, sem Soni Roi. nefnis „Svörtu múhameðstrú- armennirnir", og hefur verið endurskírður Muhammad Ali. Hann segir að það sé sitt lög- lega nafn. „Elijah Muhammad leiðtogi okkar, gaf mér það, og allt sém hann gerir er lög legt.“ Hnefaleikarinn sagði, að hann hefði þurft að snúast smávegis í viðskiptum á sjálf an brúðkaupsdaginn. „Eg keypti þá tvö íbúðarhús," bætti hann við. Cassius Clay og kona hans létu skrá á giftinga vottorð sitt, að þau væru austurálfu- búar. „Ég er ekki negri,“ sagði hann, „og ég er ekki hvítur svo við komum okkur saman um að vera austur- álfubúar." — Togliatti Framh. af bls. 12 að láta heyra til sín aftur eft- ir margra ára ofsóknir. Voru . kommúnistar mjög andvígir því, að konungdæmi yrði á- fram á Ítalíu, en Togliatti tókst að breyta viðhorfi þeirra, og fékk þá til að hætta um sinn að berjast gegn konungs- fjölskyldunni og taka sæti í stjórn Badoglios marskálks, sem var formlega tilnefnd af konungi., Þetta djarfa herbragð Togli attis ávann honum virðingu manna, jafnt andstæðinga sem annara. Það leið heldur ekki á löngu þar til honum hafði tekizt að koma sjálfum sér og dyggustu fiskifiskum sín- um í lykilembætti í ríkisstjórn inni. Það hagræði fylgdi stjórnarsetunni að nú gátu kommúnistar komið upp mik- illi kosninga og áróðursvél, sem þeir höfðu ekki átt áður. 1947 hugðist Togliatti leika svipaðan leik og 1944. Þá fékk hann kommúnista til þess að styðja stjórnarskrárbreytingu, sem þeir voru í hjarta sínu mótfallnir, en á þennan hátt hugðist hann aftur vinna sér fylgi og jafnframt tryggja setu kommúnista í stjórn de Gasperis. En í þetta sinn sáu andstæðingar Togliattis við honum, og tveimur vikum eftir stjórnarskrárbreytinguna voru kommúnistar komnir úr stjórn. Næstu 15 árin var markmið Togliattis tvíþætt. í fyrsta lagi vildi hann fresta þeirri stundu að sósíalistar slitu sambar di við kommúnista og skildu eftir Moskvukjarnann einan og í öðru lagi búa svo um hnúta, að Moskvukjarn- inn réði öllu í flokknum. Þetta var vandasamt verk, og vinnu brögðin kenna allir, sem eitt- hvað þekkja til starfsemi kommúnista. Eftir 1953 gerð- ist erfiðara að halda saman flokknum svo Togliatti hent- aði. Dauði Stalins og afneitun hans síðar, svo og uppreisnin í Ungverjalandi bættu og ekki úr skák og sósíalistar fjarlæguðst Moskvumennina stöðugt. Loks kom þar að, að stefna Togliattis beið algjört skipbrot. Það var árið 1962, er „apertura a sinistra", eða „opnunin til vinstri" átti sér stað, en þá fluttu sósíalistar sig um set úr stjórnarandstöðu og inn í „herbúðir“ stjórnar- innar. Staðá Togliattis í flokknum varð því ekki eins tilkomu- mikil eftir áratuga baráttu og hún var 1948, er reynt var að ráð» hann af dögum. Tvær kúlur lentu þá í lungum hans, en hann lifði tilræðið af og um þetta leyti stóð hann á há- tindi vinsælda sinna á Ítalíu. Eftir að kommúnistar gerðu sjálfir heyrinkunnugt hvílíkur erkibófi og stórglæpamaður Jósef Stalín hefði verið, varð ljóst að þær hugmyndir, sem allur þorri manna hafði um Togliatti, hlyti að breytast, og að falla mandi fara á dýrling- inn. í lífi hans voru myrk tímabil, einkum meðan hann sat sem varaforseti Komin- tern, og erfitt var að gera við- hlítandi grein fyrir þeim. Hve mikið hann vissi um glæpi Stalíns og að hvað miklu leyti han-. var meðsekur er ekki vitað. ‘ i engu að síður bar Togliatti höfuð og herðar yfir samstarfsmenn sína 1 Komm- únistaflokknum og þótt ekki hafi blásið byrlega, er það staðreynd að Kommúnista- flokkur Ítalíu er hinn stærsti vestan járntjalds, og það er að heita eingöngu verk Palmiro Togliattis. Hann var af öll- um talinn meðal mestu stjórn- málamanna Ítalíu, og ýmsir telja að hann hefði getað fært þjóð sinni mikla gæfu, hefði starfskraftar hans og gáfna notið á öðrum ’sviðum en kommúnismans. Og víst er, að Machiavelli hefði fallið vel við Togliatti. Tilboð óskast í Volkswagen 1963, sem er skemmdur eftir árekstur. Bíllinn er til sýnis á bifreiðaverkstæðinu Armur, Bústaðabletti 12 við Sogaveg (við Bíla- sprautun). Tilboð óskast send til Ábyrgðar h.f. Laugavegi 133 fyrir kl. 17 24. þ.m. USSR vill banna kjarnorkuvopn — myndi skapa falska öryggis- tilfinnirrgu, segja vestrænir fulltrúar Genf, 20. ágúst. — (AP-NTB) i AÐALFULLTRÚI Sovétríkj-! anna á hfvopnunarráðstefn- unni í Genf, Semyon K. Tsarapkin, lýsti því yfir í dag, að stjórn lands síns væri reiðubúin til að undirrita sainning, þar sem kveðið væri á um algert bann við notkun kjarnorkuvopna. Sagði Tsarapkin við þetta tækifæri, að slíkur samningur myndi „binda enda á alla hættu á árásum með kjarn- orkuvopnum, alls staðár“. • Sovézki fulltrúinn lýsti stuðn 1 ingi við tillögu, sem fram kom frá fulltrúa Eþíópíu, Mikael Irmu, og var á þá leið, að næsta Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna kallaði saman alþjóðaráð- stefnu, sem gerði upplcast að samningi, er bannaði alla notk- un kjarnaorkuvopna. • Vestrænir fulltrúar létu í ljós þá skoðun á þessum til- lögum, að þser væru ekki raun- sæjar, og væru til þess fallnar að vekja falska öryggistilfinn- íngu í brjóstum manna. Fyrsti ræðumaður af hálfu vestrænna þjóða, sem til máls tók, eftir ræðu Tsarapkins, full trúi Kanada, E.L.M. Burns, sagði, að samningur, sem bann- aði alla notkun kjarnorkuvopna væri „ólíklegur til að koma nokkru verulegu til leiðar, og myndi vekja falska öryggistil- finningu". Kvað hann ólíklegt, að þjóðir, sem eldu öryggi sínu ógnað myndu fara að á þann hátt, sem slíkur samningur kvæði á um. Sagði Burns, að sagan hefði sýnt og sannað, að slíkir samningar sefðu aldrei verið haldnir á ör- lagastund. Aðalfulltrúi Breta, J. G. Tahourdin, lýsti því yfir, að syo lengi sem kjarnorkuvopn væí'u til, væri alltaf á því hætta, að til þeirra yrði gripið. Taldi hann, að þótt slíkur samningur yrði gerður, væri á engan hátt loku fyir það skotið, að til ofbeldis- aðgerð með venjulegum vopn- um kæmi, — jafnvel miklu frem ur en ef enginn slíkur samningui væri gerður — því að sum rík; myndu þá telja sér óhætt aí ganga lengra en þau nú gerðu því að þau myndu enga hættn telja á að kjarnorkustyrjöU fylgdi í kjölfarið. heitir hið undurfagra japanska kirsuberja blóm. LANCOME hefir í ár valið SAKOUEABLt^lIÐ sem tízkulit SAKOURA fæst samstætt í varalit og naglalakki hjá Tízkuskóla Andreu, Oculus og Sápuhúsinu. LANCOME íþróttakonur. SAKOURA-tízkuliturinn er valinn með hliðsjón ai Olympíuleikunum í Tokíó. IMú eða aSdrei slmi 12500 Bílasalinn við Vitatorg DUN^FIÐURHRHINSUNINI VATNSSTIG 3 SIMI 18740 DCCT RF7T-lcr.drlnr AÐEINS ORFA SKREF ££AUUJGAVEGI REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sœng- urnar.eigum dún- og fidurheld ver. >ELJUM ædprduns-og gæsadúnssæng- ur og kodda af ýmsum stærdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.